Eyjafjarðarsýsla 1946

Bernharð Stefánsson var þingmaður Eyjafjarðarsýslu frá 1923. Garðar Þorsteinsson var þingmaður Eyjafjarðarsýslu landskjörinn frá 1934 en kjördæmakjörinn frá 1942(okt.). Stefán Stefánsson var þingmaður Eyjafjarðarsýslu landskjörinn frá 1937-1942(júli), þá kjörinn fyrir Bændaflokkinn.Stefán Jóhann Stefánsson var þingmaður Reykjavíkur landskjörinn 1934—1937 og kjördæmakjörinn þingmaður Reykjavíkur 1942(júlí)-1946.

Þóroddur Guðmundsson var varamaður landskjörinn fyrir Eyjafjarðarsýslu og sat meginhluta kjörtímabilsins 1942-1946 vegna forfalla Þórðar Benediktssonar.

Úrslit

1946 Atkvæði Landslisti Samtals Hlutfall Þingm.
Alþýðuflokkur 204 9 213 7,94%
Framsóknarflokkur 1.280 15 1.295 48,25% 1
Sjálfstæðisflokkur 796 14 810 30,18% 1
Sósíalistaflokkur 359 7 366 13,64%
Gild atkvæði samtals 2.639 45 2.684 2
Ógildir atkvæðaseðlar 41 1,50%
Greidd atkvæði samtals 2.725 86,65%
Á kjörskrá 3.145
Kjörnir alþingismenn
1. Bernharð Stefánsson (Fr.) 1.295
2. Garðar Þorsteinsson (Sj.) 810
Næstir inn vantar
Kristinn Guðmundsson (Fr.) 326
Þóroddur Guðmundsson (Sós.) 445  2.vm.landskjörinn
Stefán Jóhann Stefánsson (Alþ.) 598  landskjörinn

Framboðslistar

Alþýðuflokkur Framsóknarflokkur Sjálfstæðisflokkur Sósíalistaflokkur
Stefán Jóhann Stefánsson, forstjóri Bernharð Stefánsson, útibússtjóri Garðar Þorsteinsson, hæstaréttarm.fl.m. Þóroddur Guðmundsson, verkamaður
Sigurður Guðjónsson, bæjarfógeti Kristinn Guðmundsson, skattstjóri Stefán Stefánsson, bóndi Sigursveinn D. Kristinsson, verkamaður
Jóhann Jónsson, formaður Þórarinn Kr. Eldjárn, bóndi Stefán Jónsson, bóndi Gunnlaugur Hallgrímsson, kennari
Friðjón Skarphéðinsson, sýslumaður Jóhannes Elíasson, stud.jur. Einar G. Jónsson, hreppstjóri Friðrik Kristjánsson, verkamaður

Heimildir: Kosningaskýrslur Hagstofu Íslands og vefur Alþingis

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: