Norðausturkjördæmi 2017

Tíu framboð komu fram í Norðausturkjördæmi. Þau eru A-listi Bjartar framtíðar, B-listi Framsóknarflokks, C-listi Viðreisnar, D-listi Sjálfstæðisflokks,  F-listi Flokks fólksins, M-listi Miðflokksins, P-listi Pírata, R-listi Alþýðufylkingarinnar, S-listi Samfylkingarinar og V-listi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs.

Þórunn Egilsdóttir Framsóknarflokki, Kristján Þór Júlíusson og Njáll Trausti Friðbertsson Sjálfstæðisflokki, Logi Már Einarsson Samfylkingu, Steingrímur J. Sigfússon og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Vinstrihreyfinguna grænu framboði voru endurkjörin fyrir sömu stjórnmálaflokka. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sem var þingmaður Framsóknarflokksins var kjörinn fyrir Miðflokkinn.

Anna Kolbrún Árnadóttir Miðflokknum, Albertína Elíasdóttir Samfylkingu og Líneik Anna Sævarsdóttir komu nýjar inn. Líneik hafði áður setið á þingi.

Benedikt Jóhannesson Viðreisn, Valgerður Gunnarsdóttir Sjálfstæðisflokki og Einar Aðalsteinn Brynjólfsson Pírötum náði ekki endurkjöri.

NA

Úrslit Atkvæði Hlutfall Þingm.
Björt framtíð 169 0,72% 0
Framsóknarflokkur 3.386 14,34% 2
Viðreisn 495 2,10% 0
Sjálfstæðisflokkur 4.787 20,27% 2
Flokkur fólksins 1.005 4,26% 0
Miðflokkurinn 4.389 18,59% 2
Píratar 1.295 5,48% 0
Alþýðufylkingin 110 0,47% 0
Samfylkingin 3.275 13,87% 1
Vinstrihreyfingin grænt fr. 4.700 19,91% 2
Gild atkvæði samtals 23.609 100,00% 9
Auðir seðlar 736 3,02%
Ógildir seðlar 62  0,25%
Greidd atkvæði samtals 24.409 82,41%
Á kjörskrá 29.620
Kjörnir alþingismenn
1. Kristján Þór Júlíusson (D) 4.787
2. Steingrímur J. Sigfússon (V) 4.700
3. Sigmundur Davíð Gunnaugsson (M) 4.389
4. Þórunn Egilsdóttir (B) 3.386
5. Logi Einarsson (S) 3.275
6. Njáll Trausti Friðbertsson (D) 2.394
7. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (V) 2.350
8. Anna Kolbrún Árnadóttir (M) 2.195
9. Líneik Anna Sævarsdóttir (B) 1.693
Næstir inn vantar
Albertína Elíasdóttir (S) 112 landskjörin
Valgerður Gunnarsdóttir (D) 293
Ingibjörg Þórðardóttir (V) 380
Einar Aðalsteinn Brynjólfsson (P) 399
Halldór Gunnarsson (F) 689
Þorgrímur Sigmundsson (M) 691
Benedikt Jóhannesson (C) 1.199
Arngrímur Viðar Ásgeirsson (A) 1.525
Þorsteinn Bergsson (R) 1.584

Flokkabreytingar:

Björt framtíð: Arngrímur Viðar Ásgeirsson í 1.sæti var í 14.sæti á lista Framsóknarflokksins í sveitarstjórnarkosningunum 2006 á Fljótsdalshéraði og í 8.sæti á lista Framsóknarflokksins í sveitarfélaginu Austur-Héraði 2002. Halla Björk Reynisdóttir í 2.sæti var í 5.sæti á L-listanum á Akureyri í bæjarstjórnarkosningunum 2006 og var kjörin bæjarfulltrúi fyrir sama framboð 2010.

Viðreisn:Friðrik Sigurðsson í 7.sæti var í 8.sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi 2007 og í 11.sæti 2009. Hann var í 4.sæti á lista Sjálfstæðisflokksin í á Húsavík í bæjarstjórnarkosningunum 1994 og í 9.sæti á sameiginlegum lista Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks 2002. Hann var kjörinn bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Norðurþingi 2006, fyrir Þinglistann 2010 og aftur fyrir Sjálfstæðisflokkinn í bæjarstjórnarkosningunum 2014.

Flokkur fólksins: Halldór Gunnarsson í 1.sæti leiddi lista Flokks heimilanna í Reykjavíkurkjördæmi suður 2013 en sama ár bauð hann sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins. Pétur Einarsson í 2.sæti var í 6.sæti á sameiginlegum lista Framsóknarflokks og Samtaka frjáslyndra og vinstri manna í bæjarstjórnarkosningunum í Kópavogi 1974. Sveinbjörn S. Herbertsson í 6. sæti var í 20. sæti á lista Borgarahreyfingarinnar í alþingiskosningunum 2009. Þórólfur Jón Egilsson í 16. sæti var í 17. sæti á lista Lýðræðishreyfingarinnar 2009. Brynjólfur Ingvarsson í 19.sæti á lista Flokks heimilanna var í 10.sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra 1991.

Miðflokkurinn: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í 1.sæti var þingmaður Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður 2009-2013 og Norðausturkjördæmis 2013-2017. Sigmundur var formaður Framsóknarflokksins 2009-2016. Anna Kolbrún Árnadóttir í 2.sæti var í 9.sæti á lista Framsóknarflokksins 2007 og 8. sæti 2009. Anna Kolbrún bauð sig fram á tvöföldu kjördæmisþingi Framsóknarflokksins 2013 en hlaut ekki framgang og var ekki á lista. Þorgrímur Sigmundsson í 3. sæti var í 15. sæti á lista Framsóknarflokksins 2016. Hannes Karlsson í 6. sæti var í 7.sæti á lista Framsóknarflokksins í bæjarstjórnarkosningunum 2010 á Akureyri og í 16. sæti 1998. Helga Þórarinsdóttir í 8. sæti var í 6. sæti á lista Framsóknarflokksin í Fljótsdalshéraði 2010 og 7. sæti 2006. Regína Helgadóttir í 10. sæti var í 13. sæti á lista Framsóknarflokksins í bæjarstjórnarkosningunum á Akureyri 2014 og í 17. sæti 2010. Sigríður Bergvinsdóttir í 12. sæti var í 17.sæti á lista Framsóknarflokksins 2016 og í 13. sæti 2013. Sigríður var í 9. sæti á lista Framsóknarflokksins í bæjarstjórnarkosningunum á Akureyri 2014 og í 6. sæti 2010. Úlfhildur Rögnvaldsdóttir í 14. sæti var kjörin varabæjarfulltrúi fyrir Samtök Frjálslyndra og vinstri manna 1978 á Akureyri. Var kjörin bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins 1982-1994. Var í 22. sæti á lista Framsóknarflokksins í bæjarstjórnarkosningunum á Akureyri 1994 og 22. sæti 2014. Björn Ármann Ólafsson í 15. sæti var í 4. sæti á lista Framsóknarflokksins í bæjarstjórnarkosningunum á Egilsstöðum 1994, var í 6. sæti í sveitarstjórnarkosningunum í Austur-Héraði 1998 og í 2.sæti 2006 og var kjörinn í sveitarstjórn. Hann var efstur á lista Framsóknarflokksins í sveitarstjórnarkosningunum í Fljótsdalshéraði 2006 og kjörinn sveitarstjórnarmaður. Björn var í 18. sæti á lista Framsóknarflokksins 2010. Hann var í 8. sæti á lista Framsóknarflokksins í Austurlandskjördæmi 1999. María Guðrún Jónsdóttir í 16. sæti var í 14. sæti á lista Framsóknarflokksins í sveitarstjórnarkosningunum í Norðurþingi 2014. Guðmundur Þorgímsson í 18. sæti var í 5. sæti á lista Óháðra kjósenda í Búðahreppi 1990, í 5. sæti á lista Framsóknarflokksins 1994, í 3. sæti á lista Framsóknarflokksins 1998 og kjörinn í sveitarstjórn og í 1. sæti 2002. Guðmundur var í 1. sæti á lista Framsóknarflokksins í Austurbyggð 2003 og kjörinn í sveitarstjórn. Hann var í 1. sæti á lista Framsóknarflokksins í Fjarðabyggð 2006, í 2. sæti 2010 og í 18. sæti 2014. Einar Birgir Kristjánsson í 20. sæti var í 8. sæti á lista Framsóknarflokksins í bæjarstjórnarkosningunum í Fjarðabyggð 2010.

Píratar: Sigríður Lára Sigurjónsdóttir í  6.sæti var í 4.sæti á lista Lýðræðisvaktarinnar í Norðausturkjördæmi 2013 og var í 21.sæti á lista Anarkista á Íslandi í Reykjavíkurkjördæmi 1999. Hreiðar Eiríksson í 7. sæti var í 5. sæti á lista Framsóknar og flugvallavina í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík 2014. Kristrún Ýr Einarsdóttir í 10. sæti var í 12. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðurþingi í sveitarstjórnarkosningunum 2014.

Alþýðufylkingin:  Þorsteinn Bergsson í 1.sæti var í 2.sæti á lista Regnbogans í Norðausturkjördæmi í síðustu kosningum en í 5.sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í kjördæminu 2009 og 13. sæti 2007. Hann var á listum Héraðslistans í sveitarstjórnarkosningunum á Fljótsdalshéraði 2010 og 2006, á lista Félagshyggju við fljótið í sveitarfélaginu Austur-Héraði 1998 og á lista Alþýðubandalagsins á Egilsstöðum í sveitarstjórnarkosningunum 1994. Ragnhildur Hallgrímsdóttir í 3.sæti var í 6.sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Dalvíkurbyggð í sveitarstjórnarkosningunum 2006. Björgvin Rúnar Leifsson í 4.sæti var í 9.sæti á lista Þjóðarflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra 1987, í 3.sæti á lista Þjóðarflokksins – Flokks mannsins í Norðurlandskjördæmi eystra 1991 og 18.sæti á lista Kommúnistaflokks Íslands, marxistar-lenínistar í Reykjavíkurkjördæmi 1978. Baldvin H. Sigurðsson í 4.sæti var í 1.sæti á lista Regnbogans í Norðausturkjördæmi 2013 og kjörinn bæjarfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Akureyri 2006. Stefán Rögnvaldsson í 7. sæti var í 10.sæti á lista Regnbogans í Norðausturkjördæmi í síðustu alþingiskosningum og í 6.sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðurþingi bæði í kosningunum 2006 og 2010. Hilmar Dúi Björgvinsson í 13. sæti var í 9. sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðurlandskjördæmi eystra 1999, var í 2. sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðurþingi 2010, 8. sæti 2006 og 9. sæti á lista Húsavíkurlistans á Húsavík 2002. Svandís Geirsdóttir í 18. sæti var í 19. sæti á lista Visntrihreyfingarinnar græns framboðs í bæjarstjórnarkosningunum á Akureyri 2002. Ólafur Þ. Jónsson í 20. sæti var í 20. sæti á lista Regnbogans 2013 og var í Vinstrihreyfingunni grænu framboði.

Samfylkingin: Logi Einarsson í 1.sæti var í 9.sæti á lista Alþýðubandalagsins við bæjarstjórnarkosningarnar 1994 á Akureyri. Albertína Elíasdóttir í 2. sæti var í 6. sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi 2003 og tók þátt í prófkjöri flokksins fyrir kosningarnar 2007 en fékk ekki framgang. Hún var kjörin bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Ísafjarðarbæ 2010.  Ólína Freysteinsdóttir í 7.sæti var á lista Óháðra kjósenda í sveitarstjórnarkosningunum á Neskaupstað 1986. Hreinn Pálsson í 17. sæti var í 12. sæti á lista Alþýðuflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra 1991, 3. sæti 1987, 2. sæti 1983, 5. sæti 1978 og 3. sæti 1974. Hreinn var í 2.sæti á lista Alþýðuflokksins í bæjarstjórnarkosningunum 1994. Sæmundur Pálsson í 19.sæti var á lista Alþýðuflokksins í bæjarstjórnarkosningunum 1994, í 7.sæti á lista Þjóðvaka í Norðurlandskjördæmi eystra 1995 og á lista Lýðræðishreyfingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður 2009. Svanfríður I. Jónasdóttir í 19.sæti var í 2.sæti á lista Alþýðubandalagsins í Norðurlandskjördæmi eystra 1983 og 1987, í 1.sæti á lista Þjóðvaka 1995 og kjörin þingmaður og síðan kjörin þingmaður Samfylkingar 1999.

Vinstrihreyfingin grænt framboð: Steingrímur J. Sigfússon í 1.sæti var þingmaður Alþýðubandalagsins í Norðurlandskjördæmi eystra 1983-1999 og Vinstrihreyfinguna grænt framboð í Norðurlandskjördæmi eystra og Norðausturkjördæmi frá 1999. Kristín Sigfúsdóttir í 20.sæti tók þátt í forvali Alþýðubandalagsins fyrir bæjarstjórnarkosningarnar á Akureyri 1994 og var á Akureyrarlistanum í bæjarstjórnarkosningunum 1998 sem fulltrúi Alþýðubandalagsins.

Framboðslistar:

A-listi Bjartar framtíðar B-listi Framsóknarflokks
1. Arngrímur Viðar Ásgeirsson, hótelstjóri og íþróttakennari, Borgarfirði eystri 1. Þórunn Egilsdóttir, alþingismaður, Hauksstöðum, Vopnafirði
2. Halla Björk Reynisdóttir, flugumferðarstjóri, Akureyri 2. Líneik Anna Sævarsdóttir, verkefnastjóri og fv.alþingismaður, Fáskrúðsfirði
3. Hörður Finnbogason, ferðamálafræðingur, Akureyri 3. Þórarinn Ingi Pétursson, sauðfjárbóndi, Grund, Grýtubakkahreppi
4. Áshildur Hlín Valtýsdóttir, markþjálfi, Hafnarfirði 4. Hjálmar Bogi Hafliðason, deildarstjóri og kennari, Húsavík
5. Jónas Björgvin Sigurbergsson, sálfræðinemi, Akureyri 5. Jóhannes Gunnar Bjarnason, íþróttafræðingur, Akureyri
6. Kristín Björk Gunnarsdóttir, verkefnastjóri, Akureyri 6. Mínerva Björg Sverrisdóttir, leiðbeinandi, Akureyri
7. Steinar Ingi Þorsteinsson, knattspyrnuþjálfari, Víðivallagerði, Fljótsdalshreppi 7. Örvar Jóhannsson, rafvirki, Akureyri
8. Eva Dögg Fjölnisdóttir, hárgreiðslumeistari, Akureyri 8. Aðalheiður Björt Unnarsdóttir, háskólanemi, Teigabóli 1, Fljótsdalshéraði
9. Jón Þorvaldur Heiðarsson, hagfræðingur, Akureyri 9. Sverre Andreas Jakobsson, viðskiptafræðingur, Akureyri
10. Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir, kennari, Akureyri 10. Birna Björnsdóttir, skólastjóri, Raufarhöfn
11. Brynjar Skúlason, skógfræðingur, Hólsgerði, Eyjafjarðarsveit 11. Gunnlaugur Stefánsson, sveitarstjórnarfulltrúi og framkvæmdastjóri, Húsavík
12. Erla Björnsdóttir, verkefnastjóri, Akureyri 12. Eiður Ragnarsson, ferðaþjónustubóndi, Djúpavogi
13. Valur Þór Hilmarsson, umhverfisfræðingur, Ólafsfirði 13. Petra Ósk Sigurðardóttir, leikskólakennari, Akureyri
14. Rakel Guðmundsdóttir, nemi í stjórnmálafræði, Reykjavík 14. Vigdís Magnea Sveinbjörnsdóttir, bóndi, Egilsstöðum
15. Kristinn Þorri Þrastarson, tölvunarfræði, Reykjavík 15. Þorgeir Bjarnason, málarameistari, Siglufirði
16. Herdís Alberta Jónsdóttir, grunnskólakennari, Akureyri 16. Heiðar Hrafn Halldórsson, markaðsstjóri, Húsavík
17. Haukur Logi Jóhannsson, verkefnastjóri, Reykjavík 17. Svanhvít Aradóttir, þroskaþjálfi, Neskaupstað
18. Hólmgeir Þorsteinsson, varaslökkviliðsstjóri, Akureyri 18. Eiríkur Haukur Hauksson, sveitarstjóri, Svalbarðsstrandarhreppi
19. Hildur Friðriksdóttir, hársnyrtimeistari, Akureyri 19. Margrét Jónsdóttir, kennari og bifreiðastjóri, Fitjum, Þingeyjarsveit
20. Preben Jón Pétursson, bæjarfulltrúi, Akureyri 20. Anna Sigrún Mikaelsdóttir, húsmóðir, Húsavík
C-listi Viðreisnar D-listi Sjálfstæðisflokks
1. Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra, Reykjavík 1. Kristján Þór Júlíusson, menntamálaráðherra, Akureyri
2. Hildur Betty Kristjánsdóttir, deildarstjóri, Akureyri 2. Njáll Trausti Friðbertsson, alþingismaður, Akureyri
3. Jens Hilmarsson, lögreglumaður, Egilsstöðum 3. Valgerður Gunnarsdóttir, alþingismaður, Húsavík
4. Ester Sigurásta Sigurðardóttir, verkefnastjóri, Vopnafirði 4. Arnbjörg Sveinsdóttir, bæjarfulltrúi og fv.alþingismaður, Seyðisfirði
5. Kristófer Alex Guðmundsson, hugbúnaðarverkfræðinemi, Hafnarfirði 5. Samúel K. Fjallmann Sigurðsson, svæðisstjóri, Reyðarfirði
6. Anna Hildur Guðmundsdóttir, sjálfstætt starfandi ráðgjafi, Akureyri 6. Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri, Djúpavogi
7. Friðrik Sigurðsson, fv.forseti sveitarstjórnar Norðurþings, Akureyri 7. Húnbogi Sólon Gunnþórsson, háskólanemi, Neskaupstað
8. Hildigunnur Rut Jónsdóttir, sjávarútvegsfræðingur og viðskiptafræðingur, Akureyri 8. Sæunn Gunnur Pálmadóttir, hjúkrunarfræðingur, Ólafsfirði
9. Hjalti Jónsson, sálfræðingur og tónlistarmaður, Akureyri 9. Dýrunn Pála Skaftadóttir, verslunarstjóri og bæjarfulltrúi, Neskaupstað
10. Una Dögg Guðmundsdóttir, kennari, Siglufirði 10. Lára Halldóra Eiríksdóttir, grunnskólakennari, Akureyri
11. Sveinn Halldór Oddsson Zoëga, tölvunarfræðingur, Neskaupstað 11. Guðmundur Sveinsson Kröyer, umhverfisfræðingur og bæjarfulltrúi, Egilsstöðum
12. Lovísa Oktavía Eyvindsdóttir, stjórnmálafræðingur og verslunarstjóri, Akureyri 12. Jónas Ástþór Hafsteinsson, laganemi, Egilsstöðum
13. Ari Erlingur Arason, félagsliði ÖA, Akureyri 13. Elvar Jónsson, lögfræðingur, Akureyri
14. Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir, mannauðsstjóri, Siglufirði 14. Baldur Helgi Benjamínsson, búfjárerfðafræðingur, Eyjafjarðarsveit
15. Guðmundur Lárus Helgason, þjónustufulltrúi, Akureyri 15. Rannveig Jónsdóttir, rekstrarstjóri, Akureyri
16. Guðný Björg Hauksdóttir, framkvæmdastjóri mannauðsmála, Reyðarfirði 16. Melkorka Ýrr Yrsudóttir, menntaskólanemi, Akureyri
17. Valtýr Þ. Hreiðarsson, ferðaþjónustubóndi, Sunnuhlíð, Svalbarðsstrandarhreppi 17. Ketill Sigurður Jóelsson, háskólanemi, Akureyri
18. Soffía Björk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri, Reykjavík 18. Anna Alexandersdóttir, verkefnastjóri og bæjarfulltrúi, Egilsstöðum
19. Guðmundur Þórarinn Tulinius, skipaverkfræðingur og leiðsögumaður, Akureyri 19. Soffía Björgvinsdóttir, sauðfjárbóndi, Garði, Svalbarðshreppi
20. Sólborg Sumarliðadóttir, hjúkrunarfræðingur, Seyðisfirði 20. Guðmundur Skarphéðinsson, vélvirkjameistari, Siglufirði
F-listi Flokks fólksins M-listi Miðflokksins
1. Halldór Gunnarsson, fv.sóknarprestur, Hvolsvelli 1. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, alþingismaður og fv.ráðherra, Hrafnabjörgum 3, Fljótsdalshéraði
2. Pétur Einarsson, lögfræðingur og fv.flugmálastjóri, Selá, Dalvíkurbyggð 2. Anna Kolbrún Árnadóttir, menntunarfræðingur, Akureyri
3. Ástrún Lilja Sveinbjörnsdóttir, verkakona, Egilsstöðum 3. Þorgrímur Sigmundsson, verktaki, Húsavík
4. Jóhanna Pálsdóttir, sjúkraliði, Seyðisfirði 4. Karl Liljendal Hólmgeirsson, nemi, Dvergsstöðum, Eyjafjarðarsveit
5. Ida Night Mukoza Ingadóttir, húsmóðir, Húsavík 5. Anna Þórhildur Kristmundsdóttir, millistjórnandi hjá Fjarðaráli, Fáskrúðsfirði
6. Sveinbjörn S. Herbertsson, járnsmiður, Akureyri 6. Hannes Karlsson, framkvæmdastjóri, Akureyri
7. Diljá Helgadóttir, líftæknifræðingur, Ólafsfirði 7. Sigurður Valdimar Olgeirsson, leiðtogi Fjarðarál, Fjarðabyggð
8. Einir Örn Einisson, stýrimaður, Akureyri 8. Helga Þórarinsdóttir, verkefnastjóri, Egilsstöðum
9. Guðrún Þórisdóttir, listakona, Ólafsfirði 9. Magnea María Jónudóttir, nemi, Fáskrúðsfirði
10. Þorleifur Albert Reimarsson, stýrimaður, Dalvík 10. Regína Helgadóttir, bókari, Akureyri
11. Júlíana Ástvaldsdóttir, húsmóðir, Akureyri 11. Ragnar Jónsson, sölumaður, Eyjafjarðarsveit
12. Pétur S. Sigurðsson, sjómaður, Akureyri 12. Sigríður Bergvinsdóttir, hársnyrtimeistari, Akureyri
13. Ólöf G. Karlsdóttir, húsmóðir, Neskaupstað 13. Hannes Karl Hilmarsson, verkstjóri, Egilsstöðum
14. Skúli Pálsson, bifvélavirki, Ólafsfirði 14. Úlfhildur Rögnvaldsdóttir, lífeyrisþegi, Akureyri
15. Guðríður Steindórsdóttir, kennari, Akureyri 15. Björn Ármann Ólafsson, svæðisfulltrúi RKÍ, Egilsstöðum
16. Þórólfur Jón Egilsson, vélamaður, Reyðarfirði 16. María Guðrún Jónsdóttir, verkakona, Húsavík
17. Regína B. Agnarsdóttir, húsmóðir, Hauganesi, Dalvíkurbyggð 17. Þórófur Ómar Óskarsson, bóndi, Steinhólum, Eyjafjarðarsveit
18. Páll Ingi Pálsson, bifvélavirki, Hauganesi, Dalvíkurbyggð 18. Guðmundur Þorgrímsson, bílstjóri, Fáskrúðsfirði
19. Brynjólfur Ingvarsson, læknir, Akureyri 19. Aðalbjörn Arnarson, framkvæmdastjóri, Þórshöfn
20. Ástvaldur Steinsson, fv.sjómaður, Ólafsfirði 20. Einar Birgir Kristjánsson, framkvæmdastjóri, Eskifirði
P-listi Pírata R-listi Alþýðufylkingarinnar
1. Einar Aðalsteinn Brynjólfsson, alþingsmaður, Akureyri 1. Þorsteinn Bergsson, dýraeftirlitsmaður, Egilsstöðum
2. Guðrún Ágústa Þórdísardóttir, varaþingmaður, Akureyri 2. Bjarni Þórgnýr Dýrfjörð, nemi, Akureyri
3. Hrafndís Bára Einarsdóttir, viðburðarstjóri, Svalbarðseyri 3. Ragnhildur Hallgrímsdóttir, leikskólakennari, Akureyri
4. Sævar Þór Halldórsson, landvörður, Teigarhorni, Djúpavogshreppi 4. Björgvin Rúnar Leifsson, sjávarlíffræðingur, Húsavík
5. Margrét Urður Snædal, prófarkalesari og þýðandi, Akureyri 5. Anna Hrefnudóttir, myndlistarkona, Stöðvarfirði
6. Sigríður Lára Sigurjónsdóttir, útgefandi, Egilsstöðum 6. Baldvin H. Sigurðsson, matreiðslumeistari, Akureyri
7. Hreiðar Eiríksson, lögfræðingur, Akureyri 7. Stefán Rögnvaldsson, bóndi, Leifsstöðum Öxarfirði
8. Gunnar Ómarsson, rafvirki, Akureyri 8. Þórarinn Hjartarson, stálsmiður, Akureyri
9. Einar Árni Friðgeirsson, stóriðjustarfsmaður, Akureyri 9. Guðmundur Már H. Beck, verkamaður, Gröf 3, Eyjafjarðarsveit
10. Kristrún Ýr Einarsdóttir, afhafnastjóri og nemi, Húsavík 10. Sóldís Stefánsdóttir, sjúkraliði, Akureyri
11. Hans Jónsson, öryrki, Akureyri 11. Sigurður Ormur Aðalsteinsson, nemi, Akureyri
12. Garðar Valur Hallfreðsson, forritari, Egilsstöðum 12. Þórarinn Sigurður Andrésson, listamaður og skáld, Seyðisfirði
13. Íris Hrönn Garðarsdóttir, stóriðjustarfsmaður, Akureyri 13. Hilmar Dúi Björgvinsson, verkstjóri, Svalbarðseyri
14. Gunnar Rafn Jónsson, læknir og ellilífeyrisþegi, Húsavík 14. Gunnar Helgason, rafvirki, Akureyri
15. Sæmundur Ámundason, frumkvöðull, Siglufirði 15. Hrafnkell Brynjarsson, nemi, Akureyri
16. Hugrún Jónsdóttir, öryrki, Akureyri 16. Steingerður Kristjánsdóttir, nemi, Svalbarðseyri
17. Ragnar Davíð Baldvinsson, framkvæmdastjóri, Reykjahlíð 4, Skútustaðahreppi 17. Ásta Þorsteinsdóttir, nemi, Egilsstöðum
18. Margrét Nilsdóttir, listmálari, Akureyri 18. Svandís Geirsdóttir, ræstitæknir, Akureyri
19. Martha Laxdal, þjóðfélagsfræðingur, Akureyri 19. Jón Heiðar Steinþórsson, bóndi, Ytri-Tungu 1, Tjörnesi
20. Trausti Traustason, rafmagnsverkfræðingur, Egilsstöðum 20. Ólafur Þ. Jónsson, skipasmiður, Akureyri
S-listi Samfylkingarinnar V-listi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs
1. Logi Már Einarsson, alþingismaður, Akureyri 1. Steingrímur J. Sigfússon, alþingismaður og fv.ráðherra, Gunnarsstöðum, Þistilfirði
2. Albertína Elíasdóttir, framkvæmdastjóri, Akureyri 2. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, alþingismaður, Ólafsfirði
3. María Hjálmarsdóttir, verkefnastjóri, Eskifirði 3. Ingibjörg Þórðardóttir, framhaldsskólakennari, Neskaupstað
4. Bjartur Aðalbjörnsson, leiðbeinandi, Vopnafirði 4. Edward H. Huijbens, prófessor og varaformaður VG, Akureyri
5. Silja Jóhannesdóttir, verkefnastjóri, Raufarhöfn 5. Óli Halldórsson, forstöðumaður og sveitarstjórnarfulltrúi, Húsavík
6. Kjartan Páll Þórarinsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Húsavík 6. Berglind Häsler, bóndi og matvælaframleiðandi, Djúpavogshreppi
7. Ólína Freysteinsdóttir, fjölskylduráðgjafi, Akureyri 7. Sóley Björk Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi, Akureyri
8. Jónas Einarsson, rafvirki, Húsavík 8. Sindri Geir Óskarsson, guðfræðingur, Dæli, Þingeyjarsveit
9. Sigríður Margrét Guðjónsdóttir, Neskaupstað 9. Þuríður Skarphéðinsdóttir, hjúkrunarfræðingur, Fellabæ
10. Orri Kristjánsson, laganemi, Akureyri 10. Hjördís Helga Seljan, grunnskólakennari, Reyðarfirði
11. Pétur Maack Þorsteinsson, sálfræðingur, Akureyri 11. Aðalbjörn Jóhannsson, verkefnastjóri og nemi, Húsavík
12. Sæbjörg Ágústsdóttir, stuðningsfulltrúi, Ólafsfirði 12. Helgi Hlynur Ásgrímsson, sjómaður, Borgarfirði eystra
13. Úlfar Hauksson, vélfræðingur og stjórnmálafræðingur, Akureyri 13. Jóna Björg Hlöðversdóttir, bóndi og varaform.Ungra bænda, Björgum, Þingeyjarsveit
14. Erla Björg Guðmundsdóttir, mannauðsstjóri, Akureyri 14. Tryggvi Kristbjörn Guðmundsson, smiður, Árskógssandi
15. Bjarki Ármann Oddsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Eskifirði 15. Sif Jóhannesdóttir, forstöðumaður og sveitarstjórnarfulltrúi, Húsavík
16. Nanna Árnadóttir, þjónusturáðgjafi, Ólafsfirði 16. Björn Halldórsson, bóndi, Akri, Vopnafirði
17. Hreinn Pálsson, lögmaður, Akureyri 17. Þórunn Hrund Óladóttir, kennari, Seyðisfirði
18. Sigrún Blöndal, kennari og bæjarfulltrúi, Egilsstöðum 18. Hrafnkell Freyr Lárusson, doktorsnemi, Gilsá, Breiðdalshreppi
19. Sæmundur Pálsson, leigubílstjóri, Akureyri 19. Þorsteinn V. Gunnarsson, sérfræðingur og fv.rektor, Akureyri
20. Svanfríður Inga Jónasdóttir, verkefnastjóri, Dalvík 20. Kristín Sigfúsdóttir, fv.framhaldsskólakennari og bæjarfulltrúi, Akureyri

Prófkjör:

Píratar
Samtals greiddu 71 atkvæði í prófkjöri Pírata í Norðausturkjördæmi. Úrslit urðu þessu:

 

1. Einar Aðalsteinn Brynjólfsson, alþingsmaður 10. Kristrún Ýr Einarsdóttir
2. Guðrún Ágústa Þórdísardóttir, varaþingmaður 11. Hans Jónsson
3. Urður Snædal 12. Garðar Valur Hallfreðsson
4. Hrafndís Bára Einarsdóttir 13. Íris Hrönn Garðarsdóttir
5. Sævar Þór Halldórsson 14. Gunnar Rafn Jónsson
6. Sigríður Lára Sigurjónsdóttir 15. Sæmundur Gunnar Ámundason
7. Hreiðar Eiríksson 16. Hugrún Jónsdóttir
8. Gunnar Ómarsson 17. Ragnar Davíð Baldvinsson
9. Einar Árni Friðgeirsson

 

%d bloggurum líkar þetta: