Suðurland 1959(okt)

Suðurlandskjördæmi varð til við sameiningu kjördæmanna Vestur Skaftafellssýslu, Vestmannaeyja, Rangárvallasýslu og Árnessýslu. Kjördæmakjörnir þingmenn urðu 6 eins og áður.

Sjálfstæðisflokkur: Ingólfur Jónsson var þingmaður Rangárvallasýslu landskjörinn frá 1942(júlí)-1942(okt.) og kjördæmakjörinn frá 1942(okt.)-1959(okt.). Þingmaður Suðurlands frá 1959(okt.). Guðlaugur Gíslason var þingmaður Vestmannaeyja 1959(júní)-1959(okt.) og Suðurlands frá 1959(okt.). Sigurður Óli Ólafsson var þingmaður Árnessýslu frá 1951-1959(okt.) og Suðurlands frá 1959(okt.).

Framsóknarflokkur: Ágúst Þorvaldsson var þingmaður Árnessýslu frá 1956-1959(okt.) og Suðurlands frá 1959(okt.). Björn Björnsson var þingmaður Rangárvallasýslu frá 1942(júlí-október) og frá 1959(júní)-1959(okt.) og Suðurlands frá 1959(okt.).

Alþýðubandalag: Karl Guðjónsson var þingmaður Vestmannaeyja landskjörinn frá 1953-1959(okt.) og Suðurlands frá 1959(okt.).

Fv.þingmenn: Óskar Jónsson var þingmaður Vestur Skaftafellssýslu 1959(júní)-1959(okt.). Jón Kjartansson var þingmaður Vestur Skaftafellssýslu 1923-1927 og 1953-1959(júní). Jón Gíslason var þingmaður Vestur Skaftafellssýslu 1947-1953.


Úrslit

1959 október Atkvæði Hlutfall Þingm.
Alþýðuflokkur 691 8,87% 0
Framsóknarflokkur 2.810 36,08% 2
Sjálfstæðisflokkur 3.234 41,53% 3
Alþýðubandalag 1.053 13,52% 1
Gild atkvæði samtals 7.788 100,00% 6
Auðir seðlar 139 1,75%
Ógildir seðlar 21 0,26%
Greidd atkvæði samtals 7.948 91,27%
Á kjörskrá 8.708
Kjörnir alþingismenn
1. Ingólfur Jónsson (Sj.) 3.234
2. Ágúst Þorvaldsson (Fr.) 2.810
3. Guðlaugur Gíslason (Sj.) 1.617
4. Björn Fr. Björnsson (Fr.) 1.405
5. Sigurður Óli Ólafsson (Sj.) 1.078
6. Karl Guðjónsson (Abl.) 1.053
Næstir inn vantar
Helgi Bergs (Fr.) 350
Unnar Stefánsson (Alþ.) 363 1.vm.landskjörinn
Jón Kjartansson (Sj.) 979 2.vm.landskjörinn
Bergþór Finnbogason (Abl.) 3.vm.landskjörinn

Framboðslistar

Alþýðuflokkur Framsóknarflokkur
Unnar Stefánsson, viðskiptafræðingur, Hveragerði Ágúst Þorvaldsson, bóndi, Brúnastöðum
Ingólfur Arnarson, bæjarfulltrúi, Vestmannaeyjum Björn Björnsson, sýslumaður, Hvolsvelli
Vigfús Jónsson, oddviti, Eyrarbakka Helgi Bergs, verkfræðingur, Reykjavík
Magnús H. Magnússon, símstöðvarstjóri, Vestmannaeyjum Óskar Jónsson, bókari, Vík í Mýrdal
Jón Einarsson, skólastjóri, Skógaskóla Sigurður I. Sigurðsson, oddviti, Selfossi
Erlendur Gíslason, bóndi, Dalsmynni Sigurður Tómasson, bóndi, Barkarstöðum
Helgi Sigurðsson, skipstjóri, Stokkseyri Jón Gíslason, bóndi, Norðurhjáleigu
Unnur Guðjónsdóttir, frú, Vestmannaeyjum Sigurgeir Kristjánsson, lögregluþjónn, Vestmannaeyjum
Sigurður Ólafsson, skipstjóri, Vestmannaeyjum Þórarinn Sigurjónsson, bóndi, Laugardælum
Magnús Ingileifsson, verkamaður, Vík í Mýrdal Erlendur Árnason, bóndi, Skíðbakka
Guðmundur Jónsson, skósmiður, Selfossi Guðmundur Guðmundsson, bóndi, Efri-Brú
Þórður Elías Sigfússon, verkamaður, Vestmannaeyjum Stefán Runólfsson, bóndi, Berustöðum
Sjálfstæðisflokkur Alþýðubandalag
Ingólfur Jónsson, kaupfélagsstjóri, Hellu Karl Guðjónsson, kennari, Vestmannaeyjum
Guðlaugur Gíslason, bæjarstjóri, Vestmannaeyjum Bergþór Finnbogason, kennari, Selfossi
Sigurður Ó. Ólafsson, kaupmaður, Selfossi Björgvin Salómonsson, verkamaður, Ketilsstöðum
Jón Kjartansson, sýslumaður, Vík í Mýrdal Guðrún Haraldsdóttir, húsfrú, Hellu
Páll Scheving, verksmiðjustjóri, Vestmannaeyjum Sigurður Stefánsson, sjómaður, Vestmannaeyjum
Steinþór Gestson, bóndi, Hæli Rögnvaldur Guðjónsson, verkamaður, Hveragerði
Ragnar Jónsson, framkvæmdastjóri, Vík í Mýrdal Guðmundur Jóhannesson, símavörður, Vík í Mýrdal
Sigurjón Sigurðsson, bóndi, Raftholti Þorsteinn Magnússon, bóndi, Álfhólshjáleigu
Siggeir Björnsson, bóndi, Holti á Síðu Guðmunda Gunnarsdóttir, húsfrú, Vestmannaeyjum
Sigurður S. Haukdal, prestur, Bergþórshvoli Björgvin Sigurðsson, oddviti, Stokkseyri
Gunnar Sigurðsson, bóndi, Seljatungu Gunnar Stefánsson, bóndi, Vatnsskarðshólum
Jóhann Friðfinnsson, kaupmaður, Vestmannaeyjum Kristján Einarsson, skáld frá Djúpalæk, Hveragerði

Heimildir: Kosningaskýrslur Hagstofu Íslands og vefur Alþingis.

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: