Fækkun sveitarfélaga framundan?

sambandÍ maí 2018 verður kosið til sveitarstjórna. Samkvæmt frétt á vef RÚV eru nokkrar hugmyndir, mislangt komnar, um sameiningu sveitarfélaga í gangi. Gangi þessar hugmyndir eftir sem kannski er ekki mjög líklega gæti sveitarfélögum fækkað um 17. Þessar hugmyndir eru:

 • Sveitarfélagið Garður og Sandgerðisbær – myndi fækka um eitt
 • Öll sveitarfélög í Árnessýslu utan Bláskógarbyggðar – myndi fækka um sex
 • Stykkishólmur, Grundarfjörður og Helgafellssveit – myndi fækka um tvö
 • Djúpavogshreppur, Sveitarfélagið Hornafjörður og Skaftárhreppur – myndi fækka um tvö
 • Eyjafjörður – Fjallabyggð, Dalvíkurbyggð, Hörgársveit, Akureyri, Eyjafjarðarsveit, Svalbarðsstrandahreppu og Grýtubakkahreppur – myndi fækka um sex

Færðu inn athugasemd

Framsóknarflokkurinn 100 ára

framsoknÍ dag 16. desember á Framsóknarflokkurinn 100 ára afmæli og því elsti starfandi stjórnmálaflokkur landsins. Flokkurinn var stofnaður 16. desember 1916 af þingmönnum úr Bændaflokknum og Óháðum bændum og var Ólafur Briem fyrsti formaður flokksins. Jón Sigurðsson fv.formaður flokksins skrifar grein um forystu Framsóknarflokksins á framsokn.is.

Alþýðuflokkurinn var einnig stofnaður 1916. Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður 1929 og Kommúnistaflokkur Íslands 1930 sem var undanfari Sósíalistaflokksins – sameiningarflokks Alþýðu og Alþýðubandalagsins. Vinstrihreyfingin grænt framboð og Samfylkingin voru stofnuð 1999 eftir uppstokkun á vinstri væng stjórnmálanna. Björt framtíð og Píratar voru stofnuð 2012 og Viðreisn var formlega stofnuð í maí sl.

Meira um íslenska stjórnmálaflokka er hægt að lesa á síðunni Íslenskir stjórnmálaflokkar í 100 ár. 

Færðu inn athugasemd

Með fleiri en 100 útstrikanir

Eftirtaldir 16 einstaklingar hlutu meira en 100 útstrikanir í kosningunum á laugardaginn.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Framsóknarfl. NA 817 17,99%
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viðreisn SV 563 8,21%
Gunnar Bragi Sveinsson Framsóknarfl. NV 371 10,65%
Bjarni Benediktsson Sjálfstæðisfl. SV 274 1,52%
Vilhjálmur Bjarnason Sjálfstæðisfl. SV 205 1,14%
Birgitta Jónsdóttir Píratar RN 198 2,98%
Eygló Þóra Harðardóttir Framsóknarfl. SV 172 4,23%
Jón Gunnarsson Sjálfstæðisfl. SV 172 0,95%
Ásmundur Friðriksson Sjálfstæðisfl. SU 168 1,97%
Guðlaugur Þór Þórðarson Sjálfstæðisfl. RN 161 1,89%
Steingrímur J. Sigfússon Vinstri grænir NA 155 3,41%
Bryndís Haraldsdóttir Sjálfstæðisfl. SV 141 0,78%
Björn Valur Gíslason Vinstri grænir NA 127 2,80%
Óli Björn Kárason Sjálfstæðisfl. SV 125 0,69%
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Sjálfstæðisfl. RN 123 1,44%
Ólöf Nordal Sjálfstæðisfl. RS 111 1,24%

Færðu inn athugasemd

Sigmundur Davíð var strikaður út á 18% atkvæðaseðla

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson efsti maður á lista Framsóknarflokksins var strikaður út á 817 atkvæðaseðlum Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Það mun þó ekki hafa áhrif á röðun listans. Þá hlutu Steingrímur J. Sigfússon og Björn Valur Gíslason Vinstrihreyfingunni grænu framboði 155 og 127 útstrikanir hvor. Heildarlisti yfir útstrikanir er að finna á síðu fyrir kosningarnar í Norðausturkjördæmi 2016.

Færðu inn athugasemd

Tæpustu þingmennirnir

Nei þessir færsla fjallar ekki um hvaða þingmenn eru tæpastir á taugum eða einhverju öðru. Hann fjallar um hvaða þingmenn komust naumlegast inn.

 1. Halldóra Mogensen Pírötum í Reykjavíkurkjördæmi norður. Vinstrihreyfinguna grænt framboð vantaði aðeins 28 atkvæði til að fella hana og koma sínum 11. manni að, Iðunni Garðarsdóttur. Sömuleiðis vantaði Samfylkinguna 87 atkvæði til að koma Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur að  og Bjarta framtíð 147 atkvæði til að koma Sigrúnu Gunnarsdóttur að.
 2. Lilja Dögg Alfreðsdóttir Framsóknarflokki í Reykjavíkurkjördæmi suður var tæpust inn. Hún var með 2.564 atkvæði á bak við sig en næst kom Nicole Leigh Mosty hjá Bjartri framtíð með 2.518 atkvæði. Aðeins munaði því 46 atkvæðum. Nicole náði kjöri sem jöfunarmaður.
 3. Jóna Sólveig Elínardóttir Bjartri framtíð í Suðurkjördæmi var 258 atkvæðum á undan Oddnýju G. Harðardóttur Samfylkingu. Oddný náði kjöri sem jöfunarmaður.
 4. Teitur Björn Einarsson Sjálfstæðisflokki í Norðvesturkjördæmi. Vinstrihreyfinguna grænt framboð og Bjarna Jónsson í 2. sæti vantaði 269 atkvæði til að fella hann.
 5. Logi Már Einarsson Samfylkingu í Norðausturkjördæmi. Viðreisn og Benedikt Jóhannesson vantaði 334 atkvæði til að fella hann. Benedikt náði kjöri sem jöfunarmaður.
 6. Vilhjálmur Bjarnason Sjálfstæðisflokki í Suðvesturkjördæmi. Viðreisn og Jón Steindór Valdimarsson vantaði 363 atkvæði til að fella hann. Jón Steindór náði kjöri sem jöfnunarmaður. Sjálfstæðisflokkur hefði ekki á rétt á jöfnunarmanni og því hefði Vilhjálmur fallið.

Færðu inn athugasemd

Heildarúrslit kosninganna og skoðanakannanir

kosn2016Úrslit alþingiskosninganna í gær eru orðin ljós og hafa birst í fjölmiðlum. Hér að neðan eru þau borin saman við skoðanakannanirnar sem birtust tvo síðustu dagana. Skoðanakannanir 365 miðla sem birtust í Fréttablaðinu og Stöð2 var með minnsta heildarfrávikið, 8,9%. Gallup var með 12,2% í heildarfrávik, MMR með 13,4% og Félagsvísindastofnun með 17,0%. Athyglisvert er hversu frávikið er mikið en líklega hefur það að einhverju leiti með tímalengd kannana að gera og að allnokkrar breytingar hafi orðið á afstöðu fólks eftir að hugmynd um ríkisstjórn stjórnarandstöðunnar voru kynntar.

 • Sjálfstæðisflokkur 29,0% – 21 þingmann – Sjálfstæðisflokkurinn fékk meira fylgi en allar kannanir höfðu gert ráð fyrir. Næst komust Gallup og 365 miðlar. Hjá MMR munaði 4% og 6,5% hjá Félagsvísindastofnun.
 • Vinstrihreyfingin grænt framboð 15,9% – 10 þingmenn – VG hlaut aðeins minna fylgi en kannanir gerðu ráð fyrir.
 • Píratar 14,5% – 10 þingmenn – Píratar fengu miklu minna fylgi en kannanir gerðu ráð fyrir. Gallup og 365 miðlar voru næst þessu en þó munaði 3,5% hjá þeim. MMR ofmat þá um 6% og Félagsvísindastofnun um 6,7%.
 • Framsóknarflokkur 11,5% – 8 þingmenn – Framsóknarflokkur hlaut betri kosningu en kannanir gáfu til kynna nema MMR sem var á pari. 365 miðlar og Félagsvísindastofnun vanmátu flokkinn um 1,5% og Gallup um 2%.
 • Viðreisn 10,5% – 7 þingmenn – 365 miðlar voru með fylgi Viðreisnar á pari. Hjá Félagsvísindastofnun munaði 0,9%, en 1,6% og 1,7% hjá MMR og Gallup.
 • Björt framtíð 7,2% – 4 þingmenn – Björt framtíð var vanmetin um hálft prósent hjá öllum nema 365 miðlum sem vanmátu flokkinn um tæpt prósent.
 • Samfylkingin 5,7% – 3 þingmenn – Stöð2 og Félagsvísindastofnun mátu flokkinn rétt. MMR ofmat hann um 0,4% og Gallup um 1,7%.
 • Þeir flokkar sem fengu ekki kjörna þingmenn: Flokkur fólksins 3,5%, Dögun 1,7, Alþýðufylkingin 0,3%, Íslenska þjóðfylkingin 0,2% og Húmanistaflokkurinn 0,0%.

Færðu inn athugasemd

Könnun frá Gallup

gallupfylgiRuv.is birtir í dag könnun frá Gallup í dag. Um er að ræða fjórðu könnunina sem birtist á tæpum sólarhring og líklega sú síðasta fyrir kosningarnar á morgun. Ef þessar fjórar kannanir eru bornar saman er staðan þannig:

 • Sjálfstæðisflokkur 27% – 19 þingmenn – þetta fylgi er í samræmi við könnun Stöðvar 2 í gærkvöldi en mun betri en kannanir Félagsvísindastofnunar og MMR.
 • Píratar mælast með 17,9% – 12 þingmenn. Slakasta könnun flokksins af þessum fjórum en næstum á pari við könnun Stöðvar 2.
 • Vinstri grænir með 16,5% – 11 þingmenn – sama fylgi og í öðrum könnunum.
 • Framsóknarflokur 9,5% – 6 þingmenn – svipað fylgi og hjá Félagsvísindastofnun og Stöð 2 en heldur minna en hjá MMR.
 • Samfylking 7,4% – 5 þingmenn  – þeirra besta könnun af þessum fjórum.
 • Björt framtíð 6,8% – 4 þingmenn – sama fylgi og í öðrum könnunum.
 • Aðrir flokkar fá samtals 6,1% í þessari könnun og þar af mælist Flokkur fólksins með 3,4%.

gallupmennRíkisstjórnarflokkarni hafa samtals 25 þingsæti samkvæmt þessari könnun. Stjórnarandstöðuflokkarnir reiknast með 32 þingsæti eða eins manns meirihluta. Viðreisn mælist með 6 þingsæti. Telja verður ólíklegt að menn fari af stað með meirihlutastjórn sem væri með eins manns meirihluta og hver þingmaður hefði þannig neitunarvald.

 

Færðu inn athugasemd