Ísafjörður 1946

Í framboði voru Alþýðuflokkur, Sjálfstæðisflokkur og Sósíalistaflokkur.Alþýðuflokkurinn hlaut 4 bæjarfulltrúa, tapaði einum og þar með meirihlutanum. Alþýðuflokkinn vantaði aðeins tvö atkvæði til að halda hreinum meirihluta sínum. Sjálfstæðisflokkurinn fékk einnig 4 bæjarfulltrúa og bætti við sig tveimur. Sósíalistaflokkurinn hlaut 1 bæjarfulltrúa en Óháðir höfðu fengu 2 bæjarfulltrúa árið 1942 en tveir efstu menn Sósíalistaflokks efstir á lista Óháðra í kosningunum 1942.

Úrslit

1946 Atkvæði Hlutfall Fulltr.
Alþýðuflokkur 666 45,87% 4
Sjálfstæðisflokkur 534 36,78% 4
Sósíalistaflokkur 252 17,36% 1
Samtals gild atkvæði 1.452 100,00% 9
Auðir seðlar 16 1,09%
Ógildir seðlar 6 0,41%
Samtals greidd atkvæði 1.474 89,71%
Á kjörskrá 1.643
Kjörnir bæjarfulltrúar
1. Hannibal Valdimarsson (Alþ.) 666
2. Sigurður Bjarnason (Sj.) 534
3. Helgi Hannesson (Alþ.) 333
4. Baldur Johnsen (Sj.) 267
5. Haraldur Guðmundsson (Sós.) 252
6. Grímur Kristgeirsson (Alþ.) 222
7. Sigurður Halldórsson (Sj.) 178
8. Birgir Finnsson (Alþ.) 167
9. Marselíus Bernharðsson (Sj.) 134
Næstir inn vantar
Guðmundur Guðmundsson 2
Haukur Helgason (Sós.) 16

Framboðslistar

Alþýðuflokkur Sjálfstæðisflokkur Sósíalistaflokkur
Hannibal Valdimarsson, skólastjóri Sigurður Bjarnason, alþingismaður Haraldur Guðmundsson, skipstjóri
Helgi Hannesson, kennari Baldur Johnsen, héraðslæknir Haukur Helgason, bankamaður
Grímur Kristgeirson, rakari Sigurður Halldórsson, ritstjóri Kristinn Guðmundsson, vélstjóri
Birgir Finnsson, framkvæmdastjóri Marselíus Bernharðsson, skipasmiður Halldór Ólafsson, ritstjóri
Guðmundur Guðmundsson, skipstjóri Guðbjörg Bárðardóttir, frú Jón Jónsson, verkamaður
Sverrir Guðmundsson, bankagjaldkeri Kjartan Ólafsson, kaupmaður Guðmundína Helgadóttir, frú
Jón H. Guðmundsson, form.Sjóm.fél.Ísafj. Böðvar Sveinbjarnarson, verksmiðjustj. Guðmundur Gunnlaugsson, sjómaður
Ingibjörg Einarsdóttir, húsfrú Matthías Bjarnason, forstjóri Benóný Baldvinsson, vélsmiður
Ragnar G. Guðjónsson, skrifstofumaður Ragnar Jóhannsson, skipstjóri Gunnar Guðmundsson, verslunarmaður
Sigurjón Sigurbjörnsson, fulltrúi Kristján Tryggvason, klæðskerameistari Guðmundur Bjarnason, símavörður
Marías Þorvaldsson, sjómaður Borghildur Magnúsdóttir, frú Viggó Norðquist, vélstjóri
Kristín Ólafsdóttir, húsfrú Óskar Sigurðsson, búfræðingur Steinar Steinsson, skipasmiður
Össur Valdimarsson, íshússtjóri Skúli Þórðarson, skipasmiður Guðmundur M. Guðmundsson, verkamaður
Valgerður Kristjánsdóttir, húsfrú Elín Jónsdóttir, ljósmóðir Lúðvík Kjartansson, sjómaður
Haraldur Jónsson, verkamaður Hálfdán Bjarnason, smiður Auður Herlufsen, frú
Þorleifur Bjarnason, námsstjóri Hannes Halldórsson, framkvæmdastjóri Knútur Skeggjason, sjómaður
Sigmundur Jóhannesson, vélstjóri Guðbjartur Jónsson, skipstjóri Þorbjörn Eggertsson, verslunarmaður
Ingimundur Guðmundsson, vélsmiður Elías J. Pálsson, kaupmaður Helgi Ketilsson, vélstjóri

Heimildir: Kosningaskýrslur Hagstofu Íslands, Alþýðublaðið 3.1.1946, Morgunblaðið 3.1.1946, Morgunblaðið 29.1.1946, Skutull 15.12.1946, Skutull 26.01.1946, Vesturland 4.1.1946, Vesturland24.01.1946 og Þjóðviljinn 8.1.1946.

%d bloggurum líkar þetta: