Reykjanes 1983

Sjálfstæðisflokkur: Matthías Á. Mathiesen var þingmaður Hafnarfjarðar frá 1959(júní-okt) og Reykjaness frá 1959(okt.).  Gunnar G. Schram var þingmaður Reykjaness frá 1983. Salóme Þorkelsdóttir var þingmaður Reykjaness landskjörin 1979-1983 og kjördæmakjörin frá 1983. Ólafur G. Einarsson var þingmaður Reykjaness landskjörinn 1971-1974, kjördæmakjörinn 1974-1978, landskjörinn 1978-1979. kjördæmakjörinn 1979-1983 og landskjörinn frá 1983.

Alþýðuflokkur: Kjartan Jóhannsson var þingmaður Reykjaness frá 1978. Karl Steinar Guðnason var þingmaður Reykjaness frá 1978-1979 og þingmaður Reykjaness landskjörinn frá 1979.

Alþýðubandalag: Geir Gunnarsson var þingmaður Reykjaness landskjörinn frá 1959(okt)-1979 og kjördæmakjörinn frá 1979.

Bandalag Jafnaðarmanna: Guðmundur Einarsson var þingmaður Reykjaness landskjörinn frá 1983.

Samtök um kvennalista: Kristín Halldórsdóttir var þingmaður Reykjaness landskjörin frá 1983.

Fv.Þingmenn: Jóhann Einvarðsson var þingmaður Reykjanes frá 1979-1983.

Gunnlaugur Stefánsson var þingmaður Reykjaness landskjörinn 1978-1979. Emil Jónsson var þingmaður Hafnarfjarðar 1934-1937, 1942(júlí)-1953 og 1956-1959(júní). Emil var landskjörinn þingmaður Hafnarfjarðar 1937-1942(júlí), 1953-1956 og  1959(júní)-1959(okt). Þingmaður Reykjaness 1959(okt).-1971.

Flokkabreytingar: Arnþór Helgason sem var í 7. sæti á lista Framsóknarflokks var í 3. sæti á lista Samtaka Frjálslyndra og vinstri manna á Suðurlandi 1974. Ragnheiður Ríkharðsdóttir í 3. sæti á lista Bandalags Jafnaðarmanna var í 7. sæti á lista Alþýðuflokks 1979.

Prófkjör hjá Alþýðuflokki og Sjálfstæðisflokki. Kosning á kjördæmisþingi hjá Framsóknarflokki.

Úrslit

1983 Atkvæði Hlutfall Þingm.
Alþýðuflokkur 4.289 14,83% 1
Framsóknarflokkur 3.444 11,91% 0
Sjálfstæðisflokkur 12.779 44,18% 3
Alþýðubandalag 3.984 13,77% 1
Samtök um kvennalista 2.086 7,21% 0
Bandalag Jafnaðarmanna 2.345 8,11% 0
Gild atkvæði samtals 28.927 100,00% 5
Auðir seðlar 581 1,97%
Ógildir seðlar 41 0,14%
Greidd atkvæði samtals 29.549 89,22%
Á kjörskrá 33.121
Kjörnir alþingismenn
1. Matthías Á. Mathiesen (Sj.) 12.779
2. Gunnar G. Schram (Sj.) 6.390
3. Kjartan Jóhannsson (Alþ.) 4.289
4. Salóme Þorkelsdóttir (Sj.) 4.260
5. Geir Gunnarsson (Abl.) 3.984
Næstir inn vantar
Jóhann Einvarðsson (Fr.) 541
Guðmundur Einarsson (BJ) 1.640 Landskjörinn
Kristín Halldórsdóttir (Kv.) 1.899 Landskjörin
Ólafur G. Einarsson (Sj.) 3.158 Landskjörinn
Karl Steinar Guðnason (Alþ.) 3.680 Landskjörinn

Framboðslistar

Alþýðuflokkur Framsóknarflokkur Sjálfstæðisflokkur
Kjartan Jóhannsson, alþingismaður, Hafnarfirði Jóhann Einvarðsson, alþingismaður, Keflavík Matthías Á. Mathiesen, alþingismaður, Hafnarfirði
Karl Steinar Guðnason, alþingismaður, Keflavík Helgi H. Jónsson, fréttamaður, Kópavogi Gunnar G. Schram, prófessor, Reykjavík
Kristín H. Tryggvadóttir, fræðslufulltrúi, Garðabæ Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsmaður, Hafnarfirði Salome Þorkelsdóttir, alþingismaður, Mosfellssveit
Hauður Helga Stefánsdóttir, gjaldkeri, Kópavogi Inga Þyri Kjartansdóttir, snyrtifræðingur, Kópavogi Ólafur G. Einarsson, alþingismaður, Garðabæ
Ólafur Björnsson, útgerðarmaður, Keflavík Ólafur Í. Hannessson, aðalfulltrúi, Njarðvík Kristjana Milla Thorsteinsson, viðskiptafræðingur, Garðabæ
Ólafur H. Einarsson, trésmíðameistari, Mosfellssveit Þrúður Helgadóttir, verkstjóri, Mosfellssveit Bragi Michaelsson, framkvæmdastjóri, Kópavogi
Ásthildur Ólafsdóttir, ritari, Hafnarfirði Arnþór Helgason, kennari, Seltjarnarnesi Ellert Eiríksson,, sveitarstjóri, Garði
Kolbrún Tóbíasdóttir, húsmóðir, Grindavík Guðmundur Karl Tómasson, rafvirkjameistari, Grindavík Helgi Jónsson, bóndi, Felli, Kjósarhreppi
Gunnlaugur Stefánsson, guðfræðingur, Hafnarfirði Magnús Sæmundsson, bóndi, Eyrum, Kjósarhreppi Dagbjartur Einarsson, útgerðarmaður, Grindavík
Emil Jónsson, fv.ráðherra, Hafnarfirði Örnólfur Örnólfsson, sölumaður, Garðabæ Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri, Seltjarnesi
Alþýðubandalag Samtök um kvennalista Bandalag Jafnaðarmanna
Geir Gunnarsson, alþingismaður, Hafnarfirði Kristín Halldórsdóttir, húsmóðir, Seltjarnarnesi Guðmundur Einarsson, lektor, Kópavogi
Elsa Kristjánsdóttir, bókari, Sandgerði Sigríður Þorvaldsdóttir, húsmóðir og leikari, Mosfellssveit Þórður H. Ólafsson, tæknifræðingur, Reykjavík
Guðmundur Árnason, kennari, Kópavogi Sigríður H. Sveinsdóttir, húsmóðir og fóstra, Kópavogi Ragnheiður Ríkharðsdóttir, kennari, Mosfellssveit
Þorbjörg Samúelsdóttir, verkakona, Hafnarfirði Þórunn Friðriksdóttir, húsmóðir og kennari, Reykjavík Pétur Hreinsson, starfsmaður Ísals, Grindavík
Gylfi Guðmundsson, skólastjóri, Keflavík Gyða Gunnarsdóttir, húsmóðir og þjóðfræðingur, Hafnarfirði Þorsteinn V. Baldvinsson, verktaki, Keflavík
Ágústa Ísafold Sigurðardóttir, gjaldkeri, Kópavogi Sigrún Jónsdóttir, húsmóðir og nemi, Kópavogi Auður G. Magnúsdóttir, nemi. Reykjavík
Aðalheiður Magnúsdóttir, kennari. Mosfellssveit Ingibjörg Guðmundsdóttir, húsmóðir, Hafnarfirði Kolbrún S. Ingólfsdóttir, húsmóðir, Seltjarnarnesi
Jón Rúnar Bachmann, húsasmíður, Garðabæ Guðrún S. Gísladóttir, húsmóðir og nemi, Garðabæ Stefán Baldvin Sigurðsson, lífeðlisfræðingur, Kópavogi
Stefán Bergmann, aðstoðarrektor, Seltjarnarnesi Kristín Aðalsteinsdóttir, húsmóðir og hjúkrunarfræðingur, Hafnarfirði Bragi Bragason, starfsmaður Ísals, Hafnarfirði
Guðsteinn Þengilsson, yfirlæknir, Kópavogi Þórunn G. Þórarinsdóttir, húsmóðir og verkakona, Keflavík Páll Hannesson, verkfræðingur, Kópavogi

Prófkjör

Alþýðuflokkur 1. sæti 1.-2.sæti 1.-3.sæti
Kjartan Jóhannsson 1610 2310 2656
Karl Steinar Guðnason 798 1928 2448
Kirstín Tryggvasdóttir 617 1888
Gunnlaugur Stefánsson 571 1115 1736
Ásgeir Jóhannesson 245 481 955
Framsóknarflokkur
Jóhann Einvarðsson 1.sæti
Helgi H. Jónsson 2. sæti
Arnþrúður Karlsdóttir 3. sæti
Markús Á. Einarsson 4.sæti
Inga Þyrí Kjartansdóttir 5.sæti
Ólafur I. Hannesson 6.sæti
Aðrir:
Guðmundur Karl Tómasson
Hákon Sigurgrímsson
Óskar Guðjónsson
Þorlákur Oddsson

Tölur vantar.

Sjálfstæðisflokkur 1.sæti 1.-2.sæti 1.-3.sæti 1.-4.sæti 1.-5.sæti
Matthías Á. Mathiesen 2894 4035 4777 5402 5986
Gunnar G. Schram 2506 4106 4965 5773 6404
Salóme Þorkelsdóttir 625 1720 3922 5016 5887
Ólafur G. Einarsson 975 2744 3423 4075 4707
Kistjana Milla Thorsteinsson 200 1062 2109 3213 4214
Sigurgeir Sigurðsson 4059
Bragi Michaelsson 3164
Ellert Eiríksson 3048
Rannveig Tryggvadóttir 2471
Albert K. Sanders 2280
8674 greiddu atkvæði
Auðir og ógildir 230

Heimildir: Kosningaskýrslur Hagstofu Íslands, vefur Alþingis, Alþýðublaðið 6.1.1983, 1.2.1983, Morgunblaðið 1.3.1983 og Tíminn 18.1.1983.

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: