Þrjú efstu sætin á lista Framsóknar og óháðra í Árborg

framsoknÞrjú efstu sætin á lista Framsóknar og óháðra í Árborg voru kynnt um helgina. Þau skipa:

1. Helgi S. Haraldsson, bæjarfulltrúi
2. Sólveig Þorvalsdóttir, verkfræðingur
3. Guðbjörg Jónsdóttir, verkefnastjóri
Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Höfuðborgarlistinn íhugar framboð

Ný stjórnmálasamtök, Höfuðborgarlistinn, íhugar framboð við borgarstjórnarkosningarnar í vor en samtökin sendu inn skráningu til ríkisskattstjóra í febrúar sl. Í samtali við Morgunblaðið sagði Björg Kristín Sigþórsdóttir að málefnavinna væri í gangi en vildi ekkert gefa upp um stefnumál eða hugsanlega frambjóðendur. Á vef Samtaks sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að Björg Kristín sendi inn athugasemd sem snýr að hugmyndum um borgarlínu.

Færðu inn athugasemd

Listi framsóknarmanna og annarra framfarasinna í Rangárþingi eystra

framsoknFramboðslisti framsóknarmanna og annarra framfarasinna í Rangárþingi eystra hefur verið samþykktur. Framboðið er með fjóra sveitarstjórnarmenn af sjö í sveitarstjórn Rangárþings eystra og hreinan meirihluta. Ísólfur Gylfi Pálmason sveitarstjóri sem leiddi listann í síðustu kosningum gefur ekki kost á sér. Listinn er þannig skipaður:

1. Lilja Einarsdóttir, oddviti og hjúkrunarfræðingur 8. Lea Birna Lárusdóttir, nemi
2. Benedikt Benediktsson, sveitarstjórnarmaður og framleiðslustjóri 9. Sigurður Þór Þórhallsson, starfsmaður íþróttamiðstöðvar
3. Rafn Bergsson, bóndi 10.Arnheiður Dögg Einarsdóttir, náms- og starfsráðgjafi
4. Guri Hildstad Ólason, kennari 11.Víðir Jóhannsson, ferðaþjónustubóndi
5. Bjarki Oddsson, lögreglumaður 12.Ágúst Jensson, bóndi
6. Þóra Kristín Þórðardóttir, snyrtifræðingur 13.Heiðar Þór Sigurjónsson, bóndi og smiður
7. Þórir Már Ólafsson, sveitarstjórnarmaður og bóndi 14.Jóhanna Elín Gunnlaugsdóttir, bóndi

Færðu inn athugasemd

Þrír í prófkjöri Pírata á Akureyri

piratarÞrír taka þátt í prófkjöri Pírata á Akureyri. Það eru þau Einar Brynjólfsson fv.alþingismaður sem sækist eftir 1.sætinu og þau Guðrún Ágústa Þórdísardóttir og Halldór Arason. Prófkjörið hefst n.k. mánudag og stendur til kl.18 þann 24. mars n.k.

Færðu inn athugasemd

Fimm í prófkjöri Pírata í Kópavogi

piratarFimm taka þátt í prófkjöri Pírata í Kópavogi. Prófkjörið hefst n.k. mánudag og lýkur mánudaginn 26. mars kl.15. Sigurbjörg Erla Egilsdóttir sækist eftir 1. sæti og þeir Ásmundur Alma Guðjónsson og Hákon Helgi Leifsson eftir 1.-5.sæti. Að auki gefa þau Ragnheiður Rut Einarsdóttir og Matthías Hjartarson kost á sér.

Færðu inn athugasemd

Sjö í prófkjöri Pírata í Hafnarfirði

piratarSjö bjóða sig fram í prófkjöri Pírata í Hafnarfirði. Prófkjörið hefst n.k. mánudag og lýkur mánudaginn 26. mars kl.15. Kári Valur Sigurðsson sækist eftir 1.sætinu en Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir sækist eftir 1.-2. sæti. Aðrir sem bjóða sig fram eru þau Hallur Guðmundsson, Haraldur R. Ingvason, Hildur Björg Vilhjálmsdóttir, Hlynur Guðjónsson og Ragnar Unnarsson.

Færðu inn athugasemd

Frambjóðendur í prófkjöri Pírata í Reykjavík

piratarNítján bjóða sig fram í prófkjöri Pírata í Reykjavík. Eftir því sem  næst verður komist bjóða sex sig fram í fyrsta sætið. Það eru þau: Alexandra Briem, Arnaldur Sigurðarson, Rannveig Ernudóttir, Þórður Eyþórsson, Þórgnýr Thoroddsen og Dóra Björt Guðjónsdóttir sem býður sig fram í 1.-2.sætið. Þá bjóða þeir Birgir Þröstur Jóhannsson og Ævar Hrafn Hafþórsson sig fram í 2.sætið.

Aðrir frambjóðendur eru: Bergþór H. Þórðarson, Elías Halldór Ágústsson, Elsa Nore, Helga Völundardóttir, Kjartan Jónsson, Ólafur Jónsson, Salvör Kristjana Gissuardóttir, Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, Svafar Helgason, Valgerður Árnadóttir og Þórlaug Ágústsdóttir. Prófkjörið hefst n.k. mánudag og lýkur mánudaginn 26. mars kl.15.

Færðu inn athugasemd