Listakosningar, sjálfkjörið og óhlutbundar kosningar

Nú er orðið ljóst hvaða fyrirkomulag verður á kosningum til sveitarstjórnar í vor. Í dag eru 69 sveitarfélög í landinu en fimm sameiningar hafa verið samþykktar þannig að kosið er í 64 sveitarfélögum. Í tveimur þeirra kom aðeins fram einn listi sem varð sjálfkjörinn. Í 13 sveitarfélögum kom enginn listi fram og verður kosning þar því óhlutbundin. Þetta er sagt með þeim fyrirvara í Skagabyggð hafa ekki verið auglýstir framboðslistar, en frestur til þess rann út í gær. Samtals verður því kosið með listakosningu í 49 sveitarfélögum.

  • Sjálfkjörið er í Sveitarfélaginu Skagaströnd og Tjörneshreppi.
  • Óhlutbundin kosning verður í Hvalfjarðarsveit, Skorradalshreppur, Eyja- og Miklaholtshreppur, Dalabyggð, Reykhólahreppur, Tálknafjarðarhreppur, Súðavíkurhreppur, Árneshreppur, Kaldrananeshreppur, Skagabyggð, Grýtubakkahreppur, Fljótsdalshreppur og Ásahreppur.

Færðu inn athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.