Ólafsvík 1970

Aðeins einn listi kom fram, listi Almennra borgara og var hann sjálfkjörinn. Fimm efstu menn á lista Almennra borgara tóku því sæti í hreppsnefnd og fimm næstu á listanum voru til vara. Í kosningunum 1966 bauð fram listi Lýðræðissinnaðra kjósenda en fékk engan mann kjörinn.

 

ólafs1970

Listi almennra borgara
Alexander Stefánsson, oddviti
Böðvar Bjarnason, húsasmíðameistari
Elínbergur Sveinsson, form.Verkalýðsf.Jökuls
Hermann Hjartarson, útgerðarstjóri
Tómas Guðmundsson, rafvirkjameistari
Vigfús Kr. Vigfússon, byggingameistari
Leó Guðbrandsson, sparisjóðsstjóri
Margeir Vagnsson, hafnarvörður
Sveinbjörn Þórðarson, sjómaður
Lúðvík Þórarinsson, bakarameistari

Á kjörskrá voru 526.

Heimildir: Kosningaskýrslur Hagstofu Íslands, Kosningahandbók Fjölvís 1970, Tíminn 5.5.1970 og Vísir 1.6.1970.