Bolungarvík 2010

Sveitarstjórnarkosningar 2010

Í framboði voru D-listi Sjálfstæðisflokks og óháðra og K-listi Bæjarmálafélags Bolungarvíkur.

Í kosningum 2006 voru einnig þessar listar í framboði ásamt A-lista Afls til áhrifa undir forystu Önnu Guðrúnar Edvardsdóttur. A-listinn stofnaði til meirihlutasamstarfs með Bæjarmálafélaginu eftir kosningarnar 2006. Upp úr því samstarfi slitnaði á kjörtímabilinu og var þá myndaður meirihluti A-lista og Sjálfstæðisflokks. Við bæjarstjórnarkosningarnar 2010 tók síðan Anna Guðrún 2. sætið á lista Sjálfstæðislokksins.

Sjálfstæðisflokkurinn og óháðir hlutu 4 bæjarfulltrúa og bættu við sig einum. Bæjarmálafélagið hélt hins vegar sínum 3 bæjarfulltrúum.

Úrslit 2010 og 2006.

Úrslit 2010 Mismunur Úrslit 2006
Atkvæði Fltr. % Fltr. % Fltr. %
D-listi 291 4 60,63% 1 22,65% 3 37,97%
K-listi 189 3 39,38% 0 -2,58% 3 41,95%
A-listi -1 -20,07% 1 20,07%
480 7 100,00% 7 100,00%
Auðir 30 5,83%
Ógildir 5 0,97%
Greidd 515 82,40%
Kjörskrá 625
Bæjarfulltrúar
1. Elías Jónatansson (D) 291
2. Ketill Elíasson (K) 189
3. Anna Guðrú Edvaldsdóttir (D) 146
4. María Elíasbet Jakobsdóttir (D) 97
5. Jóhann Hannibalsson (K) 95
6. Baldur Smári Einarsson (D) 73
7. Ylfa Mist Helgadóttir (K) 63
vantar
Víðir Benediktsson (D) 25

Framboðslistar

D-listi Sjálfstæðisflokks og óháðra

1 Elías Jónatansson Grænuhlíð 19 Bæjarstjóri
2 Anna Guðrún Edvardsdóttir Hjallastræti 22 Bæjarfulltrúi og doktorsnemi
3 María Elísabet Jakobsdóttir Vitastíg 25 Fjölmiðlafræðingur
4 Baldur Smári Einarsson Völusteinsstræti 13 Bæjarfulltrúi og viðskiptafræðingur
5 Víðir Benediktsson Völusteinsstræti 12 Vélvirki
6 Guðbjartur Jónsson Hjallastræti 38 Útgerðarmaður
7 Sunna Reyr Sigurjónsdóttir Ós Bóndi
8 Helena Hrund Jónsdóttir Skólastíg 12 Hjúkrunarfræðingur
9 Benedikt Sigurðsson Hlíðarvegi 15 Sundþjálfari og veðurath.maður
10 Guðrún Valdís Benediktsdóttir Bakkastíg 6 b Verslunarmaður
11 Hafþór Gunnarsson Holtabrún 12 Pípulagningameistari
12 Þóranna Þórarinsdóttir Holtabrún 7 Skrifstofumaður
13 Sigurgeir Steinar Þórarinsson Hlíðarstræti 11 Skipstjóri
14 Ólafur Kristjánsson Vitastíg 20 Fyrrverandi bæjarstjóri

K-listi Bæjarmálafélags Bolungarvíkur

1 Ketill Elíasson Traðarstíg 1 Fiskeldisfræðingur
2 Jóhann Hannibalsson Hanhóli Bæjarfulltrúi/bóndi
3 Ylfa Mist Helgadóttir Vitastíg 12 Starfsm.við aðhlynningu
4 Arnþór Jónsson Geirastöðum Véltæknifræðingur
5 Sigríður Hulda Guðbjörnsdóttir Bakkastíg 6 a Tölvunarfræðinemi
6 Kristrún Hermannsdóttir Grundarhóli 1 Húsmóðir/sjúkraþjálfari
7 Roelof Smelt Þjóðólfsvegi 9 Tölvunarfræðingur
8 Birna Hjaltalín Pálmadóttir Þjóðólfsvegi 9 Æskulýðsfulltrúi
9 Lárus Benediktsson Holtabrún 17 Verkamaður/form.VSB
10 Gunnar Sigurðsson Hólsvegi 6 Skrifstofustjóri
11 Matthildur Guðmundsdóttir Hólsvegi 7 Bankastarfsmaður
12 Sigurður Guðmundur Sverrisson Hlíðarstræti 22 Vegavinnuflokkstjóri
13 Elías Ketilsson Þjóðólfsvegi 3 Útgerðarmaður
14 Birna Hjaltalín Pálsdóttir Þjóðólfsvegi 5 Húsmóðir

Heimild: Kosningaskýrslur Hagstofu Íslands og Kosningavefur Innanríkisráðuneytisins.

%d bloggurum líkar þetta: