Vesturland 1974

Framsóknarflokkur: Ásgeir Bjarnason var þingmaður Dalasýslu frá 1949-1959(okt) og Vesturlands frá 1959(okt). Halldór E. Sigurðsson var þingmaður þingmaður Mýrasýslu frá 1956.-1959 (okt) og Vesturlands frá 1959(okt).

Sjálfstæðisflokkur: Jón Árnason var þingmaður Borgarfjarðarsýslu 1959(júní)-1959(okt) og Vesturlands frá 1959(okt). Friðjón Þórðarson þingmaður Dalsýslu landskjörinn frá 1956-1959(júní) og Vesturlands frá 1967.

Alþýðubandlag: Jónas Árnason var þingmaður Seyðisfjarðar landskjörinn 1949-1953, þingmaður Vesturlands landskjörinn 1967-1971 og þingmaður Vesturlands kjördæmakjörinn frá 1971.

Alþýðuflokkur: Benedikt Gröndal var þingmaður Borgarfjarðarsýslu landskjörinn frá 1956-1959(júní),  þingmaður Vesturlands frá 1959(okt)-1971 og þingmaður Vesturlands landskjörinn frá 1971.

Flokkabreytingar: Haraldur Henrysson efsti maður á lista Samtaka frjálslyndra og vinstri manna var í 3. sæti I-listans í Reykjavík 1967.

Úrslit

1974 Atkvæði Hlutfall Þingm.
Alþýðuflokkur 771 10,87% 0
Framsóknarflokkur 2.526 35,60% 2
Sjálfstæðisflokkur 2.374 33,46% 2
Alþýðubandalag 1.179 16,61% 1
SFV 246 3,47% 0
Gild atkvæði samtals 7.096 100,00% 5
Auðir seðlar 82 1,14%
Ógildir seðlar 17 0,24%
Greidd atkvæði samtals 7.195 91,83%
Á kjörskrá 7.835
Kjörnir alþingismenn
1. Ásgeir Bjarnason (Fr.) 2.526
2. Jón Árnason (Sj.) 2.374
3. Halldór E. Sigurðsson (Fr.) 1.263
4. Friðjón Þórðarson (Sj.) 1.187
5. Jónas Árnason (Abl.) 1.179
Næstir inn vantar
Benedikt Gröndal (Alþ.) 409 Landskjörinn
Haraldur Henrysson (SFV) 934
Alexander Stefánsson (Fr.) 1.012
Ingiberg J. Hannesson (Sj.) 1.164 1.vm.landskjörinn
Skúli Alexandersson (Abl.) 3.vm.landskjörinn

Framboðslistar

Alþýðuflokkur Framsóknarflokkur Sjálfstæðisflokkur
Benedikt Gröndal, alþingismaður, Reykjavík Ásgeir Bjarnason, alþingismaður, Ásgarði, Hvammshr. Jón Árnason, alþingismaður, Akranesi
Cesil Haraldsson, kennari, Neskaupstað Halldór E. Sigurðsson, fjármálaráðherra, Borgarnesi Friðjón Þórðarson, alþingismaður, Búðardal
Skúli Þórðarson, form.Verkalýðsfélags Akraness Alexander Stefánsson, oddviti, Ólafsvík Ingiberg J. Hannesson, sóknarprestur, Hvoli, Saurbæjarhr.
Sigurþór Halldórsson, skólastjóri, Borgarnesi Daníel Ágústínusson, aðalbókari, Akranesi Jón Sigurðsson, framkvæmdastjóri, Reykjavík
Rannveig E. Hálfdánardóttir, húsfreyja, Akranesi Davíð Aðalsteinsson, bóndi, Arnbjargarlæk, Þverárhlíðarhr. Davíð Pétursson, bóndi, Grund, Skorradalshreppi
Guðrún E. Danelíusdóttir, húsfreyja, Hellissandi Bjarni Guðmundsson, kennari, Hvanneyri, Andakílshreppi Jónína K. Mikaelsdóttir, húsfreyja, Gufuskálum, Neshreppi
Stefán Helgason, smiður, Grundarfirði Elín Sigurðardóttir, ljósmóðir, Stykkishólmi Bjarni Helgason, garðyrkjubóndi, Laugalandi, Stafholtstungnahr.
Elínbergur Sveinsson, vélgæslumaður, Ólafsvík Steinþór Þorsteinsson, kaupfélagsstjóri, Búðardal Kristjana R. Ágústsdóttir, húsfreyja, Búðardal
Guðmundur Kristinn Ólafsson, vélstjóri, Akranesi Ragnheiður Guðbjartsdóttir, húsfreyja, Akranesi Anton Ottesen, bóndi, Ytra-Hólmi, Innri-Akraneshreppi
Ottó Árnason, bókari, Ólafsvík Sturlaugur H. Böðvarsson, útgerðarmaður, Akranesi Valdimar Indriðason, framkvæmdastjóri, Akranesi
Alþýðubandalag Samtök Frjálslyndra og vinstri manna
Jónas Árnason, alþingismaður, Kópareykjum, Reykholtsdalshr. Haraldur Henrýsson, sakadómari, Reykjavík
Skúli Alexandersson, oddviti, Hellissandi Þorsteinn Ragnarsson, framkvæmdastjóri, Akranesi
Bjarnfríður Leósdóttir, varaform.Kvennadeildar Verkalýðsf. Akraness Jón A. Guðmundsson, bóndi, Kollslæk, Hálsahreppi
Guðmundur Þorsteinsson, bóndi, Skálpastöðum, Lundarreykjardalshr. Sveinn Jóhannesson, bóndi, Flóðatanga, Stafholtstungnahr.
Birna Pétursdóttir, verslunarmaður, Stykkishólmi Ólafur Egilsson, bóndi, Hundastapa, Hraunhreppi
Sigurður Lárusson, form.Stjörnunnar, Grundarfirði Guðmundur Ágústsson, bóndi, Erpsstöðum, Miðdalahreppi
Einar Ólafsson, bóndi, Lambeyrum, Laxárdalshreppi Herdís Ólafsdóttir, form.Kvennadeildar Verkalýðsf. Akraness
Sigrún Gunnlaugsdóttir, kennari, Akranesi Bragi Húnfjörð, skipasmiður, Stykkishólmi
Herbert Hjelm, verkstjóri, Ólafsvík Hrafnhildur Ingibergsdóttir, húsfreyja, Hreðavatni, Norðurárdalshr.
Olgeir Friðfinnsson, verkamaður, Borgarnesi Hjörtur Guðmundsson, fiskmatsmaður, Ólafsvík

Prófkjör

Engin prófkjör.

Heimildir: Kosningaskýrslur Hagstofu Íslands og vefur Alþingis.

%d bloggurum líkar þetta: