Norðurland vestra 1978

Framsóknarflokkur: Ólafur Jóhannesson var þingmaður Skagafjarðarsýslu frá 1959(júní)-1959(okt.) og Norðurlands vestra frá 1959(okt.). Páll Pétursson var þingmaður Norðurlands vestra frá 1974.

Sjálfstæðisflokkur:Pálmi Jónsson var þingmaður Norðurlands vestra frá 1967. Eyjólfur Konráð Jónsson var þingmaður Norðurlands vestra frá 1974.

Alþýðubandalag: Ragnar Arnalds var þingmaður Norðurlands vestra landskjörinn 1963-1967 og kjördæmakjörinn frá 1971.

Alþýðuflokkur: Finnnur Torfi Stefánsson var þingmaður Norðurlands vestara landskjörinn frá 1978.

Fv.þingmenn: Gunnar Gíslason var þingmaður Skagafjarðarsýslu frá 1959(júní)-1959(okt.) og Norðurlands vestra 1959(okt.)-1974.

Framsóknarflokkur var með prófkjör. Mun fleiri tóku þátt í prófkjöri Framsóknarflokksins en kusu flokkinn í kosningunum.

Úrslit

1978 Atkvæði Hlutfall Þingm.
Alþýðuflokkur 752 13,61% 0
Framsóknarflokkur 1.784 32,29% 2
Sjálfstæðisflokkur 1.522 27,55% 2
Alþýðubandalag 1.189 21,52% 1
SFV 278 5,03% 0
Gild atkvæði samtals 5.525 100,00% 5
Auðir seðlar 90 1,60%
Ógildir seðlar 17 0,30%
Greidd atkvæði samtals 5.632 88,79%
Á kjörskrá 6.343
Kjörnir alþingismenn
1. Ólafur Jóhannesson (Fr.) 1.784
2. Pálmi Jónsson (Sj.) 1.522
3. Ragnar Arnalds (Abl.) 1.189
4. Páll Pétursson (Fr.) 892
5. Eyjólfur Konráð Jónsson (Sj.) 761
Næstir inn  vantar
Finnur Torfi Stefánsson (Alþ.) 10 Landskjörinn
Hannes Baldvinsson (Abl.) 334 1.vm.landskjörinn
Guðmundur Þór Ásmundsson (SFV) 483
Stefán Guðmundsson (Fr.) 500

Framboðslistar

Alþýðuflokkur Framsóknarflokkur Sjálfstæðisflokkur
Finnur Torfi Stefánsson, lögmaður, Reykjavík Ólafur Jóhannesson, ráðherra, Reykjavík Pálmi Jónsson, bóndi, Akri, Torfalækjarhreppi
Jóhann G. Möller, ritari, Verkal.Vöku, Siglufirði Páll Pétursson, bóndi, Höllustöðum, Svínavatnshreppi Eyjólfur Konráð Jónsson, lögfræðingur, Reykjavík
Jón Karlsson, form.Verkalýðsfél. Fram, Sauðárkróki Stefán Guðmundsson, framkvæmdastjóri, Sauðárkróki Jón Ásbergsson, framkvæmdstjóri, Sauðárkróki
Elín Njálsdóttir, póstmaður, Skagaströnd Guðrún Benediktsdóttir, kennari, Hvammstanga Ólafur Óskarsson, bóndi, Víðidalstungu, Þorkelshólshreppi
Þórarinn Tyrfingsson, héraðslæknir, Hvammstanga Bogi Sigurbjörnsson, skattendurskoðandi, Siglufirði Þorbjörn Árnason, lögfræðingur, Sauðárkróki
Guðni Sig. Óskarsson, kennari, Hofsósi Jón Ingi Ingvarsson, rafvirkjameistari, Skagaströnd Kjartan Bjarnason, sparisjóðsstjóri, Siglufirði
Unnar Agnarsson, meinatæknir, Blönduósi Brynjólfur Sveinbergsson, mjólkurbússtjóri, Hvammstanga Valgerður Ágústsdóttir, húsfreyja, Geitaskarði, Engihlíðarhrreppi
Erla Eymundsdóttir, húsfreyja, Siglufirði Helga Kristjánsdóttir, húsfreyja, Silfrastöðum, Akrahreppi Pálmi Rögnvaldsson,skrifstofumaður, Hofsósi
Herdís Sigurjónsdóttir, húsfreyja, Sauðárkróki Sverrir Sveinsson, rafveitustjóri, Siglufirði Þórarinn Þorvaldsson, bóndi, Þóroddsstöðum, Staðarhr. V-Hún.
Kristján Sigurðsson, fv.verkstjóri, Siglufirði Gunnar Oddsson, bóndi, Flatatungu, Akrahreppi Gunnar Gíslason, prófastur, Glaumbæ, Seyluhr.
Alþýðubandalag Samtök Frjálslyndra og vinstri manna
Ragnar Arnalds, alþingismaður, Varmahlíð Guðmundur Þór Ásmundsson, skólastjóri, Laugabakka
Hannes Baldvinsson, framkvæmdastjóri, Siglufirði Úlfar Sveinsson, bóndi, Ingveldarstöðum, Skarðshreppi
Eiríkur Pálsson, bóndi, Syðri-Völlum, Kirkjuhvammshr. Pétur Arnar Pétursson, deildarstjóri, Blönduósi
Þórarinn Magnússon, bóndi, Frostastöðum, Akrahreppi Bergþór Atlason, loftskeytamaður, Siglufirði
Guðríður Helgadóttir, húsfreyja, Austurhlíð, Bólstaðarhlíðarhr. Þorvaldur G. Jónsson, bóndi, Guðrúnarstöðum, Áshreppi
Haukur Ingólfsson, vélstjóri, Hofsósi Hilmir Jóhannesson, mjólkurfræðingur, Sauðárkróki
Eðvarð Hallgrímsson, byggingameistari, Skagaströnd Magnús Traustason, símritari, Siglufirði
Ingibjörg Hafstað, húsfreyja, Vík, Staðarhreppi, Skag. Guðbjörg Kristinsdóttir, húsfreyja, Brautarholti, Staðarhr.V-Hún.
Eyjólfur Eyjólfsson, verkamaður, Hvammstanga Kristján Snorrason, hljómlistarmaður, Hofsósi
Kolbeinn Friðbjarnarson, verkamaður, Siglufirði Eggert Theódórsson, efnisvörður, Siglufirði

Prófkjör

Framsóknarflokkur 1. sæti 1.-2. 1-3. 1.-4. 1.-5.
Ólafur Jóhannesson 1.869 2.034 2.136
Páll Pétursson 1.408 1.864
Stefán Guðmundsson 1.122 1.652
Guðrún Benediktsdóttir 1.053 1.554
Bogi Sigurbjörnsson 1.524
Magnús Ólafsson 1.009
Brynjólfur Sveinbergsson 998
2312 greiddu atkvæði

Heimildir: Kosningaskýrslur Hagstofu Íslands, vefur Alþingis og Tíminn 3.12.1977.

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: