Landskjör 1926

Úrslit

1926 Atkvæði Hlutfall Þingm.
Alþýðuflokkur 3.164 22,69% 1
Framsóknarflokkur 3.481 24,96% 1
Íhaldsflokkur 5.501 39,44% 1
Frjálslyndi flokkur 1.312 9,41%
Kvennalisti 489 3,51%
Samtals gild atkvæði 13.947 100,00% 3
Ógild atkvæði 153 1,09%
Samtals greidd atkvæði 14.100 45,83%
Á kjörskrá 30.767
Kjörnir alþingismenn
1. Jón Þorláksson (Íh.) 5.501
2. Magnús J. Kristjánsson (Fr.) 3.481
3. Jón Baldvinsson (Alþ.) 3.164
Næstir inn vantar
Þórarinn Jónsson (Íh.) 828
Sigurður Eggerz (Frjál.) 1.852
Bríet Bjarnhéðinsdóttir (Kv.) 2.675
Jón Jónsson (Fr.) 2.848

Jón Þorláksson var þingmaður Reykjavíkur 1921-1926. Magnús J. Kristjánsson var þingmaður Akureyrar 1905-1908 og 1913-1923. Jón Baldvinsson var þingmaður Reykjavíkur 1921-1926.

Þórarinn Jónsson í 2. sæti Íhaldsflokksins var konungkjörinn þingmaður 1905-1908, Húnavatnssýslu 1911-1913 og 1916-1923 og Vestur Húnavatnssýslu 1923-1927. Sigurður Eggerz sem leiddi lista Frjálslynda flokksin var þingmaður Vestur Skaftafellssýslu 1911-1916 og landskjörinn þingmaður 1916-1926.

Tryggvi Þórhallsson í 6. sæti Framsóknarflokks var þingmaður Strandasýslu frá 1923. Jakob Möller í 6. sæti Frjálslynda flokksins var þingmaður Reykjavíkur frá 1919.

Framboðslistar

Alþýðuflokkur Framsóknarflokkur Íhaldsflokkur
Jón Baldvinsson, forstjóri Reykjavík Magnús J. Kristjánsson, forstjóri, Reykjavík Jón Þorláksson, forsætisráðherra, Reykjavík
Jónína Jónatansdóttir, frú, Reykjavík Jón Jónsson, bóndi, Stóradal Þórarinn Jónsson, hreppstjóri, Hjaltabakka
Erlingur Friðjónsson, kaupfélagsstjóri, Akureyri Kristinn Guðlaugsson, bóndi, Núpi í Dýrafirði Guðrún J. Briem, frú, Reykjavík
Rebekka Jónsdóttir, frú, Ísafirði Þorsteinn Briem, prestur, Akranesi Jónatan J. Líndal, bóndi, Holtastöðum
Ríkharður Jónsson, myndhöggvari, Reykjavík Páll Hermannsson, bústjóri, Eiðum Sigurgeir Gíslason, verkstjóri, Hafnarfirði
Pétur G. Guðmundsson, bókari, Reykjavík Tryggvi Þórhallsson, ritstjóri, Reykjavík Jón Jónsson, bóndi, Firði í Seyðisfirði
Frjálslyndi flokkurinn Kvennalisti
Sigurður Eggerz, bankastjóri, Reykjavík Bríet Bjarnhéðinsdóttir, frú, Reykjavík
Sigurður E. Hlíðar, dýralæknir, Akureyri Guðrún Lárusdóttir, frú, Ási í Reykjavík
Magnús Friðriksson, bóndi, Staðarfelli Halldóra Bjarnadóttir, kennari, Reykjavík
Magnús Gíslason, sýslumaður, Eskifirði Aðalbjörg Sigurðardóttir, frú, Reykjavík
Einar Einarsson, útvegsbóndi, Garðhúsum
Jakob Möller, bankaeftirlitsmaður, Reykjavík

Heimildir: Kosningaskýrslur Hagstofu Íslands og vefur Alþingis.