Hveragerði 2022

Í bæjarstjórnarkosningunum 2018 hlaut Sjálfstæðisflokkurinn 4 bæjarfulltrúa og hreinan meirihluta. Okkar Hveragerði hlaut 2 og Frjálsir með Framsókn 1.

Í kjöri voru listar Framsóknar, Sjálfstæðisflokks og Okkar Hveragerði. Sjálfstæðisflokkur hlaut 2 bæjarfulltrúa, tapaði tveimur og meirihlutanum í bæjarstjórn. Okkar Hveragerði hlaut 3 bæjarfulltrúa og bætti við sig einum og Framsóknarflokkur hlaut 2 bæjarfulltrúa og bætti einnig við sig einum. Sjálfstæðisflokkinn vantaði 120 atkvæði til að koma sínum þriðja manni að á kostnað Okkar Hveragerðis.

Úrslit:

HveragerðiAtkv.%Fltr.Breyting
B-listi Framsóknar48027.54%213.00%1
D-listi Sjálfstæðisflokks57232.82%2-19.58%-2
O-listi Okkar Hveragerði69139.64%36.58%1
Samtals gild atkvæði1,743100.00%70.00%0
Auðir seðlar251.41%
Ógild atkvæði30.17%
Samtals greidd atkvæði1,77177.57%
Kjósendur á kjörskrá2,283
Kjörnir sveitarstjórnarmennAtkv.
1. Sandra Sigurðardóttir (O)691
2. Friðrik Sigurbjörnsson (D)572
3. Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir (B)480
4. Njörður Sigurðsson (O)346
5. Alda Pálsdóttir (D)286
6. Halldór Benjamín Hreinsson (B)240
7. Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir (O)230
Næstir innvantar
Eyþór Ólafsson (D)120
Andri Helgason (B)212

Framboðslistar:

B-listi FramsóknarD-listi Sjálfstæðisflokks
1. Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir skrifstofustjóri og bæjarfulltrúi1. Friðrik Sigurbjörnsson forseti bæjarstjórnar og viðskiptastjóri
2. Halldór Benjamín Hreinsson framkvæmdastjóri2. Alda Pálsdóttir framkvæmdastjóri
3. Andri Helgason sjúkraþjálfari3. Eyþór Ólafsson bæjarfulltrúi og verkfræðingur
4. Lóreley Sigurjónsdóttir framkvæmdastjóri4. Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri
5. Thelma Rún Runólfsdóttir háskólanemi og leikskólaleiðbeinandi5. Sigamar Karlsson deildarstjóri
6. Snorri Þorvaldsson lögreglumaður6. Ingibjörg Zöega húsmóðir
7. Kolbrún Erna Jensen Björnsdóttir leikskólaleiðbeinandi7. Sigurður Einar Guðjónsson verkefnastjóri
8. Arnar Ingi Ingólfsson byggingafræðingur og húsasmíðameistari8. Aníta Líf Aradóttir íþróttafræðingur
9. Hanna Einarsdóttir háskólanemi og söngkona9. Árni Þór Busk forritari og grunnskólastarfsmaður
10. Halldór Karl Þórsson körfuknattleiksþjálfari10. Halldóra Baldvinsdóttir hársnyrtir og förðunarfræðingur
11. Brynja Sif Sigurjónsdóttir hjúkrunarfræðinemi11. Styrmir Jökull Einarsson framhaldsskólanemi
12. Örlygur Atli Guðmundsson tónlistarkennari og kórstjóri12. Feng Jiang Hannesdóttir starfsmaður NLFÍ
13. Magnea Ásdís Árnadóttir eftirlaunaþegi13. Áslaug Einarsdóttir starfsmaður Áss
14. Garðar R. Árnason grunnskólakennari og fv.bæjarfulltrúi14. Bjarni Kristinsson pípulagningameistari
O-listi Okkar HveragerðisO-listi frh.
1. Sandra Sigurðardóttir íþrótta-og heilsufræðingur og athafnakona8. Valgerður Rut Jakobsdóttir náms- og starfsráðgjafi
2. Njörður Sigurðsson sagnfræðingur og bæjarfulltrúi9. Eygló Huld Jóhannesdóttir deildarstjóri
3. Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir lögmaður og söngkona10. Eydís Valgerður Valgarðsdóttir nemi
4. Hlynur Kárason húsasmíðameistari og varabæjarfulltrúi11. Páll Kjartan Eiríksson öryrki
5. Atli Viðar Þorsteinsson verkefnastjóri og plötusnúður12. Guðjóna Björk Sigurðardóttir viðskiptafræðingur
6. Sigríður Hauksdóttir ráðgjafi í félagsþjónustu13. Kristján Björnsson húsasmíðameistari
7. Jóhann Karl Ásgeirsson háskólanemi14. Anna Jórunn Stefánsdóttir talmeinafræðingur