Austurland 1999

Framsóknarflokkur: Halldór Ásgrímsson var þingmaður Austurlands 1974-1978 og frá 1979. Jón Kristjánsson var þingmaður frá 1984.

Sjálfstæðisflokkur:  Arnbjörg Sveinsdóttir var þingmaður Austurlands landskjörin 1991-1999 og kjördæmakjörin frá 1999.

Samfylking: Einar Már Sigurðarson var þingmaður Austurlands frá 1999. Einar Már var í 2. sæti á lista Alþýðubandalagsins 1991 og í 8. sæti 1987.

Vinstrihreyfingin grænt framboð: Þuríður Backman var þingmaður Austurlands landskjörin frá 1999. Þuríður var í 2. sæti á lista Alþýðubandalagsins 1995, í 3. sæti 1991, 9.sæti 1987 og í 12. sæti á lista Alþýðubandalagsins í Reykjavík 1978.

Fv.þingmenn: Egill Jónsson var þingmaður Austurlands landskjörinn 1979-1991 og kjördæmakjörinn 1991-1999.

Flokkabreytingar:Jóhanna Hallgrímsdóttir í 8.sæti á lista Sjálfstæðisflokksins var í 6. sæti á lista Sjálfstæðisflokks 1995 og í 7. sæti á lista Samtaka um kvennalista 1991.

Gunnlaugur Stefánsson var þingmaður Reykjaness landskjörinn 1978-1979 og þingmaður Austurlands landskjörinn 1991-1995 kjörinn fyrir Alþýðuflokk. Gunnlaugur var í 2. sæti á lista Samfylkingar 1999. Sigurjón Bjarnason í 4. sæti á lista Samfylkingar var í 5. sæti á lista Alþýðubandalags 1987 og tók þátt í forvali þess 1991. Aðalbjörn Björnsson í 6. sæti á lista Samfylkingar var í 7. sæti á lista Alþýðubandalags 1995, í 10. sæti 1991 og tók þátt í forvali 1987. Aðalsteinn Björnsson í 10. sæti á lista Samfylkingar var í 7. sæti á lista Framsóknarflokks 1971, 1974 og 1974.

Egill Guðlaugsson í 2. sæti á lista Frjálslynda flokksins var í 6. sæti á lista Alþýðuflokks 1967, 9.sæti 1974, 6. sæti 1978, 7.sæti 1979 og 4. sæti 1983. Stella Steinþórsdóttir í 3. sæti á lista Frjálslynda flokksins var í 7. sæti á lista Sjálfstæðisflokks 1978, 9. sæti 1987 og 8. sæti 1991.

Prófkjör var hjá Sjálfstæðisflokki.

Úrslit

1999 Atkvæði Hlutfall Þingm.
Framsóknarflokkur 2.771 38,40% 2
Sjálfstæðisflokkur 1.901 26,34% 1
Samfylkingin 1.530 21,20% 1
Vinstri grænir 791 10,96% 0
Frjálslyndi flokkur 209 2,90% 0
Húmanistaflokkur 14 0,19% 0
Gild atkvæði samtals 7.216 100,00% 4
Auðir seðlar 149 2,02%
Ógildir seðlar 27 0,37%
Greidd atkvæði samtals 7.392 85,45%
Á kjörskrá 8.651
Kjörnir alþingismenn
1. Halldór Ásgrímsson (Fr.) 2.771
2. Arnbjörg Sveinsdóttir (Sj.) 1.901
3. Jón Kristjánsson (Fr.) 1.531
4. Einar Már Sigurðsson (Sf.) 1.530
Næstir inn
Þuríður Backman (Vg.) Landskjörin
Albert Eymundsson (Sj.)
Jónas Hallgrímsson (Fr.)
Gunnlaugur Stefánsson (Sf.)
Guðmundur W. Stefánsson (Fr.fl.)

Framboðslistar

Framsóknarflokkur Sjálfstæðisflokkur
Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, Höfn Arnbjörg Sveinsdóttir, alþingismaður, Seyðisfirði
Jón Kristjánsson, alþingismaður, Egilsstöðum Albert Eymundsson, skólastjóri, Höfn
Jónas Hallgrímsson, framkvæmdastjóri, Seyðisfirði Ólafur Áki Ragnarsson, sveitarstjóri, Djúpavogi
Sigrún Júlía Geirsdóttir, bankastarfsmaður, Neskaupstað Aðalsteinn Ingi Jónsson, bóndi, Klausturseli, Norður Héraði
Vigdís Sveinbjörnsdóttir,  kennari, Egilsstöðum Jens Garðar Helgason, háskólanemi, Eskifirði
Hermann Stefánsson, útgerðarstjóri, Höfn Hilmar Gunnlaugsson, lögfræðingur, Egilsstöðum
Ólafur Sigmarsson, kaupfélagsstjóri, Vopnafirði Kári Ólason, verktaki, Árbakka, Norður Héraði
Björn Ármann Ólafsson, framkvæmdastjóri, Egilsstöðum Jóhanna Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri, Reyðarfirði
Guðjón J. Guðjónsdóttir, hjúkrunarfræðingur, Garðabæ Emma Tryggvadóttir, hjúkrunarfræðingur, Vopnafirði
Ingólfur Friðriksson, nemi, Valþjófsstað 2, Fljótsdalshreppi Egill Jónsson, alþingismaður, Seljavöllum Svf.Hornafirði
Samfylking Vinstri hreyfingin grænt framboð
Einar Már Sigurðarson, forstöðumaður, Neskaupstað Þuríður Backman, hjúkrunarfræðingur, Egilsstöðum
Gunnlaugur Stefánsson, sóknarprestur, Heydölum, Breiðdalshreppi Gunnar Ólafsson, framhaldsskólakennari, Neskaupstað
Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, form.Verkalýðsfélagsins Jökuls, Höfn Gunnar Pálsson, bóndi, Refsstað, Vopnafjarðarhreppi
Sigurjón Bjarnason, bókari, Egilsstöðum Karólína Einarsdóttir, nemi, Neskaupstað
Guðný Björg Hauksdóttir, stjórnmálafræðingur, Reyðarfirði Skarphéðinn Guðmundur Þórisson, framhaldsskólakennari, Fellabæ
Aðalbjörn Björnsson, skólastjóri, Vopnafirði Kolbrún Jóhanna Rúnarsdóttir, nemi, Seyðisfirði
Ólafía Þ. Stefánsdóttir, sérkennari, Seyðisfirði Emil Skúlason, sjómaður, Höfn
Jón Björn Hákonarson, þjónustufulltrúi, Efra-Miðbæ, Norðfirði Anna Margrét Birgisdóttir, kennari, Breiðdalsvík
Guðrún Íris Valsdóttir, kennari, Fáskrúðsfirði Heimir Þór Gíslason, kennari, Höfn
Aðalsteinn Valdimarsson, fv.skipstjóri, Eskifirði Sigfinnur Karlsson, fv.forseti ASA, Neskaupstað
Frjálslyndi flokkurinn Húmanistaflokkur
Guðmundur W. Stefánsson, bóndi, Fremri-Nýpum, Vopnafjarðarhreppi Jónína Björk Ólafsdóttir, skrifstofumaður, Reyðarfirði
Egill Guðlaugsson, útvegsbóndi, Fellabæ Methúsalem Þórisson, ráðgjafi, Reykjavík
Stella Steinþórsdóttir, verkakona, Neskaupstað Árni Ingólfsson, myndlistarnemi, Reykjavík
Högni Skaftason, skipstjóri, Fáskrúðsfirði Sigurður Þór Sveinsson, nemi, Reykjavík
Sigurlaug Stefánsdóttir, bóndi, Fellabæ Bjarni Hákonarson, þjónustufulltrúi, Reykjavík
Tómas Hjaltason, verkstjóri, Eskifirði
Hólmfríður Kristmannsdóttir, bóndi, Fremri-Nýpum, Vopnafjarðarhreppi
Ásgeir Hjálmarsson, bifreiðastjóri, Djúpavogi
Magnús Þórðarson, bókari, Egilsstöðum
Herbert Benjamínsson, skipstjóri, Neskaupstað

Prófkjör

Sjálfstæðisflokkur 1. sæti 1-2. 1.-3. 1.-4. 1.-5.
Arnbjörg Sveinsdóttir 936 1176
Albert Eymundsson 680 931
Ólafur Áki Ragnarsson 293 644 968
Aðalsteinn Ingi Jónsson 21 525 883 1148
Jens Garðar Helgason 2 180 486 994 1438
Hilmar Gunnlaugsson 16 354 744 1025 1345
Kári Ólason 5 96 287 694 1037
2005 greiddu atkvæði

Heimildir: Kosningaskýrslur Hagstofu Íslands, vefur Alþingis og Morgunblaðið 26.1.1999.


%d bloggurum líkar þetta: