Sósíalistaflokkur Íslands stofnaður

SosialistaflokkurÍ gær, á 1. maí, var Sósíalistaflokkur Íslands formlega stofnaður á fundi í Tjarnarbíói í Reykjavík. Gunnar Smári Egilsson fyrrverandi ritstjóri og einn aðalhvatamaður að stofnun flokksins segir að meðlimir séu orðnir a.m.k. 1.400. Nokkur hundruð manns voru á stofnfundinum samkvæmt frétt á Vísi.is.

Færðu inn athugasemd

Flokkur fólksins boðar framboð í borgarstjórnarkosningunum

FlokkurfolksInga Sæland formaður Flokks fólksins boðar framboð flokksins í til borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík næsta vor. Þá verði skoðað hvort bjóða eigi fram undir merkjum flokksins í fleiri sveitarfélögum. Þetta kom fram í viðtali við Ingu á Rás 1 í gærmorgun. Flokkur fólksins hlaut 3,5% fylgi á landsvísu í alþingiskosningunum í haust. Í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur hlaut flokkurinn samtals 2.935 atkvæði sem gæti nægt til að ná inn einum manni þar sem að 15. borgarfulltrúinn var með 2.933 atkvæði á bak við sig í síðustu borgarstjórnarkosningum.

Færðu inn athugasemd

Sósíalistaflokkur Íslands verður stofnaður 1.maí

SosialistaflokkurSósíalistaflokkur Íslands, óstofnað stjórnmálaafl hefur opnað vefsíðu þar sem fram koma helstu stefnumál auk skráningarsíðu, en gert er ráð fyrir að flokkurinn verði formlega stofnaður 1. maí n.k. „Sósíalistaflokkur Íslands er stjórnmálaflokkur almennings á Íslandi. Markmið hans er samfélag frelsis, jöfnuðar, mannhelgi og samkenndar. Þessi markmið nást eingöngu með því að færa völdin í hendur fólksins í landinu.“ segir á vefsíðunni.

Forsvarsmenn Sósíalistaflokks Íslands eru Gunnar Smári Egilsson fv.ritstjóri Fréttatímans og Pressunnar og einn af stofnendum Fréttablaðsins, Eintaks, Morgunpóstsins og Nyhedsavisen í Danmörku, Ragnar Öndunarson fv. forstjóri MasterCard og Mikael Torfason rithöfundur og fv.ritstjóri.

Færðu inn athugasemd

Boða framboð til borgarstjórnarkosninga

islenskathjodÞrátt fyrir að ríflega ár sé til næstu sveitarstjórnarkosninga sem haldnar verða 26. maí 2018 hefur Íslenska þjóðfylkingin lýst því yfir að flokkurinn muni bjóða fram í Reykjavík. Í ályktun sem samþykkt var á landsfundi flokksins segir: „Íslenska þjóðfylkingin lýsir yfir að hún mun bjóða fram í komandi borgar­stjórnar­kosningu. Það verður lögð áhersla á að aftur­kalla lóð undir mosku­byggingu; viðhaldi gatna verði komið í viðun­andi horf; stuðlað verði að upp­byggingu á félags­legu húsnæði með því að lóða­kostnaður verði einungis samkvæmt útlögðum kostnaði.“

Færðu inn athugasemd

Ný ríkisstjórn tekur við á morgun

Ný ríkistjórn, ráðuneyti Bjarna Benediktssonar, tekur að öllum líkindum við á morgun. Hún verður þannig skipuð:

Sjálfstæðisflokkur: Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, Kristján Þór Júlíusson mennta- og menningarmálaráðherra, Jón Gunnarsson samgöngu-, sveitarstjórnar- og byggðamálaráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra. Að auki verður Unnur Brá Konráðsdóttir forseti þingsins.

Viðreisn: Benedikt Jóhannesson fjármála- og efnahagsráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttisráðherra.

Björt framtíð: Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra og Björt Ólafsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra.

Færðu inn athugasemd

100 ár frá stofnun fyrsta ráðuneytisins

4. janúar 1917 tók ráðuneyti Jóns Magnússonar við völdum og varð hann þar með fyrsti forsætisráðherrann en hann fór einnig með dómsmál. Auk hans settust í stjórnina Björn Kristjánsson fjármálaráðherra og Sigurður Jónsson frá Ystafelli sem var atvinnumálaráðherra. Jón var í Heimastjórnarflokknum, Björn í Sjálfstæðisflokknum og Sigurður í Framsóknarflokknum. Björn lét af embætti 28. ágúst 1917 og þá tók við Sigurður Eggerz við embætti fjármálaráðherra.

Færðu inn athugasemd

Árið 2016

Viðburðaríku ári í kosningasögu landsins er senn að ljúka. Kosinn var nýr forseti og nýtt þing eftir afsögn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra.

Í nýársávarpi sínu tilkynnti Ólafur Ragnar Grímsson forseti að hann sækist ekki eftir endurkjöri. Í beinu framhaldi af því fóru fréttir um framboð að berast auk þess sem margir veltu fyrir sér framboðum. Á þriðja tug einstaklinga lýstu yfir framboði á einhverjum tímapunkti en meira en helmingur dró framboð sitt til baka eða náði ekki tilskildum fjölda meðmælenda. Meðal þeirra sem lýstu yfir framboði og hættu við var Ólafur Ragnar Grímsson. Á kjörseðlinum voru að lokum 9 nöfn en Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur sigraði með ríflega 39% atkvæði. Næstur honum kom Halla Tómasdóttir fjárfestir með tæp 28%. Sjá nánar.

Í apríl var sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra af sér og við tók ráðuneyti Sigurðar Inga Jóhannssonar. Jafnframt var ákveðið að kosningar færu fram í október. Tólf framboð buðu fram þar af þrjú ný. Það voru Viðreisn, Flokkur fólksins og Íslenska þjóðfylkingin. Úrslit urðu þau að Sjálfstæðisflokkur hlaut 21 þingsæti, Vinstrihreyfingin grænt framboð 10, Píratar 10, Framsóknarflokkur 8, Viðreisn 7, Björt framtíð 4 og Samfylking 3. Sjá nánar.

Af þeim sem kjörnir voru á þing voru 31 endurkjörinn, 3 komu inn á þing að nýju en 29 höfðu ekki setið áður á þingi. Af þeim sem sátu áður á þingi gáfu 18 ekki kost á sér til endurkjörs, 5 fengu ekki þann framgang í prófkjörum eða uppstillingu sem þeir væntu og 9 féllu í kosningunum sjálfum.

Færðu inn athugasemd