Forsetakosningar 2012

Aðdragandi: Ólafur Ragnar Grímsson forseti gaf kost á sér fimmta kjörtímabilið í röð en hann hafði verið endurkjörinn án atkvæðagreiðslu 2000 og 2008 en í kosningum 2004.

Í framboði voru Andrea J. Ólafsdóttir fv.formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur, Hannes Bjarnason landfræðingur, Herdís Þorgeirsdóttir lögfræðingur, Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands og Þóra Arnórsdóttir fjölmiðlakona.

Ólafur Ragnar Grímsson var kjörinn forseti Íslands með nokkrum yfirburðum.

Úrslit 

Greidd atkvæði Rvk-n Rvk-s SV NV NA SU Samtals
Andrea J. Ólafsdóttir 635 584 793 178 348 329 2.867
Ari Trausti Guðmundsson 2.659 2.705 3.672 1.100 1.882 1.746 13.764
Hannes Bjarnason 241 229 298 314 277 197 1.556
Herdís Þorgeirsdóttir 905 787 1.035 330 583 549 4.189
Ólafur Ragnar Grímsson 13.473 14.804 22.351 8.760 10.363 14.285 84.036
Þóra Arnórsdóttir 11.213 10.766 14.043 4.380 7.027 5.366 52.795
Samtals gild atkvæði 29.126 29.875 42.192 15.062 20.480 22.472 159.207
Auðir seðlar 747 826 1.031 258 344 308 3.514
Ógildir seðlar 99 136 163 26 60 46 530
Samtals greidd atkvæði 29.972 30.837 43.386 15.346 20.884 22.826 163.251
Á kjörskrá 45.043 44.854 62.069 21.374 29.003 33.400 235.743
Kosningahlutfall 66,54% 68,75% 69,90% 71,80% 72,01% 68,34% 69,25%
Hlutfall atkvæða Rvk-n Rvk-s SV NV NA SU Samtals
Andrea J. Ólafsdóttir 2,18% 1,95% 1,88% 1,18% 1,70% 1,46% 1,80%
Ari Trausti Guðmundsson 9,13% 9,05% 8,70% 7,30% 9,19% 7,77% 8,65%
Hannes Bjarnason 0,83% 0,77% 0,71% 2,08% 1,35% 0,88% 0,98%
Herdís Þorgeirsdóttir 3,11% 2,63% 2,45% 2,19% 2,85% 2,44% 2,63%
Ólafur Ragnar Grímsson 46,26% 49,55% 52,97% 58,16% 50,60% 63,57% 52,78%
Þóra Arnórsdóttir 38,50% 36,04% 33,28% 29,08% 34,31% 23,88% 33,16%
Samtals gild atkvæði 100,0% 100,0% 100,0% 100,0% 100,0% 100,0% 100,0%

Skipting greiddra atkvæða

Hlutfall gildra atkvæða í samanburði síðustu kannanir Capacent Gallup og Fréttablaðsins


Atkvæðahlutfall frambjóðenda eftir kjördæmum

Kosningaþátttaka eftir kjördæmum

 Auðir atkvæðaseðlar eftir kjördæmum

Heimild: Kosningaskýrslur Hagstofu Íslands.

______________________________________________________________________________________________

Fréttaannáll forsetakosninga 2012:

25. júlí 2012 Kærum vegna forsetakosninga hafnað. Hæstiréttur hefur hafnað þeim þremur kærum sem bárust vegna framkvæmdar forsetakosninganna 30. júní síðastliðinn. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands verður því settur inn í embætti í fimmta sinn 1. ágúst n.k. Sjá.

1. júlí 2012 Ólafur Ragnar Grímsson var kjörinn forseti Íslands í kosningum í gær með 52,8% fylgi. Þóra Arnórsdóttir hlaut 33,2%, Ari Trausti Guðmundsson 8,6%, Herdís Þorgeirsdóttir 2,6%, Andrea J. Ólafsdóttir 1,8%  og Hannes Bjarnason tæplega 1%. 

29. júní 2012 Í könnun Fréttablaðsins sem birtist í morgun mælist Ólafur Ragnar Grímsson með 57,0% fylgi, Þóra Arnórsdóttir 30,8%, Ari Trausti Guðmundsson með 7,5%, Herdís Þorgeirsdóttir með 2,6%, Andrea J. Ólafsdóttir 1,7% og Hannes Bjarnason 0,3%.  Óákveðnir voru nokkuð hátt hlutfall í þessari könnun eða 23,2%.

28.júní 2012 Í nýrri skoðanakönnun Capacent Gallup mælist Ólafur Ragnar Grímsson með 50,8%, Þóra Arnórsdóttir með 33,6, Ari Trausti Guðmundsson með 9,3%, Herdís Þorgeirsdóttir 3,4%, Andrea Traustadóttir 2,5% og Hannes Bjarnason 0,5%. Um 10% segjast óákveðnir. Sjá. Ólafur Ragnar hefur því bætt við sig 6,0% frá síðustu könnun og Andrea Jónsdóttir um 0,9%. Þóra Arnórsdóttir hefur hins vegar tapað 3,3%, Ari Trausti 1,2%, Herdís Þorgeirsdóttir 1,9% og Hannes Bjarnason hefur tapað 0,3%.

22.júní 2012. Samkvæmt skoðanakönnun MMR er Ólafur Grímsson með 44,5%, Þóra Arnórsdóttir með 36,9%, Ari Trausti Guðmundsson með 10,1%, Herdís Þorgeirsdóttir með 4,6%, Andrea J. Ólafsdóttir með 2,0% og Hannes Bjarnason með 1,9%. Sjá.

21. júní 2012 Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Capacent Gallup er Ólafur Ragnar Grímsdóttir með 44,8%, Þóra Arnórsdóttir með 37%, Ari Trausti Guðmundsson með 10,5%, Herdís Þorgeirsdóttir með 5,3%, Andrea J. Ólafsdóttir með 1,6% og Hannes Bjarnason með 0,8%. Fylgi Ólafs dregst skv. þessu saman um 1% frá síðustu könnun, fylgi Þóru dregst saman um 2% á meðan Ari Trausti og Herdís bæta lítillega við sig. Óákveðnir eru 14% af þeim sem tóku þátt í könnuninni.

20. júní 2012 Á kjörskrárstofni sem Þjóðskrá hefur unnið vegna forsetakjörs 30. júní 2012 eru 235.784 kjósendur. Sjá nánar.

15. júní 2012 Samkvæmt skoðanakönnunar Stöðvar 2 og Vísis er Ólafur Ragnar Grímsson með 58%, Þóra Arnórsdóttir með 28%, Ari Trausti Guðmundsson með 8%, Herdís Þorgeirsdóttir með 4%, Andrea J. Ólafsdóttir með 1% og Hannes Bjarnason með 1%. Óákveðnir eru 28% sem er svipað og í síðustu könnun. Sjá.

10. júní 2012 Ný skoðanakönnun sem Plúsinn gerði var kynnt á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar mælist Ólafur Ragnar Grímsson með 50,2% en Þóra Arnórsdóttir með 33,2%. Ari Trausti Guðmundsson er með 8.7%, Herdís Þorgeirsdóttir 4,6%,  Andrea J. Ólafsdóttir  2,4% og Hannes Bjarnason mælist með 0,9% stuðning. Um er að ræða netkönnun. Alls svöruðu 1.850 könnuninni en 1.761 tók afstöðu.

8. júní 2012 Landskjörstjórn hefur ákveðið að kjördæmamörk í Reykjavík milli norður og suðurkjördæmis skuli vera óbreytt frá alþingiskosningunum 2009. Sjá.

7. júní 2012 Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Capacent mælist Ólafur Ragnar Grímsson með mest fylgi eða 45,8%, Þóra Arnórsdóttir mælist með 39,3%, Ari Trausti Guðmundsson með 9,2%, Herdís Þorgreirsdóttir með 2,6%, Andrea J. Ólafsdóttir með 2,1% og Hannes Bjarnason með 1,1%. Svarhlutfall var 61%, 13% taka ekki afstöðu og 4% ætla annað hvort ekki að kjósa eða skila auðu. Sjá.

5. júní 2012 Fimm kjósendur hafa tekið sig saman og kært þá ákvörðun Innanríkisráðuneytisins að ógilda forsetaframboð Ástþórs Magnússonar. Kæran hefur borist til Hæstaréttar og Umboðsmanns Alþingis. Kærendur telja m.a. engar haldbærar sannanir fyrir því að fjöldi undirskrifta á meðmælendalistum Ástþórs séu falsaðar. Sjá.

1. júní 2012 Skoðanakönnun á vegum Stöðvar 2 og Vísis.is sýnir Ólaf Ragnar Grímsson með 56,4%, Þóru Arnórsdóttur með 34,1%, Ari Trausti Guðmundsson með 5,8%, Herdís Þorgeirsdóttir með 1,6%, Andrea J. Ólafsdóttir með 0.9% og Hannes Bjarnason með 0,3%. Ástþór Magnússon sem ekki verður í framboði mældist með 0,9%. Óákveðnir eru 27,5%.  Munur er á afstöðu kynjanna en 62% karla segja munu kjósa Ólaf en 27% Þóru. 50% kvenna segjast kjósa Ólaf en 42% Þóru. Þá segja segjast 60% kjósenda á landsbyggðinni kjósa Ólaf, en 29% Þóru. Á höfuðborgarsvæðinu segjast tæp 55% kjósa Ólaf en 36% Þóru.

1. júní 2012 Ástþór Magnússon sem lýst hefur yfir forsetaframboði verður ekki á listanum þar sem að yfirkjörstjórn í Norðvesturkjördæmi staðfesti ekki meðmælendalista hans, en margir þeirra sem voru á þeim vilja ekki kannast við að hafa skrifað á þá. Í framboði verða því Andrea Jóhanna Ólafsdóttir Reykjavík, Ari Trausti Guðmundsson Reykjavík, Hannes Bjarnason Akrahreppi, Herdís Þorgeirsdóttir Reykjavík, Ólafur Ragnar Grímsson Sveitarfélaginu Álftanesi og Þóra Arnórsdóttir Hafnarfirði. 

31. maí 2012 Samkvæmt frétt á Smugan.is er talið ólíklegt að nafn Ástþórs Magnússonar verði á kjörseðlinum í forsetakosningunum. Við athugun á undirskriftum í Norðvesturkjördæmi kom í ljós að líklega eru 53 af 77 undirskriftum virðast vera falsaðar. Ólíklegt verður því að teljast að innanríkisráðuneytið taki framboðið gilt. Sjá.

26. maí 2012 Framboðsfrestur vegna forsetakosninganna rann út á miðnætti. Allir frambjóðendur nema Ástþór Magnússon hafa fengið athugasemdalaus vottorð frá kjörstjórnum vegna meðmælendalista sinna. Ekki er því enn ljóst hvort nafn Ástþórs Magnússonar verður á atkvæðaseðlinum við forsetakosningarnar 30. júní n.k.

26. maí 2012 Ólafur Ragnar Grímsson mældist með 45,3% fylgi í Capacent könnun sem birt var í fréttatíma RÚV í gærkvöldi. Þóra Arnórsdóttir mældist hins vegar með 36,7% fylgi. Þetta er minni munur en í Fréttablaðskönnuninni sem birt var á föstudagsmorgun og litlu samræmi við könnun MMR sem birt var í gær en þar voru Ólafur og Þóra með jafnmikið fylgi. Ari Trausti mældist með 9,2% fylgi, Herdís Þorgeirsdóttir með 4,1%, Andrea Ólafsdóttir með 2,7%, Ástþór Magnússon með 1,6%, og Hannes Bjarnason með 0,6%.

25. maí 2012 Yfirkjörstjórnir í Reykjavíkurkjördæmunum vísuðu í dag meintum fölsuðum undirskriftum á meðmælendalistum Ástþórs Magnússonar til lögreglu. Þá hefur lögreglumaður á Akureyri kært fölsun á undirskrift sinni á stuðningsmannalista Ástþórs.

25. maí 2012 Samkvæmt skoðanakönnun MMR sem gerð var 21.5-24.5 eru Ólafur Ragnar Grímsson og Þóra Arnórsdóttir með jafn mikið fylgi 41,2%. Ari Trausti Guðmundsson var með 9.7%, Herdís Þorgeirsdóttir með 3,4%, Andrea J. Ólafsdóttir með 3,0%, Ástþór Magnússon með 1,4% og Hannes Bjarnason með 0,3%. Mikill munur er á þessari könnun og könnun Stöðvar2 og Fréttablaðsins sem birtist í morgun.

25. maí 2012 Ástþór Magnússon segist hafa skilað inn tæplega 200 undirskriftum í stað þeirra sem kjörstjórnir hafa gert athugasemdir við. Aðspurður segist hann skila inn öllum gögnum sem nauðsynleg eru fyrir miðnætti í kvöld þegar framboðsfrestur rennur út. Sjá.

25. maí 2012 Á kosningavef innanríkisráðuneytisins er tilkynning um að framboðsfrestur renni út á miðnætti í kvöld. Framboðum skal fylgja samþykki forsetaefnis, nægileg tala meðmælenda og vottorð yfirkjörstjórna um að þeir séu kosningarbærir.

25. maí 2012 Samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 nýtur Ólafur Ragnar Grímsson stuðnings 53,9% aðspurðra en 35,4% styðja Þóru Arnórsdóttur. Ara Trausta Guðmundsson segja 5,3% styðja, 2,7% Andreu J. Ólafsdóttur, 1,3% Herdísi Þorgeirsdóttur, 0,9% Ástþór Magnússon en enginn sagðist styðja Hannes Bjarnason. Alls tóku tæp 80% af stöðu til einhvers frambjóðenda í könnuninni. Sjá.

24. maí 2012 Hannes Bjarnason forsetaframbjóðandi sem að fékk frest til að skila inn undirskriftum sem vantaði í sunnlendingafjórðungi segist nú vera búinn að skila inn undirskriftum.

24. maí 2012 Grunur leikur á að tugir eða hundruðir undirskrifta á meðmælendalistum Ástþórs Magnússonar séu falsaðar. Þessi grunur vaknaði við yfirferð starfsmanna þjóðskrár þar sem verið var að fara yfir listana. Ekki er því ljóst hvort að nafn Ástþórs verður á kjörseðlinum þann 30. júní n.k.

23. maí 2012 Andrea J. Ólafsdóttir, Ari Trausti Guðmundsson, Herdís Þorgeirsdóttir, Ólafur Ragnar Grímsson og Þóra Arnórsdóttir hafa skilað inn gildum framboðum vegna forsetakosninga. Við yfirferð á meðmælalistum Hannesar Bjarnasonar kom í ljós að hann vantar rúmlega 100 undirskriftir úr sunnlendingafjórðungi og við yfirferð á meðmælalistum Ástþórs Magnússonar kom í ljós að hann vantar rúmlega 20 undirskriftir úr norðlendingafjórðungi.  Ástþór og Hannes hafa frest til föstudags (25.maí) til að skila inn því sem upp á vantar. Sjá. Í fréttum í dag kom fram að grunur væri um að einhver nöfn á undirskriftalistum Ástþórs Magnússonar væru þar án vitundar viðkomandi einstaklinga. Sjá.

20.maí 2012 Hannes Bjarnason forsetaframbjóðandi segist klára undirskriftarsöfnun fyrir framboð sitt í dag. Hann er búinn að skila inn fyrir alla fjórðunga nema Sunnlendingafjórðung en mun skila undirskriftum vegna hans á morgun. Útlit er því fyrir að frambjóðendur til forseta Íslands verði sjö að þessu sinni sem er met. Flestir hafa frambjóðendur áður verið fjórir en það var 1980. Framboðsfrestur rennur út þann 25. maí n.k. Sjá.

18. maí 2012 Í kvöld birtist skoðanakönnun frá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Í henni var Þóra Arnórsdóttir með 46,2%, Ólafur Ragnar Grímsson 37,8%, Ari Trausti Guðmundsson 8,9%, Andrea J. Ólafsdóttir 3,8%, Herdís Þorgeirsdóttir 2,6% og Hannes Bjarnason með 0,2%. Þá mældist Jón Lárusson með 0,1% en hann dró framboð sitt til baka á könnunartímanum.

18. maí 2012 Þóra Arnórsdóttir forsetaframbjóðandi og Svavar Halldórsson maður hennar eignuðust stúlku í morgun. Móður og barni mun heilsast vel. Sjá.

16. maí 2012 Allir frambjóðendur til embættis forseta Íslands, nema Hannes Bjarnason, skiluðu undirskriftalistum til yfirkjörstjórnar í Suðvesturkjördæmi í dag en kjörstjórnir þar og í Suðurkjördæmi höfðu auglýst að frestur yrði gefinn til klukkan 15. Hannes hefur ekki náð að safna tilskyldum fjölda meðmælenda. Þeim fjölda hyggst hann ná um helgina. Sjá.

15. maí 2012 Í nýrri skoðanakönnun MMR er Þóra Arnórsdóttir með 43,4%, Ólafur Ragnar Grímsson 41,3%, Ari Trausti Guðmundsson er með 8,9%, Andrea J. Ólafsdóttir með 2,6%, Herdís Þorgeirsdóttir með 1,3%, Jón Lárusson með 1%, Ástþór Magnússon með 0,9% og Hannes Bjarnason með 0,6%.

15. maí 2012 Andrea J. Ólafsdóttir, Ari Trausti Guðmundsson, Ástþór Magnússon, Herdís Þorgeirsdóttir og Þóra Arnórsdóttir hafa lýst því yfir að þau hafi lokið við að safna meðmælendum með framboðum sínu. Þrátt fyrir að ekki hafi borist fréttir af því er ekki við öðru að búast en að Ólafur Ragnar Grímsson sé búinn að safna nægum meðmælendum. Hannes Bjarnason er skv.fréttum Bylgunnar bjartsýnn á að honum takist að klára undirskriftasöfnun í dag.

15. maí 2012 Jón Lárusson, sem varð fyrstur til að tilkynna um framboð til embættis forseta Íslands, hefur dregið framboðið til baka þar sem hann sá ekki fram á að ná tilskyldum fjölda meðmælenda. Sjá.

12. maí 2012 Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands hóf kosningabaráttu sína í dag í Sprengisandi, þætti Sigurjóns M. Egilssonar á Bylgjunni. Hann hefur einnig opnað heimasíðunawww.olafurogdorrit.is.

9. maí 2012 Utankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis, vegna forsetakosninga sem fara fram 30.júní 2012, hefst 7. maí n.k. og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis og aðalræðisskrifstofum Íslands í New York,  Winnipeg og Þórshöfn í Færeyjum.  Nánari upplýsingar.

5. maí 2012 Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst í dag hjá Sýslumanninum í Reykjavík. Atkvæðagreiðslan fer í fyrstu fram á skrifstofu embættisins að Skógarhlíð 6, Reykjavík, alla virka daga milli kl. 8:30-15. Um helgar er opið frá kl. 12-14. Frá og með 14. júní nk. fer atkvæðagreiðsla fram í Laugardalsöll og opið alla daga frá kl. 10-22. Á kjördag, laugardaginn 30. júní nk., verður opið frá kl. 10-17.  Atkvæðagreiðslur hjá öðrum sýslumannsembættum hefjast væntnalega n.k. mánudag við opnun. Gera má ráð fyrir að þau auglýsi opnunartíma hvert fyrir sig.

4.maí 2012 Capacent Gallup hefur gert nýja könnun um fylgi við forsetaframbjóðendur. Könnunin var gerð  26. apríl til 4. maí. Svarhlutfall var 60% og þar af tóku 82% afstöðu, en 13% hafa ekki gert upp hug sinn. 46,4% segjast styðja Þóru Arnórsdóttur, 37,2% Ólaf Ragnar Grímsson, tæp 11% styðja Ara Trausta, 3,1% styðja Herdísi Þorgeirsdóttur. 1,3% Ástþór Magnússon, 0,8% Jón Lárusson og 0,3% Hannes Bjarnason. Fylgi Andreu J. Ólafsdóttur var ekki mælt þar sem framboð hennar kom fram á könnunartímanum.

4. maí 2012 Ástþór Magnússon skilaði inn undirskriftarlistum vegna forsetaframboðs síns til innanríkisráðuneytisins í dag. Áður höfðu yfirkjörstjórnir í hverju kjördæmi fyrir sig auglýst að tekið yrði við undirskriftalistum síðar í mánuðinum.

3.maí 2012 Innanríkisráðuneytið hefur nú sent sýslumönnum og utanríkisráðuneytinu kjörgögn svo hefja megi atkvæðagreiðslu utan kjörfundar hér á landi og erlendis vegna kjörs forseta Íslands sem fram á að fara 30. júní 2012. Samkvæmt lögum um kosningar til Alþingis skal atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hefjast svo fljótt sem kostur eftir að kjördagur hefur verið auglýstur, þó ekki fyrr en átta vikum fyrir kjördag, sem er laugardagurinn 5. maí 2012. Sjá

1. maí 2012 Andrea J. Ólafsdóttir, oft kennd við Hagsmunasamtök heimilanna tilkynnti um forsetaframboð sitt í dag. Sjá. Þar með eru frambjóðendur orðnir átta. 

30. apríl 2012 Andrea J. Ólafsdóttir, sem þekktust er fyrir að vera í forsvari fyrir Hagsmunasamtök heimilanna, er sögð muna tilkynna um framboð sitt til forseta Íslands á morgun 1. maí.Sjá.

28. apríl 2012 Til að forsetaframboð sé gilt þurfa að fylgja því að lágmarki 1.500 undirskriftir meðmælenda og að hámarki 3.000. Þeir skiptasta þannig að úr Sunnlendingafjórðungi þurfa að koma að lágmarki 1.206 undirskriftir, úr Vestfirðingafjórðungi að lágmarki 66, úr Norðlendingafjórðungi að lágmarki 166 og úr Austfirðingafjórðungi að lágmarki 62undirskriftir.

Sunnlendingafjórðungur nær yfir Vestur Skaftafellssýslu, Suðurland, Suðurnes og Vesturland norður að Hvítá í Borgarfirði. Vestfirðingafjórðungur nær frá Hvítá í Borgarfirði norður um Snæfellsnes, Vestfirði alla til Hrútafjarðar. Norðlendingafjórðungur nær frá Hrútafirði allt austur að Reykjaheiði  í Norðurþingi. Austfirðingafjórðungur nær frá Reykjaheiði í Norðurþingi um suður um allt Austurland til og með Austur Skaftafellssýslu. Sjá nánar.

26. apríl 2012 Salvör Nordal segist ekki ætla í forsetaframboð í viðtali við helgarblaðið Fréttatímann sem kom á netið í kvöld. Sjá.

26. apríl 2012 Samkvæmt skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði dagana 24.-26. apríl mælist Þóra Arnórsdóttir með 49% fylgi en Ólafur Ragnar Grímsson 35%. Ari Trausti Guðmundsson var með 11,5% fylgi, Herdís Þorgeirsdóttir með 3% fylgi, Ástþór Magnússon með 0,8% fylgi, Jón Lárusson með 0,6% fylgi og Hannes Bjarnason með 0,3% fylgi. Óákveðnir eru 21%. Sjá.

23. apríl 2012 Snævar Valentínus Vagnsson sem komst í fréttir á dögunum fyrir að hafa komið sprengju fyrir skammt frá Stjórnarráðinu íhugar nú forsetaframboð. Samkvæmt frétt DV hefur hann þegar safnað á þriðja þúsund undirskriftum. Sjá.

19.apríl 2012 Ari Trausti Guðmundsson, jarðfræðingur tilkynnti um framboð sitt til embættis forseta Íslands á sumardaginn fyrsta. Sjá. Heimasíða hans er www.aritrausti.is/

13.apríl 2012 Ólafur Ragnar Grímsson mælist með 46% fylgi og Þóra Arnórsdóttir með 46,5% fylgi í nýrri skoðanakönnun sem birtist í Fréttablaðinu í dag. Aðrir frambjóðendur mælast með innan við 3%. Herdís Þorgeirsdóttir með 2,9%, Ástþór Magnússon með 1,5%, Jón Lárusson með 1,2% og Hannes Bjarnason með 0,4%. Hringt var í 800 manns miðvikudaginn 11. apríl og fimmtudaginn 12. apríl. Um 3,9 prósent sögðust ekki ætla að kjósa eða ætla að skila auðu, 22,1 prósent segist óákveðið og 9,1 prósent vildi ekki svara spurningunni, samtals 35,1%. Sjá.

12.apríl 2012 Kristín Ingólfsdóttir rektor Háskóla Íslands hefur gefið út yfirlýsingu um að hún muni ekki gefa kost á sér til forsetakjörs. Sjá.

11.apríl 2012 Ari Trausti Guðmundsson er að íhuga að gefa kost á sér til forsetaframboðs. Hann segist munu gefa út yfirlýsingu á sumardaginn fyrsta. Sjá.

10.apríl 2012 Kristín Ingólfsdóttir tilkynnir það í vikunni hvort hún bjóði sig fram til forseta Íslands en stuðningsmenn hafa látið gera skoðanakönnun um fylgi við framboð hennar. Sjá.

9.apríl 2012 Elín Hirst fjölmiðlakona hefur sent frá yfirlýsingu þar sem fram kemur að hún muni ekki bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Sjá.

4. apríl 2012 Þóra Arnórsdóttir tilkynnti á blaðamannafundi í dag að hún muni bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Sjá. 

2. apríl 2012 Þóra Arnórsdóttir sem hefur verið orðuð við forsetaframboð ætlar að tilkynna um ákvörðun sína fyrir páska. Sjá.

31. mars 2012 Salvör Nordal forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands segist íhuga alvarlega framboð til forseta Íslands. Sjá.

30. mars 2012 Dr. Herdís Þorgeirsdóttir tilkynnti á blaðamannafundi í dag að hún hefði ákveðið að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands. Heimasíða framboðsins er http://www.herdis.is

29. mars 2012 Kristín Ingólfsdóttir háskólarektor segir í viðtali við Morgunblaðið að hún íhugi forsetaframboð m.a. vegna áskoranna þess efnis. Sjá.

29. mars 2012 Hannes Bjarnason landfræðingur hefur ákveðið að fara í framboð til embættis forseta Íslands og freista þess í næstu forsetakosningum að fá að leiða þjóðina sem trúnaðarmaður hennar og endurbyggja traust í samfélaginu. Sjá.

27. mars 2012 Í undirbúningi er áskorun á Kristínu Ingólfsdóttur háskólarektor um að hún gefi kost á sér í embætti forseta Íslands. Sjá frétt á Vísi.

26. mars 2012 Dr. Herdís Þorgeirsdóttir lögmaður og forseti Evrópusamtaka kvenlögfræðinga íhugar alvarlega að fara í forsetaframboð. Hún segir ákvörðun sína munu byggjast á því hvort að hún finni öflugan stuðning. Sjá.

26. mars 2012 Framboðsfrestur vegna embættis forseta Íslands rennur út eftir 2 mánuði. Framboðum skal skila til innanríkisráðuneytisins, minnst fimm vikum fyrir kjördag ásamt fimmtán hundruð til þrjú þúsund undirskriftum.

25. mars 2012 Þóra Arnórsdóttir fjölmiðlakona íhugar framboð til forseta Íslands, en hún hlaut næst mest fylgi í skoðanakönnun sem gerð var af facebook-hópnum Betri valkost á Bessastaði. Sjá frétt á Visi.is

25. mars 2012 Facebook-hópurinn betri valkost á Bessastaði hefur birt skoðanakönnun um fylgi hugsanlegra forsetaframbjóðenda. Niðurstöður voru sem hér segir:

Hvert eftirtalinn myndir þú helst vilja sjá sem næsta forseta Íslands? Hvert eftirtalinn myndir þú helst vilja sjá sem næsta forseta Íslands?
Ólafur Ragnar Grímsson 33,9% Uppsafnað fyrsta til þriðja val.
Þóra Arnórsdóttir 14,5% Ólafur Ragnar Grímsson 41,5%
Elín Hirst 7,8% Þóra Arnórsdóttir 30,3%
Salvör Nordal 7,3% Elín Hirst 22,0%
Páll Skúlason 7,0% Salvör Nordal 18,9%
Stefán Jón Hafstein 6,0% Stefán Jón Hafstein 17,0%
Þórólfur Árnason 5,1% Páll Skúlason 16,6%
Ari Trausti Guðmundsson 5,0% Ari Trausti Guðmundsson 16,6%
Andri Snær Magnason 3,9% Þórólfur Árnason 15,2%
Ástþór Magnússon 1,5% Andri Snær Magnason 9,1%
Jón Lárusson 0,6% Ástþór Magnússon 3,0%
Annan 7,4% Jón Lárusson 2,8%
Samtals 100,0% Annan 10,4%

23. mars 2012 Svala Jónsdóttir í Facebook-hópnum “Betri valkost á Bessastaði” segir að niðurstaða skoðanakönnunar um forsetaframbjóðanda muni liggja fyrir öðru hvorum megin við helgina.

20. mars 2012 Forsætisráðuneytið hefur gefið út auglýsingu um forsetakosningar – sjá.

15. mars 2012 Facebook-hópurinn “Betri valkost á Bessastaði” hefur beðið Capacent Gallup að kanna hvaða einstakling fólk vilji sjá á Bessastöðum. sjá.

10. mars 2012 Þórólfur Árnason fv. borgarstjóri íhuga forsetaframboð – sjá.

9. mars 2012 Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur íhugar forsetaframboð – sjá.

8. mars 2012 Þóra Arnórsdóttir fjölmiðlakona íhugar forsetaframboð – sjá.

7. mars 2012 Stefán Jón Hafstein fv.borgarfulltrúi og starfsmaður Þróunarsamvinnustofnunar er sagður íhuga forsetaframboð sjá.

6. mars 2012 Elín Hirst fjölmiðlakona íhugar forsetaframboð skv. þessari frétt  sjá.

6. mars 2012 Ragna Árnadóttir fv. dómsmálaráðherra og núverandi aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar verið nefnd sem hugsanlegur forsetaframbjóðandi. Hún hefur nú gefið út að hún sé ekki á leiðinni í framboð.  sjá.

4. mars 2012 Ólafur Ragnar Grímsson hefur gefið út yfirlýsingu um að hann sækist eftir endurkjöri í komandi forsetakosningum. sjá. Hann hefur setið í embætti í fjögur kjörtímabil frá 1996.

2. mars 2012 Ástþór Magnússon tilkynnti á blaðamannafundi í dag að hann hefði ákveðið að gefa kost á sér í þriðja sinn, sjá. Í forsetakosningunum 1996 hlaut hann 2,7%atkvæða en í kosningunum 2004 hlaut hann 1,9% atkvæða.

27.febrúar 2012 Ólafi Ragnari Grímssyni var í dag afhentar tæplega 31.000 undirskriftir um áskorun um að hann gefi kost á sér í fimmta sinn. sjá. Á blaðamannafundi síðdegis sagðist Ólafur svara því í þessari viku eða í upphafi næstu viku hvort hann gefi kost á sér áfram, sjá.

24. febrúar 2012 Ríkisútvarpið greinir frá því að Ólafi Ragnari Grímssyni verði á mánudag afhentar um 30.000 undirskriftir þar sem skorað er á hann að gefa kost á sér áfram sem Forseti Íslands. Sameiginlegur blaðamannafundur forsetans og stuðningsmanna hans er boðaður kl.16 sama dag.  sjá.

12. febrúar 2012 Samkvæmt skoðanakönnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins vilja 54% að Ólafur Ragnar Grímsson haldi áfram sem Forseti Íslands. Samkvæmt fréttinni hefur Ólafur Ragnar ekki viljað gefa kost á viðtali til að ræða hvort hann muni gefa kost á sér áfram. Sjá. Rúmlega 29.000 hafa skorað á Ólaf Ragnar Grímsson að bjóða sig fram áfram. Sjá.

5. febrúar 2012 Rúmlega 27.000 hafa skorað á Ólaf Ragnar Grímsson að bjóða sig fram áfram. Sjá.

28. janúar 2012 Rúmlega 24.000 hafa skorað á Ólaf Ragnar Grímsson að bjóða sig fram áfram. Sjá.

21. janúar 2012 Opnaður vefur til að skora á Ólaf Ragnar Grímsson að bjóða sig fram að nýju. Sjá.

11. janúar 2012 Ólafur Ragnar Grímsson neitaði að svara því með skýrum hætti í samtali við RÚV á föstudag hvort hann ætlaði bjóða sig fram aftur. Sjá.

9. janúar 2012 Jón Lárusson lögreglumaður lýsir yfir framboði. Sjá.

1. janúar 2012 Ólafur Ragnar Grímsson flytur áramótaávarp. Menn eru ekki sammála um hvort hann ætli fram eða ekki. Sjá.

Upplýsingar um forsetakosningarnar á vef innanríkisráðuneytisins. Sjá.