Grindavík 1970

Í framboði voru listar Alþýðuflokks, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Alþýðuflokkurinn hlaut 2 hreppsnefndarmenn og tapaði meirihluta sínum í hreppsnefndinni sem hann hafði haft frá 1954. Framsóknarflokkur hlaut 2 hreppsnefndarmenn og bætti við sig einum. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 1 hreppsnefndarmann.

Úrslit

grind

1970 Atkvæði Hlutfall Fulltr.
Alþýðuflokkur 218 38,93% 2
Framsóknarflokkur 182 32,50% 2
Sjálfstæðisflokkur 160 28,57% 1
Samtals gild atkvæði 560 100,00% 5
Auðir og ógildir 8 1,41%
Samtals greidd atkvæði 568 93,57%
Á kjörskrá 607
Kjörnir hreppsnefndarmenn
1. Svavar Árnason (A) 218
2. Bogi G. Hallgrímsson (B) 182
3. Dagbjartur Einarsson (D) 160
4. Bragi Guðráðsson (A) 109
5. Guðfinnur J. Bergsson (B) 91
Næstir inn vantar
Guðmundur Þorsteinsson (D) 23
Guðbrandur Eiríksson (A) 56

Framboðslistar

A-listi Alþýðuflokks B-listi Framsóknarflokks D-listi Sjálfstæðisflokks
Svavar Árnason, oddviti Bogi G. Hallgrímsson, kennari Dagbjartur Einarsson, skipstjóri
Bragi Guðráðsson, deildarstjóri Guðfinnur J. Bergsson, lögregluþjónn Guðmundur Þorsteinsson, framkvæmdastjóri
Guðbrandur Eiríksson, skrifstofumaður Rósa Þorsteinsdóttir, ljósmóðir Einar Símonarson, útgerðarmaður
Sigurrós Benediktsdóttir, frú Willard Ólason, skipstjóri Viðar Hjaltason, vélsmiður
Sigurður Gíslason, verkstjóri Halldór Ingvason, kennari Ragnheiður Ragnarsdóttir, húsfrú
Helgi Hjartarson, rafveitustjóri Sverrir Jóhannsson, vélstjóri Eðvarð Júlíusson, skipstjóri
Sigurður Þorleifsson, símstjóri Jóhann Ólafsson, múrari Sævar Óskarsson, vélstjóri
Tómas Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Sigurður Sveinbjörnsson, verslunarmaður Róbert Sigurjónsson, kaupmaður
Einar Kr. Einarsson, skólastjóri Steinar Haraldsson, matsveinn Guðmundur Kristjánsson, verkstjóri
Kristinn Jónsson, fiskmatsmaður Ingibjörg Þórarinsdóttir, frú Karl Símonarson, skipstjóri

Heimildir: Kosningaskýrslur Hagstofu Íslands, Kosningahandbók Fjölvís 1970, Alþýðublaðið 22.5.1970, Morgunblaðið 13.5.1970 og Tíminn 15.4.1970.

%d bloggurum líkar þetta: