Landið 1978

Úrslit

1978 Atkvæði Hlutfall Kjörd. Uppb.þ. Þingm.
Alþýðuflokkur 26.912 22,02% 9 5 14
Framsóknarflokkur 20.656 16,90% 12 12
Sjálfstæðisflokkur 39.982 32,72% 17 3 20
Alþýðubandalag 27.952 22,87% 11 3 14
SFV 4.073 3,33% 0
Óháðir kjósendur VF 776 0,63% 0
Óháðir kjósendur RN 592 0,48% 0
Óháðir kjósendur SL 466 0,38% 0
Stjórnmálaflokkur 486 0,40% 0
Fylking bylt.komm. 184 0,15% 0
Kommúnistafl.Ísl. m/l 128 0,10% 0
Gild atkvæði samtals 122.207 100,00% 49 11 60
Auðir seðlar 1.843 1,48%
Ógildir seðlar 327 0,26%
Greidd atkvæði samtals 124.377 90,27%
Á kjörskrá 137.782

Framboð með stytt nöfn. SFV eru Samtök Frjálslyndra og vinstri manna, Óháðir kjósendur í Vestfjarðakjördæmi, Óháðir kjósendur í Reykjaneskjördæmi, Óháðir kjósendur í Suðurlandskjördæmi, Fylking byltingasinnaðra kommúnista og Kommúnistaflokkur Íslands marxistar/lenínistar.

Alþýðuflokkurinn bætti við sig 9 þingsætum og Alþýðubandalagið 3 þingsætum. Sjálfstæðisflokkur tapaði 5 þingsætum, Framsóknarflokkurinn sömuleiðis og Samtök Frjálslyndra og vinstri manna töpuðu sínum 2 þingsætum.

Þingmenn eftir stjórnmálaflokkum

Sjálfstæðisflokkur (20): Albert Guðmundsson, Geir Hallgrímsson, Ragnhildur Helgadóttir, Ellert B. Schram, Gunnar Thoroddsen og Friðrik Sophusson(u) Reykjavík, Matthías Á. Mathiesen, Oddur Ólafsson og Ólafur G. Einarsson(u) Reykjanesi, Friðjón Þórðarson og Jósef H. Þorgeirsson(u) Vesturlandi, Matthías Bjarnason og Þorvaldur Garðar Kristjánsson Vestfjörðum, Pálmi Jónsson og Eyjólfur Konráð Jónsson Norðurlandi vestra, Jón G. Sólnes og Lárus Jónsson Norðurlandi eystra, Sverrir Hermannsson Austurlandi, Eggert Haukdal og Guðmundur Karlsson Suðurlandi.

Alþýðubandalag (14): Svavar Gestsson, Eðvarð Sigurðsson, Svava Jakobsdóttir og Ólafur Ragnar Grímsson(u) Reykjavík, Gils Guðmundsson og Geir Gunnarsson(u) Reykjanesi, Jónas Árnason Vesturlandi, Kjartan Ólafsson Vestfjörðum, Ragnar Arnalds Norðurlandi vestra, Stefán Jónsson Norðurlandi eystra, Lúðvík Jósepsson, Helgi F. Seljan og Hjörleifur Guttormsson(u) Austurlandi og Garðar Sigurðsson Suðurlandi.

Alþýðuflokkur (14): Benedikt Gröndal, Vilmundur Gylfason, Jóhanna Sigurðardóttir og Björn Jónsson(u) Reykjavík, Kjartan Jóhannsson, Karl Steinar Guðnason og Gunnlaugur Stefánsson Reykjanesi, Eiður Guðnason og Bragi Níelsson(u) Vesturlandi, Sighvatur Björgvinsson Vestfjörðum, Finnur Torfi Stefánsson(u) Norðurlandi vestra, Bragi Sigurjónsson og Árni Gunnarsson(u) Norðurlandi eystra og Magnús H. Magnússon Suðurlandi.

Framsóknarflokkur (12): Einar Ágústsson Reykjavík, Halldór E. Sigurðsson og Alexander Stefánsson Vesturlandi, Steingrímur Hermannsson Vestfjörðum, Ólafur Jóhannesson og Páll Pétursson Norðurlandi vestra, Ingvar Gíslason og Stefán Valgeirsson Norðurlandi eystra, Vilhjálmur Hjálmarsson og Tómas Árnason Austurlandi, Þórarinn Sigurjónsson og Jón Helgason Suðurlandi.

Breytingar á kjörtímabilinu

Engar. Björn Jónsson landskjörinn þingmaður Alþýðuflokksins í Reykjavík sat hins vegar nær ekkert á þinginu 1978-1979 vegna veikinda og tók Ágúst Einarsson landskjörinn varamaður úr Suðurlandskjördæmi sæti hans.

Heimildir: Kosningaskýrslur Hagstofu Íslands og vefur Alþingis.

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: