Flateyri 1950

Í framboði voru Sameinaður kjósendalisti sem studdur var af Alþýðuflokki og Framsóknarflokki og listi Sjálfstæðisflokks. Sameinaður kjósendalisti hlaut 4 hreppsnefndarmenn en 1946 hlaut listi Frjálslyndra kjósenda einnig fjóra hreppsnefndarmenn. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 1 hreppsnefndarmann.

Úrslit

1950 Atkvæði Hlutfall Fulltr.
Sameinaður kjósendal. 121 72,02% 4
Sjálfstæðisflokkur 47 27,98% 1
Samtals gild atkvæði 168 100,00% 5
Auðir og ógildir 2 1,18%
Samtals greidd atkvæði 170 60,50%
Á kjörskrá 281
Kjörnir hreppsnefndarmenn
1. Ragnar Ásgeirsson (Sam) 121
2. Jón G. Guðmundsson (Sam) 61
3. Kristján Sigurðsson (Sj.) 47
4. Kolbeinn Guðmundsson (Sam) 40
5. Daníel Benediktsson (Sam) 30
Næstur inn vantar
(Sj.) 15

Framboðslistar

Sameinaður kjósendalisti Sjálfstæðisflokkur
Ragnar Ásgeirsson Kristján Sigurðsson
Jón G. Guðmundsson
Kolbeinn Guðmundsson
Daníel Benediktsson

Heimildir: Kosningaskýrslur Hagstofu Íslands, Alþýðublaðið 31.1.1950, Morgunblaðið 31.1.1950, Skutull 4.2.1950, Sveitarstjórnarmál 1.4.1950, Verkamaðurinn 3.2.1950 og Þjóðviljinn 31.1.1950.

%d bloggurum líkar þetta: