Landið 1937

úrslit

Atkvæði Hlutfall Þingm.
Sjálfstæðisflokkur 24.132 41,31% 17
Framsóknarflokkur 14.557 24,92% 19
Alþýðuflokkur 11.085 18,98% 8
Kommúnistaflokkur 4.933 8,44% 3
Bændaflokkur 3.579 6,13% 2
Flokkur Þjóðernissinna 118 0,20% 0
Utan flokka 13 0,02% 0
58.415 100,00% 49

Framsóknarflokkurinn vann fjóra þingmenn og Kommúnistaflokkurinn hlaut 3 þingmenn en hafði engan fyrir. Sjálfstæðisflokkurinn tapaði þremur þingmönnum og Bændaflokkurinn einum en þessir flokkar voru í kosningabandalagi. Þá tapaði Alþýðuflokkurinn tapaði tveimur þingmönnum en að auki hafði Ásgeir Ásgeirsson sem nú var kjörinn undir merkjum Alþýðuflokksins verið kjörinn utan flokka 1934.


Kjörnir alþingismenn eftir stjórnmálaflokkum:

Sjálfstæðisflokkur(17): Magnús Jónsson, Jakob Möller, Pétur Halldórsson, Sigurður Kristjánsson og Guðrún Lárusdóttir(u) Reykjavík, Bjarni Snæbjörnsson Hafnarfirði, Ólafur Thors Gullbringu- og Kjósarsýslu, Pétur Ottesen Borgarfjarðarsýslu, Þorsteinn Þorsteinsson(u) Mýrasýslu, Thor H. Thors Snæfellsnessýslu, Jón Pálmason Austur Húnavatnssýslu, Magnús Guðmundsson(u) Skagafjarðarsýslu, Garðar Þorsteinsson(u) Eyjafjarðarsýslu, Sigurður E. Hlíðar Akureyri, Gísli Sveinsson Vestur Skaftafellssýslu, Jóhann Þ. Jósefsson Vestmannaeyjum, Jón Ólafsson(u) Rangárvallasýslu

Framsóknarflokkur(19): Bjarni Ásgeirsson Mýrasýslu, Bergur Jónsson Barðastrandasýslu, Hermann Jónasson Strandasýslu, Skúli Guðmundsson Vestur Húnavatnssýslu, Pálmi Hannesson og Steingrímur Steinþórsson Skagafjarðarsýslu, Bernharð Stefánsson og Einar Árnason Eyjafjarðarsýslu, Jónas Jónsson Suður Þingeyjarsýslu, Gísli Guðmundsson Norður Þingeyjarsýslu, Páll Zophóníasson og Páll Hermannsson Norður Múlasýslu, Eysteinn Jónsson og Ingvar Pálmason Suður Múlasýslu, Þorbergur Þorleifsson Austur Skaftafellssýslu, Sveinbjörn Högnason og Helgi Jónasson Rangárvallasýslu, Jörundur Brynjólfsson og Bjarni Bjarnason Árnessýslu.

Alþýðuflokkur(8): Héðinn Valdimarsson og Sigurjón Á. Ólafsson(u) Reykjavík, Emil Jónsson(u) Hafnarfirði, Ásgeir Ásgeirsson Vestur Ísafjarðarsýslu, Finnur Jónsson Ísafirði, Vilmundur Jónsson Norður Ísafjarðarsýslu, Jón Baldvinsson(u) Akureyri og Haraldur Guðmundsson Seyðisfirði,

Kommúnistaflokkur(3): Einar Olgeirsson og Brynjólfur Bjarnason(u) Reykjavík og Ísleifur Högnason Vestmannaeyjum,

Bændaflokkur(2): Þorsteinn Briem(u) Dalasýslu og Stefán Stefánsson(u) Eyjafjarðarsýslu.

(u) merkir að þingmaðurinn var uppbótarþingmaður. Einnig nefnt jöfnunarþingsæti og landskjörinn.

Breytingar á kjörtímabilinu:

Jón Ólafsson (Sj.) þingmaður Rangárvallasýslu landskjörinn lést 1937 áður en þing kom saman og tók Eiríkur Einarsson(Sj.) 1.varamaður landskjörinn f. Árnessýslu sæti hans.

Magnús Guðmundsson (Sj.) þingmaður Skagafjarðarsýslu landskjörinn lést 1937 og tók Árni Jónsson (Sj.) 2. varamaður landskjörinn f. Norður Múlasýslu sæti hans.

Jón Baldvinsson (Alþ.) þingmaður Akureyrar landskjörinn lést 1938 og tók Erlendur Þorsteinsson (Alþ.) 1. varamaður landskjörinn f. Eyjafjarðarsýslu sæti hans.

Guðrún Lárusdóttir (Sj.) þingmaður Reykjavíkur landskjörinn lést 1938 og tók Magnús Gíslason (Sj.) 3. varamaður landskjörinn f. Suður Múlasýslu sæti hennar.

Þorbergur Þorleifsson (Fr.) þingmaður Austur Skaftafellssýlu lést 1939 og var Jón Ívarsson (Ut.fl.) kjörinn í hans stað.

Pétur Halldórsson (Sj.) þingmaður Reykjavíkur lést 1940 og tók Jóhann G. Möller (Sj.) sæti hans.

Heimildir: Kosningaskýrslur Hagstofu Íslands og vefur Alþingis

%d bloggurum líkar þetta: