Stykkishólmur 1942

Í framboði voru Alþýðuflokkur, Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur og listi Óháðra. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 4 hreppsnefndarmenn eins og 1938 og hélt meirihluta sínum. Framsóknarflokkurinn hlaut 2 hreppsnefndarmenn og Alþýðuflokkurinn 1. Listi óháðra náði ekki kjörnum manni en vantaði aðeins 3 atkvæði til að fella annan mann Framsóknarflokksins.

 

Úrslit

1942 Atkvæði Hlutfall Fulltr.
Alþýðuflokkur 55 17,68% 1
Framsóknarflokkur 71 22,83% 2
Sjálfstæðisflokkur 152 48,87% 4
Óháðir 33 10,61% 0
Samtals gild atkvæði 311 100,00% 7
Auðir og ógildir 25 7,44%
Samtals greidd atkvæði 336 86,60%
Á kjörskrá 388
Kjörnir hreppsnefndarmenn
1. (Sj.) 152
2. (Sj.) 76
3. Sigurður Steinþórsson (Fr.) 71
4. (Alþ.) 55
5. (Sj.) 51
6. (Sj.) 38
7. Magnús Sigurðsson (Fr.) 36
Næstir inn vantar
(Óh.) 3
(Alþ.) 17
(Sj.) 26

Framboðslistar

vantar nema að Sigurður Steinþórsson, kaupfélagsstjóri og Magnús Sigurðsson verslunarmaður leiddu lista Framsóknarflokksins. Aðrir hreppsnefndarmenn voru: Kristján Bjartmarz, Guðmundur Jónsson, Hildimundur Björnsson, W. Th. Möller og Sigurður Ágústsson.

Heimildir: Kosningaskýrslur Hagstofu Íslands, Alþýðublaðið 26. janúar 1942, Alþýðumaðurinn 27. janúar 1942, Sveitarstjórnarmál 1.6.1942, Tíminn 13. febrúar 1942, Verkamaðurinn 31. janúar 1942, Vesturland 31. janúar 1942 og Vísir 26. janúar 1942.