Suðurfjarðahreppur 1942

Í framboði voru sameiginlegur listi Alþýðuflokks og Framsóknarflokks og listi Sjálfstæðisflokks. Árið 1938 bauð Kommúnistaflokkurinn fram með Alþýðuflokki og Framsóknarflokki. Það ár bauð Bændaflokkurinn fram með Sjálfstæðisflokki. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 3 hreppsnefndarmenn og hélt meirihluta sínum þrátt fyrir að tapa einum manni. Sameiginlegt framboð Alþýðuflokks og Framsóknarflokks vann einn mann og hlaut 2 hreppsnefndarmenn.

Úrslit

1942 Atkvæði Hlutfall Fulltr.
Alþýðufl.og Framsóknarfl. 98 48,04% 2
Sjálfstæðisflokkur 106 51,96% 3
Samtals gild atkvæði 204 100,00% 5
Auðir og ógildir 7 3,32%
Samtals greidd atkvæði 211 76,45%
Á kjörskrá 276
Kjörnir hreppsnefndarmenn
1. (Sj.) 106
2. (Alþ./Fr.) 98
3. (Sj.) 53
4. (Alþ./Fr.) 49
5. (Sj.) 35
vantar
(Alþ./Fr.) 9

Loftur Jónssonar kaupfélagsstjóri var kjörinn af hálfu Framsóknarflokksins af sameiginlegum lista Alþýðuflokks og Framsóknarflokks. Aðrir í hreppsnefnd voru kjörnir þeir Ólafur P. Jónsson, Jafet Hjartarson, Skarphéðinn Gíslason og Magnús Jónsson.

Framboðslistar

vantar

Heimildir: Kosningaskýrslur Hagstofu Íslands, Alþýðublaðið 26. janúar 1942, Alþýðumaðurinn 27. janúar 1942, Sveitarstjórnarmál 1.6.1942, Tíminn 13. febrúar 1942, Verkamaðurinn 31. janúar 1942 og Vesturland 31. janúar 1942.