Suðvesturkjördæmi 2017

Tíu framboð komu fram í Suðvesturkjördæmi. Þau eru A-listi Bjartar framtíðar, B-listi Framsóknarflokks, C-listi Viðreisnar, D-listi Sjálfstæðisflokks, F-listi Flokks fólksins, M-listi Miðflokksins, P-listi Pírata, R-listi Alþýðufylkingarinnar, S-listi Samfylkingarinar og V-listi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Íslenska þjóðfylkingin dró framboð sitt til baka.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Jón Steindór Valdimarsson Viðreisn, Bjarni Benediktsson, Bryndís Haraldsdóttir, Jón Gunnarsson og Óli Björn Kárason Sjálfstæðisflokki, Jón Þór Ólafsson Pírötum og Rósa Björk Brynjólfsdóttir Vinstrihreyfingunni grænu framboð voru endurkjörin.

Nýir þingmenn í kjördæminu voru Guðmundur Andri Thorsson Samfylkingu, Willum Þór Þórsson Framsóknarflokki, Ólafur Þór Gunnarsson Vinstrihreyfingunni grænu framboði, Guðmundur Ingi Kristinsson Flokki fólksins og Gunnar Bragi Sveinsson Miðflokknum sem var þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi.

Vilhjálmur Bjarnason Sjálfstæðisflokki náði ekki kjöri.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir alþingismaður Pírata gefur kost á sér í Reykjavíkurkjördæmi suður.Óttarr Proppé alþingismaður Bjartrar framtíðar gaf kost á sér í Reykjavíkurkjördæmi norður.

Theodóra S. Þorsteinsdóttir alþingismaður Bjartrar framtíðar og Eygló Harðardóttir alþingismaður Framsóknarflokks gefa ekki kost á sér til endurkjörs.

SV

Úrslit Atkvæði Hlutfall Þingm.
Björt framtíð 846 1,52% 0
Framsóknarflokkur 4.425 7,94% 1
Viðreisn 5.277 9,47% 1
Sjálfstæðisflokkur 17.216 30,89% 4
Flokkur fólksins 3.616 6,49% 0
Miðflokkurinn 5.282 9,48% 1
Píratar 4.641 8,33% 1
Alþýðufylkingin 75 0,13% 0
Samfylkingin 6.771 12,15% 1
Vinstrihreyfingin grænt fr. 7.591 13,62% 2
Gild atkvæði samtals 55.740 100,00% 11
Auðir seðlar og ógildir 1.261 2,20%
Ógildir seðlar 254  0,44%
Greidd atkvæði samtals 57.255 82,33%
Á kjörskrá 69.544
Kjörnir alþingismenn:
1. Bjarni Benediktsson (D) 17.216
2. Bryndís Haraldsdóttir (D) 8.608
3. Rósa Björk Brynjólfsdóttir (V) 7.591
4. Guðmundur Andri Thorsson (S) 6.771
5. Jón Gunnarsson (D) 5.739
6. Gunnar Bragi Sveinsson (M) 5.282
7. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (C) 5.277
8. Jón Þór Ólafsson (P) 4.641
9. Willum Þór Þórsson (B) 4.425
10. Óli Björn Kárason (D) 4.304
11. Ólafur Þór Gunnarsson (V) 3.796
Næstir inn vantar
Guðmundur Ingi Kristinsson (F) 180 landskjörinn
Margrét Tryggvadóttir (S) 821
Vilhjálmur Bjarnason (D) 2.034
Una María Óskarsdóttir (M) 2.310
Jón Steindór Valdimarsson (C) 2.315 landskjörinn
Björt Ólafsdóttir (A) 2.950
Oktavía Hrund Jónsdóttir (P) 2.951
Kristbjörg Þórisdóttir(B) 3.167
Erna Lína Örnudóttir (R) 3.721

Flokkabreytingar:

Björt framtíð: G. Valdimar Valdemarsson í 4.sæti tók þátt í prófkjöri Framsóknarflokksins í fyrir kosningarnar 2007 og lenti 6. sæti en var ekki á framboðslista flokksins. Bergþór Skúlason í 14. sæti var í 8.sæti á lista Framsóknarflokksins í bæjarstjórnarkosningunum í Kópavogi 1998. Andrés Pétursson í 15.sæti var í 16.sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi 2007, í 9.sæti á lista Framsóknarflokksins í bæjarstjórnarkosningum 2002 í Kópavogi, í 5.sæti 2006 og í 3.sæti 2010. Ragnhildur Konráðsdóttir í 17.sæti var í 19.sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi 2009. Sigurður P. Sigmundsson í 20.sæti á lista Bjartar framtíðar tók þátt í prófkjöri Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 2003. Hlini Melsteð Jóngeirsson í 23.sæti var í 5.sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi 2007 og í 7.sæti 2009. Ólafur Jóhann Proppé í 25. sæti var í 22.sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi 2009.

Viðreisn: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir í 1.sæti var varaformaður Sjálfstæðisflokksins, menntamálaráðherra 2003-2009 og alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1999-2013.  Ásta Rut Jónasdóttir í 11.sæti var í 2.sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður 2009 og í 10.sæti á lista Framsóknarflokksins í bæjarstjórnarkosningunum í Hafnarfirði 2010. María Kristín Gylfadóttir í 19. sæti var í 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórnarkosningunum 2006 og í 20. sæti 2010.

Flokkur fólksins: Guðmundur Ingi Kristinsson í 1.sæti var í 5.sæti á lista Alþýðufylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður 2013. Viðar Snær Sigurðsson í 14. sæti tók þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 2016 en fékk ekki framgang. Sigurður Þórðarson í 18. sæti var í 12. Sæti á lista Hægri grænna í Suðvesturkjördæmi 2013, í 30.sæti á lista Frjálslynda flokksins í Reykjavík 1999 og í 23.sæti á lista Frjálslynda flokksins í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík 2002. Bjarni Bergmann í 19.sæti var í 3. sæti á lista Dögunar í Suðurkjördæmi 2016.

Miðflokkurinn: Gunnar Bragi Sveinsson 1. sæti var alþingismaður fyrir Framsóknarflokkinn í Norðvesturkjördæmi 2009-2017, sveitarstjórnarmaður fyrir Framsóknarflokkinn í Sveitarfélaginu Skagafirði 2006-2014. Una María Óskarsdóttir í 2. sæti tók þátt í prófkjöri á tvöföldu kjördæmisþingi Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi  2013 en hlaut ekki framgang og var ekki á lista flokksins. Una var í 4. sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi 2009 og í 3. sæti 2007 og 2003. Hún var í 2. sæti á lista Framsóknarflokksins í bæjarstjórnarkosningunum í Kópavogi 2010, í 3.sæti 2006 og í 6. sæti 2002 og 1998. Kolfinna Jóhannesdóttir í 3. sæti var í 8. sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi 2003 og í 2. sæti og kjörinn sveitarstjórnarmaður í Borgarbyggð 1998. Sigurður Þórður Ragnarsson í 6. sæti var um tíma varaformaður Samstöðu Lilju Mósesdóttur. Tómas Ellert Tómasson í 8.sæti var í 7. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Sveitarfélaginu Árborg í sveitarstjórnarkosningunum 2010 og tók þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir bæjarstjórnarkosningarnar á Selfossi 1990 en fékk ekki framgang og var ekki á lista flokksins. Þórarinn Þórhallsson í 14. sæti var í 20. Sæti á lista Framsóknarflokksins við bæjarstjórnarkosningarnar 2006, 19. sæti 2002, 5. sæti 1998 og í 14. sæti 1994. Einar Baldursson í 15.sæti var í 7.sæti á lista Framsóknarflokksins í Austurlandskjördæmi 1983 og 1987. Hann leiddi lista Framsóknar- og félagshyggjumanna á Reyðarfirði 1978, leiddi lista Framsóknarflokksins 1982 og var í 3.sæti á F-lista Óháðra borgara 1986. Einar var í 19.sæti á lista Framsóknarflokksins við sveitarstjórnarkosningarnar 2014 í Kópavogi. Gísli Sveinbergsson í 18.sæti var í 13.sæti á lista Framsóknarflokksins við bæjarstjórnarkosningarnar í Hafnarfirði 1994. Sigrún Aspelund í 19.sæti var í 26.sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi 2016. Sigrún var í 12.sæti á lista Framsóknarflokks og óháðra við bæjarstjórnarkosningarnar Garðabæ 2002, í 2.sæti á lista Bæjarlistans 2006, í 2.sæti á lista Framsóknarflokksins 2010 og í 22.sæti á lista Framsóknarflokksins 2014.

Píratar: Gígja Skúladóttir í 5.sæti var í 15.sæti á lista Dögunar við borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík 2014. Þór Saari í 8.sæti var kjörinn á þing fyrir Borgarahreyfinguna í Suðvesturkjördæmi í kosningunum 2009, var í 5.sæti á lista Dögunar í Suðurkjördæmi 2013 og í 12.sæti á lista Nýs afls í Reykjavíkurkjördæmi norður 2003. Valgeir Skagfjörð í 14.sæti var í 2.sæti á lista Borgarahreyfingarinnar í Suðvesturkjördæmi og kjörinn varaþingmaður 2009, var í 11.sæti á lista Samfylkingarinnar í bæjarstjórnarkosningunum í Kópavogi 2002 og í 11.sæti á lista Næstbestaflokksins og sundlaugarvina í bæjarstjórnarkosningunum í Kópavogi 2014. Hallur Guðmundsson í 19.sæti var í 15.sæti á lista Dögunar í Suðvesturkjördæmi 2013. Arnar Snæberg Jónsson í 22.sæti tók þátt í prófkjöri Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðvesturkjördæmi 2009 og lenti í 8.-9.sæti en var ekki á lista flokksins.

Alþýðufylkingin: Kári Þór Sigríðarson í 10.sæti var í 3.sæti á lista Frjálslynda flokksins í Norðausturkjördæmi 2009 og í 13. sæti á lista Dögunar í Norðausturkjördæmi 2013.  Sigurjón Þórsson í 11.sæti var í 18. sæti á lista Frjálslynda flokksins í Norðausturkjördæmi 2009. Kolbrún Ósk Óskarsdóttir í 19.sæti var í 23.sæti á lista Flokks Mannsins við borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík 1987. Axel Þór Kolbeinsson í 25.sæti var í 13.sæti á lista Nýs afls í Norðausturkjördæmi 2003. Guðmundur Magnússon í 26.sæti var  í 22. sæti á lista Kommúnistasamtakanna – marxistarir, lenínistarnir 1974 í Reykjavíkurkjördæmi. Hann var í 5.sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmi 1999 og í 4.sæti á lista VG í Reykjavíkurkjördæmi suður 2003. Hann tók þátt í sameiginlegu prófkjöri Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á höfuðborgarsvæðinu 2007, lenti í 12.sæti og tók ekki sæti á lista. Guðmundur tók einnig þátt í prófkjöri Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmunum 2009 en náði þá ekki einu af tíu efstu sætunum.

Samfylking: Margrét Tryggvadóttir í 2.sæti var í 1.sæti á lista Dögunar í Suðvesturkjördæmi 2013 var kjörin þingmaður fyrir Borgarahreyfinguna í Suðurkjördæmi 2009. Hjálmar Hjálmarsson í 10.sæti var í 3.sæti á lista Borgarahreyfingarinnar í Norðausturkjördæmi 2009. Leiddi Næstbesta flokkinn í bæjarstjórnarkosningunum í Kópavogi 2010 og var kjörinn bæjarfulltrúi og leiddi Næstbesta flokkinn og sundlaugarvini í bæjarstjórnarkosningunum 2014 en náði ekki kjöri. Þráinn Hallgrímsson í 18.sæti var í 21.sæti á lista Alþýðuflokksins í Reykjaneskjördæmi 1995 og í 10.sæti 1991. Þráinn var í 10.sæti á lista Alþýðuflokksins í bæjarstjórnarkosningunum í Kópavogi 1990 og í 1986. Jóhanna Axelsdóttir í 23. sæti var í 5.sæti á lista Alþýðubandalagsins í Reykjaneskjördæmi 1987. Ingvar Viktorsson í 24.sæti var í 10.sæti á lista Alþýðuflokksins við bæjarstjórnarkosningarnar í Hafnarfirði frá 1966, 10.sæti 1974, 11.sæti 1978, 3.sæti 1986, 3.sæti 1990, 1.sæti 1994 og 1.sæti 1998. Rannveig Guðmundsdóttir í 25. sæti var þingmaður Reykjaness landskjörin 1991-1995 og kjördæmakjörin 1995-1999 kjörinn fyrir Alþýðuflokk en fyrir Samfylkingu 1999-2003. Rannveig var þingmaður Suðvesturkjördæmis 2003-2007.

Vinstrihreyfingin grænt framboð: Grímur Hákonarson í 24.sæti var í 4.sæti á lista Húmanistaflokksins í Suðurkjördæmi 1999. Þuríður Backman í 25.sæti var þingmaður flokksins 1999-2013 fyrir Austurlandskjördæmi og Norðausturkjördæmi. Hún var í 2.sæti á lista Alþýðubandalagsins í Austurlandskjördæmi 1995, í 3.sæti 1991, 9.sæti 1987 og í 12.sæti á lista Alþýðubandalagsins í Reykjavík 1978. Ögmundur Jónasson í 26.sæti var þingmaður frá 1995 fyrst fyrir Alþýðubandalag og óháða og síðar fyrir Vinstri græna.

Framboðslistar:

A-listi Bjartar framtíðar B-listi Framsóknarflokks
1. Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, Reykjavík 1. Willum Þór Þórsson, fv.alþingismaður, kennari og rekstrarhagfræðingur, Kópavogi
2. Karólína Helga Símonardóttir, mannfræðingur, Hafnarfirði 2. Kristbjörg Þórisdóttir, sálfræðingur, Kópavogi
3. Halldór Jörgensen, framkvæmdastjóri, Garðabæ 3. Linda Hrönn Þórisdóttir, leik- og grunnskólakennari, Hafnarfirði
4. G. Valdimar Valdemarsson, framkvæmdastjóri, Garðabæ 4. Páll Marís Pálsson, háskólanemi, Kópavogi
5. Ragnhildur Reynisdóttir, markaðsstjóri, Kópavogi 5. María Júlía Rúnarsdóttir, lögmaður, Garðabæ
6. Pétur Óskarsson, framkvæmdastjóri, Hafnarfirði 6. Þorgerður Sævarsdóttir, grunnskólakennari, Mosfellsbæ
7. Unnur Hrönn Valdimarsdóttir. hársnyrtinemi, Garðabæ 7. Ágúst Bjarni Garðarsson, skrifstofustjóri, Hafnarfirði
8. Agnar H. Johnson, verkfræðingur, Reykjavík 8. Margrét Sigmundsdóttir, flugfreyja, Kópavogi
9. Guðlaugur Þór Ingvason, nemi, Kópavogi 9. Guðmundur Hákon Hermannsson, nemi, Danmörku
10. Baldur Ólafur Svavarsson, arkitekt, Garðabæ 10. Anna Aurora Waage Óskarsdóttir, framkvæmdastjóri, Mosfellsbæ
11. Guðrún Elín Herbertsdóttir, viðskiptafræðingur, Álftanesi 11. Bjarni Dagur Þórðarson, háskólanemi, Hafnarfirði
12. Halldór Hlöðversson, forstöðumaður, Kópavogi 12. Elín Jóhannsdóttir, háskólanemi og leikskólaleiðbeinandi, Álftanesi
13. Borghildur Sturludóttir, arkitekt, Hafnarfirði 13. Hákon Juhlin Þorsteinsson, tækniskólanemi, Kópavogi
14. Bergþór Skúlason, tölvunarfræðingur, Kópavogi 14. Njóla Elísdóttir, hjúkrunarfræðingur, Hafnarfirði
15. Andrés Pétursson, ráðgjafi og forstöðumaður Evrópusamtakanna, Kópavogi 15. Ingi Már Aðalsteinsson, fjármálastjóri, Mosfellsbæ
16. Helga Björg Arnardóttir, tónlistarmaður og tónlistarkennari, Hafnarfirði 16. Helga María Hallgrímsdóttir, sérkennari, Kópavogi
17. Ragnhildur Konráðsdóttir, ráðgjafi, Kópavogi 17. Einar Gunnar Bollason, fv.kennari, Kópavogi
18. Viðar Helgason, fjallaleiðsögumaður, Garðabæ 18. Birna Bjarnadóttir, sérfræðingur, Kópavogi
19. Erling Jóhannesson, listamaður, Garðabæ 19. Birkir Jón Jónsson, bæjarfulltrúi, Kópavogi
20. Sigurður P. Sigmundsson, fjármálastjóri, Hafnarfirði 20. Ingibjörg Björgvinsdóttir, hjúkrunarfræðingur, Kópavogi
21. Helga Bragadóttir, dósent, Garðabæ 21. Kári Walter Margrétarson, lögreglumaður, Kópavogi
22. Benedikt Vilhjálmsson, ellilífeyrisþegi, Kópavogi 22. Dóra Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingur, Seltjarnarnesi
23. Hlini M. Jóngeirsson, kerfisstjóri, Hafnarfirði 23. Eyþór Rafn Þórhallsson, verkfræðingur og dósent, Garðabæ
24. Sigurjón Kjartansson, handritshöfundur og framleiðandi, Kópavogi 24. Ólafur Hjálmarsson, vélfræðingur, Hafnarfirði
25. Ólafur Jóhann Proppé, fv.rektor, Álftanesi 25. Óskar Guðmundsson, fulltrúi í flutningastjórnun, Mosfellsbæ
26. Theodóra S. Þorsteinsdóttir, alþingismaður og form.bæjarráðs Kópavogs 26. Eygló Harðardóttir, alþingismaður og fv.ráðherra, Hafnarfirði
C-listi Viðreisnar D-listi Sjálfstæðisflokks
1. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Hafnarfirði 1. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, Garðabæ
2. Jón Steindór Valdimarsson, alþingismaður, Reykjavík 2. Bryndís Haraldsdóttir, alþingismaður, Mosfellsbæ
3. Sigríður María Egilsdóttir, háskólanemi, Kópavogi 3. Jón Gunnarsson, alþingismaður, Kópavogi
4. Ómar Ásbjörn Óskarsson, markaðsstjóri, Hafnarfirði 4. Óli Björn Kárason, alþingismaður, Seltjarnarnesi
5. Margrét Ágústsdóttir, sölustjóri, Kópavogi 5. Vilhjálmur Bjarnason, alþingismaður, Garðabæ
6. Ari Páll Karlsson, starfsmaður NOVA, Mosfellsbæ 6. Karen Elísabet Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi og varaþingmaður, Kópavogi
7. Auðbjörg Ólafsdóttir, yfirmaður fjárfestingatengsla og samskipta, Hafnarfirði 7. Kristín María Thoroddsen, flugfreyja og ferðamálafræðingur, Hafnarfirði
8. Jón Ingi Hákonarson, ráðgjafi, Hafnarfirði 8. Katrín Ósk Ásgeirsdóttir, háskólanemi, Hafnarfirði
9. Tamar Klara Lipka Þormarsdóttir, háskólanemi og lögregluþjónn, Mosfellsbæ 9. Tinna Dögg Guðlaugsdóttir, lögfræðingur, Kópavogi
10. Sigurður J. Grétarsson, prófessor, Seltjarnarnesi 10. Hrefna Kristmannsdóttir, jarðefnafræðingur og prófessor emeritus, Seltjarnarnesi
11. Ásta Rut Jónasdóttir, stjórnmálafræðingur, Hafnarfirði 11. Davíð Þór Viðarsson, viðskiptafræðingur og knattspyrnumaður, Álftanesi
12. Sigvaldi Einarsson, fjármálaráðgjafi, Kópavogi 12. Bylga Bára Bragadóttir, sölustjóri, Mosfellsbæ
13. Þórey S. Þórisdóttir, framkvæmdastjóri og doktorsnemi, Hafnarfirði 13. Unnur Lára Bryde, flugfreyja og bæjarfulltrúi, Hafnarfirði
14. Ólafur Þorri Árnason, Klein, háskólanemi, Kópavogi 14. Guðmundur Gísli Geirdal, sjómaður, Kópavogi
15. Sara Dögg Svanhildardóttir, grunnskólakennari, Garðabæ 15. Þorgerður Ana Arnardóttir, aðstoðarskólastjóri, Garðabæ
16. Gylfi Steinn Guðmundsson, háskólanemi og stuðningsfulltrúi, Hafnarfirði 16. Bergur Þorri Benjamínsson, viðskiptafræðingur, Hafnarfirði
17. Sigríður Þórðardóttir, tölvunarfræðingur, Kópavogi 17. Maríanna Hugrún Helgadóttir, formaður FÍN, Kjósarhreppi
18. Stefán A. Gunnarsson, BA í sagnfræði, Garðabæ 18. Hilmar Jökull Stefánsson, menntaskólanemi, Kópavogi
19. María Kristín Gylfadóttir, sérfræðingur, Hafnarfirði 19. Þórhildur Gunnarsdóttir, verkfræðinemi og handknattleikskona, Garðabæ
20. Benedikt Kristjánsson, heimspekingur, Kópavogi 20. Kristján Jónas Svavarsson, stálvirkjasmíðameistari, Hafnarfirði
21. Kristín Pétursdóttir, forstjóri, Hafnarfirði 21. Sveinn Óskar Sigurðsson, framkvæmdastjóri, Mosfellsbæ
22. Pétur Steinn Guðmundsson, lögfræðingur, Kópavogi 22. Gyða Ragnheiður Stefánsdóttir, lögfræðingur, Seltjarnarnesi
23. Laufey Kristjánsdóttir, félagsfræðingur, Garðabæ 23. Ásgeir Einarsson, stjórnmálafræðingur, Hafnarfirði
24. Páll Torfi Önundarson, yfirlæknir, Reykjavík 24. Erling Ásgeirsson, fv.formaður bæjarráðs, Garðabæ
25. Ólöf Kolbrún Harðardóttir, óperusöngvari, Reykjavík 25. Erna Nielsen, fv.forseti bæjarstjórnar, Kópavogi
26. Þórður Sverrisson, fv.forstjóri, Hafnarfirði 26. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, fv.alþingismaður, Mosfellsbæ
F-listi Flokks fólksins M-listi Miðflokksins
1. Guðmundur Ingi Kristinsson, stjórnarmaður Sjálfsbjargar, Hafnarfirði 1. Gunnar Bragi Sveinsson, alþingismaður og fv.ráðherra, Sauðárkróki
2. Jónína Björk Óskarsdóttir, forstöðumaður, Kópavogi 2. Una María Óskarsdóttir, uppeldis-, menntunar- og lýðheilsufræðingur, Kópavogi
3. Edith Alvarsdóttir, dagskrárgerðarmaður, Reykjavík 3. Kolfinna Jóhannesdóttir, doktorsnemi, Norðtungu 1, Borgarbyggð
4. Örn Björnsson, fv.útibússtjóri, Seltjarnarnesi 4. Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, MBA og sjálfstætt starfandi, Garðabæ
5. Inga Jóna Traustadóttir, nemi, Kópavogi 5. Anna Bára Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri, Garðabæ
6. Skúli B. Baker, verkfræðingur, Álftanesi 6. Sigurður Þórður Ragnarsson, náttúruvísindamaður, Hafnarfirði
7. Steinunn Halldóra Axelsdóttir, nemi, Mosfellsbæ 7. Halldóra Magný Baldusdóttir, fulltrúi gæðamála, Mosfellbæ
8. Jón Kr. Brynjarsson, fv.atvinnubílstjóri, Hafnarfirði 8. Tómas Ellert Tómasson, byggingarverkfræðingur, Hafnarfirði
9. Ósk Matthíasdóttir, förðunarmeistari, Hafnarfirði 9. Sigurjón Kristjánsson, tryggingaráðgjafi, Mosfellbæ
10. Halldór Már Kristmundsson, sölufulltrúi, Kópavogi 10. Kristín Agnes Landmark. leikkona, Hafnarfirði
11. Vilborg Reynisdóttir, frístundafulltrúi, Hafnarfirði 11. Örn Bergmann Jónsson, kaupmaður og háskólanemi, Reykjavík
12. Bjarni G. Steinarsson, körfubílstjóri, Hafnarfirði 12. Þorsteinn Hrannar Sigurðsson, nemi, Hafnarfirði
13. Ingibjörg Dóra Bjarnadóttir, nemi, Kópavogi 13. Svavar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri, Hafnarfirði
14. Viðar Snær Sigurðsson, sjómaður, Kópavogi 14. Þórarinn Þórhallsson, mjólkurfræðingur, Hafnarfirði
15. Álfhildur Gestsdóttir, húsmóðir, Kópavogi 15. Einar Baldursson, kennari, Kópavogi
16. Steinþór Hilmarsson, fv.rannsóknarlögreglumaður, Kópavogi 16. Árni Þórður Sigurðsson, töllvörður, Hafnarfirði
17. Valdís Guðmundsdóttir, leikskólakennari, Mosfellsbæ 17. Karl Fiðrik Jónasson, matreiðslumaður, Reykjavík
18. Sigurður Þórðarson, fv.framkvæmdastjóri, Reykjavík 18. Gísli Sveinbergsson, málarameistari, Hafnarfirði
19. Bjarni Bergmann, atvinnubílstjóri, Reykjanesbæ 19. Sigrún Aspelund, skrifstofumaður, Garðabæ
20. Arnar Ævarsson, ráðgjafi, Kópavogi 20. Jónas Hennig Óskarsson, starfsmaður Fangelsismálastofnunar, Hafnarfirði
21. Gunnar Þ. Þórhallsson, vélfræðingur, Garðabæ 21. Ingvar Sigurðsson, framkvæmdastjóri, Hafnarfirði
22. Sigurður Steingrímsson, bílstjóri, Garðabæ 22. Friðrik Ólafsson, verkfræðingur, Reykjavík
23. Einar Magnússon, rafvirki, Hafnarfirði 23. Skúli Þór Alexandersson, vagnstjóri, Hafnarfirði
24. Baldur Freyr Guðmundsson, nemi, Hafnarfirði 24. Stefán Bjarnason, framkvæmdastjóri, Garðabæ
25. Friðleifur Einarsson, sjómaður, Álftanesi 25. Nanna Hálfdánardóttir, frumkvöðull og lífeyrisþegi, Hafnarfirði
26. Jón Númi Ástvaldsson, verkamaður, Hafnarfirði 26. Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri, Kópavogi
P-listi Pírata R-listi Alþýðufylkingarinnar
1. Jón Þór Ólafsson, alþingismaður, Reykjavík 1. Erna Lína Örnudóttir Baldvinsdóttir, háskólanemi, Hafnarfirði
2. Oktavía Hrund Jónsdóttir, ráðgjafi, Reykjavík 2. Þorvarður Bergmann Kjartansson, tölvunarfræðingur, Garðabæ
3. Dóra Björt Guðjónsdóttir, alþjóðafræðingur, Reykjavík 3. Guðmundur Smári Sighvatsson, byggingarfræðingur, Reykjanesbæ
4. Andri Þór Sturluson, leiðbeinandi, Garðabæ 4. Sigrún Erlingsdóttir, flugfreyja, Hafnarfirði
5. Gígja Skúladóttir, geðhjúkrunarfræðingur, Reykjavík 5. Einar Andrésson, stuðningsfulltrúi, Reykjavík
6. Hákon Helgi Leifsson, sölumaður, Kópavogi 6. Maricris Castillo de Luna, grunnskólakennari, Reykjavík
7. Kristín Vala Ragnarsdóttir, prófessor, Mosfellbæ 7. Erla María Björgvinsdóttir, verkamaður, Kópavogi
8. Þór Saari, hagfræðingur, Álftanesi 8. Guðjón Bjarki Sverrisson, stuðningsfulltrúi, Hafnarfirði
9. Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir, þroskaþjálfi, Hafnarfirði 9. Alina Vilhjálmsdóttir, hönnuður, Garðabæ
10. Grímur Friðgeirsson, rafeindatæknifræðingur, Seltjarnarnesi 10. Kári Þór Sigríðarson, búfræðingur, Akureyri
11. Halldóra Jónasdóttir, flugmaður, Reykjavík 11. Sigurjón Þórsson, tæknifræðingur, Hvammstanga
12. Bjartur Thorlacius, hugbúnaðarsérfræðingur, Kópavogi 12. Tómas Númi Helgason, atvinnulaus, Reykjanesbæ
13. Kári Valur Sigurðsson, pípari, Hafnarfirði 13. Sveinn Elías Hansson, húsasmiður, Reykjavík
14. Valgeir Skagfjörð, leikari, markþjálfi og framhaldsskólakennari, Kópavogi 14. Sigurjón Sumarliði Guðmundsson, nemi, Reykjavík
15. Sigurður Erlendsson, kerfisstjóri, Kópavogi 15. Bergdís Lind Kjartansdóttir, nemi, Kópavogi
16. Lárus Vilhjálmsson, leikhússtjóri, Álfagarði, Kjósarhreppi 16. Viktor Penalver, öryrki, Hafnarfirði
17. Guðmundur Karl Karlsson, hugbúnaðarsérfræðingur, Hafnarfirði 17. Stefán Hlífar Gunnarsson, vaktstjóri, Sandgerði
18. Ragnheiður Rut Reynisdóttir, leiðbeinandi á leikskóla, Kópavogi 18. Egill Fannar Ragnarsson, hlaðmaður, Reykjanesbæ
19. Hallur Guðmundsson, samskipta- og miðlunarfræðingur, Hafnarfirði 19. Kolbrún Ósk Óskarsdóttir, tónlistarkennari, Kópavogi
20. Hermann Haraldson, forritari, Reykjavík 20. Bjarki Aðalsteinsson, atvinnulaus, Reykjanesbæ
21. Maren Finnsdóttir, óperusöngkona og leiðsögumaður, Seltjarnarnesi 21. Patrick Ingi Þór Sischka, öryrki, Reykjavík
22. Arnar Snæberg Jónsson, verkefnastjóri og tónlistarmaður, Hafnarfirði 22. Bjarni Júlíus Jónsson, pizzasendill, Reykjanesbæ
23. Hildur Þóra Hallsdóttir, nemi, Hafnarfirði 23. Gunnjón Gestsson, leiðbeinandi. Reykjavík
24. Björn Gunnlaugsson, verkefnastjóri, Seltjarnarnesi 24. Vilhjálmur Hjaltalín Jónsson, ráðgjafi og stuðningsfulltrúi, Garðabæ
25. Ýmir Vésteinsson, lyfjafræðingur, Hafnarfirði 25. Axel Þór Kolbeinsson, öryrki, Reykjavík
26. Jónas Kristjánsson, eftirlaunamaður, Reykjavík 26. Guðmundur Magnússon, leikari, Reykjavík
S-listi Samfylkingarinnar V-listi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs
1. Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur, Álftanesi 1. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, alþingismaður, Reykjavík
2. Margrét Tryggvadóttir, bókmenntafræðingur og fv.alþingismaður, Kópavogi 2. Ólafur Þór Gunnarsson, öldrunarlæknir og bæjarfulltrúi, Kópavogi
3. Adda María Jóhannsdóttir, framhaldsskólakennari og bæjarfulltrúi, Hafnarfirði 3. Una Hildardóttir, upplýsingafulltrúi, Mosfellsbæ
4. Finnur Beck, lögfræðingur og stjórnmálafræðingur, Reykjavík 4. Fjölnir Sæmundsson, lögreglufulltrúi, Hafnarfirði
5. Sigurþóra Bergsdóttir, vinnusálfræðingur, Seltjarnarnesi 5. Ester Bíbí Ásgeirsdóttir, starfsmaður Kvikmyndasafns Íslands, Hafnarfirði
6. Símon Birgisson, dramatúrgur, Hafnarfirði 6. Margrét Pétursdóttir, aðstoðarmaður tannlæknir, Hafnarfirði
7. Gunnar Helgason, leikari og rithöfundur, Hafnarfirði 7. Amid Derayat, líffræðingur, Kópavogi
8. Steinunn Dögg Steinsen, verkfræðingur, Mosfellsbæ 8. Gunnar Árnason, framkvæmdastjóri, Hafnarfirði
9. Erna Indriðadóttir, fjölmiðlamaður, Garðabæ 9. Kristrún Birgisdóttir, sérfræðingur, Hafnarfirði
10. Hjálmar Hjálmarsson, leikari og leikstjóri, Kópavogi 10. Kristján Ketill Stefánsson, framkvæmdastjóri, Kópavogi
11. Kolbrún Þorkelsdóttir, lögfræðingur, Kópavogi 11. Þórdís Dröfn Andrésdóttir, háskólanemi og ritstýra UVG, Hafnarfirði
12. Kjartan Due Nielsen, verkefnastjóri, Mosfellsbæ 12. Helgi Hrafn Ólafsson, íþróttafræðingur, Kópavogi
13. Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri, Kópavogi 13. Kristín Helga Gunnarsdóttir, rithöfundur, Garðabæ
14. Hafsteinn Karlsson, skólastjóri, Kópavogi 14. Kristbjörn Gunnarsson, tölvunarfræðingur, Garðabæ
15. Gerður Aagot Árnadóttir, læknir, Reykjavík 15. Guðbjörg Sveinsdóttir, geðhjúkrunarfræðingur, Kópavogi
16. Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson, stjórnmálafræðinemi og ritari, Hafnarfirði 16. Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, Hafnarfirði
17. Margrét Hildur Guðmundsdóttir, deildarstjóri, Hafnarfirði 17. Bryndís Brynjarsdóttir, myndlistarmaður, Mosfellbæ
18. Þráinn Hallgrímsson, skrifstofustjóri, Kópavogi 18. Sigurbjörn Hjaltason, bóndi, Kjósarhreppi
19. Ýr Gunnlaugsdóttir, viðburðarstjóri, Kópavogi 19. Ragnheiður Gestsdóttir, rithöfundur, Hafnarfirði
20. Gísli Geir Jónsson, verkfræðingur, Garðabæ 20. Þórir Steingrímsson, formaður Heilaheilla, Kópavogi
21. Rósanna Andrésdóttir, stjórnmálafræðingur, Álftanesi 21. Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir, bæjarfulltrúi og lögmaður, Hafnarfirði
22. Stefán Bergmann, líffræðingur og fv.dósent, Seltjarnarnesi 22. Magnús Jóel Jónsson, háskólanemi, Hafnarfirði
23. Jóhanna Axelsdóttir, kennari, Hafnarfirði 23. Þóra Elfa Björnsson, setjari, Kópavogi
24. Ingvar Viktorsson, kennari og fv.bæjarstjóri, Hafnarfirði 24. Grímur Hákonarson, leikstjóri, Reykjavík
25. Rannveig Guðmundsdóttir, fv.bæjarfulltrúi, alþingismaður og ráðherra, Kópavogi 25. Þuríður Backman, fv.alþingismaður, Kópavogi
26. Árni Páll Árnason, lögfræðingur, fv.alþingismaður og ráðherra, Reykjavík 26. Ögmundur Jónasson, fv.alþingismaður, Reykjavík

Prófkjör

Píratar
Samtals tóku 552 þátt í prófkjöri Pírata í Suðvesturkjördæmi. Úrslit urðu þessi:

1. Jón Þór Ólafsson, alþingismaður 12. Halldóra Jónasdóttir
2. Oktavía Hrund Jónsdóttir, varaþingmaður SU 13. Bjartur Thorlacius
3. Ásta Guðrún Helgadóttir, alþingismaður 14. Kári Valur Sigurðsson
4. Dóra Björt Guðjónsdóttir 15. Ásmundur Alma Guðjónsson
5. Andri Þór Sturluson, 1.varaþingmaður 16. Valgeir Skagfjörð
6. Gígja Skúladóttir 17. Sigurður Erlendsson
7. Hákon Helgi Leifsson 18. Lárus Vilhjálmsson
8. Kristín Vala Ragnarsdóttir 19. Guðmundur Karl
9. Þór Saari, fv.alþingismaður 20. Jón Eggert Guðmundsson
10. Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir 21. Hallur Guðmundsson
11. Grímur Friðgeirsson 22. Hermann Björgvin Haraldsson