Norðvesturkjördæmi 2003

Alþingiskosninganar 2003 voru fyrstu kosningarnar þar sem kosið var eftir nýrri kjördæmaskipan. Vesturlandskjördæmi, Vestfjarðakjördæmi og Norðurlandskjördæmi vestra, að frádregnum Siglufirði,  var slegið saman í eitt kjördæmi, Norðvesturkjördæmi. Samanlagt höfðu gömlu kjördæmin haft 15 þingmenn en með breytingunni fækkaði þeim í 10. Ljóst var því að verulegar breytingar yrðu á þingmannaskipan. Árið 1999 voru kjörnir 15 þingmenn í þeim þremur kjördæmum sem sameinuðust í Norðvesturkjördæmi. Þrír komu úr Framsóknarflokki, sex úr Sjálfstæðisflokki, einn úr Frjálslynda flokknum, fjórir úr Samfylkingunni og einn frá Vinstri grænum.

Sjálfstæðisflokkur:Sturla Böðvarsson var þingmaður Vesturlands 1991-2003 og þingmaður Norðvesturkjördæmis frá 2003. Einar Kr. Guðfinnsson var þingmaður Vestfjarða 1991-2003 og þingmaður Norðvesturkjördæmis frá 2003. Einar Oddur Kristjánsson var þingmaður Vestfjarða 1995-1999, þingmaður Vestfjarða landskjörinn 1999-2003 og þingmaður Norðvesturkjördæmis frá 2003.

Samfylking: Jóhann Ársælsson var þingmaður Vesturlands 1991-1995, kjörinn fyrir Alþýðubandalag. Jóhann var þingmaður Vesturlands kjörinn fyrir Samfylkingu 1999-2003 og Norðvesturkjördæmis frá 2003. Anna Kristín Gunnarsdóttir var þingmaður Norðvesturkjördæmis frá 2003. Anna Kristín Gunnarsdóttir í 2. sæti á lista Samfylkingar 1999 en var í 9. sæti á lista Alþýðubandalags 1983, í 5. sæti 1987, í 3. sæti 1991 og 1995.

Framsóknarflokkur: Magnús Stefánsson var þingmaður Vesturlands 1995-1999 og 2001-2003. Þingmaður Norðvesturkjördæmis frá 2003. Kristinn H. Gunnarsson var þingmaður Vestfjarða landskjörinn 1991-1999 af lista Alþýðubandalags og þingmaður Vestfjarða 1999-2003 kjörinn af lista Framsóknarflokks. Þingmaður Norðvesturkjördæmis frá 2003.

Frjálslyndi flokkur: Guðjón Arnar Kristjánsson var þingmaður Vestfjarða 1999-2003 og þingmaður Norðvesturkjördæmis frá 2003. Guðjón A. Kristjánsson var í 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokks 1995 í 3. sæti 1991, 8. sæti á lista 1987 og  í 3. sæti á T-lista Sjálfstæðra 1983. Sigurjón Þórðarson var þingmaður Norðvesturkjördæmis landskjörinn frá 2003.

Vinstrihreyfingin grænt framboð: Jón Bjarnason var þingmaður Norðurlands vestra landskjörinn 1999-2003 og þingmaður Norðvesturkjördæmis frá 2003. Jón lenti í 4. sæti í prófkjöri Samfylkingar fyrir kosningarnar 1999 og var í 8. sæti á lista Alþýðubandalagsins 1995.

Fv.þingmenn: Gísli S. Einarsson var þingmaður Vesturlands 1993-1999, kjörinn fyrir Alþýðuflokk. Gísli var þingmaður Vesturlands landskjörinn 1999-2003 kjörinn fyrir Samfylkingu. Guðjón Guðmundsson var þingmaður Vesturlands 1991-2003. Árni Steinar Jóhannsson í 2. sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs var þingmaður Norðurlands eystra landskjörinn 1999-2003. Árni Steinar var 2. maður á lista Alþýðubandalags og óháðra 1987, var í 1. sæti á lista Þjóðarflokksins í Norðurlandskjördæmi vestra 1987 og í 1. sæti á lista Þjóðarflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra 1991.

Ingibjörg Pálmadóttir var þingmaður Vesturlands 1991-2001. Karvel Pálmason í 18. sæti á lista Samfylkingar var þingmaður Vestfjarða landskjörinn 1971-1974 og þingmaður Vestfjarða kjördæmakjörinn 1974-1978 fyrir Samtök Frjálslyndra og vinstri manna. Þingmaður Vestfjarða landskjörinn 1979-1983 og kjördæmakjörinn 1983-1991 fyrir Alþýðuflokk. Karvel skipaði 6. sætið á lista Alþýðubandalagsins 1967 og leiddi lista Óháðra kjósendur (H-lista) 1978. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir í 19. sæti á lista Samfylkingar var þingmaður Vestfjarða landskjörin 1991-1995 af lista Samtaka um kvennalista. Hún leiddi lista Samtaka um kvennalista 1995 en náði ekki kjöri. Jóna Valgerður leiddi lista Þjóðarflokksins 1987. Jóna Valgerður var í 10. sæti lista Samfylkingar 1999. Skúli Alexandersson í 20. sæti á lista Samfylkingar var þingmaður Vesturlands1979-1991 kjörinn af listum Alþýðubandalags. Ragnar Arnalds í 20. sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs var í 10. sæti á lista Samfylkingar 1999 í Norðurlandskjördæmi vestra. Ragnar var þingmaður Norðurlands vestra landskjörinn 1963-1967 og kjördæmakjörinn 1971-1999 af lista Alþýðubandalagsins. Matthías Bjarnason í 20. sæti á lista Frjálslynda flokksins var í 10. sæti á lista Frjálslynda flokksins í Vestfjarðakjördæmi 1999 og var þingmaður Vestfjarða landskjörinn 1963-1967 og þingmaður Vestfjarða kjördæmakjörinn frá 1967-1995 kjörinn af listum Sjálfstæðisflokksins. Sigurlaug Bjarnadóttir í 20. sæti Nýs afls var þingmaður Vestfjarða landskjörin 1974-1978 fyrir Sjálfstæðisflokk og leiddi lista sérframboðs T-lista Sjálfstæðra 1983.

Flokkabreytingar: Sigríður Ragnarsdóttir í 4. sæti á lista Samfylkingar var  í 3. sæti á lista Samfylkingar í Vestfjarðakjördæmi 1999 og var í 9. sæti á lista Samtaka um kvennalista í Vestfjarðakjördæmi 1987. Sigurður Pétursson í 6.sæti á lista Samfylkingar var í 1. sæti á lista Þjóðvaka í Vestfjarðakjördæmi 1995 og var í 23.sæti á lista Alþýðuflokksins í Reykjavík 1991. Dóra Líndal Hjartardóttir í 7. sæti á lista Samfylkingar var í 3. sæti á lista Samfylkingar í Vesturlandskjördæmi 1999 og var í 6. sæti á lista Samtaka um kvennalista í Vesturlandskjördæmi 1995. Davíð Sveinsson í 8. sæti á lista Samfylkingar var í 7. sæti á lista Alþýðuflokks í Vesturlandskjördæmi 1987. Guðrún Konný Pálmadóttir í 10. sæti á lista Samfylkingar var í 8. sæti á lista Samfylkingar í Vesturlandskjördæmi 1999,  í 6. sæti á lista Alþýðuflokks 1987, 4. sæti 1991 og í 4. sæti 1995 í Vesturlandskjördæmi.

Lilja Rafney Magnúsdóttir í 3. sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs var í 1. sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Vestfjarðakjördæmi og var í 2. sæti á lista Alþýðubandalags 1991 og 1995 í Vestfjarðakjördæmi. Ragnar Elbergsson í 7.sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs var í 3. sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Vesturlandskjördæmi 1999 og var í 8.sæti á lista Alþýðubandalagsins 1978, í 2. sæti 1991 og 2. sæti 1995 í Vesturlandskjördæmi. Halldóra Játvarðsdóttir í 9. sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs var í 6.sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs 1999. Hún var í 5. sæti á lista Þjóðarflokksins – Flokks mannsins 1991, 3.sæti á lista Þjóðarflokksins 1987  og  í 9. sæti á lista Alþýðubandalagsins 1978 og 1979 í Vestfjarðakjördæmi. Gunnlaugur Haraldsson í 10. sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs var í 2. sæti á lista Alþýðubandalagsins í Vesturlandskjördæmi 1987.

Pétur Bjarnason í 4.sæti á lista Frjálslynda flokksins var í 2. sæti á lista Frjálslynda flokksins, í 1. sæti á Vestfjarðalistanum 1995 og 2. sæti á lista Framsóknarflokks 1991 og 1987 í Vestfjarðakjördæmi. Sigfús Jónsson í 7. sæti á lista Frjálslynda flokksins var í 1. sæti á lista Frjálslynda flokksins 1999 og var í 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins 1991 og í 3. sæti 1995 í Norðurlandskjördæmi vestra. Halldór Hermansson í 19.sæti á lista Frjálslynda flokksins var í 1. sæti á lista Frjálslynda flokksins í Norðurlandskjördæmi eystra 1999 og  í 2. sæti á T-lista Sjálfstæðra í Vestfjarðakjördæmi 1983.

Árni Gunnarsson í 3. sæti á lista Nýs afls var í 3. sæti á lista Bandalags Jafnaðarmanna í Reykjavíkurkjördæmi 1987. Sigríður B. Svavarsdóttir í 10. sæti á lista Nýs afls var í 3. sæti á lista Heimastjórnarsamtakanna í Norðurlandskjördæmi vestra 1991. Guðmundur Unnar Agnarsson í 11. sæti á lista Nýs afls var í 7. sæti á lista Alþýðuflokks 1978 og 5. sæti 1979 í Norðurlandskjördæmi vestra.

Prófkjör var hjá Sjálfstæðisflokki og kosninga á tvöföldu kjördæmisþingi hjá Framsóknarflokki. Páll Pétursson félagsmálaráðherra og þingmaður Framsóknarflokks í Norðurlandskjördæmi vestra tapaði kosningu um 1. sæti á lista flokksins og tók ekki sæti á lista. Vilhjálmur Egilsson þingmaður Sjálfstæðisflokks í Norðurlandskjördæmi vestra lenti í 5. sæti á í prófkjöri flokksins. Hann undi þeim úrslitum ekki, sagði af sér þingmennsku og tók ekki sæti á framboðslistanum. Ásakanir gengu um óeðlileg vinnubrögð í prófkjörinu.

Úrslit

2003 Atkvæði Hlutfall Þingm.
Framsóknarflokkur 4.057 21,68% 2
Sjálfstæðisflokkur 5.532 29,57% 3
Samfylking 4.346 23,23% 2
Vinstri hreyf.grænt framboð 1.987 10,62% 1
Frjálslyndi flokkurinn 2.666 14,25% 1
Nýtt afl 122 0,65% 0
Gild atkvæði samtals 18.710 100,00% 9
Auðir seðlar 245 1,29%
Ógildir seðlar 29 0,15%
Greidd atkvæði samtals 18.984 89,35%
Á kjörskrá 21.247
Kjörnir alþingismenn
1. Sturla Böðvarsson (Sj.) 5.532
2. Jóhann Ársælsson (Sf.) 4.346
3. Magnús Stefánsson (Fr.) 4.057
4. Einar Kr. Guðfinnsson (Sj.) 2.766
5. Guðjón A. Kristjánsson (Fr.fl.) 2.666
6. Anna Kristín Gunnarsdóttir (Sf.) 2.173
7. Kristinn H. Gunnarsson (Fr.) 2.029
8. Jón Bjarnason (Vg.) 1.987
9. Einar Oddur Kristjánsson (Sj.) 1.844
Næstir inn vantar
Sigurjón Þórðarson (Fr.fl.) 1.023 Landskjörinn
Gísli S. Einarsson (Sf.) 1.187
Herdís Á. Sæmundardóttir (Fr.) 1.476
Árni Steinar Jóhannsson (Vg.) 1.702
Hildur Helga Sigurðardóttir (N.a.) 1.723
Útstrikanir/færsla niður um sæti 
Sturla Böðvarsson (Sj.) 8,35%
Einar Oddur Kristjánsson (Sj.) 2,69%
Guðjón Guðmundsson (Sj.) 1,81%
Kristinn H. Gunnarsson (Fr.) 1,65%
Jóhann Ársælsson (Sf.) 1,54%
Anna Kristín Gunnarsdóttir (Sf.) 1,27%
Gísli S. Einarsson (Sf.) 1,27%
Magnús Stefánsson (Fr.) 1,21%
Adolf Hjörvar Berndsen (Sj.) 1,07%
Jón Bjarnason (Vg.) 0,96%
Herdís Á. Sæmundardóttir (Fr.) 0,91%
Einar Kristinn Guðfinnsson (Sj.) 0,89%
Eydís Líndal Finnbogadóttir (Fr.) 0,37%
Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg.) 0,35%
Sigurjón Þórðarson (Fr.fl.) 0,34%
Árni Steinar Jóhannsson (Vg.) 0,30%
Jóhanna Erla Pálmadóttir (Sj.) 0,27%
Sigríður Ragnarsdóttir (Sf.) 0,21%
Steinunn Kristín Pétursdóttir (Fr.fl.) 0,08%
Guðjón A. Kristjánsson (Fr.fl.) 0,00%
Pétur Bjarnason (Fr.fl.) 0,00%

*tölur í súluriti fyrir kosningarnar 1999 eru samanlögð úrslit í Vesturlands- Vestfjarða og Norðulandskjördæmi vestra. Siglufjörður færðist í Norðausturkjördæmi og eru tölunar því ekki alveg sambærilegar

Framboðslistar

Framsóknarflokkur Sjálfstæðisflokkur
Magnús Stefánsson, alþingismaður, Ólafsvík Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, Stykkishólmi
Kristinn H. Gunnarsson, alþingismaður, Bolungarvík Einar Kr. Guðfinnsson, alþingismaður, Bolungarvík
Herdís Á. Sæmundardóttir, framhaldsskólakennari, Sauðárkróki Einar Oddur Kristjánsson, alþingismaður, Flateyri
Eydís Líndal Finnbogadóttir, jarðfræðingur, Akranesi Guðjón Guðmundsson, alþingismaður, Akranesi
Ingi Björn Árnason, framhaldsskólanemi, Marbæli, Svf.Skagafirði Adolf Hjörvar Berndsen, alþingismaður, Skagaströnd
Albertína Elíasdóttir, háskólanemi, Ísafirði Jóhanna Erla Pálmadóttir, bóndi, Akri, Torfalækjarhreppi
Valgarður Hilmarsson, bóndi og forseti bæjarstjórnar, Fremstagili, Blönduósbæ Birna Lárusdóttir, forseti bæjarstjórnar, Ísafirði
Kolfinna Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri, Norðtungu, Borgarbyggð Katrín María Andrésdóttir, svæðisfulltrúi, Sauðárkróki
Guðbrandur Sverrisson, bóndi, Bassastöðum, Kaldrananeshreppi Helga Halldórsdóttir, forseti bæjarstjórnar, Borgarnesi
Elín R. Líndal, bóndi og form.byggðaráðs, Lækjarmóti, Húnaþingi vestra Gauti Jóhannesson, læknanemi, Efra-Hreppi, Skorradalshreppi
Anna Jensdóttir, kennari, Patreksfirði Guðný Helga Björnsdóttir, bóndi, Bessastöðum, Húnaþingi vestra
Ásdís Helga Bjarnadóttir, lektor, Hvanneyri Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, viðskiptafræðingur, Tálknafirði
Kristján Jóhannsson, bifreiðastjóri, Búðardal Skjöldur Orri Skjaldarson, bóndi, Hamraendum, Dalabyggð
Bjarni Benediktsson, háskólanemi, Hvanneyri Ásdís Guðmundsdóttir, skrifstofumaður, Sauðárkróki
Birkir Þór Guðmundsson, framkvæmdastjóri, Reykjavík Snorri Sigurðsson, framkvæmdastjóri, Hvanneyri
Helgi Pétur Magnússon, framhaldsskólanemi, Fjarðarhorni, Bæjarhreppi Jón Stefánsson, bóndi, Broddanesi 1, Broddaneshreppi
Edda Herborg Kristmundsdóttir, heilbrigðisstarfsmaður, Blönduósi Eydís Aðalbjörnsdóttir, landfræðingur, Akranesi
Guðbrandur Björgvinsson, framkvæmdastjóri, Stykkishólmi Örvar Már Marteinsson, smábátasjómaður, Ólafsvík
Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri, Sauðárkróki Vilhjálmur Árnason, nemi, Hofsósi
Ingibjörg Pálmadóttir, fv.ráðherra, Akranesi Engilbert Ingvarsson, bókbindari, Hólmavík
Samfylking Vinstrihreyfingin grænt framboð
Jóhann Ársælsson, alþingismaður, Akranesi Jón Bjarnason, alþingismaður, Blönduósi
Anna Kristín Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri, Sauðárkróki Árni Steinar Jóhannsson, alþingismaður, Akranesi
Gísli S. Einarsson, alþingismaður, Akranesi Lilja Rafney Magnúsdóttir, varaforseti ASV, Suðureyri
Sigríður Ragnarsdóttir, skólastjóri, Ísafirði Hildur Traustadóttir, landbúnaðarstarfsm. Brekku, Borgarfjarðarsveit
Eiríkur Jónsson, lögmaður, Reykjavík Sigurlaug Kr. Konráðsdóttir, leikskólakennari, Sauðárkróki
Sigurður Pétursson, sagnfræðingur, Ísafirði Eva Sigurbjörnsdóttir, hótelstýra, Djúpuvík, Árneshreppi
Dóra Líndal Hjartardóttir, tónlistarkennari, V-Leirárgörðum 2, Leirár- og Melahr. Ragnar Elbergsson, verkamaður, Grundarfirði
Jón Marz Eiríksson, nemi, Sauðárkróki Sigrún B. Valdimarsdóttir, ferðaþjónustubóndi, Dæli, Húnaþingi vestra
Davíð Sveinsson, trésmiður, Stykkishólmi Halldóra Játvarðardóttir, bóndi, Miðjanesi, Reykhólahreppi
Guðjón Unnar Vilhjálmsson, fiskverkandi, Drangsnesi Gunnlaugur Haraldsson, fornleifa- og þjóðháttafræðingur, Akranesi
Guðrún Konný Pálmadóttir, húsmóðir, Búðardal Magnús Jósefsson, bóndi, Steinnesi, Sveinstaðahreppi
Sigurður E. Thoroddsen, sjómaður, Patreksfirði Gunnar Sigurðsson, járnsmiður, Bolungarvík
Tinna Magnúsdóttir, háskólanemi, Steinnesi, Sveinsstaðahreppi Ásmundur Einar Daðason, búfræðingur, Lambeyrum, Dalabyggð
Ástríður Andrésdóttir, fulltrúi, Akranesi Ísak Sigurjón Bragason, framhaldsskólanemi, Borgargerði, Svf.Skagafirði
Karl Jóhann Jóhannsson, sjómaður, Grundarfirði Már Ólafsson, sjómaður, Hólmavík
Margrét Fanney Sigurðardóttir, húsmóðir, Patreksfirði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, líffræðingur, Brúarlandi, Borgarbyggð
Oddur Sigurðarson, rafeindavirki, Hvammstanga Guðrún Sigurbjörg Guðmundsdóttir, geislafræðingur, Sauðárkróki
Karvel Pálmason, fv.alþingismaður, Bolungarvík Gísli Skarphéðinsson, skipstjóri, Ísafirði
Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, fv.alþingismaður, Króksfjarðarnesi Halldór Brynjúlfsson, bifreiðastjóri, Borgarnesi
Skúli Alexandersson, fv.alþingismaður, Hellissandi Ragnar Arnalds, rithöfundur og fv.alþingismaður, Reykjavík
Frjálslyndi flokkur Nýtt afl
Guðjón Arnar Kristjánsson, alþingismaður, Ísafirði Hildur Helga Sigurðardóttir, blaðamaður, Reykjavík
Sigurjón Þórðarson, heilbrigðisfulltrúi, Sauðárkróki Líni Hannes Sigurðsson, rafvirkjameistari, Þingeyri
Steinunn Kristín Pétursdóttir, fulltrúi svæðisvinnumiðlunar, Akranesi Árni Gunnarsson, rithöfundur, Reykjavík
Pétur Bjarnason, framkvæmdastjóri og varaþingmaður, Reykjavík Kristín Hafsteinsdóttir, form.Meinatæknafélags Ísl. Reykjavík
Kristín Þórisdóttir, skrifstofumaður, Ísafirði Elín Málmfríður Magnúsdóttir, nemi í viðskiptalögfræði, Akranesi
Páll Jens Reynisson, nemi, Hólmavík Eyþór Guðmundsson, málari, Reykjavík
Sigfús Jónsson, fv.bóndi, Hvammstanga Kristján Sigurðsson, verkamaður, Kópavogi
Hálfdán Kristjánsson, sjómaður, Flateyri Guðjóna Björk Sigurðardóttir, viðskiptafræðinemi, Bifröst
Marteinn G. Karlsson, útgerðarmaður, Ólafsvík Rommanee Chaemlek, húsmóðir, Suðureyri
Bryndís Einarsdóttir, bankastarfsmaður, Patreksfirði Sigríður B. Svavarsdóttir, nuddari, ÖXl II, Sveinstaðahreppi
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, garðyrkjustjóri, Ísafirði Guðmundur Unnar Agnarsson, meinatæknir, Reykjavík
Helgi Helgason, bóndi, Þursstöðum II, Borgarbyggð Jakob Aðils, landfræðingur, Reykjavík
Sigríður Inga Sigurjónsdóttir, dýralæknir, Ísafirði Brynja Eir Brynjólfsdóttir, leikskólastarfsmaður, Reykjavík
Jóhannes Guðmundur Þorbergsson, bóndi, Neðra-Núpi, Húnaþingi vestra Sigurjón Jónsson, nemi, Kópavogi
Þorleifur J. Á. Reynisson, rafvirki, Borgarnesi Guðfinna Eyrún Ingjaldsdóttir, nemi í viðskiptalögfræði, Garðabæ
Þorsteinn Sigurjónsson, bóndi, Reykjum, Húnaþingi vestra Einar Friðjónsson, sjómaður, Kópavogi
Pálmi Sighvats, forstöðumaður, Sauðákróki Kristín Björg Knútsdóttir, kennari, Reykjavík
Vilhelmína Halla Guðmundsdóttir, verslunarmaður, Ísafirði Ásta Margrét Benediktsdóttir, afgreiðslustúlka, Sauðárkróki
Halldór Hermannsson, skipstjóri, Ísafirði Birkir Angantýsson, múrarameistari, Sauðárkróki
Matthías Bjarnason, fv.ráðherra, Garðabæ Sigurlaug Bjarnadóttir, fv.alþingismaður og menntaskólakennari, Reykjavík

Prófkjör:

Framsóknarflokkur:
1. sæti 1.umferð 2. umferð
Magnús Stefánsson 112 25,87% 231 53,97%
Kristinn H. Gunnarsson 147 33,95% 197 46,03%
Árni Gunnarsson 76 17,55%
Pál Pétursson 61 14,09%
Þorvaldur T. Jónsson 37 8,55%
Samtals: 433 100,00% 428 100,00%
2. sæti ein umferð
Kristinn H. Gunnarsson 226 53,18%
Árni Gunnarsson 99 23,29%
Herdís Á. Sæmundardóttir 81 19,06%
Þorvaldur T. Jónsson 19 4,47%
Samtals: 425 100,00%
3. sæti 1.umferð 2. umferð
Herdís Á. Sæmundardóttir 45,69% 52,00%
Elín R. Líndal vantar vantar
Árni Gunnarsson vantar vantar
Birkir Þór Guðmundsson vantar
Egill Heiðar Gíslason tók ekki þátt í kosningunni
4. sæti Ein umferð
Eydís Líndal Finnbogadóttir 77,92%
vantar upplýsingar
Samtals 384
5. sæti Ein umferð
Ingi Björn Árnason 65,50%
Ragna Ívarsdóttir 34,50%
6.sæti
Albertína Elíasdóttir sjálfkjörin
Sjálfstæðisflokkur: 1.sæti 1.-2. 1.-3. 1.-4. 1.-5. 1.-6.
Sturla Böðvarsson 1.433 2.031 2.536 2.978 3.353 3.786
Einar Kr. Guðfinnsson 1.070 2.510 3.347 3.878 4.312 4.630
Einar Oddur Kristjánsson 651 1.969 2.816 3.479 4.041 4.469
Guðjón Guðmundsson 1.149 1.667 2.393 2.768 3.210 3.649
Vilhjálmur Egilsson 1.392 1.714 2.135 2.580 3.059 3.513
Jóhanna Pálmadóttir 45 586 1.234 2.202 3.030 3.839


Heimild:  Kosningaskýrslur Hagstofu Íslands, vefur Alþingis, heimasíða landskjörstjórnar, kosningavefur dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, kosning.is og  Morgunblaðið 12.nóvember 2002, Morgunblaðið 17. nóvember 2002 og DV 18.nóvember 2002.
%d bloggurum líkar þetta: