Sandgerði 1958

Í framboði voru listar Alþýðuflokks, Sjálfstæðisflokks og Frjálslyndra (Sósíalista/Alþýðubandalags og Þjóðvarnarflokks). Alþýðuflokkur sem hafði verið með meirihluta tapaði einum manni til Sjálfstæðisflokks og hlaut 2 hreppsnefndarmenn. Sjálfstæðisflokkur hlaut 2 hreppsnefndarmenn og Frjálslyndir 1 hreppsnefndarmann en listi Sósíalistaflokksins hlaut 1 mann 1954.

Úrslit

1958 Atkvæði Hlutfall Fulltr.
Alþýðuflokkur 176 45,71% 2
Sjálfstæðisflokkur 132 34,29% 2
Frjálslyndir  (Sós./þj.) 77 20,00% 1
Samtals gild atkvæði 385 100,00% 5
Auðir og ógildir 20 4,94%
Samtals greidd atkvæði 405 92,47%
Á kjörskrá 438
Kjörnir hreppsnefndarmenn
1. Ólafur Vilhjálmsson (Alþ.) 176
2. Jón H. Júlíusson (Sj.) 132
3. Brynjar Pétursson (Alþ.) 88
4. Hjörtur B. Helgason(Frj.) 77
5. Gísli Guðmundsson (Sj.) 66
Næstir inn vantar
Sumarliði Lárusson (Alþ.) 23
Maron Björnsson (Frj.) 56

Framboðslistar

Listi Alþýðuflokks Listi Sjálfstæðisflokks Listi Frjálslyndra (Sós./Þjóðv.fl.)
Ólafur Vilhjálmsson, oddviti Jón H. Júlíusson, bifreiðarstjóri Hjörtur B. Helgason, kaupfélagsstjóri
Brynjar Pétursson, verkamaður Gísli Guðmundsson, bóndi Maron Björnsson, form.verkalýðsfélagsins
Sumarliði Lárusson, verkamaður Jóhann Þorkelsson, verkstjóri Ari Einarsson, trésmíðameistari
Jón Jóhansson, hafnarstjóri Aðalsteinn Gíslason, rafvirkjameistari Margeir Sigurðsson, ritari verkalýðsfélagsins
Kristinn H. Magnússon, skipstjóri Margrét Pálsdóttir, verkakona Vilhjálmur Ásmundsson, vélamaður
Kristinn Lárusson, verkstjóri Guðjón Guðjónsson, sjómaður Kristinn Guðmundsson, sjómaður
Elías Guðmundsson, vigtarmaður Einar Axelsson, verkamaður Benedikt Magnússon, bóndi
Hjalti Jónsson, sjómaður Unnur Lárusdóttir, frú Sigurður Bjarnason, vélamaður
Sigurður Magnússon, verkamaður Níels Björgvinsson, verkamaður Óskar Pálsson, verkamaður
Gunnlaugur Einarsson, verkamaður Júlíus J. Eiríksson, bóndi Sveinn Pálsson, sjómaður

Heimild: Kosningaskýrslur Hagstofu Íslands, Alþýðublaðið 5.1.1958, Morgunblaðið 7.1.1958 og Þjóðviljinn 10.1.1958.