Rangárþing eystra 2014

Í framboði voru þrír listar. B-listi Framsóknarflokks og annarra framfarasinna, D-listi Sjálfstæðisflokks og annarra lýðræðissinna og H-listi Framboð fólksins – listi óháðra.

Framsóknarflokkur og aðrir framfarasinnar hlutu 4 sveitarstjórnarmenn og héldu hreinum meirihluta í sveitarstjórn. Sjálfstæðisflokkur hlaut 2 sveitarstjórnarmenn. Framboð fólksins – listi óháðra hlaut 1 sveitarstjórnarmann. Í kosningunum 2010 hlaut listi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og óháðra 1 sveitarstjórnarfulltrúa.

Sjálfstæðisflokkinn vantaði aðeins 9 atkvæði til að ná inn sínum þriðja manni og fella fjórða mann Framsóknarflokks og annarra framfarasinna.

Úrslit

Rangeystra

Rangárþing eystra Atkv. % F. Breyting
B-listi Framsóknaflokkur o.fl. 478 46,41% 4 -7,48% 0
D-listi Sjálfstæðisflokkur o.fl. 350 33,98% 2 0,34% 0
L-listi Framboð fólksins – listi óháðra 202 19,61% 1 19,61% 1
V-listi Vinstri grænir og óháðir -12,47% -1
Samtals gild atkvæði 1.030 100,00% 7
Auðir og ógildir 17 1,62%
Samtals greidd atkvæði 1.047 84,78%
Á kjörskrá 1.235
Kjörnir sveitarstjórnarmenn
1. Ísólfur Gylfi Pálmason (B) 478
2. Kristín Þórðardóttir (D) 350
3. Lilja Einarsdóttir (B) 239
4. Guðmundur Jónsson (L) 202
5. Birkir Arnar Tómasson (D) 175
6. Aðalbjörg Rún Ásgeirsdóttir (B) 159
7. Benedikt Benediktsson (B) 120
Næstir inn vantar
Guðmundur Jón Viðarsson (D) 9
Christiane Leonor Bahner (L) 38

Útstrikanir voru gerðar á 58 seðlum alls 144 útstrikanir. Birkir Arnar Tómasson D-lista 12, Heiða Björg Scheving D-lista 11 og Ísólfur Gylfi Pálmason B-lista 11.

Framboðslistar

B-listi Framsóknarflokks og annarra framfarasinna D-listi Sjálfstæðismanna og annarra lýðræðissinna L-listi Framboðs fólksins – listi óháðra
1. Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri 1. Kristín Þórðardóttir, fulltrúi sýslumanns og sveitarstjórnarm. 1. Guðmundur Jónsson, lögmaður
2. Lilja Einarsdóttir, hjúkrunarfræðingur 2. Birkir Arnar Tómasson, bóndi og verktaki 2. Christiana L. Bahner, lögmaður og ferðaþjónstubóndi
3. Aðalbjörg Rún Ásgeirsdóttir, bóndi 3. Guðmundur Jón Viðarsson, ferðaþjónustubóndi 3. Guðmundur Ólafsson, sveitarstjórnarfulltrúi, bóndi og vélfræð.
4. Benedikt Benediktsson, verkstjóri 4. Heiða Björg Scheving, veitingamaður 4. Hildur Ágústsdóttir, jarðfræðingur og nemi
5. Þórir Már Ólafsson, bóndi 5. Sigríkur Jónsson, bóndi 5. Jónas Bergmann Magnússon, kennari
6. Jóhanna Elín Gunnlaugsdóttir, bóndi 6. Víðir Jóhannsson, málarameistari 6. Elfa D. Ragnarsdóttir, nemi
7. Þóra Kristín Þórðardóttir, snyrti- og förðunarfræðingur 7. Harpa Mjöll Kjartansdóttir, klæðskera-og kjólameistari 7. Aníta Þorgerður Tryggvadóttir, íþrótta- og heilsufræðingur
8. Katarzyna Krupinska, starfsmaður SS 8. Jón Óskar Björgvinsson, húsasmiður og nemi 8. Reynir Björgvinsson, nemi í matvælafræði
9. Bjarki Oddsson, nemi 9. Svavar Hauksson, efirlaunamaður 9. Hildur Guðbjörg Tryggvadótir, stjórnmálafræðingur
10. Helga Guðrún Lárusdóttir, bankastarfsmaður og nemi 10. Katrín J. Óskarsdóttir, nuddari og myndlistarmaður 10. Einar Þór Jóhannsson, matreiðslumaður
11. Arnheiður Dögg Einarsdóttir, bóndi 11. Kristján Friðrik Kristjánsson, iðnfræðingur 11. Ewa Tyl, deildarstjóri
12. Ágúst Jensson, bóndi 12. Björn Bjarnason, fv. ráðherra 12. Tómas Birgir Magnússon, fjallamaður
13. Ingibjörg Marmunsdóttir, félagsliði 13. Ingibjörg Þorgilsdóttir, eftirlaunamaður 13. Sara Ástþórsdóttir, hrossaræktandi
14. Bergur Pálsson, sölumaður 14. Elvar Eyvindsson, bóndi og sveitarstjórnarmaður 14. Jón Gísli Harðarson, rafvirkjameistari
Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: