Hafnarfjörður 1926

Kosnir voru einn fulltrúa til fjögurra ára og þrír fulltrúar til sex ára. Úr bæjarstjórn gengu Guðmundur Helgason, Sigurgeir Gíslason og Bjarni Snæbjörnsson. Ágúst Flyenring sagði af sér vegna heilsubrests. Þeir voru allir úr Íhaldsflokki.

Sex af níu fulltrúum í bæjarstjórn Hafnarfjarðar voru Alþýðuflokksmenn eftir þessar kosningar.

Kosning þriggja fulltrúa til sex ára

Hafnarfjordur1926

Úrslit Atkv.  Hlutfall Fltr.
A-listi Alþýðuflokks 547 60,38% 2
B-listi Íhaldsflokks 359 39,62% 1
Samtals 906 100,00% 3
Kjörnir bæjarfulltrúar
1. Björn Jóhannesson (A) 547
2. Ásgrímur Sigfússon (B) 359
3. Þorvaldur Árnason (A) 274
Næstur inn vantar
Gísli Sigurgeirsson (B) 189

Framboðslistar

A-listi Alþýðuflokks B-listi Íhaldsflokks
Björn Jóhannesson Ásgrímur Sigfússon
Þorvaldur Árnason Gísli Sigurgeirsson
Böðvar Grímsson Ingólfur Flyenring

Kosning eins fulltrúa til fjögurra ára

Úrslit Atkv.  Hlutfall Fltr.
A-listi Alþýðuflokks 527 57,60% 1
B-listi Íhaldsflokks 388 42,40% 0
Samtals 915 100,00% 1
Kjörinn bæjarfulltrúi
Kjartan Ólafsson (A) 527
Næstur inn vantar
Bjarni Snæbjörnsson 140

Framboðslistar

A-listi Alþýðuflokks B-listi Íhaldsflokks
Kjartan Ólafsson Bjarni Snæbjörnsson

Heimildir: Alþýðublaðið 14.1.1926, 15.1.1926, 18.1.1926, Einir 20.1.1926, Lögrétta 19.1.1926, Morgunblaðð 15.1.1926, Skutull 22.1.1926 og Verkamaðurinn 19.1.1926.

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: