Vestfirðir 1979

Sjálfstæðisflokkur: Matthías Bjarnason var þingmaður Vestfjarða landskjörinn frá 1963-1967 og þingmaður Vestfjarða kjördæmakjörinn frá 1967.  Þorvaldur Garðar Kristjánsson var þingmaður Vestur Ísafjarðarsýslu 1959(júní)-1959(okt.), þingmaður Vestfjarða frá 1963-1967 og frá 1971.

Framsóknarflokkur: Steingrímur Hermannsson var þingmaður Vestfjarða frá 1971. Ólafur Þ. Þórðarson var þingmaður Vestfjarða frá 1979.

Alþýðuflokkur: Sighvatur Björgvinsson var þingmaður Vestfjarða landskjörinn 1974-1978 og þingmaður Vestfjarða kjördæmakjörinn frá 1978. Karvel Pálmason var þingmaður Vestfjarða landskjörinn 1971-1974, þingmaður Vestfjarða kjördæmakjörinn 1974-1978 fyrir Samtök Frjálslyndra og vinstri manna og þingmaður Vestfjarða landskjörinn frá 1979 fyrir Alþýðuflokk. Karvel skipaði 6. sætið á lista Alþýðubandalagsins 1967 og leiddi lista Óháðra kjósendur (H-lista) 1978.

Fv.þingmenn: Kjartan Ólafsson var þingmaður Vestfjarða 1978-1979. Sigurlaug Bjarnadóttir var þingmaður Vestfjarða landskjörin 1974-1978.

Hannibal Valdimarsson var landskjörinn þingmaður Norður Ísafjarðarsýslu 1946-1952, þingmaður Ísafjarðar 1952-1953, landskjörinn þingmaður Ísafjarðar 1953-1956 fyrir Alþýðuflokkinn. Þingmaður Reykjavíkur 1956-1959(okt.), þingmaður Vestfjarða landskjörinn 1959(okt.)-1963, þingmaður Vestfjarða kjördæmakjörinn 1963-1967 fyrir Alþýðubandalagið. Þingmaður Reykjavíkur 1967-1971 kjörinn af I-lista. Þingmaður Vestfjarða 1971-1974 fyrir Samtök frjálslyndra og vinstri manna. Hannibal var í 10.sæti á lista Alþýðuflokksins 1979.  Gunnlaugur Finnsson var þingmaður Vestfjarða 1974-1978.

Flokkabreytingar: Bjarni Pálsson í 6. sæti Alþýðuflokks var í 2. sæti á lista SFV 1978 og 8. sæti 1974.

Alþýðuflokkur var með prófkjör.

Úrslit

1979 Atkvæði Hlutfall Þingm.
Alþýðuflokkur 1.188 22,10% 1
Framsóknarflokkur 1.645 30,60% 2
Sjálfstæðisflokkur 1.735 32,27% 2
Alþýðubandalag 808 15,03% 0
Gild atkvæði samtals 5.376 100,00% 5
Auðir seðlar 90 1,64%
Ógildir seðlar 22 0,40%
Greidd atkvæði samtals 5.488 89,24%
Á kjörskrá 6.150
Kjörnir alþingismenn
1. Matthías Bjarnason (Sj.) 1.735
2. Steingrímur Hermannsson (Fr.) 1.645
3. Sighvatur Björgvinsson (Alþ.) 1.188
4. Þorvaldur Garðar Kristjánsson (Sj.) 868
5. Ólafur Þ. Þórðarson (Fr.) 823
Næstir inn vantar
Kjartan Ólafsson (Alb.) 15 1.vm.landskjörinn
Karvel Pálmason (Alþ.) 458 Landskjörinn
Sigurlaug Bjarnadóttir (Sj.) 733 1.vm.landskjörinn

Framboðslistar

Alþýðuflokkur Framsóknarflokkur
Sighvatur Björgvinsson, fjármálaráðherra, Reykjavík Steingrímur Hermannsson, alþingismaður, Garðabæ
Karvel Pálmason, form.Verkal.-og sjómannaf.Bolungarvíkur Ólafur Þ. Þórðarson, skólastjóri, Reykholti, Reykholtsdalshr.
Gunnar R. Pétursson, rafvirki, Patreksfirði Sigurgeir Bóasson, skrifstofustjóri, Bolungarvík
Ægir Hafberg, bankastarfsmaður, Flateyri Finnbogi Hermannsson, kennari, Núpi, Mýrahreppi
Anna Helgadóttir, húsfreyja, Ísafirði Össur Guðbjartsson, bóndi, Láganúpi, Rauðasandshreppi
Bjarni Pálsson, skólastjóri, Núpi, Dýrafirði Magðalena Sigurðardóttir, húsfreyja, Ísafirði
Jóhann R. Símonarson, skipstjóri, Ísafirði Jósef Rósinkarsson, bóndi, Fjarðarhorni, Bæjarhreppi
Hannes Halldórsson, matreiðslumaður, Suðureyri Sigurjón Hallgrímsson, skipstjóri, Ísafirði
Pétur Sigurðsson, forseti, ASV, Ísafirði Gunnlaugur Finnsson, bóndi og kennari, Hvilft, Flateyrarhr.
Hannibal Valdimarsson, bóndi, Selárdal, Ketildalahr. Guðmundur Ingi Kristjánsson, skáld, Kirkjubóli, Mosvallahr.
Sjálfstæðisflokkur Alþýðubandalag
Matthías Bjarnason, alþingismaður, Ísafirði Kjartan Ólafsson, alþingismaður, Reykjavík
Þorvaldur Garðar Kristjánsson, alþingismaður, Reykjavík Aage Steinsson, deildarstjóri, Ísafirði
Sigurlaug Bjarnadóttir, kennari, Reykjavík Unnar Þór Böðvarsson, skólastjóri, Krossholti, Barðastrandarhr.
Einar Kr. Guðfinnsson, námsmaður, Bolungarvík Guðvarður Kjartansson, skrifstofumaður, Flateyri
Ólafur H. Guðbjartsson, húsgagnasmiður, Patreksfirði Ingibjörg G. Guðmundsdóttir, þjóðfélagsfræðingur, Ísafirði
Þórir H. Einarsson, skólastjóri, Drangsnesi Pálmi Sigurðsson, bóndi, Klúku, Kaldrananeshreppi
Kristín Hálfdánardóttir, skrifstofumaður, Ísafirði Kristinn H. Gunnarsson, kennari, Bolungarvík
Ágúst Gíslason, bóndi, Botni, Reykjafjarðarhreppi Halldór G. Jónsson, verkamaður, Bíldudal
Sigríður Pálsdóttir, húsfreyja, Bíldudal Halldóra Játvarðsdóttir, húsfreyja, Miðjanesi, Reykhólahr.
Ásgeir Guðbjartsson, skipstjóri, Ísafirði Guðmundur Fr. Magnússon, sjómaður, Þingeyri

Prófkjör

Alþýðuflokkur 1.sæti 1.-2.sæti
Sighvatur Björgvinsson 444
Karvel Pálmason 218 612
Bjarni Pálsson 268
Auðir og ógildir 36 36

Heimildir: Kosningaskýrslur Hagstofu Íslands, vefur Alþingis, Alþýðublaðið 23.10.1979 og 3.11.1979.

%d bloggurum líkar þetta: