Landið 1971

Úrslit

1971 Atkvæði Hlutfall Kjörd. Uppb.þ. Þingm.
Alþýðuflokkur 11.020 10,46% 2 4 6
Framsóknarflokkur 26.645 25,28% 17 17
Sjálfstæðisflokkur 38.170 36,22% 20 2 22
Alþýðubandalag 18.055 17,13% 7 3 10
SFV* 9.395 8,91% 3 2 5
Framboðsflokkur 2.110 2,00% 0
Gild atkvæði samtals 105.395 100,00% 49 11 60
Auðir seðlar 1.303 1,22%
Ógildir seðlar 277 0,26%
Greidd atkvæði samtals 106.975 90,44%
Á kjörskrá 118.289

*SFV eru Samtök frjálslyndra og vinstri manna.

Samtök Frjálslyndra og vinstri manna sem voru nýtt framboð undir forystu Hannibals Valdimarssonar hlaut 5 þingmenn kjörna en I-listinn fékk einn mann kjörinn 1967, Hannibal sjálfan. Alþýðubandalagið bætti við sig einum þingmanni. Alþýðuflokkurinn tapaði 3 þingsætum, Framsóknarflokkurinn einu og Sjálfstæðisflokkurinn einu.

Þingmenn eftir stjórnmálaflokkum

Sjálfstæðisflokkur(22): Jóhann Hafstein, Geir Hallgrímsson, Gunnar Thoroddsen, Auður Auðuns, Pétur Sigurðsson, Ragnhildur Helgadóttir og Ellert B. Schram(u) Reykjavík, Matthías Á. Mathiesen, Oddur Ólafsson og Ólafur G. Einarsson(u) Reykjanesi, Jón Árnason og Friðjón Þórðarson Vesturlandi, Matthías Bjarnason og Þorvaldur Garðar Kristjánsson Vestfjörðum, Gunnar Gíslason og Pálmi Jónsson Norðurlandi vestra, Magnús Jónsson og Lárus Jónsson Norðurlandi eystra, Sverrir Hermannsson Austurlandi, Ingólfur Jónsson, Guðlaugur Gíslason og Steinþór Gestsson Suðurlandi.

Framsóknarflokkur(17): Þórarinn Þórarinsson og Einar Ágústsson Reykjavík, Jón Skaftason Reykjanesi, Ásgeir Bjarnason og Halldór E. Sigurðsson Vesturlandi, Steingrímur Hermannsson og Bjarni Guðbjörnsson Vestfjörðum, Ólafur Jóhannesson og Björn Pálsson Norðurlandi vestra, Gísli Guðmundsson, Ingvar Gíslason og Stefán Valgeirsson Norðurlandi eystra, Eysteinn Jónsson, Páll Þorsteinsson og Vilhjálmur Hjálmarsson Austurlandi, Ágúst Þorvaldsson og Björn Fr. Björnsson Suðurlandi.

Alþýðubandalag(10): Magnús Kjartansson, Eðvarð Sigurðsson og Svava Jakobsdóttir(u) Reykjavík, Gils Guðmundsson og Geir Gunnarsson(u) Reykjanesi, Jónas Árnason Vesturlandi, Ragnar Arnalds Norðurlandi vestra, Lúðvík Jósepsson og Helgi Friðriksson Seljan(u) Austurlandi og Garðar Sigurðsson Suðurlandi.

Alþýðuflokkur(6): Gylfi Þ. Gíslason og Eggert G. Þorsteinsson(u) Reykjavík, Jón Ármann Héðinsson og Stefán Gunnlaugsson(u) Reykjanesi, Benedikt Gröndal(u) Vesturlandi og Jón Þorsteinsson(u) Norðurlandi vestra,

Samtök Frjálslyndra og vinstri manna(5):  Magnús Torfi Ólafsson og Bjarni Guðnason Reykjavík, Hannibal Valdimarsson og Karvel Pálmason(u) Vestfjörðum og Björn Jónsson Norðurlandi eystra.

Breytingar á kjörtímabilinu

Bjarni Guðnason þingmaður Frjálslyndra og vinstri manna sagði sig úr þingflokknum í desember 1972 og var utan flokka það sem eftir var kjörtímabilsins.

Gísli Guðmundsson þingmaður Framsóknarflokks í Norðurlandskjördæmi eystra lést 1973 og tók Jónas Jónsson sæti hans.

Magnús Torfi Ólafsson þingmaður Samtaka frjálslyndra og vinstri manna tilkynnti í maí 1974, skömmu fyrir þinglok, að hann tæki ekki þátt störfum þingflokksins.

Heimildir: Kosningaskýrslur Hagstofu Íslands og vefur Alþingis.