Alþingiskosningar 2013 – Fréttir

frambodFramboð 2013  (15):

Aðrir: Samstaða FbLýðfrelsisflokkurinn Fb, Bjartsýnisflokkurin, Kristin stjórnmálasamtök,

______________________________________________________________________________________

Fréttayfirlit vegna alþingiskosninga 2013

7.maí 2013

Endanleg úrslit

Landskjörstjórn úrskurðaði í gær um úrslit alþingiskosninganna sem fram fóru 27. apríl síðastliðinn. Nær engar breytingar urðu á atkvæðum og engar breytingar á kjörnum fulltrúum. Úrslitin má sjá uppfærð eftir kjördæmum- Landið allt  – Norðvesturkjördæmi – Norðausturkjördæmi – Suðurkjördæmi – Suðvesturkjördæmi – Reykjavíkurkjördæmi norður – Reykjavíkurkjördæmi suður – Uppbótarþingsæti.

Útstrikanir

Guðlaugur Þór Þórðarson Sjálfstæðisflokki, Álfheiður Ingadóttir Vinstri grænum og Ásmundur Friðriksson Sjálfstæðisflokki hlutu flestar útstrikanir sem hlutfall af atkvæðum flokks eða rúmlega 5% hver. Næst þeim komu Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og Jón Þór Ólafsson Pírötum. Hlutfallslega flestar útstrikanir hjá Framsóknarflokki hlaut Vigdís Hauksdóttir, Björgvin G. Sigurðsson hjá Samfylkingu og þær Björt Ólafsdóttir og Freyja Haraldsdóttir hjá Bjartri framtíð.

Nr. Nafn Flokkur Kjördæmi
1. Guðlaugur Þór Þórðarson Sjálfstæðisflokkur 5,96% Reykjavíkurkjördæmi suður
2. Álfheiður Ingadóttir Vinstri grænir 5,66% Reykjavíkurkjördæmi suður
3. Ásmundur Friðriksson Sjálfstæðisflokkur 5,03% Suðurkjördæmi
4. Bjarni Benediktsson Sjálfstæðisflokkur 4,73% Suðvesturkjördæmi
5. Jón Þór Ólafsson Píratar 3,90% Reykjavíkurkjördæmi suður
6. Vigdís Hauksdóttir Framsóknarflokkur 3,86% Reykjavíkurkjördæmi suður
7. Elín Hirst Sjálfstæðisflokkur 3,53% Suðvesturkjördæmi
8. Björt Ólafsdóttir Björt framtíð 3,33% Reykjavíkurkjördæmi norður
9. Freyja Haraldsdóttir Björt framtíð 3,24% Suðvesturkjördæmi
10. Illugi Gunnarsson Sjálfstæðisflokkur 2,97% Reykjavíkurkjördæmi norður
11. Björgvin G. Sigurðsson Samfylking 2,85% Suðurkjördæmi
12. Vilhjálmur Bjarnason Sjálfstæðisflokkur 2,39% Suðvesturkjördæmi
13. Róbert Marshall Björt framtíð 2,35% Reykjavíkurkjördæmi suður
14. Ögmundur Jónasson Vinstri grænir 2,33% Suðvesturkjördæmi
15. Össur Skarphéðinsson Sjálfstæðisflokkur 2,16% Reykjavíkurkjördæmi norður

3.maí 2013

Landskjörstjórn kemur saman á mánudaginn og úrskurðar þá endanlega um úrslit alþingiskosninganna sem haldnar voru sl.laugardag.

29.apríl 2013

Uppbótarsætin – útskýring á úthlutun.

Eins og áður hefur verið greint frá voru uppbótarþingmennirnir eins og segir í töflunni hér að neðan. Þar kemur m.a. fram röðun uppbótarsætanna eftir stjórnmálasamtökum.

1. Helgi Hrafn Gunnarsson Þ-listi R-N
2. Jón Þór Ólafsson Þ-listi R-S
3. Brynhildur Pétursdóttir A-listi NA
4. Birgitta Jónsdóttir Þ-listi SV
5. Óttar Proppé A-listi R-S
6. Lilja Rafney Magnúsdóttir V-listi NV
7. Valgerður Bjarnadóttir S-listi R-N
8. Elín Hirst D-listi SV
9. Páll Valur Björnsson A-listi SU

Landsbyggðarkjördæmi þrjú hafa eitt uppbótarþingsæti hvert en kjördæmin þrjú á höfuðborgarsvæðinu hafa tvö hvert.

1. sæti hlutu Píratar og Helgi Hrafn Gunnarsson í Reykjavík norður þar sem hann hafði hæst hlutfall á bak við sig hjá Pírötum.

2. sæti hlutu Píratar og Jón Þór Ólafsson í Reykjavík suður en hann var með næsthæst hlutfall á bak við sig hjá Pírötum.

3. sæti hlaut Björt framtíð og Brynhildur Pétursdóttir í Norðausturkjördæmi en hún var með hæst hlutfall á bak við sig hjá Bjartri framtíð. Þetta þýðir að sæti Norðausturkjördæmis hefur hlotið fulla tölu þingmanna og aðrir frambjóðendur í því kjördæmi hafa ekki lengur möguleika á kjöri.

4.sæti hlutu Píratar og Birgitta Jónsdóttir í Suðvesturkjördæmi sem hafði þriðja hæsta hlutfall Pírata á bak við sig.

5. sæti hlaut Björt framtíð og Óttar Proppé í Reykjavíkurkjördæmi suður sem hafði annað hæsta hlutfall Bjartrar framtíðar á bak við sig. Reykjavíkurkjördæmi norður hafði þar með hlotið fulla tölu þingmanna.

6. sæti hlaut Vinstrihreyfingin grænt framboð og Lilja Rafney Magnúsdóttir í Norðvesturkjördæmi sem var með hæsta hlutfall Vinstri grænna á bak við sig. Norðvesturkjördæmi hafði þar með hlotið fulla tölu þingmanna.

7. sæti hlaut Samfylkingin og Valgerður Bjarnadóttir í Reykjavíkurkjördæmi norður en hún var með hæsta hlutfall Samfylkingar á bak við sig. Reykjavíkurkjördæmi norður hafði þar með hlotið fulla tölu þingmanna.

8.sæti hlaut Sjálfstæðisflokkurinn og Elín Hirst í Suðvesturkjördæmi. Hún var með fjórða hæsta hlutfall Sjálfstæðisflokksins en þar sem að búið var að úthluta öllum sætum í Norðvesturkjördæmi, Norðausturkjördæmi og Reykjavíkurkjördæmi suður var hún næst inn. Suðvesturkjördæmi hafði þar með hlotið fulla tölu þingmanna.

9.sæti hlaut Björt framtíð og Páll Valur Björnsson í Suðurkjördæmi þar sem uppbótarsæti Suðurkjördæmis var eina sætið sem eftir var og það þrátt fyrir að hann hafi verið sá sjötti í röðinni hjá Bjarti framtíð. En það gerist vegna þess að uppbótarsætin í hinum kjördæmunum fimm hefur öllum þegar verið úthlutað.

Þetta vantaði upp á.

Landið í heild. Síðastur inn eða 63.þingmaðurinn var Páll Valur Björnsson af lista Bjartrar framtíðar í Suðurkjördæmi. Vinstrihreyfinguna grænt framboð vantaði aðeins 231 atkvæði eða 0.12% til að koma að sínum 8. manni að sem hefði þá verið Arndís Soffía Sigurðardóttir. Pírata vantaði 742 atkvæði eða 0,39% til að koma sínum 4.manni að sem hefði verið Smári McCarthy.

Norðvesturkjördæmi. Þar var Jóhanna M. Sigmundsdóttir Framsóknarflokki síðust inn. Lilju Rafneyju Magnúsdóttur Vinstrihreyfingunni grænu framboði vantaði 57 atkvæði til að fella hana eða 0,33%. Eydísi Ingibjörgu Sigþórsdóttur Sjálfstæðisflokki vantaði aðeins 297 atkvæði eða 1,17% til þess sama.

Norðausturkjördæmi. Þar var síðust inn Bjarkey Gunnarsdóttir úr Vinstrihreyfingunni grænu framboði. Ástu Kristínu Sigurjónsdóttur Sjálfstæðisflokki vantaði 273 atkvæði eða 1,16% til að ná sætinu af henni. Brynhildi Pétursdóttur Bjartri framtíð vantaði hins vegar 330 atkvæði eða 1,40% til þess.

Suðurkjördæmi. Vilhjálmur Árnason Sjálfstæðismaður var síðastur inn í Suðurkjördæmi. Fjólu Hrund Björnsdóttur Framsóknarkonu vantaði 231 atkvæði eða 0.86% til að ná af honum sætinu og Arndísi Soffíu Sigurðardóttur vantaði 318 atkvæði eða 1,18%.

Reykjavík norður. Í Reykjavíkurkjördæmi norður var Birgir Ármannsson Sjálfstæðisflokki í síðasta sætinu. Þau sem voru næst því að fella hann voru þau Helgi Hrafn Gunnarsson Pírötum sem vantaði 321 atkvæði eða 0.92% og Valgerður Bjarnadóttir Samfylkingu sem vantaði 460 atkvæði eða 1,31%.

Reykjavík suður. Í Reykjavíkurkjördæmi suður var Helgi Hjörvar Samfylkingu síðastu inn. Næst honum komu þau Jón Þór Ólafsson Pírötum sem vantaði 325 atkvæði eða 0.92% og Sigríður Á. Andersen sem vantaði 552 atkvæði eða 1,52%.

Suðvestur. Katrín Júlíusdóttir Samfylkingu var síðust inn en samt nokkuð örugglega þar sem að Birgittu Jónsdóttur Pírötum vantaði 926 atkvæði eða 1.82% og Margrét Tryggvadóttur Dögun vantaði 1.540 atkvæði eða 3,03% til að ná af henni sætinu.

28.apríl 2013

arinÞróun fylgis flokkanna 2007-2013. Ef horft er til fylgis flokkanna 2007-2013 sést að miklar sveiflur hafa orðið á tímabilinu. Þannig fékk Framsóknarflokkurinn eina bestu útkomu sína langan tíma í kosningunum á laugardag eftir að hafa fengið sína lélegustu kosningu frá stofnun flokksins árið 1916.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur misst meira en 10% fylgis síns frá 2007, en flokkurinn rétti aðeins við í kosningunum á laugardag eftir að hafa fengið sína lélegustu kosningu frá stofnun flokksins í kosningunum 2009.

Á myndinni hér til hægri er hægt að sjá þróun á fylgi flokkanna 2007-2013.

Samfylkingin aftur á móti var eftir síðustu alþingiskosningar stærsti stjórnmálaflokkur landsins en tapaði nú meira en helming fylgis síns og hefur ekki frá stofnun flokksins fengið eins lélega kosningu. Vinstrihreyfingin grænt framboð sem hlaut sína bestu kosningu 2009 tapaði meira en helming fylgis síns og er nú komið niður fyrir það fylgi sem flokkurinn hafði 2007.

Þetta ásamt miklu fylgi nýrra stjórnmálasamtaka sýnir að kjósendur eru síður bundnir við það að kjósa sömu stjórnmálasamtökin kosningar eftir kosningar.

Starfsaldur endurkjörinna þingmanna.  Mikil endurnýjun varð á Alþingi íslendinga í gær. Af þeim sem náðu kjöri voru 28 nýjir þingmenn en 35 endurkjörnir.  Aðeins 10 þingmenn hafa yfir tíu ára starfsreynslu, 5 hafa tíu ára starfsreynslu en 20 þingmenn voru kjörnir 2007 eða seinna.

Starfsaldursforseti er Steingrímur J. Sigfússon en hann hefur verið á Alþingi í 30 ár frá 1983. Næstir honum í starfsaldri koma þeir Einar K. Guðfinnsson og Össur Skarphéðinsson sem tók fyrst sæti á Alþingi 1991. Hér að neðan eru endurkjörnir þingmenn flokkaðir eftir því hvernær þeir tóku sæti á Alþingi.

1983: Steingrímur J. Sigfússon(V).  1991: Einar K. Guðfinnsson(D) og Össur Skarphéðinsson (S). 1995: Pétur H. Blöndal (D) og Ögmundur Jónasson(V). 1999: Kristján L. Möller(S).

2003: Birgir Ármannsson(D), Bjarni Benediktsson(D), Guðlaugur Þór Þórðarson(D), Helgi Hjörvar(S) og Katrín Júlíusdóttir(S).

2007: Árni Páll Árnason(S), Árni Þór Sigurðsson(V), Guðbjartur Hannesson(S), Höskuldur Þórhallsson(B), Illugi Gunnarsson(D), Jón Gunnarsson(D), Katrín Jakobsdóttir(V), Kristján Þór Júlíusson(D), Ragnheiður Elín Árnadóttir(D) og Ragnheiður Ríkharðsdóttir(D). 2008: Eygló Harðardóttir (B).

2009: Ásmundur Einar Daðason(B), Birgitta Jónsdóttir(Þ), Guðmundur Steingrímsson(A), Gunnar Bragi Sveinsson(B), Lilja Rafney Magnúsdóttir(V), Oddný G. Harðardóttir(S), Róbert Marshall(A), Sigmundur Davíð Gunnlaugsson(B), Sigríður Ingibjörg Ingadóttir(S), Sigurður Ingi Jóhannsson(B), Svandís Svavarsdóttir(V), Unnur Brá Konráðsdóttir(D), Valgerður Bjarnadóttir(S) og Vigdís Hauksdóttir(B).

Útstrikanir. Samkvæmt fréttum frá kjörstjórnum var nokkuð um útstikanir í kosningunum í gær. Ekki er búið að fara yfir þær og líklega liggja niðurstöður í því ekki fyrir fyrr en á þriðjudaginn. Í Suðurkjördæmi var nokkuð um útstrikanir, sérstaklega á Ásmundi Friðrikssyni þriðja manni Sjálfstæðisflokks. Einnig munu hafa verið eitthvað um útstrikanir í Suðvesturkjördæmi. Mest er sagt að þær hafi verið á Bjarna Benediktssyni fyrsta manni Sjálfstæðisflokks og Elínu Hirst fimmta manni sama lista. Lítið var um útstrikanir í Norðaustur- og Norðvesturkjördæmi. Í Reykjavíkurkjördæmi suður er áætlað að útstrikanir hafi verið um eitt þúsund. Í Reykjavíkurkjördæmi norður var allnokkuð um útstrikanir, um fimm frambjóðendur mun vera að ræða en ekki fékkst uppgefið um hverja var að ræða.

Þessir þingmenn féllu í gær. Eftirtaldir þingmenn buðu sig fram í kosningunum í gær en náðu ekki kjöri.

Samfylkingin: Björgvin G. Sigurðsson SU , Jónína Rós Guðmundsdóttir NA, Magnús Orri Schram SV, Mörður Árnason R-S, Ólína Þorvarðardóttir NV og Skúli Helgason R-N.  Að auki voru Sigmundur Ernir Rúnarsson NA og Lúðvík Geirsson SV í framboði en í fyrirfram vonlausum sætum.

Vinstrihreyfingin grænt framboð: Álfheiður Ingadóttir R-S.  Björn Valur Gíslason R-N og Ólafur Þór Gunnarsson SV voru í framboði en fyrirfram í vonlausum sætum.

Dögun: Martgrét Tryggvadóttir SV og Þór Saari SU. Þór var í fyrirfram vonlausu sæti..

Regnboginn:  Atli Gíslason R-N og Jón Bjarnason NV.

Nýkjörnir alþingismenn eru eftir kjördæmum:

Sjálfstæðisflokkur(19): Einar K. Guðfinnsson og Haraldur Benediktsson NV, Kristján Þór Júlíusson og Valgerður Gunnarsdóttir NA, Ragnheiður Elín Árnadóttir, Unnur Brá Konráðsdóttir, Ásmundur Friðriksson og Vilhjálmur Árnason SU, Bjarni Benediktsson, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Jón Gunnarsson, Vilhjálmur Bjarnason og Elín Hirst SV, Illugi Gunnarsson, Brynjar Níelsson og Birgir Ármannsson R-N, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Pétur H. Blöndal og Guðlaugur Þór Þórðarson R-S.

Framsóknarflokkur(19): Gunnar Bragi Sveinsson, Ásmundur Einar Daðason, Elsa Lára Arnardóttir og Jóhanna M. Sigmundsdóttir NV, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Höskuldur Þórhallsson, Líneik Anna Sævarsdóttir og Þórunn Egilsdóttir NA, Sigurður Ingi Jóhannsson, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Páll Jóhann Pálsson og Haraldur Einarsson SU, Eygló Þóra Harðardóttir, Willum Þór Þórsson og Þorsteinn Sæmundsson SV, Frosti Sigurjónsson og Sigrún Magnúsdóttir R-N, Vigdís Hauksdóttir og Karl Garðarsson R-S.

Samfylking(9): Guðbjartur Hannesson NV, Kristján L. Möller NA, Oddný G. Harðardóttir SU, Árni Páll Árnason og Katrín Júlíusdóttir SV, Össur Skarphéðinsson og Valgerður Bjarnadóttir(u) R-N, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Helgi Hjörvar R-S.

Vinstrihreyfingin grænt framboð(7): Lilja Rafney Magnúsdóttir(u) NV, Steingrímur J. Sigfússon og Bjarkey Gunnarsdóttir NA, Ögmundur Jónasson SV, Katrín Jakobsdóttir og Árni Þór Sigurðsson R-N og Svandís Svavarsdóttir R-S.

Björt framtíð(6): Brynhildur Pétursdóttir(u) NA, Páll Valur Björnsson(u) SU, Guðmundur Steingrímsson SV, Björt Ólafsdóttir R-N, Róbert Marshall og Óttar Proppé(u) R-S.

Píratar(3): Birgitta Jónsdóttir(u) SV, Helgi Hrafn Gunnarsson(u) R-N og Jón Þór Ólafsson(u)R-S.

Lokaúrslit

Framboð Atkv. Hlutf. Kj. U. Þ.
Sjálfstæðisflokkur 50.454 26,70% 18 1 19
Framsóknarflokkur 46.173 24,43% 19 0 19
Samfylking 24.294 12,85% 8 1 9
Vinstri grænir 20.546 10,87% 6 1 7
Björt framtíð 15.583 8,25% 3 3 6
Píratar 9.647 5,10% 0 3 3
Dögun 5.855 3,10% 0 0 0
Flokkur heimilanna 5.707 3,02% 0 0 0
Lýðræðisvaktin 4.658 2,46% 0 0 0
Hægri grænir 3.262 1,73% 0 0 0
Regnboginn 2.021 1,07% 0 0 0
Landsbyggðarflokkur 326 0,17% 0 0 0
Sturla Jónsson K-listi 222 0,12% 0 0 0
Húmanistaflokkur 126 0,07% 0 0 0
Alþýðufylkingin 118 0,06% 0 0 0
Samtals 188.992 100,00% 54 9 63

Úthlutun uppbótarsæta. Eins og gefur að skilja er ekki hægt að úthluta uppbótarsætum fyrr en að úrslit í liggja fyrir í öllum kjördæmum. Endanleg röðun uppbótarmanna liggur nú fyrir. Þeir eru:

Uppbótarþingmenn
1. Helgi Hrafn Gunnarsson Þ-listi R-N
2. Jón Þór Ólafsson Þ-listi R-S
3. Brynhildur Pétursdóttir A-listi NA
4. Birgitta Jónsdóttir Þ-listi SV
5. Óttar Proppé A-listi R-S
6. Lilja Rafney Magnúsdóttir V-listi NV
7. Valgerður Bjarnadóttir S-listi R-N
8. Elín Hirst D-listi SV
9. Páll Valur Björnsson A-listi SU

Úrslit í Norðvesturkjördæmi. Framsóknarflokkur hlaut 4 þingmenn, Sjálfstæðisflokkur 2 þingmenn og Samfylking 1 þingmann.

NV

Framboð Atkv. Hlutf. Þ.
Björt framtíð 792 4,56% 0
Framsóknarflokkur 6.104 35,17% 4
Sjálfstæðisflokkur 4.282 24,67% 2
Hægri grænir 208 1,20% 0
Flokkur heimilanna 161 0,93% 0
Regnboginn 774 4,46% 0
Lýðræðisvaktin 251 1,45% 0
Landsbyggðarflokkur 326 1,88% 0
Samfylking 2.122 12,23% 1
Dögun 328 1,89% 0
Vinstri grænir 1.470 8,47% 0
Píratar 537 3,09% 0
Gild atkvæði 17.355 100,00% 7
Nr Listi Kjörnir þingmenn Atkvæði
1 B-listi Gunnar Bragi Sveinsson 6.104
2 D-listi Einar K. Guðfinnsson 4.282
3 B-listi Ásmundur Einar Daðason 3.052
4 D-listi Haraldur Benediktsson 2.141
5 S-listi Guðbjartur Hannesson 2.122
6 B-listi Elsa Lára Arnardóttir 2.035
7 B-listi Jóhanna M. Sigmundsdóttir 1.526
Næstir inn:
8 V-listi Lilja Rafney Magnúsdóttir 1.470
9 D-listi Eydís Ingibjörg Sigþórsdóttir 1.427
10 B-listi Sigurður Páll Jónsson 1.221
11 D-listi Sigurður Örn Ágústsson 1.071
12 S-listi Ólína Þorvarðardóttir 1.061

Úrslit í Norðausturkjördæmi. Framsóknarflokkur hlaut 4 þingmenn, Sjálfstæðisflokkur 2 þingmenn, Vinstri grænir 2 þingmenn og Samfylking 1 þingmann.

NV

Framboð Atkv. Hlutf. Þ.
Framsóknarflokkur 8.173 34,62% 4
Sjálfstæðisflokkur 5.327 22,57% 2
Vinstri grænir 3.733 15,81% 2
Samfylkingin 2.505 10,61% 1
Björt framtíð 1.537 6,51% 0
Píratar 716 3,03% 0
Dögun 460 1,95% 0
Lýðræðisvaktin 313 1,33% 0
Ragnboginn 306 1,30% 0
Hægri grænir 296 1,25% 0
Flokkur heimilanna 241 1,02% 0
Gild atkvæði 23.607 100,00% 9
Nr Listi Kjörnir þingmenn Atkvæði
1 B-listi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 8.173
2 D-listi Kristján Þór Júlíusson 5.327
3 B-listi Höskuldur Þórhallsson 4.087
4 V-listi Steingrímur J. Sigfússon 3.733
5 B-listi Líneik Anna Sævarsdóttir 2.724
6 D-listi Valgerður Gunnarsdóttir 2.664
7 S-listi Kristján L. Möller 2.505
8 B-listi Þórunn Egilsdóttir 2.043
9 V-listi Bjarkey Gunnarsdóttir 1.867
Næstir inn:
10 D-listi Ásta Kristín Sigurjónsdóttir 1.776
11 B-listi Hjálmar Bogi Hafliðason 1.635
12 A-listi Brynhildur Pétursdóttir 1.537
13 B-listi Guðmundur Gíslason 1.362
14 D-listi Jens Garðar Helgason 1.332

Úrslit í Suðvesturkjördæmi. Sjálfstæðisflokkur hlaut 4 þingmenn, Framsóknarflokkur 3 þingmenn, Samfylking 2 þingmenn, Vinstri grænir 1 þingmann og Björt framtíð 1 þingmann.

SV

Framboð Atkv. Hlutf. Þ.
Sjálfstæðisflokkur 15.608 30,71% 4
Framsóknarflokkur 10.944 21,53% 3
Samfylking 6.932 13,64% 2
Björt framtíð 4.687 9,22% 1
Vinstri grænir 3.995 7,86% 1
Píratar 2.541 5,00% 0
Dögun 1.927 3,79% 0
Flokkur heimilanna 1.838 3,62% 0
Lýðræðisvaktin 1.241 2,44% 0
Hægri grænir 925 1,82% 0
Regnboginn 188 0,37% 0
Gild atkvæði 50.826 100,00% 11
Nr Listi Kjörnir þingmenn Atkvæði
1 D-listi Bjarni Benediktsson 15.608
2 B-listi Eygló Þóra Harðardóttir 10.944
3 D-listi Ragnheiður Ríkharðsdóttir 7.804
4 S-listi Árni Páll Árnason 6.932
5 B-listi Willum Þór Þórsson 5.472
6 D-listi Jón Gunnarsson 5.203
7 A-listi Guðmundur Steingrímsson 4.687
8 V-listi Ögmundur Jónasson 3.995
9 D-listi Vilhjálmur Bjarnason 3.902
10 B-listi Þorsteinn Sæmundsson 3.648
11 S-listi Katrín Júlíusdóttir 3.466
Næstir inn:
12 D-listi Elín Hirst 3.122
13 B-listi Sigurjón Norberg Kjærnested 2.736
14 D-listi Óli Björn Kárason 2.601
15 Þ-listi Birgitta Jónsdóttir 2.541
16 A-listi Freyja Haraldsdóttir 2.344

Úrslit í Suðurkjördæmi. Úrslit liggja fyrir í Suðurkjördæmi. Framsóknarflokkur hlaut 4 þingmenn, Sjálfstæðisflokkur hlaut 4 þingmenn og Samfylkingin 1 þingmann.

SU

Framboð Atkv. Hlutf. Þ.
Framsóknarflokkur 9.262 34,46% 4
Sjálfstæðisflokkur 7.594 28,26% 4
Samfylking 2.734 10,17% 1
Vinstri grænir 1.581 5,88% 0
Píratar 1.268 4,72% 0
Björt framtíð 1.202 4,47% 0
Dögun 904 3,36% 0
Flokkur heimilanna 786 2,92% 0
Hægri grænir 702 2,61% 0
Lýðræðisvaktin 431 1,60% 0
Regnboginn 412 1,53% 0
Gild atkvæði 26.876 100,00% 9
Nr Listi Kjörnir þingmenn Atkvæði
1 B-listi Sigurður Ingi Jóhannsson 9.262
2 D-listi Ragnheiður Elín Árnadóttir 7.594
3 B-listi Silja Dögg Gunnarsdóttir 4.631
4 D-listi Unnur Brá Konráðsdóttir 3.797
5 B-listi Páll Jóhann Pálsson 3.087
6 S-listi Oddný G. Harðardóttir 2.734
7 D-listi Ásmundur Friðriksson 2.531
8 B-listi Haraldur Einarsson 2.316
9 D-listi Vilhjálmur Árnason 1.899
Næstir inn:
10 B-listi Fjóla Hrund Björnsdóttir 1.852
11 V-listi Arndís Soffía Sigurðardóttir 1.581
12 B-listi Sandra Rán Ásgrímsdóttir 1.544
13 D-listi Geir Jón Þórisson 1.519
14 S-listi Björgvin G. Sigurðsson 1.367

Úrslit Reykjavík norður. Úrslit liggja fyrir í Reykjavíkurkjördæmi norður. Sjálfstæðisflokkur hlaut 3 þingmenn, Framsóknarflokkur 2 þingmenn, Vinstri grænir 2 þingmenn, Samfylking 1 þingmann og Björt framtíð 1 þingmann.

R-N

Framboð Atkv. Hlutf. Þ.
Sjálfstæðisflokkur 8.180 23,35% 3
Framsóknarflokkur 5.759 16,44% 2
Vinstri grænir 5.488 15,67% 2
Samfylking 4.994 14,26% 1
Björt framtíð 3.576 10,21% 1
Píratar 2.406 6,87% 0
Lýðræðisvaktin 1.397 3,99% 0
Flokkur heimilanna 1.287 3,67% 0
Dögun 1.073 3,06% 0
Hægri grænir 556 1,59% 0
Regnboginn 180 0,51% 0
Húmanistaflokkur 71 0,20% 0
Alþýðufylkingin 64 0,18% 0
Gild atkvæði 35.031 100,00% 9
Nr Listi Kjörnir þingmenn Atkvæði
1 D-listi Illugi Gunnarsson 8.180
2 B-listi Frosti Sigurjónsson 5.759
3 V-listi Katrín Jakobsdóttir 5.488
4 S-listi Össur Skarphéðinsson 4.994
5 D-listi Brynjar Níelsson 4.090
6 A-listi Björt Ólafsdóttir 3.576
7 B-listi Sigrún Magnúsdóttir 2.880
8 V-listi Árni Þór Sigurðsson 2.744
9 D-listi Birgir Ármannsson 2.727
Næstir inn:
10 S-listi Valgerður Bjarnadóttir 2.497
11 Þ-listi Helgi Hrafn Gunnarsson 2.406
12 D-listi Ingibjörg Óðinsdóttir 2.045
13 B-listi Þorsteinn Magnússon 1.920
14 V-listi Steinunn Þóra Árnadóttir 1.829

Úrslit í Reykjavík suður. Úrslit liggja fyrir í Reykjavíkurkjördæmi suður. Sjálfstæðisflokkur hlaut 3 þingmenn, Framsóknarflokkur 2 þingmenn, Samfylking 2 þingmenn, Vinstri grænir 1 þingmann og Björt framtíð 1 þingmann. Uppbótarþingsætin tvö í Reykjavíkurkjördæmi suður eru ekki ráðin  fyrr en úrslit liggja fyrir á landinu öllu.

R-S

Framboð Atkv. Hlutf. Þ.
Sjálfstæðisflokkur 9.463 26,81% 3
Framsóknarflokkur 5.931 16,80% 2
Samfylking 5.007 14,19% 2
Vinstri grænir 4.279 12,12% 1
Björt framtíð 3.789 10,73% 1
Píratar 2.179 6,17% 0
Flokkur heimilanna 1.394 3,95% 0
Dögun 1.163 3,29% 0
Lýðræðisvaktin 1.025 2,90% 0
Hægri grænir 575 1,63% 0
Sturla Jónsson 222 0,63% 0
Regnboginn 161 0,46% 0
Húmanistaflokkur 55 0,16% 0
Alþýðufylkingin 54 0,15% 0
Gild atkvæði 35.297 100,00% 9
Nr Listi Kjörnir þingmenn Atkvæði
1 D-listi Hanna Birna Kristjánsdóttir 9.463
2 B-listi Vigdís Hauksdóttir 5.931
3 S-listi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir 5.007
4 D-listi Pétur H. Blöndal 4.732
5 V-listi Svandís Svavarsdóttir 4.279
6 A-listi Róbert Marshall 3.789
7 D-listi Guðlaugur Þór Þórðarson 3.154
8 B-listi Karl Garðarsson 2.966
9 S-listi Helgi Hjörvar 2.504
Næstir inn:
10 D-listi Sigríður Á. Andersen 2.366
11 Þ-listi Jón Þór Ólafsson 2.179
12 V-listi Álfheiður Ingadóttir 2.140
13 B-listi Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir 1.977
14 A-listi Óttar Proppé 1.895

27. apríl 2013

Þingmannaspá Kosningasögu Til gamans birtir Kosningasaga kosningaspá sína um hverjir verða þingmenn í alþingismenn í alþingiskosningunum sem lýkur fljótlega. (u) merkir að viðkomandi verður uppbótarmaður. Eftir flokkum og kjördæmum:

Sjálfstæðisflokkur (19+1) Einar K. Guðfinnsson og Haraldur Benediktsson NV, Kristján Þór Júlíusson, Valgerður Gunnarsdóttir og Ásta Kristín Sigurjónsdóttir NA, Ragnheiður Elín Árnadóttir, Unnur Brá Konráðsdóttir, Ásmundur Friðriksson og Vilhjálmur Árnason (SU), Bjarni Benediktsson, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Jón Gunnarsson, Vilhjálmur Bjarnason og Elín Hirst SV, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Pétur H. Blöndal og Guðlaugur Þór Þórðarson R-S, Illugi Gunnarsson, Brynjar Níelsson og Birgir Ármannsson(u) R-N.

Framsóknarflokkur (18+0) Gunnar Bragi Sveinsson, Ásmundur Einar Daðason, Elsa Lára Arnardóttir og Jóhanna M. Sigmundsdóttir NV, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Höskuldur Þórhallsson, Líneik Anna Sævarsdóttir og Þórunn Egilsdóttir NA, Sigurður Ingi Jóhannsson, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Páll Jóhann Pálsson og Haraldur Einarsson SU, Eygló Þóra Harðardóttir, Willum Þór Þórsson og Þorsteinn Sæmundsson SV, Vigdís Hauksdóttir og Karl Garðarsson R-S og Frosti Sigurjónsson R-N.

Samfylking (9+1) Guðbjartur Hannesson NV, Kristján L. Möller NA, Oddný G. Harðardóttir SU, Árni Páll Árnason og Katrín Júlíusdóttir SV, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Helgi Hjörvar R-S, Össur Skarphéðinsson, Valgerður Bjarnadóttir og Skúli Helgason (u)R-N.

Vinstri grænir (5+2) Lilja Rafney Magnúsdóttir(u) NV, Steingrímur J. Sigfússon NA, Ögmundur Jónasson(SV), Svandís Svavarsdóttir og Álfheiður Ingadóttir(u)R-S, Katrín Jakobsdóttir og Árni Þór Sigurðsson R-N.

Björt framtíð (2+2) Brynhildur Pétursdóttir (u) NA, Guðmundur Steingrímsson(u) SV, Róbert Marshall (R-S) og Björt Ólafsdóttir (R-N).

Píratar (1+3) Smári McCarthy(u) SU, Birgitta Jónsdóttir(u) SV, Jón Þór Ólafsson(u) R-S og Helgi Hrafn Gunnarsson R-N.

Eins og allir væntanlega vita er kosið til Alþingis í dag. Ekki hafa neinar fréttir komið af hnörkum við kosningarnar.

26.apríl 2013

Alls hafa 32.600 greitt atkvæði utan kjörfundar eða 13,7% af þeim sem eru á kjörskrá.Til samanburðar að þá greiddu samtals 24.309 atkvæði utan kjörfundar 2009.

KonnunSíðasta skoðanakönnunin fyrir þessar alþingiskosningar var birt í kvöldfréttum ríkisútvarpsins í kvöld. Sjá hér til hægri til samanburðar við könnun Félagsvísindastofnunar sem birtist í Morgunblaðinu. Helsti munur á þessum könnunum er að Sjálfstæðisflokkurinn nýtur meira fylgis í könnun Capacent en Framsóknarflokkurinn er með nokkurn veginn sama fylgi í báðum könnunum. Í könnun Capacent nýtur Samfylkingin meira fylgis en í könnun Félagsvísindastofnunar en því er öfugt farið með Bjartra framtíð, Vinstrihreyfingarinnar græns framboð og Pírata. Önnur framboð mælast allnokkuð undir 5%. Önnur framboð en á myndinni eru með minna en 1%.

Ef úrslit yrðu eins og skoðanakönnun Capacent segir til um fengi Sjálfstæðisflokkur 20 þingmenn, Framsóknarflokkur 18, Samfylkingin 10, Vinstrihreyfingin grænt framboð 7, Björt framtíð 4 og Píratar 4.

Vegna slæmrar veðurspár hafa verið gerðar ráðstafnir um að atkvæði verði hugsanlega talin á Ísafirði fyrir norðanverða Vestfirði ef veðurspáin gengur eftir. Það yrði í fyrsta skipti sem atkvæði í núverandi kjördæmum yrðu ekki talin öll á sama stað.

Um miðjan dag í gær höfðu um 27 þúsund manns greitt atkvæði utan kjörfundar. Til samanburðar að þá greiddu samtals 24.309 atkvæði utan kjörfundar 2009.

Fréttablaðið birtir í morgun skoðanakönnun sem unnin var fyrir blaðið og Stöð2. Aðeins munar um 0,1-0,2% á fylgi framboða frá könnuninni sem birt var á Stöð2 í gærkvöldi.

25.apríl 2013

kannanirÞrjár skoðanakannanir hafa verið birtar í dag. Í þeim hefur Sjálfstæðisflokkur mælst með 23%-26,7%, Framsóknarflokkur mælist með 22,4%-25,6%, Samfylking 13%-14,8%, Vinstrihreyfingin grænt framboð 10,8%-11,6% og Píratar 6,4%-7,5%. Þessir flokkar eiga því möguleika á að fá kjörna þingmenn.

Þau framboð sem eru undir 5% eru Dögun sem mælist með 2,9%-3,2%, Flokkur heimilanna 1,4%-2,7%, Hægri grænir með 1,3%-2,8% og Lýðræðisvaktin 2%-3,5%. Önnur framboð eru með mun minna fylgi. Á morgun er boðuð stór könnun frá Capacent Gallup, líklega skipt niður á kjördæmi og líklega mun Morgunblaðið birta kjördæmaskiptingu á könnun Félagsvísindastofnunar sem birtist í morgun.

Eins og greint hefur verið frá er einn frambjóðandi Flokks heimilanna á framboðslistum flokksins í tveimur kjördæmum. Landskjörstjórn telur líklegt að málinu verði vísað til lögreglu en telur að Landskjörstjórn beri ekki ábyrgð sem eftirlitsaðili.

Stod2Stöð2 birti skoðanakönnun sína í kvöldfréttatímanum. Í henni er Framsóknarflokkurinn stærstur en Sjálfstæðisflokkurinn tæpum þremur prósentustigum minni en báðir flokkar ásamt Bjartri framtíð hafa misst nokkuð fylgi frá könnun sem birt var í gær. Samfylking og Vinstrihreyfingin grænt framboð bæta við sig en Píratar standa í stað. Eins og í öðrum könnunum eru önnur framboð nokkuð langt frá 5% markinu og því ólíkleg til að ná inn þingmönnum.

Rúmlega 27.000 manns höfðu greitt atkvæði um miðjan dag eða 11,3%.

MMRMMR birti nýja skoðanakönnun í dag. Þar hlýtur Sjálfstæðisflokkur mest fylgi sem er samt heldur minna en í könnun MMR fyrir viku. Heldur dregur úr fylgi Framsóknarflokks, Bjartrar framtíðar og Samfylkingar á með að Vinstri grænir bæta nokkuð ákveðið við sig og Píratar minnimáttar. Lýðræðisvaktin og Flokkur heimilanna eru samkvæmt þessari könnun næst 5% markinu með 3,5% og 2,9% fylgi. Aðrir mælast með innan við 2% en þó vekur athylgi að framboð Sturlu Jónssonar mælist með 0.8% en flokkurinn býður að eins fram í Reykjavíkurkjördæmi suður.

Yfir 25.000 manns höfðu greitt atkvæði í gær sem eru 10,5% af þeim sem eru á kjörskrá

Fél.vísMorgunblaðið birtir í morgun nýja skoðanakönnun frá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Helstu breytingar frá síðustu könnun Félagsvísindastofnunar er að Framsóknarflokkurinn gefur eftir á meðan að Samfylking og Vinstihreyfingin grænt framboð bæta stöðu sína. Björt framtíð, Píratar og Sjálfstæðisflokkur eru með svipað fylgi og síðast. Af þeim flokkum sem ekki ná 5% markinu og manni kjörnum er Dögun stærst með 3,2%, Hægri grænir 2,8% og Lýðræðisvaktin 2,6% og verður að teljast ótrúlegt að þessir flokkar nái að bæta við sig það miklu fylgi á síðustu metrunum að þeir nái inn.

Félagsvísindastofnun reiknaði út þingsæti í könnuninni niður á kjördæmi. Framsóknarflokkur fengi 20 þingsæti, Sjálfstæðisflokkur 18, Samfylkingin 9, Vinstrihreyfingin grænt framboð 7, Björt framtíð 5 og Píratar 4. Eina tveggja flokka stjórnin sem væri í þessum spilum væri stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks.

24. apríl 2013 

Í Hrunamannahreppi verður íbúakosning um skipulagsmál á laugardaginn samhliða alþingiskosningunum. Kosning snýst um hvort leysa eigi umferðarmál á Flúðum.

Á kosningavef innanríkisráðuneytisins er að finna gagnlegar upplýsingar varðandi framkvæmd komandi alþingiskosninga og ýmsa tölfræði varðandi framboð. Sjá.

23. apríl 2013 

Í ljós hefur komið að sami einstaklingur er bæði á lista Flokks heimilanna í Reykjavíkurkjördæmi norður og Norðvesturkjördæmi. Sá heitir Rúnar Páll Rúnarsson og er í 8.sæti í Norðvesturkjördæmi og í 22. sæti í Reykjavíkurkjördæmi norður. Ljóst er að þarna er um handvömm Flokks heimilanna að ræða en líka Landskjörstjórnar að tékka ekki á hvort að sama kennitalan komi oftar fyrir en einu sinni á framboðslistum landsins.

Nálægt 20.000 kjósendur hafa greitt atkvæði utan kjörfundar sem eru um 8,4% þeirra sem eru á kjörskrá. Búast má við að utankjörfundaratkvæði verði mörg þar sem að á fimmtudaginn er sumardagurinn fyrsti og því líklegt að margir taki langa helgi.

loghLögheimili frambjóðenda og kjördæmi. Heimilt er þeim eru kjörgengir að bjóða sig fram í hverju því kjördæmi sem þeim dettur í hug óháð lögheimili. Mismunandi er eftir flokkum og kjördæmum hversu hátt hlutfall frambjóðenda er með lögheimili í viðkomandi kjördæmi (í þessari umfjöllun eru Reykjavíkurkjördæmin talin sem eitt kjördæmi).

Hæst er hlutfallið í Norðvesturkjördæmi þar sem rúmlega fjórðungur frambjóðenda eða 27,1% er ekki með lögheimili í kjördæminu. Í öðrum kjördæmum fyrir utan Reykjavík er hlutfallið 21-23% og í Reykjavík 17%.

Hjá einstökum flokkum er hlutfallið hæst hjá Pírötum þar sem rúmlega helmingur (54,8%) frambjóðenda á ekki í lögheimili í því kjördæmi þar sem þeir bjóða sig fram. Reyndar er hlutfallið 81,3% í Norðvesturkjördæmi og um 70% í Suðvestur- og Norðausturkjördæmi. Þá er það um 60% í Suðurkjördæmi.

Hjá Hægri grænum er hlutfallið rúmlega 40% en hæst fer það hjá flokknum í Norðausturkjördæmi þar sem það er 80%, í Norðvesturkjördæmi þar sem hlutfallið er 75% og í Suðurkjördæmi þar sem hlutfallið er 50%. Húmanistaflokkurinn og Alþýðufylkingin sem aðeins bjóða fram í Reykjavíkurkjördæmunum er með um 40% frambjóðenda sinna utan Reykjavíkur. Um fjórðungur frambjóðenda Lýðræðisvaktarinnar og Sturla Jónssonar K-lista eru með lögheimili utan kjördæmis.

Lægst er hins vegar hlutfallið hjá Framsóknarflokki, Sjálfstæðisflokki, Samfylkingu og Vinstrihreyfingunni grænu framboði þar sem það er á bilinu 4-5,6%.

21. apríl 2013

Áætlað er að um 11.000 manns hafi nú greitt atkvæði utan kjörfundar eða rúmlega 4,5% þeirra sem eru á kjörskrá.

19. apríl 2013

Ein vika til alþingiskosninga. Nú er aðeins vika til alþingiskosninga. Síðustu framboðslistarnir birtust ekki fyrr en í þessari viku í auglýsingu yfirkjörstjórnar. Alls komu fimmtán framboð fram, þar af ellefu í öllum kjördæmum. Í þessari viku hafa birst fjórar skoðanakannanir en í þessari umfjöllun verður stuðst við kannanir MMR og Capacent sem birtust á fimmtudag og könnun Félagsvísindastofnunar sem birtist í morgun.

Framsóknarflokkur tapar fylgi í fyrsta skipti síðan í janúar sl. Flokkur mælist með 25,6% – 28,1%. Þetta fylgi myndi skila flokknum 18-21 þingsætum. Flokkurinn myndi samkvæmt þessu tvöfalda þingmannatölu sína.

Sjálfstæðisflokkur bætir við sig fylgi eftir að hafa tapað fylgi nær stöðugt frá því í janúar. Flokkur mældist með 24,1% – 27,5%. Það myndi skila flokknum 17-20 þingmönnum á móti 16 þingmönnum í kosningunum 2009.

Samfylkingin mælist með 12,2%-15,2% sem er heldur meira en í síðustu könnunum þar á undan en lítið meira en í seinnihluta mars. Yrði þetta niðurstaða kosninga myndi það skila flokknum 9-10 þingmönnum og flokkurinn myndi því tapa helmingi þingmanna sinna en Samfylkingin hlaut 20 þingmenn í síðustu kosningum.

Vinstrihreyfingin grænt framboð mælist með 8,1%-9,3% sem er svipað fylgi og undanfarnar vikur. Þetta myndi skila flokknum 5-6 þingmönnum. Flokkurinn hlaut 14 þingmenn í kosningunum 2009 og myndi því tapa 8-9 þingsætum.

Björt framtíð mælist með 7,4%-8,3% og hefur dregist saman frá því að flokkurinn toppaði í skoðanakönnunum í janúar. Það myndi skila flokknum 5-6 þingmönnum.

Píratar hafa verið á miklu flugi síðustu vikur og mælast nú með 6,3%-8,4% sem myndi skila þeim 4-6 þingmönnum. Flokkurinn stóð í erfiðri umræðu um síðustu helgi varðandi ákveðna frambjóðendur flokksins og spurning hvort það kemur til að hafa áhrif á fylgi flokksins.

Önnur framboð ná ekki 5% markinu og virðast ekki vera að bæta við sig þannig að þau séu líkleg til að ná 5% fylgi. A.m.k. virðist mikið þurfa að breytast á síðustu metrunum til þess að svo verði.

Dögun sem til varð m.a. upp úr Hreyfingunni, Borgarahreyfingunni og Frjálslynda flokknum mælist með 3,0%-3,6% og virðist flokkurinn ekki vera að bæta við sig eins og hann þyrfti til að ná mönnum kjörnum.

Lýðræðisvaktin sem m.a. var stofnuð af fólki úr stjórnlagaráði mældist framan með um og yfir 3% atkvæða en er heldur á niðurleið og mælist nú með 2,2%-3,0%.

Flokkur heimilanna mælist með 0,8%-2,2% sem er svipað og heldur minna en í undanförnum könnunum.

Hægri grænir virðast vera heillum horfnir eftir að Guðmundur Franklín Jónsson formaður flokksins reyndist ekki vera kjörgengur og mælist nú með 1,2%-1,7% fylgi sem er ekki nema helmingur til þriðjungur þess fylgis sem flokkurinn mældist með.

Regnbogi Jóns Bjarnason, Atla Gíslason, Bjarna Harðarsonar o.fl. mælist nú með 0,4%-0,6% fylgi. Ekki eru upplýsingar um hvort að það er eitthvað mismunandi eftir kjördæmum en ólíklegt verður að teljast að þeir nái kjördæmakjörnum þingmönnum en að ná 5% markinu virðist ákaflega fjarlægt.

Alþýðufylkingin sem býður fram í Reykjavíkurkjördæmunum mælist með 0,6% í einni könnuninni en með undir 0,1% í annarri.

Landsbyggðarflokkurinn sem aðeins býður fram í Norðvesturkjördæmi, Húmanistaflokkurinn sem býður fram í Reykjavíkurkjördæmunum og Sturla Jónsson, K-listi sem býður fram í Reykjavíkurkjördæmi suður mælast með lítið sem ekkert fylgi.

félvMorgunblaðið í morgun birtir nýja skoðanakönnun gerða af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Könnunin sýnir sömu tilhneigingar og þær kannanir sem birtust í gær.

Sjá mynd til hægri sem sýnir þrjár síðustu kannanir Félagsvísindastofnunar.

Samkvæmt könnuninni bætir Sjálfstæðisflokkur við sig fylgi eftir að hafa tapað verulega frá síðustu könnun. Framsóknarflokkur tapar nokkrum prósentum og er á sama stað og í könnun sem gerð var í lok mars. Samfylking er heldur á niðurleið í þessari könnun, þó litlu muni og Vinstrihreyfingin grænt framboð bætir minni háttar við sig. Af nýju framboðunum er Björt framtíð að tapa 3,5% eða næstum þriðjungi fylgis síns frá síðustu tveimur könnunum. Píratar eru hins vegar enn á uppleið samkvæmt þessari könnun.

Af þeim framboðum sem eru undir 5% markinu er Lýðræðisvaktin og Dögun stærst með um 3% hvort framboð, Flokkur heimilanna með rúm 2% og Hægri grænir með rúmlega 1,5%.

Ef þingmönnum væri skipt eftir þessum tölum fengi Framsóknarflokkur 21 þingsæti, Sjálfstæðisflokkur 18, Samfylkingin 9, Vinstrihreyfingin grænt framboð 6, Björt framtíð 5 og Píratar 4.

18.apríl 2013

CapacentRíkisútvarpið birti í dag skoðanakönnun frá Capacent Gallup. Hún sýnir sömu tilhneigingu og könnun MMR sem birt var fyrr í dag.

Sjá mynd til hægri sem sýnir samanburð fjögurra síðustu kannana Capacent-Gallup. 

Sjálfstæðisflokkur bætir við sig fylgi og Framsóknarflokkur missir fylgi. Í könnun Capacent mælist Framsóknarflokkur stærri en Sjálfstæðisflokkur, öfugt við það sem var hjá MMR. Píratar bæta við sig í þessari könnun. Björt framtíð tapar fylgi og eru komnir ofan í 8%. Vinstri grænir eru með tæp 9% og eru á svipuðum stað og í mars. Samfylking mælist með 15% sem er sama fylgi og í seinni hluta mars. Dögun mælist með 3% eins og í könnun MMR og er því nokkuð frá 5% markinu. Lýðræðisvaktin er með 2,6%. Flokkur heimilanna og Hægri grænir eru með rúmt 1% og Regboginn með 0,6%. Fjögur framboð, Alþýðufylkingin, Landsbyggðarflokkurinn, Húmanistaflokkurinn og Sturla Jónsson K-lista mældust ekki í könnuninni.

MMRSkoðanakannanafyrirtækið MMR birti skoðanakönnuní dag.

Sjá mynd til hægri sem sýnir samanburð fjögurra síðustu kannana MMR.

Helstu niðurstöður eru að Sjálfstæðisflokkurinn hefur bætt nokkuð við sig frá fyrri könnunum og mælist nú stærsti flokkurinn. Á móti hefur Framsóknarflokkurinn gefið marktækt eftir. Þá hafa ríkisstjórnarflokkarnir, Samfylking og Vinstrihreyfingin grænt framboð bætt aðeins við sig frá í síðustu viku en standa í stað ef litið er lengra aftur í tímann. Björt framtíð missir aðeins fylgi og sama er að segja um Pírata. Aðrir flokkar og framboð mælast með minna en 5%. Þar af er Dögun stærst með 3,6% og stendur í stað milli vikna. Lýðræðisvaktin er með 2,2% og Hægri grænir 1,7% en dregið hefur úr fylgi þessara framboða. Aðrir mælast með minna en 1% fylgi en Sturla Jónsson K-listi mælist ekki.

Ef þingmönnum er skipt eftir þessum tölum fengi Sjálfstæðisflokkur 20 þingsæti, Framsóknarflokkur 18, Samfylking 9-10, Björt framtíð 6, Vinstrihreyfingin grænt framboð 5-6 og Píratar 4.

Tæplega 5800 manns hafa greitt atkvæði utan kjörfundar.

fjorirÍ gær birtist skoðanakönnun á Stöð 2 um fylgi flokkanna. Ef hún er borin saman við síðustu kannanir frá Capacent, Félagsvísindastofnun og MMR kemur í ljós að Sjálfstæðisflokkurinn hefur meira fylgi í þessari könnun en hinum þremur og að Samfylkingin kemur aðeins betur út. Framsóknarflokkur og Vinstrihreyfingin grænt framboð eru á svipuðu róli og áður. Björt framtíð kemur hins vegar mun verr út en í hinum könnunum og Píratar ver út er í MMR könnuninni, en það var besta mæling sem flokkurinn hafði fengið. Möguleiki er að neikvæð umræða um einstaka frambjóðendur flokksins hafi áhrif í þessari könnun. Aðrir flokkar sem ná yfir 1% eru Dögun, Flokkur heimilanna og Lýðræðisvaktin án þess að vera teljast enn sem komið er líklegir til að ná 5% markinu.

17. apríl 2013

Landskjörstjórn hefur birt auglýsingu um framboðslista fyrir komandi alþingiskosningar. Listarnir hafa verið settir inn á kjördæmissíðu hvers kjördæmis hér á vefnum. Sjá – Norðvesturkjördæmi – Norðausturkjördæmi – Suðurkjördæmi – Suðvesturkjördæmi – Reykjavíkurkjördæmi suður – Reykjavíkurkjördæmi norður.

16. apríl 2013

Á fundi Landskjörstjórnar í dag voru staðfest þau fimmtán framboð sem yfirkjörstjórnir kjördæmanna höfðu áður samþykkt.

Í síðustu alþingiskosningum hlutu þeir 10 frambjóðendur í töflunni hér að neðan hlutfallslega flestar útstrikanir eða voru færðir niður um sæti af kjósendum síns lista. Af þeim eru nú í framboði Guðlaugur Þór, Össur, Björgvin G. og Kristján Þór.

Kolbrún Halldórsdóttir VG 24,59%
Guðlaugur Þór Þórðarson Sj. 23,92%
Árni Johnsen Sj. 19,60%
Steinunn Valdís Óskarsdóttir Sf. 12,72%
Össur Skarphéðinsson Sf. 11,74%
Þráinn Bertelsson B.h. 9,35%
Þórunn Sveinbjarnardóttir Sf. 8,67%
Björgvin G. Sigurðsson Sf. 8,65%
Kristján Þór Júlíusson Sj. 8,36%
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Sj. 7,94%

Tæplega 4.200 manns hafa greitt atkvæði utankjörfundar.

Á kjörskrárstofnum þeim, sem Þjóðskrá Íslands hefur unnið vegna alþingiskosninganna 27. apríl 2013 eru 237.957 kjósendur, sem er um 4,4% fjölgun frá alþingiskosningunum 25. apríl 2009 þegar 227.843 kjósendur voru á kjörskrá. Kjósendum hefur því fjölgað um 10.114 eða 4,4%. Fjöldi karla og kvenna er svo til jafn, konur eru 119.300 en karlar 118.657. Sjá nánar.

Frá alþingiskosninguum 2009 hefur þeim fjölgað mest í Suðvesturkjördæmi eða um 4.952 en minnst í Norðvesturkjördæmi um 47. Kjósendum í Reykjavík fjölgaði um 3.259 (í báðum kjördæmum) en næst á eftir kom Garðabær þar sem kjósendum fjölgaði um 2.860, næst koma síðan Kópavogur með 1.679 kjósenda fjölgun og Hafnarfjörður með 1.426 kjósenda fjölgun. Í Garðabæ var einnig mesta hlutfallslega fjölgunin eða yfir 30%. Þar á eftir kom Kjósarhreppur með rúmlega 15% fjölgun og Mosfellsbær með rúmlega 11%.

Mest fækkun í einstökum sveitarfélögum var í Ísafjarðarbæ þar sem fækkaði um 81, í Sandgerði þar sem fækkaði um 56 og í  Dalvíkurbyggð þar sem fækkaði um 51. Mesta hlutfallslega fækkunin varð hins vegar í Súðavíkurhreppi og Borgarfjarðarhreppi (eystra) þar sem fækkaði um 9% á kjörskrá. Í Djúpavogshreppi fækkaði um tæp 6% og rúmlega 5% í Tálknafjarðarhreppi, Skaftárhreppi og Sandgerði.

15. apríl 2013 

Kjörstjórn í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur samþykkt alla framkomna framboðslista í kjördæminu. Þá hafa allar kjörstjórnir samþykkt alla framkomna lista og hafnað öllum einstaklingsframboðum. Nú tekur landskjörstjórn við og birtir væntanlega auglýsingu á morgun um hverjir eru í framboði.

MMRNý skoðanakönnun frá MMR birtist í hádeginu. Framsóknarflokkur og Píratar bæta áfram við sig fylgi en sú breyting er að fylgi Sjálfstæðisflokks eykst lítillega frá síðustu könnun eftir hafa dregist mikið saman undanfarnar vikur. Fylgi Bjartrar framtíðar er svipað og í síðustu könnun á meðan að fylgi Samfylkingar og Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs dregst áfram saman. Sjá nánar á mynd til hægri.

Af þeim framboðum sem eru undir 5% er Dögun stærst með 3,6% og hefur bætt nokkuð við sig. Næststærst er Lýðræðisvaktin með 3% og hefur fylgi hennar heldur dregist saman. Fylgi Hægri grænna dregst saman og nú um 1%. Aðrir mælast með undir 1% og þar af mælast Regnboginn og Húmanistaflokkurinn og Alþýðufylkingin ekki með neitt fylgi.

Ef þingmönnum væri skipt fengi Framsóknarflokkurinn 24 þingmenn, Sjálfstæðisflokkurinn 16, Samfylking 7, Björt framtíð 6, Píratar 6 og Vinstrihreyfingin grænt framboð 4 þingmenn.

14. apríl 2013 

Kjörstjórnir í Reykjavíkurkjördæmi norður, Suðurkjördæmi, Suðvesturkjördæmi, Norðvesturkjördæmi og Norðausturkjördæmi hafa úrskurðað alla framboðslista sem komu fram í kjördæminu gilda.  Í Reykjavíkurkjördæmi suður hafa sex framboð frest til hádegis á morgun til að finna meðmælendur í stað þeirra sem úrskurðaðir voru ógildir.

Tæplega 2.500 manns hafa greitt atkvæði utan kjörfundar.

13. apríl 2013

Kjörstjórnir hafa verið að fara yfir framboðs- og meðmælendalista í dag. Ljóst er að nokkrir listanna uppfylla ekki skilyrði og hafa aðstandendur þeirra fengið tækifæri til að laga það sem upp á vantar. Þá hefur einstaklingsframboðum nokkurra einstaklinga verið vísað frá á þeim forsendum að þau séu ekki í samræmi við lög. Sá úrskurður mun verða kærður.

Tvær vikur til alþingiskosninga

Á hádegi í gær rann út framboðsfrestur fyrir komandi alþingiskosningar. Kjörstjórnir eiga eftir að fara yfir framboðs- og meðmælendalista og líklegt er að flestar kjörstjórnir fundi með fulltrúum framboða í dag. Sé eitthvað ábótavant við framboðin er líklegt að þau fái sólarhringsfrest til að bæta þar úr. Einnig verður væntanlega úrskurðað um hvort að einstaklingsframboð nokkurra einstaklinga í kjördæmum á höfuðborgarsvæðinu séu gild. Í umfjölluninni hér að neðan verður farið yfir þau fimmtán framboð sem skiluðu inn framboðum. Mæling á fylgi þeirra í síðustu Capacent könnun verður látin ráða röðuninni.

  • B-listi Framsóknarflokks  hefur bætt stöðugt við sig frá því í janúar sl. Nú mælist flokkurinn með 29-30% fylgi sem gæfi flokknum 21-22 þingmenn en flokkurinn hlaut 9 þingmenn í síðustu kosningum. Yrði þetta niðurstaðan yrði þetta besta atkvæðahlutfall flokksins frá 1931.
  • D-listi Sjálfstæðisflokks hefur tapað miklu fylgi á árinu og hefur farið úr tæpum 30% í febrúar niður í 19-22% fylgi. Ef það fylgi gengi eftir yrði það lélegata útkoma flokksins frá upphafi og duga flokknum til að fá 14-16 þingmenn. Í síðustu alþingiskosningum hlaut flokkurinn 16 þingmenn út á 23,7% atkvæða sem þá var versta útkoma flokksins frá upphafi og í fyrsta skipti sem flokkurinn fékk ekki flest atkvæði allra framboða í alþingiskosningum.
  • S-listi Samfylkingar hefur meira en helmingað fylgi sitt á kjörtímabilinu. Í síðustu alþingiskosningum hlaut flokkurinn tæp 30% atkvæða og 20 þingmenn og varð stærsti flokkurinn á þingi. Nú nýtur flokkurinn 12-13% fylgis sem myndi duga flokknum til ca. 9 þingsæta.
  • A-listi Bjartrar framtíðar toppaði sig í byrjun árs þegar að flokkurinn fór yfir 18% atkvæða. Síðan hefur dregið úr fylgi flokksins sem mælist nú 9-10% og myndi duga þeim til 6-8 þingsæta. Björt framtíð var m.a. stofnuð af Guðmundi Steingrímssyni sem kjörinn var á þing fyrir Framsóknarflokk í síðustu kosningum, Róberti Marshall sem kjörinn var fyrir Samfylkingu og fólki úr Besta flokknum í Reykjavík en flestir borgarfulltrúar flokksins eru á listum Bjartrar framtíðar.
  • V-listi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs vann stórsigur í síðustu alþingiskosningum hlaut næstum 22% en virðist nú ætla að bíða algjört afhroð og er að mælast með 7-9% fylgi. Ef það yrðu niðurstöður kosninga fengi flokkurinn 4-5 þingsæti á móti 14 síðast.
  • Þ-listi Pírata er hástökkvari síðustu vikna og hefur bætt við sig fylgi jafnt og þétt . Flokkurinn mælist með 6-8% og virðist ætla að rjúfa 5% múrinn nokkuð örugglega og fengi 4-5 þingmenn út á það fylgi. Píratar bjóða fram í öllum kjördæmum. Meðal frambjóðenda er Birgitta Jónsdóttir sem kjörin var á þing 2009 fyrir Borgarahreyfinguna.
  • L-listi Lýðræðisvaktarinnar hefur frá stofnun mælst með um 3%. Í síðustu könnunum mældist fylgið 3-3,8% og nær ekki manni kjörnum samkvæmt því. Flokkinn vantar 1,2-2% til að ná upp í 5% markið. Lýðræðisvaktin býður fram í öllum kjördæmum. Af stærstum hluta eru frambjóðendur flokksins einstaklingar sem sátu í stjórnlagaráði.
  • G-listi Hægri grænna mælist með 2,2-2,8% fylgi sem er heldur minna en flokkurinn hafði fyrir nokkrum vikum. Hægri grænir bjóða fram í öllum kjördæmum. Aðalforingi þeirra, Guðmundur Franklín Jónsson, er ekki í framboði en fyrir stuttu kom í ljós að hann væri ekki á kjörskrá og þar með ekki kjörgengur.
  • T-listi Dögunar mælist með 1,4-2,5% fylgi sem er svipað eða lítið meira en undanfarnar vikur. Dögun býður fram í öllum kjördæmum. Að stofnun Dögunar komu m.a. Hreyfingin, Borgarahreyfingin og Frjálslyndi flokkurinn. Meðal frambjóðenda flokksins er Margrét Tryggvadóttir sem kjörin var á þing fyrir Borgarahreyfingun, Andrea Jónsdóttir forsetaframbjóðandi og Guðjón Arnar Krsitjánsson fv.alþingismaður Frjálslynda flokksins.
  • I-listi Flokks heimilanna mælist með 1-1,9% fylgi en flokkurinn er tiltölulega nýstofnaður. Flokkur heimilanna býður fram í öllum kjördæmum. Meðal þekktra frambjóðenda eru Halldór Gunnarsson kenndur við Holt sem gekk úr Sjálfstæðisflokknum á árinu og Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri. Auk þeirra kemur að framboðinu fólk sem áður starfaði innan Samstöðu sem oft var kennd við Lilju Mósesdóttur.
  • J-listi Regnbogans hefur mælst mest með 0,7% fylgi. Regnboginn býður fram í öllum kjördæmum. Meðal frambjóðenda eru Jón Bjarnason fv.ráðherra og alþingismaður og Atli Gíslason sem kjörnir voru á þing fyrir Vinstrihreyfinguna grænt framboð, Bjarni Harðarson sem var þingmaður Framsóknarflokks um skeið og varabæjarfulltrúi VG á Selfossi og Baldvin Jónsson fv.bæjarfulltrúi VG á Akureyri.  Líta má svo á að Regnboginn sé klofningsframboð úr Vinstrihreyfingunni grænu framboði.
  • M-listi Landsbyggðaflokksins hefur mælst með 0,5-0,6% fylgi. Landsbyggðarflokkurinn býður bara fram í Norðvesturkjördæmi. Í forystu fyrri flokkinn eru frekar óþekktir einstaklingar af norðanverðum Vestfjörðum.
  • H-listi Húmanistaflokksins mælist með 0,3%-0,5% fylgi. Húmanistaflokkurinn býður fram í Reykjavíkurkjördæmi norður og Reykjavíkurkjördæmi suður. Fyrir framboðum flokksins fara einstaklingar sem áður hafa verið í framboði fyrir Húmanistahreyfinguna án þess að ná miklum árangri.
  • R-listi Alþýðufylkingarinnar mælist með 0,1-0,4% fylgi. Alþýðufylkingin býður fram í Reykjavíkurkjördæmi norður og Reykjavíkurkjördæmi suður. Flokkurinn telur sig vera lengst til vinstri en oddvitar flokksins störfuðu báðir áður með Vinstrihreyfingunni grænu framboði.
  • K-listi Sturlu Jónssonar – fylgi flokksins hefur ekki mælst eða ekki verið tilgreint í síðustu skoðanakönnunum. Flokkurinn býður einungis fram í Reykjavíkurkjördæmi suður. Sturla leiddi lista Frjálslynda flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður í kosningum 2009.

12.apríl 2013

Allt lítur út fyrir að ellefu flokkar/framboð bjóði fram í öllum kjördæmum. Það eru Björt framtíð, Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Hægri grænir, Flokkur heimilanna, Regnboginn, Lýðræðisvaktin, Samfylkingin, Dögun Vinstrihreyfingin grænt framboð og Píratar. Alþýðufylkingin og Húmanistaflokkurinn bjóða fram í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Landsbyggðarflokkurinn í Norðvesturkjördæmi og framboð Sturlu Jónssonar K-listi í Reykjavíkurkjördæmi suður.  Er þetta skrifað með fyrirvara um eftir er að fara yfir framboðs- og meðmælendalista. Að auki var skilað inn einstaklingsframboðum  í báðum Reykjavíkurkjördæmum og Suðvesturkjördæmi.

R-listi Alþýðufylkingarinnar býður fram í Reykjavíkurkjördæmi suður og Reykjavíkurkjördæmi norður. Listar þeirra eru sem hér segir:

Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður
1. Þorvaldur Þorvaldsson, trésmiður, Reykjavík 1. Vésteinn Valgarðsson, stuðningsfulltrúi, Reykjavík
2. Sólveig Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur, Reykjavík 2. Helga Arnardóttir, stuðningsfulltrúi, Reykjavík
3. Sigríður Kristín Kristjánsdóttir, nemi, Reykjavík 3. Kristján Jónasson, stærðfræðingur, Reykjavík
4. Óskar Höskuldsson, nemi,  Reykjavík 4. Tinna Þorvaldsdóttir Önnudóttir, leikkona, Reykjavík
5. Guðmundur Ingi Kristinsson, form.Bótar, Hafnarfirði 5. Einar Andrésson, nemi, Hornafirði
6. Ásgeir Rúnar Helgason, sálfræðingur, Svíþjóð 6. Vigdís Freyja Helmutsdóttir, nemi, Reykjavík
7. Tryggvi Helmutsson, nemi, Reykjavík 7. Björgvin Rúnar Leifsson, kennari, Húsavík
8. Elín Helgadóttir, sjúkraliði, Mosfellsbæ 8. Reynir Snær Valdimarsson, nemi, Reykjavík
9. Kristófer Kvaran, leikskólastarfsmaður, Reykjavík 9. Björg Kjartansdóttir, sjúkraliði, Reykjavík
10. Stefán Ingvar Vigfússon, nemi, Reykjavík 10. Bjartmar St. Steinarsson, stuðningsfulltrúi, Reykjavík
11. Sóley Þorvaldsdóttir, sushikokkur, Reykjavík 11. Tómas Halldórsson, leiðbeinandi, Reykjavík
12. Kristján Helgi Hjartarson, nemi, Hornafirði 12. Þórarinn S. Andrésson, safnvörður, Seyðisfirði
13. Guðbjörg Ása Jónsd.Huldud.leikkona/kennari, Reykjavík 13. Jóhannes Ragnarsson, hafrannsóknarmaður, Ólafsvík
14. Gunnjón Gestsson, skáld, Hafnarfirði 14. Unnur María Bergsveinsdóttir, sagnfræðingur, Reykjavík
15. Þórarinn Hjartarson, stálsmiður, Akureyri 15. Ólafur Tumi Sigurðarson, nemi, Reykjavík
16. Sara Bjargardóttir, nemi, Mosfellsbæ 16. Kári Þorgrímsson, bóndi, Mývatnssveit
17. Gyða Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur, Reykjavík 17. Anna Hrefnudóttir, myndlistarkona, Stöðvarfirði
18. Árni Bragason, verkamaður, Akranesi 18. Ari Tryggvason, stuðningsfulltrúi, Álftanesi
19. Sif Yraola, nemi, Reykjavík 19. Jón Karl Stefánsson, veitingamaður, Noregi
20. Árni Daníel Júlíusson, sagnfræðingur, Reykjavík 20. Viktor Penalver, atvinnulaus, Hafnarfirði
21. Andri Rafn Þorgrímsson, nemi, Reykjavík 21. Ólína Jónsdóttir, kennari, Akranesi
22. Jón Fanndal Þórðarson, garðyrkjufræðingur, Reykjavík 22. Örn Ólafsson, bókmenntafræðingur, Danmörku

J-listi Regnbogans hefur birt framboðslista sinn í Reykjavíkurkjördæmi norður. Þar með er Regnboginn kominn með framboðslista í öllum sex kjördæmunum.

1. Harpa Njálsdóttir, félagsfræðingur
2. Atli Gíslason, alþingismaður
3. Björg Sigurðardóttir, fyrrverandi bankastarfsmaður
4. Björn Birgir Þorláksson, laganemi
5. Gunnlaugur Ingvarsson, tryggingaráðgjafi
6. Anna Bentína Hermansen, kynjafræðingur/ráðgjafi Stígamótum
7. Kristín Þóra Jónasdóttir, atvinnuleitandi
8. Karla Dögg Karlsdóttir, myndlistarkona/starfskona SUK
9. Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, stjórnsýslufræðingur/doktorsnemi
10. Lóa Hrönn Harðardóttir, náms- og starfsráðgjafi í HR
11. María A. Marteinsdóttir, löggiltur snyrti- og fótaaðgerðarfræðingur
12. Rannveig Þyrí Guðmundsdóttir, blómadropaþerapisti
13. Steinunn Gröndal, öryrki
14. Rúnar Sveinbjörnsson, rafvirki
15. Eiríkur Ómar Sæland, garðyrkjufræðingur
16. Róbert Ketilsson, nemi
17. Þórunn Júlíusdóttir, hjúkrunarfræðingur, BA í mannfræði
18. Vigdís Ingibjörg Pálsdóttir, nemi
19. Valdimar Tómasson, ljóðskáld
20. Monique Jacquette, starfsmaður Landspítalans
21. Guðrún Bjarnadóttir, lífeindafræðingur
22. Gunnar Guttormsson, vélfræðingur

11.apríl 2013

capacentRÚV birti í kvöld nýja skoðanakönnun frá Capacent Gallup. Könnunin sýnir sömu tilhneigingu og aðrar kannanir sem birtar hafa verið að undanförnu þ.e. að Framsóknarflokkur og Píratar eru að bæta við sig fylgi. Samfylking, Björt framtíð og Vinstrihreyfingin grænt framboð tapa nokkru fylgi frá því í mars en Sjálfstæðisflokkurinn lítilsháttar frá seinni hluta mars. Af þeim framboðum sem ekki ná 5% markinu er Dögun stærst en næstir koma Hægri grænir, Dögun og þá Flokkur heimilanna. Önnur framboð mælast með minna en 1%. Sjá myndina til hægri. Ef þetta yrðu úrslit kosninga hlyti Framsóknarflokkur 22 þingmenn, Sjálfstæðisflokkur 16, Samfylking 9, Björt framtíð 7, Vinstrihreyfingin grænt framboð 5 og Píratar 4.

M-listi Landsbyggðarflokksins í Norðvesturkjördæmi hefur verið birtur. Hann er sem hér segir:

1. Ylfa Mist Helgadóttir, sjúkraliðanemi og söngkona, Bolungarvík
2. Steinunn Ýr Einarsdóttir, húsmóðir og nemi
3. Sóley Veturliðadóttir, þroskaþjálfi og sérkennslustjóri, Ísafirði
4. Haukur Már Sigurðarson, verslunarmaður, Patreksfirði
5. Svanur Ingi Björnsson, kjötvinnslumaður, Blönduósi
6. Guðmundur G. Guðmundsson, skipaskoðunarmaður
7. Björgúlfur Egill Pálsson, nemi
8. Þorsteinn J. Tómasson, framleiðslumeistari og bifreiðastjóri, Ísafirði
9. Brynjar Gunnarsson, sjómaður
10. Ingunn Ósk Sturludóttir, tónlistarkennari og söngkona, Ísafirði
11. Guðrún Guðný Long, hársnyrtir og öryrki
12. Dagný Þrastardóttir, húsgagnasmiður, Ísafirði
13. Gunnar Jónsson, myndlistarmaður
14. Guðný Sóley Kristinsdóttir, snyrtifræðingur, Ísafirði
15. Magnús Hávarðarson, tölvu- og kerfisfræðingur, Ísafirði
16. Guðlaugur Jónsson, vélstjóri, Tálknafirði

Framboðsfrestur vegna komandi alþingiskosninga rennur út á hádegi á morgun. Búast má við að það verði ekki fyrr en þá sem kemur endanlega í ljós hvaða flokkar bjóða fram lista og í hvaða kjördæmum. Vegna fjölda framboða er ekki ólíkt að einhverjir verði í vandræðum með fjölda meðmælenda og jafnvel að finna fólk á alla framboðslista, en það skýrist um helgina. Átta framboð hafa birt fullmannaða lista í öllum kjördæmum þ.e. Björt framtíð, Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Lýðræðisvaktin, Samfylkingin, Dögun, Vinstrihreyfingin grænt framboð og Píratar. Níunda framboðið, Regnboginn, hefur birt lista í fimm kjördæmum og búast má við að þeir loki hringnum áður en yfir lýkur.  Hægri grænir og Flokkur heimilanna hafa hins vegar aðeins birt efstu nöfn á framboðslistum sínum. Þá hafa Alþýðufylkingin og Húmanistaflokkurinn aðeins sýnt eitt nafn í hvoru Reykjavíkurkjördæmannna. Landsbyggðaflokkurinn boðar framboð í Norðaustur- og Norðvesturkjördæmi og Sturla Jónsson K-listi boðar framboð í Reykjavíkurkjördæmi suður eingöngu.

10.apríl 2013

Landsbyggðarflokkurinn hefur fengið úthlutað listabókstafnum M. Það stefnir því í fimmtán framboð fyrir komandi alþingiskosningar.

Listar Regnbogans í Reykjavíkurkjördæmi suður og Suðurkjördæmi voru birtir í dag. Þeir eru sem hér segir:

J-listi Regnbogans í Reykjavíkurkjördæmi suður J-listi Regnbogans í Suðurkjördæmi
1. Friðrik Atlason, háskólanemi 1. Bjarni Harðarson, bóksali og fv.alþingismaður, Selfossi
2. Sædís Ósk Harðardóttir, verkefnisstjóri sérkennslu 2. Guðmundur S. Brynjólfsson, rithöfundur og djákni, Eyrarbakka
3. Ágúst Valves Jóhannesson, matreiðslumaður 3. Kolbrún S. Hilmarsdóttir, bókari, Reykjavík
4. Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur BÍ 4. Kristbjörg Steinunn Gísladóttir, meðferðarfulltrúi
5. Harpa Karlsdóttir, skrifstofustjóri 5. Jónas Pétur Hreinsson, iðnrekstrarfræðingur, Reykjavík
6. Laufey Erla Jónsdóttir, háskólanemi 6. Elín Birna Vigfúsdóttir, háskólanemi
7. Gunnur Árnadóttir, leikskólakennari 7. Irma Þöll Þorsteinsdóttir, hljóð- og kvikmyndagerðarmaður
8. Árni Snæbjörnsson, framkvæmdastjóri 8. Helga Garðasdóttir, framhaldsskólakennari
9. Elísabet Svala Kristjánsdóttir, ferðaþjónustubóndi 9. Valgeir Bjarnason, fagsviðsstjóri
10.Björn Valdimar Guðjónsson, húsgagnasmiður 10.Magnús Halldórsson, smiðjukarl
11.María Kristinsdóttir, almennur læknir 11.Tryggvi Ástþórsson, varaform.Verkalýðsfélags Suðurlands
12.Valgerður Gréta Guðmundsdóttir, nemi 12.Eva Aasted, sjúkraliði
13.Jón Torfason, skjalavörður á Þjóðskjalasafni 13.Sigurlaug Gröndal, verkefnisstjóri hjá Félagsm.sk.Alþýðu
14.Guðrún Birgisdóttir, leikskólakennari 14.Guðmundur Sæmundsson, háskólakennari, Laugarvatni
15.Jón Birgir Einarsson, forstöðumaður 15.Hlíf Gylfadóttir, framhaldsskólakennari
16.Gunnar Gunnarsson, sjómaður 16.Harpa Rún Kristjánsdóttir, bókmenntafræðinemi og heimasæta
17.Finnur Jónasson, háskólanemi 17.Sigríður Jóna Sigurfinnsdóttir, bóndi
18.Marta Sverrirsdóttir, innheimtu- og launafulltrúi 18.Helga Ágústsdóttir, hugflæðiráðunautur
19.Tryggvi Bjarnason, stýrmaður 19.Óðinn Andersen, starfsmaður Árborgar
20.Rafn Gíslason, húsasmiður 20.Hildur Hákonardóttir, myndlistarkona
21.Kristinn Snæland, ellilífeyrisþegi
22.Björn Jónsson, fv.sóknarprestur

Morgunblaðið birtir í morgun könnun sem gerð var af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Niðurstöður könnunarinnar eru svipaðar og í könnun MMR sem birt var í gær nema að Sjálfstæðisflokkur og Píratar eru með minna fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar. Sjálfstæðisflokkur hefur tapað 7,2% frá síðustu könnun Félagsvísindastofnunar frá því í marslok á meðan að Framsóknarflokkur hefur bætt við sig 2,4% og Píratar 2,3%. Fylgisbreytingar annarra flokka eru minni.  Í könnuninni voru þingmenn reiknaðir út frá kjördæmum en ekki bara landsfylgi og þá er niðurstaðan sú að Framsóknarflokkur hlýtur 24 þingmenn skv. könnuninni, Sjálfstæðisflokkur 13, Samfylkingin 9, Björt framtíð 7, Vinstrihreyfingin grænt framboð 6 og Píratar 4. Næstir því að ná 5% markinu er Lýðræðisvaktin með 3%.Tæplega 1.800 manns hafa greitt atkvæði utan kjörfundar.

9.apríl 2013

MMRMMR birti nýja skoðanakönnun í dag. Helstu tíðindin eru að Píratar mælast með tæp 8%. Samkvæmt könnuninni heldur Framsóknarflokkurinn áfram að bæta við sig fylgi. Sjálfstæðisflokkur heldur áfram að tapa. Björt framtíð og Vinstrihreyfingin grænt framboð tapa fylgi frá síðustu könnun en Samfylkingin heldur sínu frá síðustu könnunum. Aðrir flokkar ná ekki 5% markinu en Lýðræðisvaktin er næst því með 3,6%.

Sjá nánar myndina til hægri. 

Samkvæmt þessari könnun fengi Framsóknarflokkur 22 þingmenn, Sjálfstæðisflokkur 15, Samfylking 9, Björt framtíð 6, Vinstrihreyfingin grænt framboð 6 og Píratar 5.

Regnboginn í Suðvesturkjördæmi hefur birt framboðslista sinn. Hann er sem hér segir:

1. Valdís Steinarsdóttir, leiðbeinandi
2. Karólína Einarsdóttir, háskólanemi
3. Anna Ólafsdóttir Björnsson, tölvunarfræðingur
4. Ingimundur Þór Þorsteinsson, fjallaleiðsögumaður
5. Pétur Jökull Hákonarson, framkvæmdastjóri
6. Guðrún Sigurbjörg Guðmundsdóttir, geislafræðingur
7. Jón Rúnar Backman
8. Jóhanna Aradóttir, tómstunda- og félagsmálafræðingur
9. Sara Dögg Guðnadóttir, heilbrigðisritari
10.Gísli Halldórsson, húsvörður
11.Ian Mark Wilson, hópbifreiðastjóri
12.Sigurjón Guðmundsson, verkstjóri
13.Sigríður Ragna Birgisdóttir, framhaldsskólakennari
14.Sigríður Birna Thorarensen, þýðandi
15.Elínborg K. Kristjánsdóttir, blaðamaður
16.Þóranna Pálsdóttir, veðurfræðingur
17.Reynhildur Karlsdóttir, háskólanemi
18.Berta Finnbogadóttir, flugfreyja
19.Þórunn Árnadóttir, myndlistarkennari
20.Helgi Svanur Einarsson, garðyrkjufræðingur
21.Ingibjörg Kolka Jónsdóttir, framhaldsskólakennari
22.Alrún Klausen, sjúkraliði
23.Ingibjörg Elsa Björnsdóttir, þýðandi
24.Guðrún Guðmundsdóttir, bóndi
25.Einar Hafsteinn Árnason
26.Hjalti Kristgeirsson, fv.ritstjóri

Ríflega 1.400 manns hafa greitt atkvæði utan kjörfundar á landinu öllu.

8. apríl 2013

Metúsalem Þórisson mun leiða lista Húmanistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.

Regnboginn í Norðvesturkjördæmi hefur birt framboðslista sinn. Hann er þannig skipaður:

1. Jón Bjarnason, alþingismaður og fv.ráðherra, Blönduósi
2. Arnþrúður Heimisdóttir, tamningakona og kennari, Langhúsum í Fljótum
3. Barabara Ósk Guðbjartsdóttir, tónlistarmaður og bóndi, Miðhúsum, Strandabyggð
4. Gísli Árnason, framhaldsskólakennari, Sauðárkróki
5. Sigurður Oddur Ragnarsson, ferðaþjónustubóndi, Oddsstöðum, Borgarfirði
6. Ólöf Húnfjörð Samúelsdóttir, náms- og starfsráðgjafi, Akranesi
7. Björn Birkisson, bóndi, Botni, Ísafjarðarbæ
8. Ásdís Helga Jóhannesdóttir, kennari, Ólafsvík
9. Björn Samúelsson, vélstjóri og sjómaður, Reykhólum
10.Dagný Rósa Úlfarsdóttir, kennari, Ytra-Hóli, Skagabyggð
11.Guðjón Bjarnason, bóndi, Hænuvík, Vesturbyggð
12.Jón Árni Magnússon, háskólanemi, Steinnesi, Húnavatnshreppi
13.Jón Jónsson, verkamaður, Akranesi
14.Helena Svanlaug Sigurðardóttir, leiðsögumaður, Hvammstanga
15.Helga Bjarnadóttir, fv.skólastjóri, Varmahlíð
16.Snjólaug Guðmundsdóttir, vefnaðarkennari, Brúarlandi, Borgarfirði

Á hádegi á morgun rennur út frestur til að sækja um listabókstaf. Fjórtán framboð sem boða framboð eða hafa lagt fram lista hafa fengið úthlutað listabókstaf. Búast má við því að það fimmtánda, Landsbyggðarflokkurinn, bætist við en á facebook-síðu flokksins kemur fram að tekist hafi að safna nægilegum fjölda meðmælenda. Þá munu líklega tvö framboð breyta nafni, þ.e. I-listi sem var úhlutað til Lýðveldisflokksins verða Flokkur heimilanna en Lýðveldisflokkurinn er hluti af honum og K-listi sem Framfaraflokkurinn fékk úthlutað mun breytast í flokkinn Sturla Jónsson.

6. apríl 2013

Þegar þrjár vikur eru til alþingiskosninga er að skýrast hvaða framboð koma fram og í hvaða kjördæmum enda ekki seinna vænna þar sem að frestur til að sækja um listabókstaf rennur út á hádegi n.k. þriðjudag og framboðsfrestur á hádegi n.k. föstudag. Samtals hafa 16 samtök eða flokkar gefið út að þau ætli að bjóða fram. Átta framboð hafa kynnt fullmannaða lista í öllum kjördæmum. Þau eru A-Björt framtíð, B-Framsóknarflokkur, D-Sjálfstæðisflokkur, L-Lýðræðisvaktin, S-Samfylking T-Dögun, V-Vinstrihreyfingin grænt framboð og Þ-Píratar. G-Hægri grænir hafa birt fimm efstu nöfnin á framboðslistum sínum í öllum kjördæmum en urðu fyrir ákveðnu áfalli í vikunni þegar í ljós kom að Guðmundur Franklín formaður flokksins var ekki kjörgengur. J-Regnboginn hefur birt fullan lista í Norðausturkjördæmi og fimm efstu nöfnin á framboðslistum sínum í Suður- og Norðvesturkjördæmi. Flokkur stefnir að framboðum í öllum kjördæmum. R-Alþýðufylkingin hefur birt efstu nöfnin í Reykjavíkurkjördæmunum. Flokkurinn stefnir að framboðum í öllum kjördæmum. I-Flokkur heimilanna hefur birt þrjú efstu nöfnin í öllum kjördæmum. Landsbyggðarflokkurinn mun vera kominn með nægan fjölda meðmælenda vegna umsóknar um listabókstaf. Flokkurinn stefnir á framboð í landsbyggðarkjördæmunum þremur. H-Húmanistaflokkurinn stefnir að framboðum í öllum kjördæmum. K-Sturla Jónsson (Framfaraflokkurinn) býður fram í Reykjavíkurkjördæmi suður. Kristin stjórnmálasamtök sögðust mundu sækja um listabókstaf og bjóða fram en ekkert hefur heyrst meira af þeim fyrirætlunum.

5. apríl 2013

Framfaraflokkurinn (K-listi) hefur skipt um nafn og heitir nú Sturla Jónsson. Flokkurinn mun aðeins bjóða fram í Reykjavíkurkjördæmi suður.

Regnboginn hefur birt fullan framboðslista í Norðausturkjördæmi. Hann er sem hér segir:

1. Baldvin H Sigurðsson matreiðslumeistari Akureyri
2. Þorsteinn Bergsson bóndi Unaósi
3. Guðný Aðalsteinsdóttir skúringakona Akureyri
4. Þorkell Jóhannesson yfirflugstjóri Akureyri
5. Sif Sigurjónsdóttir ferðamálafræðingur Akureyri
6. Gunnar Gunnarsson rafvirkjameistari Akureyri
7. Gunnlaugur Ólafsson bóndi Hallgilsstöðum 2 Langanesbyggð
8. Jónas Friðriksson sjómaður Akureyri
9. Guðmundur M.H.Beck verkamaður Gröf 3 Eyjafjarðarsveit
10. Stefán Rögnvaldsson bóndi Leifsstöðum Öxarfirði
11. Valdimar Viðarson gullsmiður Dalvík
12. Vordís Guðmundsdóttir kennaranemi Þvottá Álftafirði
13. Jósep B. Helgason verkamaður Akureyri
14. Júlía Karlsdóttir leikskólaleiðbeinandi Akureyri
15. Tómas Hallgrímsson fjölmiðlafræðingur Akureyri
16. Valtýr Smári Gunnarsson Nesi Fnjóskadal
17. Helga María Sigurðardóttir klínikdama Akureyri
18. Guðrún Jónsdóttir búfræðinemi Sólbrekku Svalbarðsströnd
19. Þórarinn Lárusson ráðunautur Lagarási 14 Egilsstöðum
20. Ólafur Þ. Jónsson skipasmiður Akureyri

4. apríl 2013

Fram kom í kosningaþætti Ríkissjónvarpsins í kvöld að Harpa Njálsdóttir muni leiða lista Regnbogans í Reykjavíkurkjördæmi norður og Júlíus Valdimarsson muni leiða lista Húmanistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.

Sigurjón Haraldsson verður í 1.sæti Hægri grænna í Suðvesturkjördæmi, en hann hafði áður verið kynntur í 1. sæti í Norðvesturkjördæmi. Í efsta sæti í Norðvesturkjördæmi verður Íris Dröfn Kristjánsdóttir sem áður hafði verið kynnt í 2.sæti í kjördæminu. Guðmundur Franklín Jónsson, formaður Hægri grænna, er ekki á kjörskrá og þar með ekki kjörgengur. Hann gætti ekki að því að koma sér á kjörskrá en hann hefur lengi verið búsettur erlendis. Samkvæmt því getur Guðmundur Franklín ekki boðið sig fram í komandi Alþingiskosningum í vor og þurfa því Hægri grænir að finna nýjan frambjóðanda í efsta sætið í Suðvesturkjördæmi.

3.apríl 2013

Innanríkisráðuneytið greinir frá því á kosningavef sínum, að yfirkjörstjórnir hafi birt auglýsingar um móttöku framboðslista. Framboðsfrestur rennur út 12. apríl 2013, kl. 12:00 á hádegi. Sjá nánar.

2. apríl 2013

capacentIÍ dag birtist ný skoðanakönnun frá Capacent Gallup. Könnunin sýnir sömu þróun og þær kannanir sem birtust fyrir páska frá MMR og Félagsvísindastofnun.

Framsóknarflokkurinn bætir áfram við sig fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn tapar áfram fylgi. Hinir þrír flokkarnir sem ná mönnum kjörnum á þing er svipað og verið hefur. Samfylkingin bætir þó lítillega við sig á meðan að fylgi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og Bjartrar framtíðar minnkar lítillega.

Myndin hér til hægri sýnir fylgi þeirra flokka og stjórnmálaflokka sem ná 1% fylgi eða meira. 

Ef þetta yrðu úrslit kosninga fengi Framsóknarflokkurinn 21 þingmann, Sjálfstæðisflokkurinn 16 þingmenn, Samfylkingin 11 þingmenn, Björt framtíð 9 þingmenn og Vinstrihreyfingin grænt framboð 6 þingmenn.

Píratar eru næstir því að ná yfir 5% þröskuldinn og vantar til þess 0,6%.

Sjá myndina hér til hægri.

CapacentIINæst kemur Lýðræðisvaktin sem Þorvaldur Gylfason leiðir en flokkurinn hefur fengið um 3% í síðustu þremur könnunum. Hægri grænir hljóta 2,1% en það er heldur minna en í síðustu könnun. Dögun hlaut 1,5% og virðist ekki ná sér á strik. Landsbyggðarflokkurinn fékk 1% án þess að hafa birt nokkurn lista eða frambjóðanda. Regnbogi Jóns Bjarnasonar og Bjarna Harðarson mælist með 0,5%. Húmanistaflokkurinn, Alþýðufylkingin oog Flokkur heimilanna mælast síðan með enn minna fylgi. Landsbyggðarflokkurinn býður aðeins fram í Norðvesturkjördæmi og Norðausturkjördæmi.

1.apríl 2013

Efstu menn á listum Flokks heimilanna eru:

Suðvesturkjördæmi Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður
1. Pétur Gunnlaugsson, útvarpsmaður 1. Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri 1. Halldór Gunnarsson, fv.prestur og bóndi
2. Kristján Ingólfsson, flugrekstrarfræðingur 2. Inga Karen Inólfsdóttir, móttökuritari 2. Ásgerður Jóna Flosadóttir, MBA, form.Fjölskylduhjálpar Ísl.
3. Birgir Örn Guðjónsson, lögregluvarðstjóri 3. Sævar Þór Jónsson, lögmaður 3. Sigurbjörn Svavarsson, rekstrarfræðingur
Norðvesturkjördæmi Norðausturkjördæmi Suðurkjördæmi
1. Pálmey Gísladóttir, lyfjatæknir 1. Árni Þorsteinsson, heimavistarstjóri 1. Vilhjálmur Bjarnason (ekki fjárfestir)
2. Ingólfur V. Gíslason, véltæknifræðingur og MBA 2. Brynjólfur Ingvarsson, læknir 2. Magnús I. Jónsson, verktaki
3. Gunnar Páll Ingólfsson, kjötiðnaðarmeistari 3. Emil K. Thorarensen, framkvæmdastjóri 3. Guðrún Helga Bjarnadóttir, leikskólakennari

Átta flokkar og hópar hafa formlega sameinast í Flokki heimilanna. Það eru Samtök fullveldissinna, Lýðveldisflokkurinn, Þjóðarflokkurinn, Áhugahópun um tjáningafrelsi, Sjálfstæðir sjálfstæðismenn, Þjóðarflokkurinn, Áhugahópur úr Hagsmunasamtökum heimilanna, Áhugafólk um kjör aldraðra og öryrkja og fyrrum félagar úr Samstöðu. Pétur Gunnlaugsson, útvarpsmaður, sem nýlega hætti sem stofnmeðlimur Lýðræðisvaktarinnar, hefur verið valinn formaður. Flokkur heimilanna kynnti í dag að listabókstafur framboðsins yrði I sem að Lýðveldisflokkurinn hafði áður fengið úthlutað, en Lýðveldisflokkurinn gekki til liðs við Flokk heimilanna. Undanfarið hefur verið nokkur umræða um kosningabandalag þeirra flokka sem mælast með innan við 5% fylgi. Samkvæmt fréttum á vefmiðlum í dag er kosningabandalag Pírata, Lýðræðisvaktarinnar og Dögunar úr sögunni. „Atkvæði til eins framboðs hefur verið, er og verður áfram atkvæði til þess og ekki til annarra framboða. Framboðin lýsa sig viljug til þess að starfa saman á nýju þingi að sameiginlegum stefnumálum þeirra, nái þau kjöri“ er haft eftir Þórgný Thoroddsen talsmanni Pírata.

30.mars 2013

Í dag eru fjórar vikur til alþingiskosninga. Átta framboð hafa kynnt fullmannaða lista í öllum kjördæmum. Þau eru A-Björt framtíð, B-Framsóknarflokkur, D-Sjálfstæðisflokkur, L-Lýðræðisvaktin, S-Samfylking T-Dögun, V-Vinstrihreyfingin grænt framboð og Þ-Píratar. Línur eru að byrja að skýrast og verður að telja líklega að framboð verði a.m.k.13 en gætu orðið allt að 17 miðað þá flokka og þau framboð sem nefnd hafa verið. Ólíklegt er þó að það verði um framboð allra framboða í öllum kjördæmum. Frestur til að sækja um listabókstaf rennur út á hádegi þriðjudaginn 9.apríl og framboðsfrestur á hádegi föstudaginn 12. apríl.

G-Hægri grænir hafa birt fimm efstu nöfnin á framboðslistum sínum í öllum kjördæmum.

J-Regnboginn hefur birt fimm efstu nöfnin á framboðslistum sínum í Suður- og Norðvesturkjördæmi. Regnboginn fékk úthlutað listabókstafnum J í vikunni.

R-Alþýðufylkingin hefur birt efstu nöfnin í Reykjavíkurkjördæmunum. Flokkurinn stefnir að framboðum í öllum kjördæmum.

Flokkur heimilanna var stofnaður í þarsíðustu viku en einn helsti talsmaður hans er Halldór Gunnarsson í Holti. M.a. þeirra sem komu að stofnun flokksins eru sjömenniningarnir sem voru sögðu sig úr Samstöðu Lilju Mósesdóttur og meðlimir Lýðveldisflokksins sem áður hafði fengið úthlutað listabókstafnum I. Ekki er ljóst hvort að Flokkur heimilanna notar þann listabókstaf eða sækir um nýjan.

Landsbyggðarflokkurinn mun vera kominn með nægan fjölda meðmælenda vegna umsóknar um listabókstaf. Flokkurinn stefnir á framboð í landsbyggðarkjördæmunum þremur og stefndi að því að birta fjögur efstu sætin í Norðvestur- og Norðausturkjördæmum um þarsíðustu helgi.

H-Húmanistaflokkurinn stefnir að framboðum í öllum kjördæmum. Fram hefur komið að flokkurinn hefur leitað eftir samstarfi við öllum framboð.

K-Framfaraflokkurinn Helsti forsvarsmaður er Sturla Jónsson “trukkari”. Framfaraflokknum var úthlutað listabókstafnum A fyrir síðustu alþingiskosningar er bauð ekki fram.

Kristin stjórnmálasamtök sögðust mundu sækja um listabókstaf og bjóða fram en ekkert hefur heyrst meira af þeim fyrirætlunum.

Þjóðarflokkurinn var nefndur meðal framboða í umfjöllun Stöðvar 2 um kosningamálin í vikunni. Ekkert er að finna um framboðsfyurirætlanir flokksins á netinu.

28.mars 2013

Fram kemur á facebook-síðu Landsbyggðarflokksins að hann sé búinn að safna nógu mörgum undirskriftum til að fá listabókstaf.

27.mars 2013

Bjartsýnisflokkurinn hefur tilkynnt til innanríkisráðuneytisins að flokkurinn bjóði ekki fram í komandi alþingiskosningum og hefur því listabókstafurinn E sem flokknum hafði verið úthlutað verið felldur af skrá.

Engin breyting verður á Reykjavíkurkjördæmum norður og suður í komandi alþingiskosningum.

Lýðræðisvaktin hefur birt framboðslista í öllum kjördæmum. Hún er áttundi flokkurinn til að birta fulla lista á landsvísu.

Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Suðvesturkjördæmi
1. Þorvaldur Gylfason, prófessor 1. Þórhildur Þorleifsdóttir, leikstjóri 1. Lýður Árnason, læknir
2. Egill Ólafsson, tónlistarmaður 2. Örn Bárður Jónsson, sóknarprestur 2. Ástrós Signýjardóttir, stjórnmálafræðingur
3. Sigríður Ólafsdóttir, lífefnafræðingur 3. Íris Erlingsdóttir, fjölmiðlafræðingur 3. Friðrik Hansen Guðmundsson, verkfræðingur
4. Viktor Orri Valgarðsson, stjórnmálafræðingur 4. Guðbjörn Guðbjörnsson, yfirtollvörður og óperusöngvari 4. Guðrún Guðlaugsdóttir, blaðamaður og rithöfundur
5. Jenný Stefanía Jensdóttir, viðskiptafræðingur 5. Jónas Guðmundsson, fjármálastjóri 5. Árni Stefán Árnason, dýraréttarlögfræðingur
6. Arnfríður Guðmundsdóttir, prófessor 6. Sólveig Guðmundsdóttir, leikkona og framleiðandi 6. Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, viðskiptafræðingur
7.  Hans Kristján Árnason 7. Hjörtur Hjartarson 7. Guðmundur G. Kristinsson
8. Agnar Kristján Þorsteinsson 8. Móeiður Júníusdóttir 8. Unnur Aðalbjörg Hauksdóttir
9. Sigurlaug Arnardóttir 9. Svanur Kristjánsson 9. Þorleifur Friðriksson
10. Oddur Ævar Gunnarsson 10. Edda Björgvinsdóttir 10. Guðný Halldórsdóttir
11. Anna Geirsdóttir 11. Kristján Hreinsson 11. Ólafur Sigurðsson
12. Hólmdís Hjartardóttir 12. Anna Kristine Magnúsdóttir 12. María Sveinsdóttir
13. Þorsteinn Guðmundsson 13. Jóel Daði Ólafsson 13. Hinrik Ólafsson
14. Hildur Helga Sigurðardóttir 14. Valgerður Matthíasdóttir 14. Árni Gunnlaugsson
15. Friðrik R. Jónsson 15. Leifur A. Benediktsson 15. Andrés Helgi Valgarðsson
16. Dagný Hængsdóttir 16. Regína Stefnisdóttir 16. Héðinn Gilsson
17. Jón Kristinn Cortez 17. Valur Sigurðsson 17. Ásgrímur Jónasson
18. Ásta Sigríður Kristjánsdóttir 18. Ragnar G. D. Hermannsson 18. Sigurvin Lárus Jónsson
19. Árni Jörgensen 19. Halldór N. Lárusson 19. Árni Arnar Óskarsson
20. Herdís Þorvaldsdóttir 20. Linda Rán Ómarsdóttir 20. Halldóra Lena Christians
21. Lárus Ýmir Óskarsson 21. Áslaug Hauksdóttir 21. Sveinn Reynir Sveinsson
22. Katrín Fjeldsted 22. Ólafur Ólafsson 22. Svanfríður Guðrún Gísladóttir
23. Örn Björnsson
Suðurkjördæmi Norðausturkjördæmi 24. Eva Oliversdóttir
1. Finnbogi Vikar, viðskiptalögfræðingur og sjómaður 1. Sigríður Stefánsdóttir, fv.bæjarfulltrúi og verkefnastjóri 25. Jón Jóhannsson
2. Kristín Ósk Wium, húsmóðir og nemi 2. Þórður Már Jónsson, lögmaður 26. Guðmunda Elíasdóttir
3. Jón Gunnar Björgvinsson, flugstjóri 3. Viðir Benediktsson, blikksmiður
4. Sjöfn Rafnsdóttir, hrossabóndi 4. Sigríður Lára Sigurjónsdóttir, verkefnastjóri sviðslista Norðvesturkjördæmi
5. Þórir Baldursson, tónskáld 5. Oddur Sigurðsson, verkamaður 1. Eyþór Jóvinsson, verslunarmaður
6. Hanna Guðrún Kristinsdóttir, sjúkraliði og kaupkona 6. Yst Ingunn Stefanía Svavarsdóttir, sálfr. og listakona 2. Lúðvík Kaaber, hdl.
7. Sigurður Hr. Sigurðsson 7 Sigurður Hallmarsson 3. Sólrún Jóhannesdóttir, kvikmyndafræðingur
8. Borghildur Guðmundsdóttir 8 Hlíf Bryndís Herbjörnsdóttir 4. Elínborg Halldórsdóttir, myndlistamaður
9. Kári Jónsson 9 Júlíus Baldursson 5. Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir, listamaður
10. Björk Hjaltalín Stefánsdóttir 10 Sara Hrund Signýjardóttir 6. Gísli Páll Guðjónsson, sjómaður
11. Auður Björg Kristinsdóttir 11 Guðmundur Wiium Stefánsson 7. Sigurður Jón Hreinsson
12. Jón Elíasson 12 Guðlaugur Ævar Gunnarsson 8. Benedikt Ólafsson
13. Erlingur Björnsson 13 Þórir Jónsson Hraundal 9. Hólmfríður Bjarnadóttir
14. Magnús Erlendsson 14 Kjartan Heiðberg 10. Arndís Hauksdóttir
15. Hjörtur Howser 15 Ragnheiður Gunnarsdóttir 11. Erlingur Sveinn Haraldsson
16. Gunnar Þór Jónsson 16 Michael Jon Clarke 12. Íris Sveinsdóttir
17. Valgerður Reynaldsdóttir 17 Sigurgeir Sigmundsson 13. Ólafur Þór Benediktsson
18. Ágúst Þór Skarphéðinsson 18 Hulda Tómasína Skjaldardóttir 14. Rannveig Höskuldsdóttir
19. Ragnheiður Rafnsdóttir 19 Magnús Víðisson 15. Lísbet Harðardóttir
20. Páll Guðmundsson 20 Erlingur Sigurðarson 16. Þórður Sævar Jónsson

26.mars 2013 Fimm efstu sætin á lista Lýðræðisvaktarinnar í Suðurkjördæmi skipa:

1. Finnbogi Vikar, viðskiptalögfræðingur og sjómaður
2. Kristín Ósk Wiium, húsmóðir og nemi
3. Jón Gunnar Björgvinsson, flugstjóri
4. Sjöfn Rafnsdóttir, hrossabóndi
5. Þórir Baldursson, tónskáld
6. Hanna Guðrún Kristinsdóttir, sjúkaliði og kaupkona

Fimm efstu sætin á lista Hægri grænna í Norðvesturkjördæmi skipa:

1. Magnús Þórarinn Thorlacius, málarameistari, Sauðárkróki
2. Kolbeinn Aðalsteinsson, gæðastjóri, Akureyri
3. Þorsteinn Steingrímsson, framkvæmdastjóri, Reykjavík
4. Jón Gíslason, mælingamaður, Garðabæ
5. Jóhann Grétar Krøyer Gizurarson, nemi. Reykjavík

Ný könnun frá MMR

MMRMMR hefur birt nýja skoðanakönnun. Samkvæmt könnuninni heldur Framsóknarflokkurinn áfram að bæta fylgi sitt á meðan hinir stærstu flokkarnir halda áfram að dala. Af litlu framboðunum eru Píratar stærsti með 3,9% og vantar enn rúmt prósent til að ná mönnum kjörnum á þing. Ef þetta yrðu niðurstöður kosninga myndu þingmenn skiptast þannig að Framsóknaflokkur hlyti 22 þingmenn, Sjálfstæðisflokkur 18 þingmenn, Samfylkingin 9 þingmenn, Björt framtíð 8 þingmenn og Vinstrihreyfingin grænt framboð 6 þingmenn. Myndin til hægri sýnir þróunina í síðustu fjórum  skoðanakönnunum MMR.

Fimm efstu sætin í Norðvesturkjördæmi hjá Regnboganum skipa:

1. Jón Bjarnason, alþingismaður og fv.sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
2. Arnþrúður Heimisdóttir, tamningakona og kennari, Langhúsum í Fljótum
3. Barabara Ósk Guðbjartsdóttir, tónlistarmaður og bóndi, Miðhúsum, Strandabyggð
4. Gísli Árnason, framhaldsskólakennari, Sauðárkróki
5. Sigurður Oddur Ragnarsson, ferðaþjónustubóndi, Oddsstöðum, Borgarfirði

Regnboginn hefur birt fimm efstu sætin í Suðurkjördæmi. Þau skipa:

1. Bjarni Harðarson, bóksali og fv.alþingismaður
2. Guðmundur S. Brynjólfsson, rithöfundur og djákni
3. Kolbrún S. Hilmarsdóttir, bókari
4. Kristbjörg Steinunn Gísladóttir, meðferðarfulltrúi
5. Jónas Pétur Hreinsson, iðnrekstrarfræðingur

25. mars 2013 Nú hafa sjö framboð birt fulla framboðslista í öllum kjördæmum. Þau eru Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Samfylking, Vinstrihreyfingin grænt framboð, Björt framtíð, Dögun og Píratar. Píratar hafa birt lista í öllum kjördæmum. Þeir koma hér að neðan.

Norðvesturkjördæmi Norðausturkjördæmi Suðurkjördæmi
1. Hildur Sif Thorarensen 1. Aðalheiður Ámundadóttir 1. Smári McCarthy
2. Herbert Snorrason 2. Þórgnýr Thoroddsen 2. Halldór Berg Harðarson
3. Guðrún Ágústa Þórdísardóttir 3. Helgi Laxdal 3. Björn Þór Jóhannesson
4. Stefán Vignir Skarphéðinsson 4. Kristín Elfa Guðnadóttir 4. Svafar Helgason
5. Tómas Árni Jónsson 5. Bjarki Sigursveinsson 5. Ágústa Erlingsdóttir
6. Kristján Friðjónsson 6. Andri Yngvason 6. Arndís Einarsdóttir
7. Sigurður Óskar Óskarsson 7. Mörður Ingólfsson 7. Sigurður Guðmundsson
8. Einar Örn Gissurarson 8. Friðrik Bragi Dýrfjörð 8. Hjalti Parelius Finnsson
9. Geir Konráð Theodórsson 9. Ingi Karl Sigríðarson 9. Örn Gunnþórsson
10.Inga Rós Gunnarsdóttir 10.Páll Ivan Pálsson 10.Gunnar Sturla Ágústuson
11.Egill Hansson 11.Snorri Jónsson 11.Eyjólfur Jónsson
12.Andri Már Jörundsson 12.Benedikt Kristjánsson 12.Kári Guðnason
13.Ævar Arnfjörð Bjarmason 13.Berglind Silja Aradóttir 13.Ingibjörg R. Helgadóttir
14.Grétar Már Ragnarsson Amazeen 14.Adolf Bragi Hermannsson 14.Erla Rut Káradóttir
15.Úlfar Óli Sævarsson 15.Jón Erling Ericsson 15.Jack Hrafnkell Daníelsson
16.Bjarki Hilmarsson 16.Jóhann Gunnar Óskarsson 16.Theodór Árni Hansson
17.Þröstur Jónasson 17.Hugrún Hanna Stefánsdóttir
Suðvesturkjördæmi 18.Stefán G. Sigurbjörnsson 18.Helgi Hólm Tryggvason
1. Birgitta Jónsdóttir, alþingismaður 19.Óskar Vatnsdal Guðjónsson 19.Sigurrós Svava Ólafsdóttir
2. Björn Leví Gunnarsson, 20.Andrea Þórdís Sigurðardóttir 20.Lena Sólborg Valgarðsdóttir
3. Hákon Einar Júlíusson,
4. Árni Þór Þorgeirsson Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður
5. Berglind Ósk Bergsdóttir 1. Helgi Hrafn Gunnarsson 1. Jón Þór Ólafsson
6. Svavar Kjarrval 2. Halldóra Mogensen 2. Ásta Helgadóttir
7. Sóley Sigurþórsdóttir 3. Bjarni Rúnar Einarsson 3. Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
8. Hans Alexander Margrétarson Hansen 4. Salvör Kristjana Gissurardóttir 4. Sigríður Fossberg Thorlacius
9. Kjartan Jónsson 5. Þórður Sveinsson 5. Arnaldur Sigurðarson
10.Páll Daníelsson 6. Haukur Ísbjörn Jóhannsson 6. Birkir Fannar Einarsson
11.Theodór Helgason 7. Pétur Gylfi Kristinsson 7. Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
12.Jakob Sv. Bjarnason 8. Richard Allen 8. Jóhann Haukur Gunnarsson
13.Kristinn Geir Guðnason 9. Þórhallur Helgason 9. Jón Ragnarsson
14.Hjörleifur Harðarson 10.Anna Guðbjörg Cowden 10.Davíð Þór Jónsson
15.Guðmundur Páll Kjartansson 11.Valgeir Valsson 11.Davíð Halldór Lúðvíksson
16.Hafþór Bryndísarson 12.Veigar Freyr Jökulsson 12.Hörður M. Harðarson
17.Helgi Heimisson 13.Árni Rúnar Inaba Kjartansson 13.Katla Hólm Vilbergsdóttir
18.Haraldur Kristinn Gyðuson 14.Jón S. Fjeldsted 14.Kári Magnússon
19.Helgi Njálsson 15.Páll Helgason 15.Sindri Páll Andrason
20.Hróðmar Valur Steinsson 16.Guðni Þór Guðnason 16.Hinrik Örn Sigurðsson
21.Pétur Kristófersson 17.Baldur Jóhannsson 17.Elva Rakel Sævarsdóttir
22.Neptúnus S. Egilsson 18.Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir 18.Viðar Ingason
23.Viktor Traustason 19.Ásmundur Þór Ingason 19.Atli Pétur Óðinsson
24.Arnbjörn Kristjánsson 20.Eva Dögg Ísfeld Hjaltadóttir 20.Atli Viðar Þorsteinsson
25.Örn Lúðvíksson 21.Yvonne Zerah Smith 21.Ragnheiður F. Guðmundsdóttir
26.Helgi Kristinsson 22.Irene Jóna Smith 22.Guðmundur Bjarkason

Lögð hefur verið fram tillaga að framboðslista Dögunar í Suðurkjördæmi. Verði hún samþykkt hefur Dögun lokið við að fullmannalista flokksins í öllum kjördæmum. Listi Dögunar er sem hér segir:

1. Andrea J. Ólafsdóttir 11.Gréta M. Jósepsdóttir, stjórnmálafræðingur og flugfreyja
2. Þorvaldur Geirsson, kerfisfræðingur 12.Ólöf Björk Björnsdóttir, sjálfstæður atvinnurekandi
3. Þráinn Guðbjörnsson, verkfræðingur og bóndi 13.Hlynur Arnórsson, háskólakennari í stærðfræði
4. Guðrún Ág. Ágústsdóttir, ráðgjafi og nemi 14.Högni Sigurjónsson
5. Þór Saari, alþingismaður 15.Svanhildur Inga Ólafsdóttir
6. Ragnhildur L. Guðmunsdóttir, félagfræðingur og kennari 16.Steinar Immanúel Sörensson, skartgipahönnuður/gullsmíðanemi
7. Karolína Gunnarsdóttir, garðyrkjubóndi 17.Anna Grétarsdóttir
8. Eiríkur Garpur Harðarson 18.Þorsteinn Árnason
9. Sigrún Ólafsdóttir 19.Guðríður Traustadóttir
10.Stefán Hjálmarsson, tæknimaður 20.Guðmundur Óskar Hermannsson

24. mars 2013 Þjóðarflokkurinn var nefndur sem eitt af framboðunum fyrir næstu kosningar í umfjöllun fréttastofu Stöðvar 2 í kvöld um verðtrygginguna. Efstu sæti á lista Lýðræðisvaktarinnar í Suðvesturkjördæmi eru sem hér segir:

1. Lýður Árnason, læknir
2. Ástrós Signýjardóttir, stjórnmálafræðingur
3. Friðrik Hansen Guðmundsson, verkfræðingur
4. Guðrún Guðlaugsdóttir, blaðamaður og rithöfundur
5. Árni Stefán Árnason, dýraréttarlögmaður
6. Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, viðskiptafræðingur

Samkvæmt facebook-síðu Regnbogans verður listabókstafur framboðsins J í komandi alþingiskosningum. 23. mars 2013 Dögun hefur birt framboðslista sína í öllum kjördæmum nema Suðurkjördæmi. Þeir eru sem hér segir:

Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Suðvesturkjördæmi
1. Ólöf Guðný Valdimarsdóttir arkitekt FAÍ 1. Þórður Björn Sigurðsson, aðstoðarm.form.Hreyfingarinnar 1. Margrét Tryggvadóttir þingmaður
2. Hólmsteinn Brekkan blikksmiður og réttarráðgjafi 2. Jóhannes Björn Lúðvíksson, eignamiðlari/rithöfundur 2. Álfheiður Eymarsdóttir stjórnmálafræðingur
3. Ása Lind Finnbogadóttir framhaldsskólakennari 3. Helga Þórðardóttir, kennari 3. Jón Jósef Bjarnason bæjarfulltrúi
4. Friðrik Þór Guðmundsson kennari/blaðam. 4. Rannveig Óskarsdóttir, meistaranemi í trúarbragðarfræðum 4. Baldvin Björgvinsson raffræðingur / kennari
5. Hólmfríður Berentsdóttir háskólanemi og hjúkrunarfr. 5. Sigurður Jónas Eggertsson, tölvunarfræðingur 5. Guðrún Lilja Guðmundsdóttir viðskiptafræðingur
6. Vilhjálmur Árnason  skipstjórnarmaður 6. Hugrún Steinunn Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi 6. Haraldur Haraldsson markaðsstjóri
7. Sveinlaug Sigurðardóttir leikskólakennari 7. Birgir Skúlason, kerfisstjóri 7. Margrét Rósa Sigurðardóttir prentari / kennari
8. Daði Guðbjörnsson listmálari 8. Eva Guðrún Gunnbjörnsdóttir, menningarmiðlari 8. Ægir Björgvinsson verkstjóri / rennismiður
9. Kristbjörg María Gunnarsdóttir háskólanemi 9. Hannes Ingi Guðmundsson, lögfræðingur ÖBÍ 9. Birta Jóhannesdóttir leiðsögumaður
10. Bárður Ragnar Jónsson þýðandi 10.Lena Mist Skaptadóttir Eydal, lyfjatækninemi 10. Pétur Guðmundsson eftirlaunaþegi
11.Lena Guðrún Hákonarson, tómstundafræðingur 11. Milen Nikolaev Nikolov, viðskiptafræðingur 11.Kolbrún Pálína Hafþórsdóttir, matráður
12.Þórður Grétarsson, skógarbóndi 12.Sigrún Viðarsdóttir, sjúkraliði og lyfjatæknir 12.Birgir Grímsson, framkvæmdastjóri og frumkvöðull
13.Gunnhildur Valdimarsdóttir, hjúkrunarfræðingur 13.Tyrfingur Tyrfingsson, matreiðslumeistari 13.Ingibjörg Steingrímsdóttir, eftirlaunaþegi
14.Hermann Arnar Austmar, öryrki 14.Longina Lsiniecka, verkakona 14.Haraldur Emilsson, sjón- og sjóntækjafræðingur
15.Valgerður Árnadóttir, viðskiptastjóri 15.Þórður Magnússon, tónskáld 15.Hallur Guðmundsson, tónlistarmaður og bókavörður
16.Sigurður Þengill Þórðarson, félagsliði 16.Irena Damrath, verkakoan 16.Elín Tryggvadóttir, hjúkrunarfræðingur
17.Auður Halldórsdóttir, læknir 17.Arnar Bergur Guðjósnson, prentari og ljósmyndari 17.Emilía Sif Ásgrímsdóttir, háskólanemi
18.Ívar Rafn Jónsson, framhaldsskólakennari 18.Friðrikka Edda Þórarinsdóttir, förðunarmeistari 18.Gunnar Bergmann Stefánsson, arkitekt
19.Sigurlaug Sigurðardóttir, líffræðinemi við HÍ. 19.Páll Heiðar M. Aadnegard, vélstjóri 19.Guðrún Ásta Guðjónsdóttir, húsmóðir
20.Erla Bolladóttir, verkefnastjóri 20.Sigurbjörg Guttormsdóttir, leikskólakennari 20.Jón Friðrik Jóhannsson, skipstjóri
21.Vera Þórðardóttir, fatahönnuður 21.Magnús Bjarnason, öryrki 21.Ásta Hafberg, framkvæmdastjóri
22.Haukur Hilmarsson, ráðgjafi 22.Herdís Dröfn Baldvinsdóttir, sjálfstætt starfandi 22.Þuríður Kristín Halldórsdóttir, lögmaður
23.Ágústa Sigrún Ágústsdóttir, söngkona og mannauðsstjóri
Norðausturkjördæmi Norðvesturkjördæmi 24.Halldór Atli Nielsen Björnsson, rafvirki
1. Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, Kópavogi 1. Guðrún Dadda Ásmundsdóttir, iðjuþjálfi, Hvalfjarðarsveit 25.Aníta Lena Baldvinsdóttir, listamaður
2. Kolbrún Eva Ríkharðsdóttir, bóndi og háskólanemi, Fljótsdalsh. 2. Guðjón Arnar Kristjánsson, fv.alþingismaður 26.Gunnar Skúli Ármannsson, læknir
3. Erling Ingvason, tannlæknir, Akureyri 3. Brynjólfur Tómasson, meistaranemi í lögfræði
4. Hólmfríður Sólveig Haraldsdóttir, ferðamálafræðingur 4. Ásthildur Cesil Þórðardóttir, eftirlaunaþegi
5. Benedikt Sigurðarson, framkvæmdastjório 5. Sigurjón Þórðarson, heilbrigðisfulltrúi, Sauðárkróki
6. Stefanía Vigdís Gísladóttir, forstöðumaður bóksafns 6. K. Hulda Guðmundsdóttir, skógarbóndi
7. Árni Pétur Hilmarsson, grafískur hönnuður 7. Ágúst Einarsson, atvinnukafari og bílstjóri
8. Arnfríður Arnardóttir, myndlistarmaður 8. Sigríður Sigurjónsdóttir, dýralæknir
9. Ásta Hafberg, framkvæmdastjóri 9. Grazýna Zofía Bajda, fiskverkakona
10.Hlín Bolladóttir, grunnskólakennari 10.Sigfús Leví Jónsson, bifvélavirki
11.Björk Sigurgeirsdóttir, frumkvöðla- og fyrirtækjaráðgjafi 11.Elísabet Anna Pétursdóttir, leikskólakennari
12.Jóhann Ævar Þórisson, sjálstæður atvinnurekandi 12.Pálmi Sighvatsson, húsgagnabólstrari
13.Erlendur Steinar Friðriksson, sjávarútvegsfræðingur 13. Hanna Þrúða Þórðardóttir, framkvæmdastjório
14.Axel Jóhann Yngvason, ferðaþjónustubóndi 14.Stanislaw Kordek
15.Arinbjörn Kúld, stjórnunarfræðingur 15.Helgi Helgason
16.Haraldur Helgi Hólmfríðarson, leiðsögumaður 16.Guðmundur G. Jónsson
17.Elsa María Guðmundsdóttir, listmeðferðarráðgjafi
18.Sara Kristín Bjarkardóttir, nemi
19.Sunna Lind Kúld, nemi
20.Tryggvi Gíslason, fv.skólameistari

Fimm vikur til kosninga Fimm vikur eru í dag til alþingiskosninga. Líkleg verður ekki ljóst fyrr en við lok framboðsfrest hvaða framboð ná að leggja fram framboðslista og hvort öll þau framboð sem boðað hafa framboð nái að koma fram listum í öllum kjördæmum. Samtals er um að ræða 16 flokka eða framboðssamtök. Frestur til að sækja um listabókstaf rennur út á hádegi þriðjudaginn 9.apríl og framboðsfrestur á hádegi föstudaginn 12. apríl. A-Björt framtíð, B-Framsóknarflokkur, D-Sjálfstæðisflokkur, S-Samfylking og V-Vinstrihreyfingin grænt framboð hafa fullmannað lista sína í öllum kjördæmum. T-Dögun hefur birt 10 efstu sætin í Reykjavíkurkjördæmunum og Suðvesturkjördæmi en samkvæmt vefsíðu flokksins eru listar í þessum kjördæmum fullmannaðir. Í dag stefnir flokkurinn einnig að því að ljúka við lista í Norðausturkjördæmi.  Þá eru Suðurkjördæmi og Norðvesturkjördæmi eftir en aðeins hafa verið birtir oddvitar í þessum kjördæmum. Þ-Píratar héldu netprófkjör og hafa birt fimm efstu nöfnin á framboðslistum sínum í öllum kjördæmum. Boðað er að heildarlistar verði birtir innan skamms. G-Hægri grænir hafa birt fimm efstu nöfnin á framboðslistum sínum nema í Norðausturkjördæmi en ganga á frá því á morgun. L-Lýðræðisvaktin hefur birt sex efstu nöfnin á listum sínum í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Stefnt er að framboði í öllum kjördæmum. Regnboginn, regnhlífarframboð Jóns Bjarnasonar, Bjarna Harðarsonar og Baldvins Sigurðssonar staðsetur sig vinstra megin við Framsóknarflokkinn. Flokkurinn vinnur að því að sækja um listabókstafinn J. Greint hefur verið frá efstu mönnum í Norðvesturkjördæmi, Suðurkjördæmi og Norðausturkjördæmi. R-Alþýðufylkingin hefur birt efstu nöfnin í Reykjavíkurkjördæmunum. Flokkurinn stefnir að framboðum í öllum kjördæmum. Helsti forsvarsmaður flokksins er Þorvaldur Þorvaldsson. Flokkur heimilanna var stofnaður í vikunni en einn helsti talsmaður hans er Halldór Gunnarsson í Holti. M.a. þeirra sem komu að stofnun flokksins eru sjömenniningarnir sem voru sögðu sig úr Samstöðu Lilju Mósesdóttur eftir að sá flokkur ákvað að bjóða ekki fram og meðlimir Lýðveldisflokksins sem áður hafði fengið úthlutað listabókstafnum I. Landsbyggðarflokkurinn er að vinna að því að sækja um listabókstaf. Flokkurinn stefnir á framboð í landsbyggðarkjördæmunum þremur og stefndi að því að birta fjögur efstu sætin í Norðvestur- og Norðausturkjördæmum um síðustu helgi. H-Húmanistaflokkurinn stefnir að framboðum í öllum kjördæmum. Fram hefur komið að flokkurinn hefur leitað eftir samstarfi við öllum framboð. K-Framfaraflokkurinn Helsti forsvarsmaður er Sturla Jónsson “trukkari”. Framfaraflokknum var úthlutað listabókstafnum A fyrir síðustu alþingiskosningar er bauð ekki fram. Kristin stjórnmálasamtök sögðust mundu sækja um listabókstaf og bjóða fram en ekkert hefur heyrst meira af þeim fyrirætlunum. 21. mars 2013 Flokkur heimilanna, sem stofnaður var á dögunum af Halldóri Gunnarssyni í Holti og fleirum inniheldur m.a. þá sjö einstaklinga sem sögðu sig úr stjórn Samstöðu og úr flokknum fyrr í vetur og Lýðveldisflokkinn sem hafði verið úthlutað listabókstafnum I. Dögun hefur birt 10 efstu sætin á framboðslistum sínum í Reykjavíkurkjördæmunum og Suðvesturkjördæmi.

Suðvesturkjördæmi: Reykjavíkurkjördæmi norður:
1. Margrét Tryggvadóttir þingmaður 1. Ólöf Guðný Valdimarsdóttir arkitekt FAÍ
2. Álfheiður Eymarsdóttir stjórnmálafræðingur 2. Hólmsteinn Brekkan blikksmiður og réttarráðgjafi
3. Jón Jósef Bjarnason bæjarfulltrúi 3. Ása Lind Finnbogadóttir framhaldsskólakennari
4. Baldvin Björgvinsson raffræðingur / kennari 4. Friðrik Þór Guðmundsson kennari/blaðam.
5. Guðrún Lilja Guðmundsdóttir viðskiptafræðingur 5. Hólmfríður Berentsdóttir háskólanemi og hjúkrunarfr.
6. Haraldur Haraldsson markaðsstjóri 6. Vilhjálmur Árnason  skipstjórnarmaður
7. Margrét Rósa Sigurðardóttir prentari / kennari 7. Sveinlaug Sigurðardóttir leikskólakennari
8. Ægir Björgvinsson verkstjóri / rennismiður 8. Daði Guðbjörnsson listmálari
9. Birta Jóhannesdóttir leiðsögumaður 9. Kristbjörg María Gunnarsdóttir háskólanemi
10. Pétur Guðmundsson eftirlaunaþegi 10. Bárður Ragnar Jónsson þýðandi
Reykjavíkurkjördæmi suður:
1. Þórður Björn Sigurðsson aðstoðarmaður formanns Hreyfingarinnar og varbæjarfulltrúi
2. Jóhannes Björn Lúðvíksson eignamiðlari/rithöfundur
3. Helga Þórðardóttir kennari
4. Rannveig Óskarsdóttir meistaranemi í trúarbragðafræðum
5. Sigurður Jónas Eggertsson tölvunarfræðingur
6. Hugrún Steinunn Guðmundsdóttir félagsráðgjafi
7. Birgir Skúlason kerfisstjóri
8. Eva Guðrún Gunnbjörnsdóttir menningarmiðlari
9. Hannes Ingi Guðmundsson lögfræðingur ÖBÍ
10. Lena Mist Skaptadóttir Eydal lyfjatækninemi

20. mars 2013  Framboðslisti Lýðræðisvaktarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður er sem hér segir:

1. Þórhildur Þorleifsdóttir, leikstjóri
2. Örn Bárður Jónsson, sóknarprestur
3. Íris Erlingsdóttir, fjölmiðlafræðingur
4. Guðbjörn Guðbjörnsdóttir, yfirtollvörður og óperusöngvari
5. Jónas Guðmundsson, fjármálastjóri
6. Sólveig Guðmundsdóttir, leikkona og framleiðandi

Lýðræðisvaktin hefur birt fimm efstu sætin á lista flokksin í Reykjavíkurkjördæmi norður: Þau er sem hér segir:

1. Þorvaldur Gylfason, prófessor og fv.stjórnlagaráðsfulltrúi
2. Egill Ólafsson, tónlistarmaður
3. Sigríður Ólafsdóttir, lífefnafræðingur
4. Viktor Orri Valgarðsson, stjórnmálafræðingur
5. Jenný Stefanía Jensdóttir, viðskiptafræðingur
6. Arnfríður Guðmundsdóttir, prófessor og fv.stjórnlagaráðsfulltrúi

19.mars 2013 Í dag var stofnaður nýr stjórnmálaflokkur – Flokkur heimilanna. Talsmenn flokksins eru Halldór Gunnarsson í Holti og Inga Karen Ingólfsdóttir. Formaður flokksins var kjörinn Vilhjálmur Bjarnason varaformaður Hagsmunasamtaka heimilanna. 17. mars 2013 Sex vikur til kosninga Tæpar sex vikur eru þar til landsmenn ganga að kjörborðinu og velja sér nýja þingmenn. Þrátt fyrir að ýmislegt hafi gerst í framboðsmálum í vikunni er enn ekki ljóst hvaða framboð leggja framboðslista og hvort öll þau framboð nái að koma fram listum í öllum kjördæmum. Samtals er um að ræða 17 flokka eða framboðssamtök. Enn er nokkur tími til stefnu til að bjóða fram þar sem að frestur til að sækja um listabókstaf rennur út á hádegi þriðjudaginn 9.apríl og framboðsfrestur á hádegi föstudaginn 12. apríl. A-Björt framtíð, B-Framsóknarflokkur, D-Sjálfstæðisflokkur, S-Samfylking og V-Vinstrihreyfingin grænt framboð hafa fullmannað lista sína í öllum kjördæmum. Þ-Píratar héldu netprófkjör og hafa birt fimm efstu nöfnin á framboðslistum sínum í öllum kjördæmum. Boðað er að heildarlistar verði birtir innan skamms. T-Dögun hefur birt 3 efstu sætin í Reykjavíkurkjördæmunum, Suðvesturkjördæmi og Norðausturkjördæmi og hverjir skipa efstu sætin í Norðvestur- og Suðurkjördæmi. Kjördæmisráð í hverju kjördæmi munu síðan gagna frá fullskipun listanna. G-Hægri grænir hafa birt fimm efstu nöfnin á framboðslistum sínum nema í Norðausturkjördæmi. Regnboginn, framboð Jóns Bjarnasonar, Bjarna Harðarsonar og Baldvins Sigurðssonar staðsetur sig vinstra megin við Framsóknarflokkinn. Flokkurinn vinnur að því að sækja um listabókstafinn J. Greint hefur verið frá efstu mönnum í Norðvesturkjördæmi, Suðurkjördæmi og Norðausturkjördæmi. R-Alþýðufylkingin hefur birt efstu nöfnin í Reykjavíkurkjördæmunum. Flokkurinn stefnir að framboðum í öllum kjördæmum. Helsti forsvarsmaður flokksins er Þorvaldur Þorvaldsson. H-Húmanistaflokkurinn stefnir að framboðum í öllum kjördæmum. Fram hefur komið að flokkurinn hefur leitað eftir samstarfi við öllum framboð. L-Lýðræðisvaktin stefnir að framboði í öllum kjördæmum. Einn helsti forsvarsmaður flokksins er Þorvaldur Gylfason prófessor. I-Lýðveldisflokkurinn Litlar upplýsingar er að finna um flokkinn aðrar en þær sem eru á facebook-síðu hans. K-Framfaraflokkurinn Helsti forsvarsmaður er Sturla Jónsson “trukkari”. Framfaraflokknum var úthlutað listabókstafnum A fyrir síðustu alþingiskosningar er bauð ekki fram. Kristin stjórnmálasamtök segjast munu sækja um listabókstaf og bjóða fram. Landsbyggðarflokkurinn er að vinna að því að sækja um listabókstaf. Flokkurinn stefnir á framboð í landsbyggðarkjördæmunum þremur og stefndi að því að birta fjögur efstu sætin í Norðvestur- og Norðausturkjördæmum um helgina. Halldór Gunnarsson í Holti boðar framboð. Ekki er ljóst hvar þær hugmyndir eru staddar. 16.mars 2013 Í Morgunblaðinu í dag kemur fram að Regnboginn, klofningshópur úr VG, býður a.m.k. fram í Suðurkjördæmi, Norðvesturkjördæmi og Norðausturkjördæmi. Jón Bjarnason alþingismaður og fv.ráðherra verður í efsta sæti í Norðvesturkjördæmi. Bjarni Harðarson bóksali og fv.alþingismaður í efsta sæti í Suðurkjördæmi og Guðmundur Brynjólfsson rithöfundur á Vatnsleysuströnd í öðru sæti. Í Norðausturkjördæmi verður Baldvin Sigurðsson fv.bæjarfulltrúi á Akueyri í efsta sæti en Þorsteinn Bergsson bóndi á Unaósi á Fljótsdalshéraði í öðru sæti. Þorsteinn var áður búinn að taka 5. sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðausturkjördæmi en hefur sagt sig frá því sæti. Björn Halldórsson bóndi í Vopnafirði hefur tekið 5.sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðausturkjördæmi í stað Þorsteins. Efstu sæti á listum Pírata í Norðvesturkjördæmi, Norðausturkjördæmi og Suðurkjördæmi voru ákveðin í netprófkjöri sem lauk á miðnætti. Í Norðvesturkjördæmi greiddu 69 atkvæði, í Norðausturkjördæmi 62 og í Suðurkjördæmi 78. Efstu sætin eru sem hér segir:

Norðvesturkjördæmi Norðausturkjördæmi Suðurkjördæmi
1. Hildur Sif 1. Aðalheiður Ámundadóttir 1. Smári McCarthy
2. Herbert Snorrason 2. Þórgnýr Thoroddsen 2. Halldór Berg Harðarson
3. Guðrún Ágústa Þórdísardóttir 3. Helgi Laxdal 3. Björn Þór Jóhannesson
4. Stefán Vignir Skarphéðinsson 4. Kristín Elfa Guðnadóttir 4. Svafar Helgason
5. Tómas Árni Jónsson 5. Bjarki Sigursveinsson 5. Ágústa Erlingsdóttir

15. mars 2013 Í dag var birt skoðanakönnun frá Capacent fyrir fyrri hluta marsmánaðar. Hún sýnir í stórum dráttum sömu þróun og könnunin í febrúar gerði. Þannig heldur fylgisaukning Framsóknarflokksins áfram og hefur flokkurinn nær tvöfaldað fylgi sitt frá því í desember. Á sama tíma hefur Sjálfstæðisflokkurinn tapað nær 10%. Fylgið heldur áfram að reitast af Samfylkingunni og hefur hún misst um 5% frá því í desember. Vinstrihreyfingin grænt framboð mælisti með svipað fylgi nú og í desember eftir að hafa dalað í janúar og febrúar. Björt framtíð virðist hafa toppað og hefur misst ríflega 5% fylgi frá því janúar. Aðrir hafa ekki farið upp fyrir 5% markið. Næstir því eru Píratar sem mælast með 3,8% og hafa bætt við sig frá fyrri mánuðum. Lýðræðisvaktin kemur ný inn með 3,3%. Hægri grænir mælast með 2,8% sem er svipað fylgi og undanfarna mánuði. Dögun sem var með 3% í desember er komin niður fyrir 1%. Samtals mælast aðrir, Dögun þ.m.t. með 1,7%.

Þessi könnun Capacent er öllum aðalatriðum í takti við könnun MMR sem birt var fyrr í vikunni. En könnun Stöðvar2 sem birt var í kvöld sýndi Framsóknarflokkinn með mun meira fylgi en kannanir Capacent og MMR og mun minna fylgi Bjartrar framtíðar en í þeim sömu könnunum. Sé þingsætum skipt eftir þessum könnunum kemur eftirfarandi niðurstaða:

Könnun/ MMR Capac. Stöð2
flokkur 13.3. hálfur mars 15.3.
Björt framtíð 11 9 6
Framsóknarfl. 18 19 23
Sjálfstæðisfl. 19 19 19
Samfylking 9 10 10
VG 6 6 5

Út frá þessum tölum (og litið er framhjá könnun Stöðvar2) er aðeins ein tveggja flokka stjórn í spilunum, ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Ef skoðaðir eru möguleikar á þriggja flokka stjórnum gætu Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur tæknilega myndað ríkisstjórn með hvaða tveimur öðrum flokkum sem væri.

Baldvin Sigurðsson fv.bæjarfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Akureyri mun skipa 1. sæti Regnbogans í Norðaustkjördæmi. Þorsteinn Bergsson bóndi á Unaósi er sagður skipa 2. sætið en hann er þegar í 5. sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs.

14. mars 2013

Uppstillingarnefnd Dögunar leggur til að Guðrún Dadda Ásmundsdóttir iðjuþjálfi í Hvalfjarðarsveit leiði lista flokksins í Norðvesturkjördæmi og Andrea Ólafsdóttir fv.forsetaframbjóðandi og oft kennd við Hagsmunasamtök heimilanna leiði listann í Suðurkjördæmi.

Björt framtíð hefur birt framboðslista sinn í Suðurkjördæmi og hefur því birt fulla lista í öllum kjördæmum landsins. Það hafa einnig gert Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og Vinstrihreyfingin grænt framboð. Listinn er sem hér segir:

1.Páll Valur Björnsson, bæjarfulltrúi, Grindavík
2.Guðlaug Elísabet Finnsdóttir, kennari, Sandgerði
3. Heimir Eyvindarson, tónlistarmaður, Hveragerði
4. Guðfinna Gunnarsdóttir, kennari, Selfossi
5. Jóhanna Ýr Jónsdóttir, sagnfræðingur, Vestmannaeyjum
6. Lovísa Hafsteinsdóttir, náms-og starfsráðgjafi, Reykjanesbæ
7. Sigurbjörg Tracey, hótelrekandi, Vík
8. Halldór Zoega, fjármálastjóri Keilis
9. Sunna Stefánsdóttir, háskólanemi, Ölfusi
10.Þórunn Einarsdóttir, jógakennari og fasteignasali, Reykjanesbæ
11.Kristín Sigfúsdóttir, grunnskólakennari, Geldingalæk
12.Magnús Magnússon, garðyrkjubóndi, Árbakka
13.Atli Fannar Bjarkason, framkvæmdastjóri,
14.Jóna Júlíusdóttir, háskólanemi, Sandgerði
15.Jónas Bergmann Magnússon, grunnskólakennari, Hvolsvelli
16.Halldór Hlöðversson, forstöðumaður
17.Anna Sigríður Jónsdóttir, sjúkraliði, Grindavík
18.Hera Björk Þórhallsdóttir, söngkona
19.Lilja Nótt Þórarinssdóttir, leikkona
20.Pétur Skarphéðinsson, læknir, Laugarási

13. mars 2013

Þór Saari greindi frá því konur yrðu í efsta sæti í fjórum af sex kjördæmum hjá Dögun. Það er því ljóst að konur skipa efstu sætin á listum Dögunar í Suðurkjördæmi og Norðvesturkjördæmi. Kristinn H. Gunnarsson fv.alþingismaður hafði áður gefið kost á sér í efsta sæti flokksins í Norðvesturkjördæmi.

Bjarni Harðarson verður í efsta sæti á lista Regnbogans í Suðurkjördæmi. Þá segir hann að Jón Bjarnason og Baldvin Sigurðsson fv.bæjarfulltrúi á Akureyri verði á listunum. Búast má við að það þeir leiði þá listana í Norðvestur- og Norðausturkjördæmi. Bjarni segir að Regnboginn muni bjóða fram í flestum kjördæmum.

Þorvaldur Þorvaldsson trémiður mun leiða lista Alþýðufylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður og Vésteinn Valgarðsson stuðningsfulltrúi í Reykjavíkurkjördæmi suður. Alþýðufylkingin stefnir á framboð í öllum kjördæmum.

Viðræður hafa verið milli Dögunar og óstofnaðs framboðs Halldórs Gunnarssonar kenndan við Holt. Þetta staðfestir Andrea Ólafsdóttir hjá Dögun í viðtali við DV.

12. mars 2013

Listi Bjartrar framtíðar í Norðausturkjördæmi hefur verið birtur. Hann er sem hér segir:

1.Brynhildur Pétursdóttir, ritstjóri, Akureyri
2.Preben Jón Pétursson, framkvæmdastjóri, Akureyri
3.Stefán Már Guðmundsson, aðstoðarskólastjóri, Neskaupstað
4.Hanna Sigrún Helgadóttir, framhaldsskólakennari, Laugum
5. Bragi S. Björgvinsson, bóndi, Jökuldal
6. Brynja Reynisdóttir, framhaldsskólanemi, Akureyri
7. Sigurjón Jónasson, flugumferðarstjóri, Akureyri
8. Anna Hlíf Árnadóttir, háskólanemi, Neskaupstað
9. Kristín Sóley Björnsdóttir, kynningarfulltrúi, Akureyri
10.Dagur Skírnir Óðinsson, félagsfræðingur, Egilsstöðum
11.Svanfríður Larsen, bókmenntafræðingur, Akureyri
12.Þorsteinn Hlynur Jónsson, framkvæmdastjóri, Akureyri
13.Elísabet Karlsdóttir, fatahönnunarnemi, Egilsstöðum
14.Oddur L. Árnason, ellilífeyrisþegi, Akureyri
15.Flosi Þorgeirsson, tónlistarmaður, Húsavík
16.Viðar Jónsson, íþróttakennari, Fáskrúðsfirði
17.Erla Björnsdóttir, hjúkrunarfræðingur, Akureyri
18.Hörður Ingólfsson, rafvirki, Akureyri
19.Matthildur Jónsdóttir, starfskona í skólavistun, Akureyri
20. Rögnvaldur Rögnvalsson, listaverkamaður, Akureyri

Efstu sætin á listum Pírata í höfuðborgarkjördæmunum þremur eru:

Reykjavík norður: Reykjavík suður: Suðvestur:
1. Helgi Hrafn Gunnarsson 1. Jón Þór Ólafsson 1. Birgitta Jónsdóttir
2. Halldóra Mogensen 2. Ásta Helgadóttir 2. Björn Leví Gunnarsson
3. Bjarni Rúnar 3. Sigurbjörg Erla Egilsdóttir 3. Hákon Einar Júlíusson
4. Salvör Kristjana 4. Sigríður Fossberg Thorlacius 4. Árni Þór Þorgeirsson
5. Þórður Sveinsson 5. Arnaldur Sigurðarson 5. Berglind Ósk Bergsdóttir

Landsbyggðarflokkurinn segir frá því á facebook-síðu sinni að forsvarsmönnum flokksins hafi verið boðið samstarf við fimm önnur stjórnmálaöfl. M.a. hefur aðaltalsmanni Landsbyggðarflokksins hefur verið boðið sæti ofarlega á framboðslistum. Fram kemur að þessum tilboðum hafi verið hafnað.

Prófkjöri Pírata í Reykjavíkurkjördæmunum og Suðvesturkjördæmi lauk í gærkvöldi. Í Reykjavíkurkjördæmi norður tóku 81 þátt, í Reykjavíkurkjördæmi suður 92 þátt og 82 í Suðvesturkjördæmi. Fram kemur á facebook-síðu Pírata að 7 konur og 8 karlar séu í 15 efstu sætum í kjördæmunum þremur.

10. mars 2013

Halldór Gunnarsson fv.sóknarprestur í Holti boðaði í Silfri Egils í dag að hann ásamt fleirum væru að stofna nýjan stjórnmálaflokk. Halldór  sagði sig nýverið úr Sjálfstæðisflokknum.

Nýtt framboð Regnboginn – fyrir sjálfstæði Íslands og sjálfbæra þróun er í undirbúningi. Verið er að safna undirskriftum til að hægt verði að sækja um listabókstaf. Af þeim sem nefndir hafa verið í þessu samhengi eru Bjarni Harðarson bóksali og fv.alþingismaður, Jón Bjarnason alþingismaður og Atli Gíslason alþingismaður. Auk þeirra eru nefndir til sögunnar Haraldur Ólafsson, Guðmundur Brynjólfsson og Baldvin Sigurðsson.

Á landsfundi Hægri grænna í gær voru kynntir fimm efstu menn í öllum kjördæmum nema Norðausturkjördæmi. Áður höfðu komið fram upplýsingar um tvo efstu menn í Norðvesturkjördæmi. Þröstur Johnsen, bróðir Árna Johnsen alþingsmanns, leiðir ekki listann í Suðurkjördæmi eins og áður hafði verið haldið fram. Annars eru fimm efstu sætin sem hér segir:

Suðvesturkjördæmi Reykjavíkurkjördæmi norður
1. Guðmundur Franklín Jónsson, formaður Hægri grænna 1. Kjartan Örn Kjartsson, fv.framkvæmdastjóri
2. Týr Þórarinsson, kvikmyndagerðarmaður, Reykjavík 2. Björn Torfi Hauksson,
3. Magnús Þórarinn Thorlacius, málarameistari, Sauðárkróki 3. Kristján Orri Jóhannsson,
4. Helgi Helgason, stjórnmálafræðingur, Kópavogi 4. Guðríður Eiríksdóttir, Reykjavík
5. Böðvar Guðmundsson, 5. Grétar Ómarsson,
Reykjavíkurkjördæmi suður Suðurkjördæmi
1. Jón E. Árnason 1. Sigursveinn Þórðarson, Vestmannaeyjum
2. Pétur Fjeldsted Einarsson 2. Agla Þýrí Kristjánsdóttir, Selfossi
3. Sigurður Ingólfsson 3. Axel Örn Ægisson,
4. Katrín Guðjónsdóttir 4. Þórarínn Björn Steinsson, Reykjanesbæ
5. Kristján Árni Kristjánsson 5. Jón Birgir Indriðason, Reykjavík
Norðvesturkjördæmi
1. Sigurjón Haraldsson, rekstrarhagfræðingur, Danmörku
2. Íris Dröfn Kristjánsdóttir, grunnskólakennari, Hvalfjarðarsveit
3. Jón Ingi Magnússon,
4. Guðbrandur Jónatansson
5. Haraldur Kristján Ólason,

8. mars 2013

Innanríkisráðuneytið úthlutaði í dag fimm listabókstöfum til handa stjórnmálasamtökum sem ekki buðu fram við síðustu þingkosningar. Þetta eru bókstafirnir I fyrir Lýðveldisflokkinn, K fyrir Framfaraflokkinn, L fyrir Lýðræðisvaktina, R fyrir Alþýðufylkinguna og Þ fyrir Pírata.

Listi Bjartrar framtíðar í Suðvesturkjördæmi hefur verið birtur. Hann er sem hér segir;

1. Guðmundur Steingrímsson, alþingismaður
2. Freyja Haraldsdóttir, framkvæmdstjóri
3. Guðlaug Kristjánsdóttir, sjúkraþjálfari og form.BHM
4. Erla Karlsdóttir, varabæjarfulltrúi í Kópavogi
5. Pétur Óskarsson, framkvæmdastjóri
6.Andrés Pétursson, ráðgjafi og form.Evrópusamtakanna
7. Borghildur Sturludóttir, arkitekt
8. Sigurður P. Sigmundsson, fjármálastjóri
9. Ragnheiður Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur
10.Sigurjón Kjartansson, handritshöfundur og framleiðandi
11.María Pálsdóttir, leikkona
12.Kjartan Atli Kjartansson, körfuboltamaður og rappari
13.Helga Bragadóttir, lektor í hjúkrunarfræði
14.Anna Guðrún Hugadóttir, námsráðgafi í FG
15.Aldís Sigurðardóttir, baráttukona
16.Hlini Melsted Jóngeirsson, kerfisstjóri
17.Ragnhildur Reynisdóttir, markaðsstjóri
18.Snorri Páll Einarsson, hugbúnaðarsérfræðingur
19.Jón Ingvar Valdimarsson, kerfisstjóri
20.Sigrún Sól Ólafsdóttir, leikstjóri
21.Agnar Johnson, framkvæmdastjóri
22.Guðrún Sesselja Arnardóttir, lögmaður
23.Auður Jónsdótti, rithöfundur
24.Helgi Pétursson, ferðamálafrömuður
25.Margrét Örnólfsdóttir, rithöfundur
26.Ingvi Þorsteinsson, náttúrufræðingur

Þegar sjö vikur eru til kosninga er enn ekki ljóst hvaða framboð koma fram. Hér að neðan er stutt yfirlit yfir framboðsmál þeirra 16  flokka og framboða sem hugsanlega munu bjóða fram í vor. Fram að þessu hafa framboð frá lýðveldisstofnun flest verið 11 þannig að ekki er ólíklegt nýtt met verði slegið í vor.

Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og Vinstrihreyfingin grænt framboð hafa fullmannað lista sína í öllum kjördæmum.

Björt framtíð segist hafa fullmanna lista sína í öllum kjördæmum, en listarnir í Norðausturkjördæmi, Suðurkjördæmi og Suðvesturkjördæmi hafa ekki verið birtir. Björt framtíð hefur listabókstafinn A.

Dögun hefur birt 3 efstu sætin í Reykjavíkurkjördæmunum, Suðvesturkjördæmi og Norðausturkjördæmi. Efstu nöfnin í Norðvestur- og Suðurkjördæmi hafa ekki verið birt. Kjördæmisráð í hverju kjördæmi munu síðan gagna frá fullskipun listanna.  Dögun hefur listabókstafinn T.

Hægri grænir boða að þeir birti lista í öllum kjördæmum á landsfundi flokksins á morgun. Hægri grænir hafa listabókstafinn G.

Píratar munu viðhafa einhvers konar prófkjör með svipuðum hætti og kosið var á stjórnlagaþing. Samkvæmt kosningasíðu framboðsins hafa Píratar náð að fullmanna lista í öllum kjördæmum, en röðun mun ekki liggja fyrir fyrr en undir næstu helgi í höfuðborgarkjördæmunum og síðar í landsbyggðarkjördæmunum þremur. Píratar hafa listabókstafinn Þ.

Húmanistaflokkurinn stefnir að framboðum í öllum kjördæmum. Fram kom hjá Dögun að Húmanistar hafa óskað eftir viðræðum við Dögun um samstarf. Húmanistaflokkurinn hefur listabókstafinn H.

Lýðræðisvaktin stefnir að framboði í öllum kjördæmum og hefur sótt um listabókstafinn L. Helsti forsvarsmaður þessa flokks er Þorvaldur Gylfason prófessor.

Alþýðufylkingin stefnir að framboðum í öllum kjördæmum og hefur sótt um listabókstafinn R. Helsti forsvarsmaður þessa flokks er Þorvaldur Þorvaldsson.

Lýðveldisflokkurinn hefur sótt um listabókstafinn I. Litlar upplýsingar er að finna um flokkinn aðrar en þær sem eru á facebook-síðu hans.

Framfaraflokkurinn hefur sótt um listabókstafinn K. Ekki er ljóst hvort að þetta er sami flokkur og fékk úhlutað listabókstafnum A fyrir síðustu alþingiskosningar en forsvarsmaður þess flokks var Sturla Jónsson „trukkari“.

Jón Bjarnason alþingismaður VG og fv.ráðherra hefur gefið út að sé að skoða sérframboð. Einnig hefur komið fram að einhverjar þreifingar séu um kosningabandalag hópa sem andvígir eru aðild Íslands að ESB á vinstri væng stjórnmálanna.

Kristin stjórnmálasamtök segjast munu sækja um listabókstaf og bjóða fram.

Landsbyggðarflokkurinn var stofnaður um helgina og heldur væntanlega framhaldsstofnfund í næstu viku. Flokkurinn stefnir á framboð í landsbyggðarkjördæmunum þremur.

7.mars 2013

Listar Bjartar framtíðar í Reykjavík eru komnir fram. Þeir eru sem hér segir:

Reykjavík suður Reykjavík norður
1.Róbert Marshall, alþingismaður 1. Björt Ólafsdóttir, ráðgjafi
2.Óttar Proppé, borgarfulltrúi 2. Heiðar Kristín Helgadóttir, framkvæmdastjóri
3.Brynhildur S. Björnsdóttir, framkvæmdastjóri 3. Eldar Ástþórsson, markaðsmaður
4.Sigrún Gunnarsdóttir, lektor 4. Friðrik Rafnsson, þýðandi
5.Tryggvi Haraldsson, verkefnastjóri 5. Jón Gnarr Kristinsson, borgarstjóri
6. Auður Hermannsdóttir, aðjúnkt í viðskiptafræði 6. Sunna Jóhannsdóttir, viðskiptafræðingur
7. Hrefna Guðmundsdóttir, MA í félagssálfræði 7. Sigurður Björn Blöndal, tónlistarmaður
8. Reynir Þór Eggertsson, kennari 8. Hjalti Vigfússon, forseti nemendafélags MH
9. Óðinn Svansson, ráðgjafi og nuddari 9. Brynja Björk Birgisdóttir, fornleifafræðingur
10.Ágústa Andersen, nálastungufræðingur 10.Gestur Guðjónsson, umhverfisverkfræðingur
11.Sandra Ólafsdóttir, þyrluflugmaður og nemi 11.Diljá Ámundadóttir, varaborgarfulltrúi
12.Elvar Örn Arason, alþjóðafræðingur 12.Hörður Ágústsson, eigandi Maclands
13.Ýr Þrastardóttir, fatahönnuður 13.Guðrún Eiríksdóttir, ferðaráðgjafi
14.Harpa Rut Hilmarsdóttir, kennari 14.Vigdís Hrefna Pálsdóttir, leikkona
15.Bjarni Benediktsson, framkvæmdastjóri þjónustusviðs BL 15.Karl Sigurðsson, borgarfulltrúi
16.Einar Guðnason, framkvæmdastjóri 16.Valur Freyr Einarsson, leikari
17.Helga Kristjánsdóttir, líffræðingur 17.Harpa Elísa Þórsdóttir, framleiðandi
18.Íris Davíðsdóttir, verkefnastjóri í HÍ 18.Hulda Proppé, mannfræðingur
19.Gunnar Hólmsteinn, framkvæmdastjóri Clara 19.Hjördís Sjafnar Ingimundardóttir, framkvæmdastjóri
20.Arnar Ómarsson, teiknari og trommari 20.Haraldur Sean Nelson, framkvæmdastjóri Mjölnis
21.Ólafur Egilsson, leikari 21.Einar Örn Benediktsson, borgarfulltrúi og tónlistarmaður
22.Elsa Yeoman, forseti borgarstjórnar og húsagagnasmiður 22.Hlíf Böðvardóttir, frú

6. mars 2013

Listi Bjartrar framtíðar í Norðvesturkjördæmi hefur verið ákveðinn. Hann er sem hér segir:

A-listi Bjartrar framtíðar í Norðvesturkjördæmi
1. Jón Múli Jónasson, lögfræðingur og fv.bæjarstjóri, Akranesi
2. G.Valdimar Valdemarsson, framkvæmdastjóri, Kópavogi
3. Sólveig Thorlacius, tilraunabóndi, Reykjavík
4. Magnús Þór Jónsson, skólastjóri, Hellissandi
5. Soffía Vagnsdóttir, skólastjóri, Bolungarvík
6. Haukur Logi Jóhannsson, háskólnemi, Biföst
7. Eva Símonardóttir, kennari, Borgarbyggð
8. Erna Guðmundsdóttir, markþjálfi og meistarnemi,
9. Arnar Sæberg Jónsson, tómstundafulltrúi, Hólmavík
10.Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir, kennari og verkefnastjóri, Akranesi
11.Hlöðver Ingi Gunnarsson, deildarstjóri, Borgarbyggð
12.Svanberg J. Eyþórsson, öryggisfulltrúi hjá Elkem
13.Ágústa Þóra Jónsdóttir, sölu- og markaðsfulltrúi, Kópavogi
14.Björn Kristinsson, kennari og tónlistarmaður, Drangsnesi
15.Anna Lára Steindal, forstöðumaður, Akranesi
16.Örn Elías Guðmundsson, tónlistarmaður, Súðavík

Samkvæmt aðsendri grein Indriða Aðalsteinssonar í Morgunblaðinu í dag er í undirbúningi kosningabandalag afla á vinstri væng stjórnmálanna sem eru andsnúin aðild Íslands að Evrópusambandinu. M.a. þeirra sem Indriði nefnir er Jón Bjarnason, Bjarni Harðarson og Alþýðufylkinguna sem Þorvaldur Þorvaldsson er í forsvari fyrir.

Örn Elías Guðmundsson – Mugison – skipar heiðurssætið á lista Bjartrar framtíðar í Norðvesturkjördæmi.

5. mars 2013

Samkvæmt twitter-síðu Bjartar framtíðar var gengið frá framboðslistum flokksins í öllum kjördæmum á stjórnarfundi í kvöld.

Samkvæmt x.piratar.is eru Píratar komnir með fulla tölu frambjóðenda í öllum kjördæmum nema Norðvesturkjördæmi. Framboðsfrestur hefur verið lengdur og er hann til miðnættis annað kvöld í Reykjavíkurkjördæmunum og Suðvesturkjördæmi. Í landsbyggðarkjördæmunum þremur er hann hins vegar til miðnættis á laugardagskvöld.

4. mars 2013

Framboðsfrestur fyrir netprófkjör Pírata rennur út á miðnætti. Ef marka má síðu þeirra x.piratar.is að þá hafa 22 boðið sig fram í hvoru Reykjavíkurkjördæmanna sem er fullur listi og 27 í Suðvesturkjördæmi sem er einum meira en þarf á fullan lista. Minni áhugi er hins vegar í landsbyggðakjördæmunum en í Norðausturkjördæmi voru frambjóðendur orðnir 13, í Suðurkjördæmi voru þeir orðnir 8 en aðeins 2 í Norðvesturkjördæmi.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fyrir alþingiskosningarnar 27. apríl n.k. er hafin.

2. mars 2013 

Húmanistaflokkurinn hefur óskað eftir fundi með Dögun að ræða hugsanlegt samstarf.

1.3.2013 

Fylgi flokkanna – skoðanakannanir

capacentÍ dag var birt skoðanakönnun Capacent Gallup um fylgi stjórnmálaflokkanna í febrúar. Framsóknarflokkurinn mælist nú nærst stærsti flokkur landsins með 22,1%og hefur bætt við sig 9% frá því í desember. Sjálfstæðisflokkur mælist með 29.7% fylgi sem er 6,6% minna en í desember.  Samfylkingin heldur áfram að tapa fylgi er komin niður í 15,4% sem er 3,7% minna en í desember. Vinstri grænir halda einnig áfram að missa fylgi og mælast nú með 7,4%. Björt framtíð sem hefur verið á miklu flugi gefur aðeins eftir. Flokkurinn var með 12,3% í desember, 18,6% í janúar og mælist nú með 16,2%. Aðrir flokkar mælast með um eða undir 3%. Hægri grænir eru með rúmlega 3,2%, Dögun 1,3% og Píratar 2,3%. Aðrir eru samtals með 2,4%.

Skipting þingsæta í þessari og könnun og nýjustu könnunum 365 og MMR eru eins og segir í töflunni hér að neðan:

Könnun / flokkur Capacent MMR Fréttabl.
febrúar 21.2. 1.3.
Björt framtíð 11 11 6
Framsóknarfl. 15 17 19
Sjálfstæðisfl. 21 20 21
Samfylking 11 9 9
VG 5 6 8

Ef kannanir 365 og MMR er marktækar mætti því ætla að fylgi Bjartar framtíðar hefði heldur látið á sjá undanfarna daga og Samfylkingin er með heldur minna fylgi seinni hluta mánaðar en í mánuðinum í heild. Framsóknarflokkurinn er enn að sækja í sig veðrið og Vinstri grænir eru heldur að stykja sig. Sjálfstæðisflokkur virðist vera á sama róli í lok febrúarmánaðar og að meðaltali í mánuðinum í heild.

28. febrúar 2013

Vinstrihreyfingin grænt framboð gekk endanlega frá framboðslistum sínum í Reykjavíkurkjördæmunum í kvöld. Þeir eru sem hér segir:

Reykjavíkurkjördæmi norður
1. Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra
2. Árni Þór Sigurðsson, alþingismaður
3. Steinunn Þóra Árnadóttir, öryrki
4. Björn Valur Gíslason, alþingismaður
5. Eyrún Eyþórsdóttir,
6. Andrés Ingi Jónsson
7. Drífa Baldursdóttir
8. Kristján Ketill Stefánsson
9. Yousef Tamimi
10.Ásgrímur Angantýsson
11.Ásdís Thoroddsen
12.Friðrik Dagur Arnarson
13.Benóný Harðarson
14.Birna Magnúsdóttir
15.Hermann Valsson
16.Davíð Stefánsson
17.Sjöfn Ingólfsdóttir
18.Sigríður Kristinsdóttir
19.Ragnar Arnalds
20.Birna Þórðardóttir
21.Gunnsteinn Gunnarsson
22.Margrét Guðnadóttir
Reykjavíkurkjördæmi suður
1. Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra
2. Álfheiður Ingadóttir, alþingismaður
3. Ingimar Karl Helgason, blaðamaður
4. Kristinn Schram, þjóðfræðingur
5. Grímur Atlason,
6. Rene Biasone
7. Auður Alfífa Ketilsdóttir
8. Þorgerður Agla Magnúsdóttir
9. Gísli Garðarsson
10.Steinunn Rögnvalsdóttir
11.Níels Alvin Níelsson
12.Héðinn Björnsson
13.Auður Lilja Erlingsdóttir
14.Friðrik Atlason
15.Guðlaug Teitsdóttir
16.Sesselja Traustadóttir
17.Sigursveinn Magnússon
18.Sigríður Stefánsdóttir
19.Guðrún Hallgrímsdóttir
20.Ármann Jakobsson
21.Ólöf Ríkharðsdóttir
22.Úlfar Þormóðsson

Á framkvæmdaráðsfundi Dögunar á mánudag var rætt um kosningabandalag með Lýðræðisvaktinni og Pírötum án þess að afstaða væri tekin til hugmyndarinnar.

Þröstur Johnsen hótelstjóri í Vestmannaeyjum, yngri bróðir Árna Johnsen, mun leiða lista Hægri grænna í Suðurkjördæmi í væntanlegum Alþingiskosningum.

27. febrúar 2013

flokkarÍ dag eru tveir mánuðir í kosningar. Hér að neðan er stutt yfirlit yfir framboðsmál þeirra 16  flokka og framboða hugsanlega munu bjóða fram í vor. Fram að þessu hafa framboð frá lýðveldisstofnun flest verið 11 þannig að ekki er ólíklegt nýtt met verði slegið í vor.

Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur og Samfylking hafa fullmannað lista sína í öllum kjördæmum.

Vinstrihreyfingin grænt framboð hefur mannað lista í öllum kjördæmum nema Reykjavíkurkjördæmunum. Þar hefur fundum um framboðslista verið frestað í tvígang en gert er ráð fyrir að afgreiða listann annað kvöld.

Björt framtíð hefur birt efstu 4-5 nöfn á framboðslistum sínum í öllum kjördæmum. Björt framtíð hefur listabókstafinn A.

Dögun hefur birt 3 efstu sætin í Reykjavíkurkjördæmunum, Suðvesturkjördæmi og Norðausturkjördæmi. Eftir er því að birta efstu nöfnin í Norðvestur- og Suðurkjördæmi. Kjördæmisráð í hverju kjördæmi munu síðan gagna frá fullskipun listanna.  Dögun hefur listabókstafinn T.

Hægri grænir boða að þeir birti lista í öllum kjördæmum á landsfundi flokksins þann 9. mars n.k. Hægri grænir hafa listabókstafinn G.

Píratar munu viðhafa einhvers konar prófkjör með svipuðum hætti og kosið var á stjórnlagaþing. Framboðsfrestur rennur út annað kvöld en prófkjörinu lýkur 5. mars. Píratar hafa listabókstafinn Þ.

Húmanistaflokkurinn stefnir að framboðum í öllum kjördæmum og hefur listabókstafinn H.

Alþýðufylkingin stefnir að framboðum í öllum kjördæmum og hefur sótt um listabókstafinn R.

Lýðræðisvaktin stefnir að framboði í öllum kjördæmum og hefur sótt um listabókstafinn L.

Lýðveldisflokkurinn hefur sótt um listabókstafinn I.

Framfaraflokkurinn hefur sótt um listabókstafinn K.

Jón Bjarnason alþingismaður VG og fv.ráðherra hefur gefið út að sé að skoða sérframboð.

Kristin stjórnmálasamtök segjast munu sækja um listabókstaf og bjóða fram.

Landsbyggðarflokkurinn var stofnaður um helgina og heldur framhaldsstofnfund á næstu tveimur vikum. Flokkurinn stefnir á framboð í landsbyggðarkjördæmunum þremur.

26. febrúar 2013

Ákveðið hefur verið formlega af innanríkisráðuneytinu að kjördagur alþingiskosninga verði 27. apríl n.k.

Vinstrihreyfingin grænt framboð í Reykjavík hefur boðað til fundar  n.k. fimmtudagskvöld þar sem leggja á framboðslista flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum fram til samþykktar. Er þetta þriðja sinn sem Reykjavíkurfélag VG boðar til félagsfundar af þessu tilefni.

23. febrúar 2013

Landsbyggðarflokkurinn verður stofnaður síðdegis í dag á netinu. Hann stefnir að því að bjóða fram í landsbyggðarkjördæmunum þremur.

Lýðræðisvaktin hefur sótt um listabókstafinn L.

Lýðveldisflokkurinn hefur sótt um listabókstafinn I.

Framfaraflokkurinn hefur sótt um listabókstafinn K.

21.febrúar 2013

Gísli Tryggvason talsmaður neytenda í Kópavogi skipar 1.sætið á lista Dögunar í Norðausturkjördæmi, Kolbrún Eva Ríkharðsdóttir bóndi og háskólanemi á Fljótsdalshéraði skipar það annað og Erling Ingvason tannlæknir á Akureyri í því þriðja. Þetta kemur fram í Akureyri Vikublaði.

Dögun hefur birt tillögu um fimm efstu sætin í Reykjavíkurkjördæmunum og Suðvesturkjördæmi. Þau eru sem hér segir:

Suðvesturkjördæmi
1. Margrét Tryggvadóttir, alþingismaður
2. Álfheiður Eymarsdóttir, stjórnmálafræðingur
3. Jón Jósef Bjarnason, ráðgjafi og bæjarfulltrúi
4. Baldvin Björgvinsson, raffræðingur og kennari
5. Guðrún Lilja Guðmundsdóttir, viðskiptafræðingur
Reykjavíkurkjördæmi norður
1. Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, arkitekt
2. Jóhannes Björn Lúðvíksson, sjálfstætt starfandi
3. Ása Lind Finnbogadóttir, framhaldsskólakennari
4. Friðrik Þór Guðmundsson, kennari og blaðamaður
5. Hólmfríður Berentsdóttir, hjúkrunarfræðingur
Reykjavíkurkjördæmi suður
1. Þórður Björn Sigurðsson, framkvæmdastjóri
2. Ragnar Þór Ingólfsson, sölustjóri
3. Helga Þórðardóttir, kennari
4. Rannveig Óskarsdóttir, meistaranemi í trúarbragðarfræðum
5. Hólmsteinn Brekkan, réttarráðgjafi

20. febrúar 2013

Íris Dröfn Kristjánsdóttir grunnskólakennari Hvalfjarðarsveit skipar 2. sætið á lista Hægri grænna í Norðvesturkjördæmi skv. auglýsingu frá flokknum á Pressan.is.

Píratar hafa fengið úthlutað listabókstafnum Þ.

Jón Bjarnason sem kjörinn var þingmaður VG í Norðvesturkjördæmi í síðustu kosningum íhugar sérframboð í Norðvesturkjördæmi. Í aðsendri grein Indriða Aðalsteinssonar í Morgunblaðinu í dag kemur fram að Jón hafi rætt við hann um nöfn á hugsanlegan framboðslista.

19.febrúar 2013

Nú tæpum tíu vikum fyrir kosningar eru línur farnar að skýrast nokkuð þó að ný framboð hafi komið fram og langt upp laupana á allra síðustu dögum og vikum.

Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur og Samfylking er komin lengst með sín mál en þessir flokkar hafa allir lokið við að fullmannalista sína í öllum kjördæmum.

Vinstrihreyfingin grænt framboð hefur mannað lista í fjórum kjördæmum en á eftir að ganga frá framboðslistum í Reykjavíkurkjördæmunum en þar hefur fundum þar sem ganga hefur átt frá listum verið frestað í tvígang.

Björt framtíð hefur birt eftstu 4-5 nöfn á framboðslistum sínum í öllum kjördæmum og boðar að það verði gengið frá listunum innan tíðar. Björt framtíð hefur listabókstafinn A.

Dögun hefur skipað miðlæga uppstillingarnefnd sem skipar í efstu sætin í hverju kjördæmi. Gert var ráð fyrir að línur í því myndu skýrast um síðustu helgi en ekkert hefur enn frést af þeirri vinnu. Kjördæmisráð í hverju kjördæmi munu síðan gagna frá fullskipun listanna.  Dögun hefur listabókstafinn T.

Hægri grænir boða að þeir birti lista í öllum kjördæmum á landsfundi flokksins þann 9. mars n.k. Hægri grænir hafa listabókstafinn G.

Píratar munu viðhafa einhvers konar prófkjör með svipuðum hætti og kosið var á stjórnlagaþing. Framboðsfrestur er til 28. febrúar en prófkjörinu lýkur 5. mars. Píratar hafa sótt um listabókstafinn Þ.

Húmanistaflokkurinn stefnir að framboðum í öllum kjördæmum og hefur fengið úthlutað listabókstafnum H.

Alþýðufylkingin stefnir að framboðum í öllum kjördæmum og hefur sótt um listabókstafinn R.

Lýðræðisvaktin var stofnuð um helgina en flestir stofnendur flokksins störfuðu áður innan Dögunar. Lýðræðisvaktin stefnir að framboði í öllum kjördæmum.

Kristin stjórnmálasamtök segjast munu sækja um listabókstaf og bjóða fram.

Landsbyggðarflokkurinn. Hafinn er undirbúningur að stofnun Landsbyggðarflokksins og framboði hans.

Samstaða ákvað á flokksþingi sínu að bjóða ekki fram í komandi alþingiskosningum. Þá er viðbúið að Lýðfrelsisflokkurinn bjóði ekki fram þar sem að a.m.k. tvær af aðalsprautum flokksins tengjast hinni nýstofnuðu Lýðræðisvakt.

17. febrúar 2013

Í dag samþykktu sjálfstæðismenn í Norðausturkjördæmi framboðslista sinn. Hann er sem hér segir:

1. Kristján Þór Júlíusson, alþingismaður, Akureyri
2. Valgerður Gunnarsdóttir, skólameistari, Laugum
3. Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, verkefnastjóri, Fjarðabyggð
4. Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri, Fjarðabyggð
5. Erla S. Ragnarsdóttir,framhaldsskólakennari, Hafnarfirði
6. Bergur Þorri Benjamínsson, viðskiptafræðingur, Akureyri
7. Ásdís Jóna Sigurjónsdóttir, stjórnmálafræðingur, Reykjavík
8. Arnbjörg Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar, Seyðisfirði
9. Njáll Trausti Friðbertsson, flugumferðarstjóri, Akureyri
10. Björgvin Björgvinsson, framkvæmdastjóri, Dalvík
11. Bergþóra Þórhallsdóttir, aðstoðarskólastjóri, Akureyri
12. Soffía Björgvinsdóttir, sauðfjárbóndi í Garði, Þórshöfn
13. Elín Káradóttir, háskólanemi, Fljótsdalshéraði
14. Heimir Örn Árnason, handboltaþjálfari og kennari, Akureyri
15. Ingvar Leví Gunnarsson, háskólanemi, Akureyri
16. María Björk Einarsdóttir, viðskiptafræðingur, Fljótsdalshéraði
17. Páll Baldursson, sveitarstjóri, Breiðdalshreppi
18. Emma Tryggvadóttir, hjúkrunarfræðingur, Vopnafirði
19. Katrín Eymundsdóttir, athafnakona, Kópaskeri
20. Tómas Ingi Olrich, fv.ráðherra og sendiherra, Akureyri

16.febrúar 2013

Samkvæmt facebook-síðu Hægri grænna verður Sigurjón Haraldsson rekstrarhagfræðingur í Danmörku í 1. sæti á lista Hægra grænna í Norðvesturkjördæmi.

15.febrúar 2013

Enn eitt nýtt framboð er í burðarliðnum en það gengur undir nafninu Lýðræðisvaktin. Að framboðinu standa Lýður Árnason læknir sem starfaði með Dögun fyrir stuttu, Þorvaldur Gylfason hagfræðiprófessor, Pétur Gunnlaugsson lögfræðingur og útvarpsmaður á Útvarpi Sögu, Örn Báður Jónsson prestur og Gunnar Tómasson hagfræðingur sem starfsaði með Dögun þar til fyrir stuttu.  Framboðið boðar framboð í öllum kjördæmum.

Vinstrihreyfingin grænt framboði í Suðvesturkjördæmi samþykkti framboðslista sinn í gærkvöldi. Hann er sem hér segir:

1. Ögmundur Jónasson, ráðherra  og þingmaður
2. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, fjölmiðlafulltrúi
3. Ólafur Þór Gunnarsson, öldrunarlæknir og þingmaður
4. Guðbjörg Sveinsdóttir, geðhjúkrunarfræðingur
5. Garðar H. Guðjónsson, blaðamaður
6. Daníel H. Arnarsson, verslunarstjóri
7. Lára Jóna Þorsteinsdóttir, sérkennari,
8. Kristín Helga Gunnarsdóttir, rithöfundur
9. Gestur Svavarsson, verkefnastjóri
10.Árni Stefán Jónsson formaður SFR
11.Una Hildardóttir, námsmaður
12.Bjarki Bjarnason rithöfundur
13.Sigríður Gísladóttir, dýralæknir
14.Karl Tómasson, bæjarfulltrúi
15.Jóhanna B. Magnúsdóttir, garðyrkjufræðingur
16.Helgi Hrafn Ólafsson, íþróttafræðingur
17.Bryndís Brynjarsdóttir, kennari
18.Sigurbjörn Hjaltason, bóndi
19.Signý Þórðardóttir, þroskaþjálfi
20. Andrés Magnússon, geðlæknir
21.Þóra Elfa Björnsson, setjari
22.Kristín Halldórsdóttir, f.v. alþingiskona
23.Ólafur J. Gunnarsson,  véltæknifræðingur
24.Birna Ólafsdóttir, sjúkraliði
25.Sigurbergur Árnason, arkitekt
26.Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri

14. febrúar 2013

Vinstrihreyfingin grænt framboð í Reykjavík ætlaði að ganga frá framboðslistum í Reykjavíkurkjördæmunum í kvöld en því var frestað af óviðráðanlegum orsökum eins og segir á vef flokksins. Þetta er í annað sinn sem fundinum er frestað en ganga átti frá listanum þann 7. febrúar sl. Ný tímasetning hefur ekki verið ákveðin.

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur lagt fram breytingartillögu á lögum um kosningar til Alþingis. Um tækniatriði er að ræða í báðum tilfellum. Annars vegar breyta upptalningu á sveitarfélögum innan kjördæma í samræmi við sameiningar þeirra og hins vegar að breyta útliti atkvæðaseðils komi til þess að framboð verði fleiri en 16.

Gerð hefur verið breyting á framboðslista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Vilhjálmur Vilhjálmsson í Vestmannaeyjum sem var í 9. sæti fer af listanum, Hannes Friðriksson sem var í 10. sæti fer upp í 9. sætið og Gunnar Hörður Garðarsson, nemi í Reykjanesbæ kemur nýr inn í 10.sæti.

13.febrúar 2013 

Stjórnmálasamtökin Dögun hafa fengið úthlutað listabókstafnum T.

Listi Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi var samþykktur í gærkvöldi. Hann er sem hér segir:

1. Bjarni Benediktsson, alþingismaður, Garðabæ
2. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, alþingismaður, Mosfellsbæ
3. Jón Gunnarsson, alþingismaður, Kópavogi
4. Vilhjálmur Bjarnason, lektor, Garðabæ
5. Elín Hirst, fjölmiðla- og sagnfræðingur, Seltjarnarnesi
6. Óli Björn Kárason, ritstjóri og varaþingmaður, Seltjarnarnesi
7. Karen Elísabet Halldórsdóttir, varabæjarfulltrúi og skrifstofustjóri, Kópavogi
8. Bryndís Loftsdóttir, vörustjóri, Seltjarnarnesi
9. Friðjón Friðjónsson, ráðgjafi, Garðabæ
10.Unnur Lára Bryde, flugfreyja, Hafnarfirði
11.Árni Grétar Finnsson, háskólanemi, Hafnarfirði
12.Gróa Ásgeirsdóttir, verkefnastjóri, Kópavogi
13.Hjördís Jóna Gísladóttir, kennari, Garðabæ
14.Theodór Kristjánsson, lögreglumaður, Mosfellsbæ
15.Elísabet Valgeirsdóttir, blómaskreytir, Hafnarfirði
16.Guðmundur Geirdal, sjómaður, Kópavogi
17.Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, háskólanemi og knattspyrnumaður, Garðabæ
18.Sigurbergur Sveinsson, háskólanemi og handknattleiksmaður, Hafnarfirði
19.Ingimar Sigurðsson, forstöðumaður, Seltjarnarnesi
20.Ingibjörg Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur, Garðabæ
21.Sveinn Guðbjartsson, fv.forstjóri Sólvangs, Hafnarfirði
22.Jónas Þórir Þórisson, tónlistarmaður, Mosfellsbæ
23.Halla Halldórsdóttir, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur, Kópavogi
24.Gullveig Sæmundsdóttir, fv.ritstjóri, Garðabæ
25.Gunnar Sigurjónsson, sóknarprestur, Kópavogi
26.Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, alþingismaður og fv.menntamálaráðherra, Hafnarfirði

11.febrúar 2013 Hafin er undirbúningur að stofnun nýs stjórnmálaflokks sem heitir Landsbyggðarflokkurinn en frumkvæði að stofnun flokksins er frá Magnúsi Hávarðarsyni tölvu- og kerfisfræðingi á Ísafirði.11.febrúar 2013

Á fundi framkvæmdaráðs Dögunar 4. febrúar sl. voru rædd möguleg kosningabandalög og bókað :„Dögun áfram jákvæð gagnvart slíku þegar málefnalegur grundvöllur er fyrir því.“ Ekki verður frekar ráðið af fundargerðinni við hverja hugsanleg kosningabandalög gætu verið.

10.febrúar 2013

Listi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðvesturkjördæmi var samþykktur í dag. Efstu sæti eru í samræmi við forval. Jón Bjarnason fv.ráðherra og alþingismaður sem sagði sig úr þingflokki VG á dögunum og sem  leiddi lista flokksins í síðustu alþingiskosningum er ekki á listanum. Listinn er annars sem hér segir:

1. Lilja Rafney Magnúsdóttir
2. Lárus Ástmar Hannesson
3. Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir
4. Matthías Lýðsson
5. Reynir Eyvindsson
6. Valdís Einarsdóttir
7. Trausti Sveinsson
8. Helena María Jónsdóttir Stolzenwald
9. Bjarki Þór Grönfeldt
10.Sigrún Valdimarsdóttir
11.Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir
12.J. Brynjólfur H. Ásþórsson
13.Guðrún Margrét Jónsdóttir
14.Helgi Guðmundsson
15.Vigdís Kristjánsdóttir
16.Rögnvaldur Ólafsson

Samfylkingin í Norðausturkjördæmi samþykkti framboðslista sinn fyrir komandi alþingiskosningar í gær. Listinn er sem hér segir:

1. Kristján L. Möller, alþingismaður, Siglufirði
2. Erna Indriðadóttir, upplýsingafulltrúi, Reyðarfirði
3. Jónína Rós Guðmundsdóttir, alþingismaður, Egilsstöðum
4. Sigmundur Ernir Rúnarsson, alþingismaður, Akureyri
5. Helena Þ. Karlsdóttir, lögfræðingur, Akureyri
6. Örlygur Hnefill Jónsson, lögmaður, Þingeyjarsveit
7. Friðbjörg J. Sigurjónsdóttir, sjúkraliði, Akureyri
8. Ingólfur Freysson, framhaldsskólakennari, Húsavík
9. Sigríður Elva Konráðsdóttir, aðstoðarskólastjóri, Vopnafirði
10.Hildur Þórisdóttir, mannauðsstjóri, Seyðisfirði
11.Bjarni Ármann Oddsson, nemi í opinberri stjórnsýslu, Akureyri
12.Herdís Björk Sigurjónsdóttir, laganemi, Dalvík
13.Elvar Jónsson, stjórnmálafræðingur, Neskaupstað
14.Erna Valborg Björgvinsdóttir, viðskiptafræðinemi, Stöðvarfirði
15.Skúli Björnsson, framkvæmdastjóri, Fljótsdalshéraði
16.Ásbjörn Þorsteinsson, framhaldsskólanemi, Eskifirði
17.Valdís Anna Jónsdóttir, bankamaður, Akureyri
18.Rögnvaldur Ingólfsson, húsvörður, Ólafsfirði
19.Dagbjört Elín Pálsdóttir, æskulýðsfræðinemi
20.Stefán Þorleifsson, fv.íþróttakennari, Neskaupstað

9.febrúar 2013

Sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi gengu frá framboðslista flokksins fyrir alþingiskosningarnar í vor í dag. Hann er sem hér segir:

1. Ragnheiður Elín Árnadóttir, alþingismaður, Reykjanesbæ
2. Unnur Brá Konráðsdóttir, alþingismaður, Hvolsvelli
3. Ásmundur Friðriksson, fv. bæjarstjóri, Garði
4. Vilhjálmur Árnason, lögreglumaður Grindavík
5. Geir Jón Þórisson, fv. yfirlögregluþjónn, Vestmannaeyjum
6. Oddgeir Ágúst Ottesen, hagfræðingur, Hveragerði
7. Sandra Dís Hafþórsdóttir, fjármálastjóri, Eyrarbakka
8. Trausti Hjaltason. sérfræðingur hjá LV, Vestmannaeyjum
9. Sigurbjartur Pálsson, bóndi, Þykkvabæ
10.Þorsteinn M Kristinsson, lögreglumaður, Kirkjubæjarklaustri
11.Björg Hafsteinsdóttir, sjúkraþjálfari, Reykjanesbæ
12.Ármann Einarsson, útgerðarstjóri, Þorlákshöfn
13.Lovísa Rósa Bjarnadóttir, sjálfstæður atvinnurekandi, Höfn í Hornafirði
14.Margrét Runólfsdóttir, hótelstjóri, Flúðum
15.Markús Vernharðsson, nemi, Selfossi
16.Sigurhanna Friðþórsdóttir, grunnskólakennari, Vestmannaeyjum
17.Jóna Sigurbjartsdóttir, hárgreiðslumeistari, Selfossi
18.Arnar Ragnarsson, skipstjóri, Höfn í Hornafirði
19.Elínborg Ólafsdóttir, varabæjarfulltrúi, Hveragerði
20.Árni Johnsen, alþingismaður, Vestmannaeyjum

Samstaða, flokkur lýðræðis og velferðar (oft kenndur við Lilju Mósesdóttur) ákvað á landsfundi sínum í dag að bjóða ekki fram í komandi alþingiskosningum.

8. febrúar 2013

Á morgun verður haldið landsþing Samstöðu, flokks Lilju Mósesdóttur. Á fundinum verður tekin ákvörðun um hvort flokkurinn bjóði fram í komandi alþingiskosningum. Á morgun munu Sjálfstæðisflokkur í Suðurkjördæmi og Samfylkingin í Norðausturkjördæmi ganga frá framboðslistum sínum. Á sunnudaginn mun síðan Vinstrihreyfingin grænt framboð ganga frá framboðslista sínum í Norðvesturkjördæmi. 

7. febrúar 2013

Vinstrihreyfingin grænt framboð í Reykjavík fyrirhugaði að ganga frá framboðslistum sínum í Reykjavíkurkjördæmunum í kvöld. Því hefur nú verið frestað til 14. febrúar n.k. vegna óviðráðanlegra ástæðna eins og segir í tilkynningu á vef flokksins.

5. febrúar 2013

Úrslit í forvali Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðvesturkjördæmi. Á kjörskrá voru 439 en samtals greiddu 139 atkvæði eða 31,7%. Af þessum 139 voru 56 eða 40,3% auð eða ógild.  Úrslti urðu annars eins og hér segir:

 Vinstrihreyfingin grænt framboð Atkv.      %
1. Lilja Rafney Magnúsdóttir 57 68,67% 1. sæti
2. Lárus Ástmar Hannesson 47 56,63% 1.-2.sæti
3. Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir 47 56,63% 1.-3.sæti
4. Matthías Sævar Lýðsson 60 72,29% 1.-4.sæti
5. Reynir Eyvindarson 37 44,58% 1.-5.sæti
6. Ragnar Frank Kristjánsson 53 63,86% 1.-6.sæti

Neðar lentu: Finnbogi Rögnvaldsson og Trausti Sveinsson.

4. febrúar 2013

Tólf vikur eru til kosninga og línur farnar að skýrast varðandi framboðsmál þeirra flokka og stjórnmálahreyfinga sem bjóða munu fram eða stefna að framboði. Fimmtán flokkar eða stjórnmálahreyfingar hafa með einum eða öðrum hætti meldað sig til þátttöku. Hér verður farið stuttlega yfir stöðu framboðsmála hjá hverjum og einum stjórnmálaflokki.

Framsóknarflokkurinn  gekk frá framboðslista sínum í Suðvesturkjördæmi um helgina og varð því fyrstur stjórnmálaflokkanna til að ganga endanlega frá framboðslistum sínum.

Samfylkingin  hefur gengið frá öllum framboðslistum sínum nema í Norðausturkjördæmi hvar hefur farið fram prófkjör og efstu sæti eru ljós.

Sjálfstæðisflokkur hefur gengið frá framboðslistum í Reykjavíkurkjördæmunum og Norðvesturkjördæmi. Efstu sæti hafa verið ákvörðuð í hinum kjördæmunum þremur í prófkjörum.

Vinstrihreyfingin grænt framboð hefur gengið frá framboðslistum í Norðaustur- og Suðurkjördæmi. Efstu sætin hafa verið ákveðin í hinum kjördæmunum fjórum með forvali.

Björt framtíð hefur kynnt fjögur til fimm efstu sætin í öllum kjördæmum.

Dögun hefur sótt um listabókstafinn T. Flokkurinn hefur skipað miðlæga uppstillingarnefnd sem óskað hefur eftir tillögum að nöfnum á framboðslista og rennur frestur til að skila inn tilnefningum 9. febrúar n.k.

Hægri grænir segjast munu birta framboðslista í öllum kjördæmum á landsþingi flokksins 9.mars n.k.

Píratar hafa sótt um listabókstafinn Þ og stefna að framboði í öllum kjördæmum.

Húmanistaflokkur hefur fengið úthlutað listabókstafnum H og stefnir að framboði í öllum kjördæmum.

Alþýðufylkingin hefur sótt um listabókstafinn R og stefnir að framboði í öllum kjördæmum.

Samstaða tekur ákvörðun um það á landsfundi flokksins um næstu helgi hvort að flokkurinn bjóði fram.

Kristileg stjórnmálasamtök segjast munu sækja um listabókstaf og bjóða fram í vor.

Bjartsýnisflokkurinn hefur fengið úthlutað listabókstafnum E. Ekki er ljóst hvort flokkurinn mun bjóða fram.

Framfaraflokkurinn fékk úhlutað listabókstafnum A fyrir síðustu alþingiskosningar en bauð ekki fram. Ekki er ljóst hvað verður fyrir þessar kosningar.

Lýðfrelsisflokkurinn boðaði framboð til Alþingis en ekki er ljóst hvort fallið hefur verið frá þeim hugmyndum.

3. febrúar 2013

Soffía Vagnsdóttir á Bolungarvík skipar 5. sætið á lista Bjartar framtíðar í Norðvesturkjördæmi.

Talningu í forvali Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðvesturkjördæmi lauk í gær. Í fyrsta sæti varð Lilja Rafney Magnúsdóttir alþingismaðuren hún sóttist ein eftir því sæti. Í öðru sæti varð Lárus Ástmar Hannesson bæjarfulltrúi í Stykkishólmi en hann sóttist einn eftir því sæti. Í þriðja sæti varð Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir, í fjórða sæti Matthías Sævar Lýðsson og í fimmta sæti Reynir Eyvindarson. Aðrir sem tóku þátt í forvalinu voru: Trausti Sveinsson, Ragnar Frank Kristjánsson og Finnbogi Rögnvaldsson. Ekki hafa neinar tölur um atkvæði hvers frambjóðanda eða um þáttöku í forvalinu.

Uppstillingarnefnd Dögunar hefur auglýst eftir tilnefningum félagsmanna og stuðningsmanna í öllum kjördæmum í sæti á framboðslistum Dögunar fyrir komandi alþingiskosningar.

1. febrúar 2013

Framboðslisti Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi var samþykktur í gærkvöldi. Hann er sem hér segir:

1. Eygló Harðardóttir, alþingismaður
2. Willum Þór Þórsson , kennari
3. Þorsteinn Sæmundsson, rekstrarfræðingur
4. Sigurjón Norberg Kjærnested, verkfræðingur
5. Ólöf Pálína Úlfarsdóttir , náms- og starfsráðgjafi
6. Elín jóhannsdóttir, leikskólaleiðbeinandi
7. Óðinn Pétur Vigfússon, deildarstjóri
8. Njóla Elísdóttir, hjúkrunarfræðingur
9. Sigurjón Jónsson, Markaðsfræðingur
10.Einar Karl Birgisson, svæðisstjóri Latabæjar
11.Guðrún Lisbeth Níelsdóttir, hjúkrunarfræðingur
12.Þórunn Kolbeins Matthíasdóttir, Uppeldis- og menntunarfræðingur
13.Garðar Jóhannsson, knattspyrnumaður
14.Katrín Guðjónsdóttir, kennari
15.Óli Tran, veitingamaður
16.Stefán Örn Stefánsson, laganemi
17.Emil Austmann Kristinsson, deildarstjóri
18.Edda Sif Bergman Þorvaldsdóttir, leikskólakennari
19.Hákon Sverrisson, kennari og þjálfari
20.Guðjón Snæfeld Magnússon, slökkviliðsmaður
21.Alexander Arnarsson, málari
22.Þorsteinn Ólafur Þorsteinsson, viðskiptafræðingur
23.Bjarney Grendal Jóhannesdóttir, kennari og hestakona
24.Sigríður Jónasdóttir, eftirlaunaþegi
25.Níels Unnar Hauksson, eftirlaunaþegi
26.Siv Friðleifsdóttir ,  alþingismaður

30. janúar 2013

Alþýðufylkingin sótti um listabókstafinn R til innanríkisráðuneytisins í gær.

29. janúar 2013

Jón Jósef Bjarnason bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar í Mosfellsbæ og Jóhannes Björn sem m.a. heldur úti vefsíðunni vald.org gefa kost á sér fyrir stjórnmálaaflið Dögun.

Alþýðufylkingin mun í dag leggja inn umsókn um listabókstaf vegna framboðs samtakanna í komandi alþingiskosningum en fyrirhugað er að bjóða fram í öllum kjördæmum.

28. janúar 2013

Í dag átti póstkosningu Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðvesturkjördæmi að ljúka en gefur hefur verið frestur til morguns að póstleggja atkvæðaseðla. Lilja Rafney Magnúsdóttir sækist ein eftir fyrsta sætinu og Lárus Á. Hannesson sækist einn eftir öðru sæti. Talið verður n.k. laugardag.

Úrslit í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í NA. 

Úrslit liggja fyrir í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Í fyrsta sæti var Kristján Þór Júlíusson með yfirburða kosningu. Valgerður Gunnarsdóttir varð í 2. sæti og Ásta Kristín Sigurjónsdóttir í 3.sæti. Tryggvi Þór Herbertsson náði hins vegar ekki einu af sex efstu sætunum.

Úrslit urðu sem hér segir:

Norðausturkjördæmi 1. sæti 1.-2. sæti 1.-3. sæti 1.-4. sæti 1.-5. sæti 1.-6. sæti
Kristján Þór Júlíusson 2.223 84,33% 2374 90,06% 2420 91,81% 2448 92,87% 2471 93,74% 2508 95,14%
Valgerður Gunnarsdóttir 29 1,10% 1291 48,98% 1615 61,27% 1838 69,73% 2096 79,51% 2302 87,33%
Ásta Kristín Sigurjónsdóttir 11 0,42% 247 9,37% 1158 43,93% 1604 60,85% 1911 72,50% 2215 84,03%
Jens Garðar Helgason 16 0,61% 121 4,59% 382 14,49% 1278 48,48% 1615 61,27% 1953 74,09%
Erla Sigríður Ragnarsdóttir 18 0,68% 375 14,23% 805 30,54% 1159 43,97% 1529 58,00% 1925 73,03%
Bergur Þorri Benjamínsson 8 0,30% 90 3,41% 276 10,47% 532 20,18% 1310 49,70% 1752 66,46%
Aðrir: 331 12,56% 774 29,36% 1.252 47,50% 1.685 63,92% 2.248 85,28% 3.161 119,92%

Neðar lentu: Tryggi Þór Herbertsson alþingismaður, Ísak Jóhann Ólafsson og Ingvi Rafn Ingvason.

Atkvæði greiddu 2.714. Auðir seðlar og ógildir voru 78.

27. janúar 2013

Úrslit í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Ragnheiður Elín Árnadóttir sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í gær en talningu lauk í kvöld. Í öðru sæti var Unnur Brá Konráðsdóttir. Mestu tíðindin voru samt án efa að Árni Johnsen náði ekki einu af sexefstu sætunum. Í þriðja sæti var Ásmundur Friðriksson, í fjórða sæti Vilhjálmur Árnason og í fimmta sæti Geir Jón Þórisson.

Suðurkjördæmi 1. sæti 1.-2. sæti 1.-3. sæti 1.-4. sæti 1.-5. sæti
Ragnheiður Elín Árnadóttir 2.497 64,34% 2790 71,89% 2968 76,48% 3099 79,85% 3195 82,32%
Unnur Brá Konráðsdóttir 90 2,32% 1480 38,13% 2067 53,26% 2405 61,97% 2650 68,28%
Ásmundur Friðriksson 107 2,76% 622 16,03% 1517 39,09% 1732 44,63% 1901 48,98%
Vilhjálmur Árnason 22 0,57% 105 2,71% 337 8,68% 1411 36,36% 1779 45,84%
Geir Jón Þórisson 41 1,06% 197 5,08% 416 10,72% 808 20,82% 1808 46,59%
Oddgeir Ágúst Ottesen 59 1,52% 599 15,43% 925 23,83% 1182 30,46% 1422 36,64%
Aðrir 1.065 27,44% 1.969 50,73% 3.413 87,94% 4.887 125,92% 6.650 171,35%

Alls voru greidd 3988 atkvæði í prófkjörinu. Auðir og ógildir seðlar voru 107 talsins.

26. janúar 2013

Í dag fara fram prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi og Suðurkjördæmi. Fyrirhugað var að telja atkvæði í Suðurkjördæmi í kvöld en því hefur verið frestað til morguns þar sem að ekki er flugfært í Vestmannaeyja. Talið verður því í báðum kjördæmunum á morgun.

25. janúar 2013

Óvíst er með framboð Bjartsýnisflokksins, sem hefur fengið úthlutað listabókstafnum E, að sögn Einars Gunnars Baldvinssonar fv. talsmanns flokksins.

Þór Saari alþingismaður Hreyfingarinnar, sem kjörinn var af lista Borgarahreyfingarinnar, segist ekki muna verða 1.-3. sæti á listum Dögunar í komandi alþingiskosningum.

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fer fram á morgun. Fimmtán bjóða sig fram en flokkurinn hefur þrjá þingmenn í kjördæminu, þau Ragnheiði Elínu Árnadóttir, Unni Brá Konráðsdóttur og Árni Johnsen. Árni skipaði 2. sætið á listanum í síðustu kosningum en færðist niður í það þriðja vegna útstrikana.

Ragnheiður Elín býður sig fram í 1. sætið en það gerir Árni Johnsen einnig. Unnur Brá býður sig hins vegar fram í 2. sætið. Ofan á þetta kemur síðan að þeir Halldór Gunnarsson í Holti og Kjartan Ólafsson fv. alþingsmaður bjóða sig fram í eitthvert af efstu sætunum. Ljóst er baráttan verður hörð um tvö efstu sætin en líklegt er að sitjandi þingmenn muni skipa þau og ekki er ólíklegt að það þeirra sem lendir undir í þeirri baráttu skipi 3. sætið.

Skoðanakannanir hafa sýnt að Sjálfstæðisflokkurinn er líklegur til að bæta verulega við sig fylgi í Suðurkjördæmi í komandi kosningum og gæti bætt við sig 1-3 þingmönnum. Vonarsætin eru því mörg. Þeir sem líklegastir eru til að hreppa þau auk þeirra sem að undan eru taldir eru: Ásmundur Friðriksson fv.bæjarstjóri í Garði sem sækist eftir 3. sæti, Vilhjálmur Árnason varaþingmaður og varabæjarfulltrúi í Grindavík sem sækist eftir 4. sæti og Geir Jón Þórisson fv. yfirlögregluþjónn sem sækist eftir 5. sæti.

Aðrir sem bjóða sig fram eru: Magnús B. Jóhannesson, Reynir Þorsteinsson, Þorsteinn Matthías Kristinsson, Magnús Ingberg Jónsson, Hulda Rós Sigurðardóttir, Friðrik Sigurbjörnsson og Oddgeir Ágúst Ottesen.

24. janúar 2013

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Um helgina fara fram tvö síðustu prófkjörin fyrir komandi alþingiskosningar þegar að sjálfstæðismenn í Norðausturkjördæmi og Suðurkjördæmi velja á framboðslista. Reyndar verður eftir forval hjá Vinstrihreyfingunni grænu framboði í Norðvesturkjördæmi en spenna þar er nær engin þar sem að aðeins einn aðili býður sig fram í fyrsta sæti og einn í annað sæti, nema ef vera skyldi um kjörsókn og auða seðla.

Sjálfstæðisflokkurinn í Norðausturkjördæmi fékk tvo þingmenn í síðustu kosningum, þá Kristján Þór Júlíusson og Tryggva Þór Herbertsson. Miðað við skoðanakannanir má búast við að flokkurinn bæti við sig fylgi þannig að þingmönnum Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi gæti fjölgað í komandi alþingiskosningnum. Kristján og Tryggvi sækjast báðir eftir að leiða listann. Kristján er talinn sigurstranglegri, en hann leiddi listann síðast. Fari svo að Tryggvi tapi slagnum um 1. sætið er spurningin hvort að það geti farið svo að hann rúlli niður listann, jafnvel allt niður í fimmta sæti.

Helstu kandidatar eru taldir vera: Valgerður Gunnarsdóttir skólameistari á Laugum í Reykjadal sækist eftir 2. sætinu og sögð vinna einarðlega að kjöri í það sæti. Ásta Kristín Sigurjónsdóttir bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð sækist eftir 3. sæti og virðist njóta nokkuð almenns stuðnings þungavigtarmanna í Sjálfstæðisflokknum á Austurlandi. Erla Sigríður Ragnarsdóttir framhaldsskólakennari á Egilsstöðum sækist eftir 2.-3. sæti en ef atkvæði dreifast á þessar þrjár konur gæti það bjargað stöðu Tryggva Þórs. Jens Garðar Helgason formaður bæjarráðs Fjarðarbyggðar sækist eftir 4. sætinu.

Aðrir þátttakendur í prófkjörinu eru: Ísak Jóhann Ólafsson rekstrarstjóri Shell á Egilsstöðum sem sækist eftir 2. sætinu, Ingvi Rafn Ingvason tónlistarmaður á Akureyri sem sækist eftir 2.-4. sætinu og Bergur Þorri Benjamínsson viðskiptafræðingur á Akureyri.

23. janúar 2013

Jón Bjarnason tilkynnti í dag, að hann hefði bréflega í dag sagt sig úr þingflokki Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Mun hann starfa á Alþingi sem þingmaður utan þingflokka.

22. janúar 2013

Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík samþykkti framboðslista flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum í dag. Þeir eru sem hér segir:

Reykjavík suður

1. Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi,
2. Pétur H. Blöndal, alþingismaður
3. Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður
4. Sigríður Á. Andersen, hdl.
5. Áslaug María Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri og varaborgarfulltrúi
6. Teitur Björn Einarsson, hdl.
7. Þórey Vilhjálmsdóttir, viðskiptafræðingur
8. Fanney Birna Jónsdóttir, hdl.
9. Hulda Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri
10. Ingvar Garðarsson, endurskoðandi og hreindýrabóndi
11.Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, laganemi og form.Heimdallar
12.Freyr Friðriksson, vélfræðingur og framkvæmdastjóri
13. Jóhanna Pálsdóttir, framkvæmdastjóri
14. Hannes Sigurbjörn Jónsson, form.KKÍ
15.Jón Ragnar Ríkharðsson, sjómaður og form.verkalýðsráðs
16.Anna Laufey Sigurðardóttir, form.Skíðadeildar KR og skrifstofumaður
17.Margeir Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri
18.Hrafnhildur Stefánsdóttir, lögfræðingur
19.Elísabet Ólöf Helgadóttir, tannlæknir
20.Gísli Ragnarsson, fv.skólameistari
21.Alda María Magnúsdóttir, kirkjuvörður
22.Halldór Blöndal, form.sambands eldri sjálfstæðismanna

Reykjavík norður

1. Illugi Gunnarsson, alþingismaður
2. Brynjar Níelsson, hrl.
3. Birgir Ármannsson, alþingismaður
4. Ingibjörg Óðinsdóttir, stjórnunarráðgjafi
5. Elínbjörg Magnúsdóttir, verkakona
6. Arnar Þórisson, atvinnurekandi
7. Erla Ósk Ásgeirsdóttir, stjórnsýslufræðingur
8. Borgar Þór Einarsson, hdl.
9. Kristín Heimisdóttir, tannlæknir
10.Erla María Tölgyes, sálfræðinemi
11.Hjálmar Jónsson, prestur
12. Sandra María St. Polanska, dómtúlkur og skjalaþýðandi
13. Auðunn Kjartansson, múrarameistari
14.Jóhann Heiðar Jóhannsson, læknir á LSH
15.Heiðrún Lind Marteinsdóttir, hdl.
16.Þröstur Bragason, miðlunarfræðingur
17.Hrafnhildur Björk Baldursdóttir, stjórnmálafræðingur
18.Jóhann G. Ólafsson, ljósmyndari
19.Þóra Berg Jónsdóttir, mótttökustjóri
20.Sigríður Hannesdóttir, leikkona
21.Leifur Magnússon, verkfræðingur
22.Ólöf Nordal, alþingismaður

Lýður Árnason hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram undir merkjum Dögunar en hann hafði áður gefið út að hann myndi gera það.

Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík kemur saman síðdegis til að afgreiða framboðslista flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum.

Píratar hafa sótt um listabókstafinn Þ hjá innanríkisráðuneytinu. Þá hefur Framfaraflokkurinn sótt um listabókstaf en fyrir síðustu alþingiskosningar fékk flokkurinn úthlutað bókstafnum A en bauð ekki fram. Hin nýstofnaða Alþýðufylking mun einnig sækja um listabókstaf og bjóða fram í öllum kjördæmum.

19. janúar 2013

Sjálfstæðismenn í Norðvesturkjördæmi gengu frá framboðslista flokksins í kjördæminu í dag. Hann er sem hér segir:

1. Einar Kristinn Guðfinnsson, alþingismaður, Bolungarvík.
2. Haraldur Benediktsson, bóndi, Akranesi.
3. Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, viðskiptafræðingur, Tálknafirði.
4. Sigurður Örn Ágústsson, forstjóri, Blönduósi.
5. Sara Katrín Stefánsdóttir, geislafræðingur, Skagafirði.
6. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, lögfræðingur, Akranesi.
7. Rósa Guðmundsdóttir, viðskiptafræðingur, Grundarfirði.
8. Heiða Dís Fjeldsted, tamningarmaður og reiðkennari, Borgarnesi.
9. Berglind Guðmundsdóttir, tanntæknir, Hvammstanga.
10. Díana Ósk Heiðarsdóttir, verslunarstjóri, Búðardal.
11. Gunnar Atli Gunnarsson, lögfræðinemi, Ísafirði.
12. Guðmundur Kjartansson, viðskipta-og hagfræðingur, Reykholti.
13. Einar Brandsson, tæknifræðingur, Akranesi.
14. Jens Kristmannsson, Ísafirði.
15. Sigríður G. Jónsdóttir, bóndi Hólmavík.
16. Ásbjörn Óttarsson, alþingismaður, Rifi.

Samfylkingin í Suðurkjördæmi gekk frá framboðslista sínum í dag. Hann er sem hér segir:

1. Oddný G. Harðardóttir, alþingismaður, Garði
2. Björgvin G. Sigurðsson, alþingismaður, Árborg
3. Arna Ír Gunnarsdóttir, félagsráðgjafi og bæjarfulltrúi,  Árborg
4. Árni Rúnar Þorvaldsson, kennari og bæjarfulltrúi, Höfn
5. Ólafur Þór Ólafsson, forstöðumaður og bæjarfulltrúi, Sandgerði
6. Bryndís Sigurðarsóttir, framkvæmdastjóri, Hveragerði
7. Bergvin Oddsson, nemi, Vestmannaeyjum
8. Borghildur Kristinsdóttir, bóndi, Rangárþingi ytra
9. Vilhjálmur Vilhjálmsson , starfsmaður Kubbs, Vestmannaeyjum
10. Hannes Friðriksson, innanhúsarkitekt, Reykjanesbæ
11. Marta Sigurðardóttir, bæjarfulltrúi, Grindavík
12. Hróðmar Bjarnason, framkvæmdastjóri, Sveitarfélaginu Ölfus
13. Dagmar Lóa Hilmarsdóttir, viðskiptafræðingur, Reykjanesbæ
14. Muhammad Azfar Karim, kennari, Rangárþingi ytra
15. Guðrún Ingimundardóttir, stuðningsfulltrúi, Höfn
16. Ingimundur B. Garðarsson, form. Félags kjúklingabænda, Vatnsenda
17. Soffía Sigurðardóttir, húsfrú, Árborg
18. Gísli Hermannsson, fyrrverandi línuverkstjóri, Árborg
19. Eyjólfur Eysteinsson, form. Félags eldri borgara Suðurnesjum, Reykjanesbæ
20. Margrét Frímannsdóttir, fangelsisstjóri á Litla Hrauni, Kópavogi

18. janúar 2013

Á morgun verður gengið frá framboðslista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Sjálfstæðisflokkurinn í Norðvesturkjördæmi mun einnig ganga frá framboðslista sínum á morgun en það verður fyrsti framboðslisti flokksins.

17. janúar 2013

Kjördæmisþing Samfylkingar í Suðvesturkjördæmi samþykkti í kvöld framboðslista flokksins fyrir komandi alþingiskosningar. Hann er sem hér segir:

1.Árni Páll Árnason, alþingismaður, Reykjavík.
2.Katrín Júlíusdóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, Kópavogi.
3.Magnús Orri Schram, alþingismaður, Kópavogi.
4.Margrét Gauja Magnúsdóttir, kennari og forseti bæjarstjórnar, Hafnarfirði.
5.Lúðvík Geirsson, alþingismaður, Hafnarfirði.
6.Margrét Júlía Rafnsdóttir, verkefnisstj. Barnaheillum, Kópavogi.
7.Amal Tamimi, frkvstj. Jafnréttishúsi, Hafnarfirði.
8.Stefán Rafn Sigurbjörnsson, form. Ungra jafnaðarmanna,  Álftanesi
9.Margrét Kristmannsdóttir, form. Samtaka verslunar &þjónustu, Seltjarnarnesi.
10.Hjalti Már Þórisson, læknir, Kópavogi.
11.Anna Sigríður Guðnadóttir, bókasafns- og upplýsingafræðingur, Mosfellsbæ.
12.Friðþjófur Helgi Karlsson, skólastjóri, Hafnarfirði.
13.Kristín Á. Guðmundsdóttir, form. 60+  &  fom. Sjúkraliðafélagsins, Kópavogi.
14.Jón Pálsson, framkvæmdastjóri, Mosfellsbæ.
15.Sigurjóna Sverrisdóttir, leikkona & MBA, Garðabæ.
16. Ragnar Gunnar Þórhallsson, fv. form. Sjálfsbjargar & deildarstj.Mosfellsbæ.
17.Margrét Lind Ólafsdóttir, sérfr. hjá Vinnumálastofnun & bæjarfulltrúi, Seltjarnarnesi.
18.Sigurður Flosason, tónlistarmaður, Garðabæ.
19.Geir Guðbrandsson, verkamaður og nemi, Hafnarfirði,
20.Dagbjört Guðmundsdóttir, nemi & Íslandsmeistari í bílaíþróttum, Hafnarfirði.
21.Karolína Stefánsdóttir, framleiðandi, Garðabæ.
22.Gunnar Helgason, hjúkrunarfræðingur, Kópavogi.
23.Guðbjörn Sigvaldason, vaktstjóri, Mosfellsbæ.
24.Guðrún Helga Jónsdóttir, fv. bankastarfsmaður, Kópavogi.
25.Reynir Ingibjartsson, rithöfundur & göngugarpur, Hafnarfirði.
26. Jóhanna Axelsdóttir, fv. kennari, Hafnarfirði.

Alþýðufylkingin, ný stofnað stjórnmálaafl á vinstri væng stjórnmálanna, vinnur nú að söfnun undirskrifta til að fá úthlutað listabókstaf fyrir komandi alþingiskosningar. Alþýðufylkingin stefnir að því að bjóða fram í öllum kjördæmum.

16.janúar 2013

Sjö af níu stjórnarmönnum Samstöðu (flokks Lilju Mósesdóttur), þar á meðal formaður og báðir varaformenn, hafa sagt skilið við flokkinn og sagt af sér öllum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Þau segja að ástæðan sé eindreginn vilji Lilju Mósesdóttur um að Samstaða bjóði ekki fram í næstu alþingiskosningum og að leggja skuli Samstöðu niður sem stjórnmálaflokk ásamt samstarfsörðuleikum sem komið hafa upp í kjölfarið. Segir m.a. í tilkynningu frá sjömenningunum. Líklegt verður því að telja að ekki verði af framboði flokksins í komandi alþingiskosningum.

14.janúar 2013

Stofnuð hafa verið ný stjórnmálasamtök, Alþýðufylkingin af Þorvaldi Þorsteinssyni, Vésteini Valgarðssyni og fleirum. Flokkurinn staðsetur sig yst á vinstri væng stjórnmálanna. Flokkurinn ætlar sér fulla þátttöku í stjórnmálum á landsvísu sem hlýtur að þýða framboð af hans hálfu í næstu alþingiskosningum.

13.janúar 2013

Um helgina völdu Framsóknarmenn í Suðurkjördæmi á framboðslista sinn. Áður hefur verið skýrt frá prófkjöri um efstu sætin á tvöföldu kjördæmisþingi. Listin í heild er sem hér segir:

1.Sigurður Ingi Jóhannsson, Hrunamannahreppi
2.Silja Dögg Gunnarsdóttir, Reykjanesbæ
3.Páll Jóhann Pálsson, Grindavík
4.Haraldur Einarsson, Flóahreppi
5.Fjóla Hrund Björnsdóttir, Rangárv.sýsla
6.Sandra Rán Ásgrímsdóttir, A-Skaft
7.Sigrún Gísladóttir, Hveragerði
8.Jónatan Guðni Jónsson, Vestmannaeyjar
9.Ingveldur Guðjónsdóttir, Árborg
10.Sigurjón Fannar Ragnarsson, V-Skaft
11.Anna Björg Níelsdóttir, Ölfus – Þorlákshöfn
12.Lúðvík Bergmann, Rangárv.sýsla
13.Þórhildur Inga Ólafsdóttir, Sandgerði
14.Sæbjörg Erlingsdóttir, Grindavík
15.Guðmundur Ómar Helgason, Rangárv.sýsla
16.Ragnar Magnússon, Árnessýsla
17.Ásthildur Ýr Gísladóttir, Vogum
18.Reynir Arnarson, A-Skaft
19.Þorvaldur Guðmundsson, Árborg
20.Guðmundur Elíasson, V-Skaft

Á aukakjördæmisþingi hjá Vinstrihreyfingunni grænu framboði í Norðausturkjödæmi í dag var gengið frá framboðslista flokksins í kjördæminu. Hann er eins og hér segir:

1. Steingrímur J. Sigfússon, ráðherra, Þistilfirði
2.Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, náms- og starfsráðgjafi, Ólafsfirði
3.Edward H. Huijbens, forstöðumaður, Akureyri
4.Ingibjörg Þórðardóttir, framhaldsskólakennari, Neskaupstað
5.Þorsteinn Bergsson, bóndi, Fljótsdalshéraði
6.Sóley Björk Stefánsdóttir, fjölmiðlafræðingur, Akureyri
7.Þorbjörn Rúnarsson, áfangastjóri, Egilsstöðum
8.Sigríður Hauksdóttir, tómstundafulltrúi, Húsavík
9.Kristjana Arngrímsdóttir, söngkona, Svarfaðardal
10.Cecil Haraldsson, sóknarprestur, Seyðisfirði
11.Björn Halldórsson, bóndi, Vopnafirði
12.Inga Margrét Árnadóttir, ferðaþjónustubóndi,  Svalbarðsströnd
13.Bjarni Þóroddsson, háskólanemi, Akureyri
14.Hildur Friðriksdóttir, háskólanemi, Akureyri
15.Andrés Skúlason, oddviti, Djúpavogi
16.Jana Salóme Jósepsdóttir, háskólanemi,  Akureyri
17.Dagur Fannar Dagsson, hugvísindamaður, Akureyri
18.Þuríður Backman, alþingismaður,  Egilsstöðum
19.Guðmundur H. Sigurjónsson, verkamaður, Neskaupstað
20.Málmfríður Sigurðardóttir, fyrrv. alþingiskona, Akureyri

12. janúar 2013

Samfylkingin í Norðvesturkjördæmi samþykktu framboðslista sinn í dag.

S-listi Samfylkingar
1. Guðbjartur Hannesson, ráðherra, Akranesi
2. Ólína Þorvarðardóttir, alþingismaður,  Ísafjarðarbæ
3. Hörður Ríkharðsson, kennari, Blönduósbæ
4. Hlédís Sveinsdóttir, sjálfstætt starfandi,  Akranesi
5. Garðar Svansson, fangavörður, Grundarfirði
6. Inga Björk Bjarnadóttir, háskólanemi, Borgarbyggð
7. Benedikt Bjarnason, starfsmaður Fiskistofu, Ísafjarðarbær
8. Svanhildur Guðmundsdóttir, sviðstjóri, Sveitarfélaginu Skagafirði
9. Ólafur Þór Jónsson, háskólanemi, Borgarbyggð
10. Kristín Sigurrós Einarsdóttir, bókavörður, Strandabyggð
11. Sigurður Þór Ágústsson, skólastjóri, Húnaþingi vestra
12. Guðrún Eggertsdóttir, viðskiptafræðingur, Vesturbyggð
13. Magnús Smári Snorrason, verslunarstjóri, Borgarbyggð
14. Arna Lára Jónsdóttir, verkefnastjóri, Ísafjarðarbær
15. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, verkefnastjóri, Sveitarfélaginu Skagafirði
16. Jóhann Ársælsson, fyrrv. alþingismaður, Akranesi

Í dag voru samþykktir framboðslistar Samfylkingar í Reykjavíkurkjördæmum norður og suður. Efstu sæti eru í samræmi við úrslit prófkjörs.

Framboðslisti Samfylkingar í Reykjavíkurkjördæmi norður

1 Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra
2 Valgerður Bjarnadóttir, alþingismaður
3 Skúli Helgason, alþingismaður
4 Anna Margrét Guðjónsdóttir, sjálfstætt starfandi
5 Teitur Atlason, kennari
6 Hrafnhildur Ragnarsdóttir, formaður kvennahreyfingar Samfylkingarinnar
7 Sindri Snær Einarsson, verkefnastjóri o.fl.
8 Dagbjört Hákonardóttir, formaður ungra Evrópusinna
9 Guðmundur Gunnarsson, rafiðnaðarmaður.
10 Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, framhaldsskólakennari
11 Vilhjálmur Þorsteinsson, frumkvöðull
12 Ingibjörg Guðmundsdóttir, formaður 60+ í Reykjavík
13 Guðni Rúnar Jónasson, framkvæmdastjóri UJ
14 Sema Erla Serdaroglu, stjórnmálafræðingur
15 Torfi H. Tulinius, prófessor
16 Arna Hrönn Aradóttir, ráðgjafi
17 Kjartan Valgarðsson, formaður fultrúaráðs Samfylkingarinar í Reykjavík.
18 Jóhanna E. Vilhelmsdóttir, verslunarmaður
19 Ahmed Awad, llífeyrisþegi
20 Eva Indriðadóttir, nemi
21 Dagur B. Eggertsson, læknir og borgarfulltrúi
22 Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra
Framboðslisti Samfylkingar í Reykjavíkurkjördæmi suður
1 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, alþingismaður
2 Helgi Hjörvar, alþingismaður
3 Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi.
4 Mörður Árnason, alþingismaður
5 Ósk Vilhjálmsdóttir, myndlistarmaður
6 Arnar Guðmundsson, aðstoðarmaður fjármálar.
7 Freyja Steingrimsdóttir, stjórnmálafræðingur
8 Höskuldur Sæmundsson, atvinnuráðgjafi/Leikari
9 Eydís Sveinbjarnardóttir, geðhjúkrunarfræðingur.
10 Sigurður R. Beck, kerfisfræðingur
11 Þorgerður L. Diðriksdóttir, formaður Fimleikasambands Íslands
12 Reynir Sigurbjörnsson, rafvirki
13 Anna María Jónsdóttir, formaður SffR
14 Þorbjörn Guðmundsson, framkvæmdarstjóri Samiðnar
15 Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir, KaosPilot
16 Hilmar Sigurðsson, framkvæmdastjóri.
17 Valgerður Magnúsdóttir, sálfræðingur
18 Natan Kolbeinsson, nemi
19 Falasteen Abu Libdeh, sérfræðingur
20 Gunnar Þórðarson, húsasmíðameistari.
21 Hrannar B. Arnarsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra
22 Ásta R. Jóhannesdóttir, forseti Alþingis

11. janúar 2013

Á morgun fer fram prófkjör á kjördæmisþingi Framsóknarflokks í Suðurkjördæmi þar sem raðað verður í efstu sæti lista flokksins í Suðurkjördæmi og í framhaldi af því raða á listann í heild. Samfylkingin í Reykjavík og Norðvesturkjördæmi ganga frá framboðslistum sínum en prófkjör hafa farið fram í þessum kjördæmum. Á sunnudaginn mun Vinstrihreyfingin grænt framboð í Norðausturkjördæmi ganga frá framboðslista en forval flokksins fór fram í desember sl.

10. janúar 2013

Snorri Óskarsson, brottrekinn kennari í Brekkuskóla og trúarleiðtogi, hyggst bjóða sig fram til þingstarfa undir merkjum Kristinna stjórnmálasamtaka.

9. janúar 2013

Innanríkisráðuneytið hefur úthlutað Húmanistaflokknum listabókstafnum H.

8. janúar 2013

Framboðsfresti fyrir forval Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðvesturkjördæmi lauk á miðnætti. Í framboði eru: Lilja Rafney Magnúsdóttir, Súgandafirði, 1. sæti, Trausti Sveinsson, Bjarnargili í Fljótum, 1.-6. sæti, Lárus Ástmar Hannesson, Stykkishólmi, 2.sæti, Matthías Sævar Lýðsson, Húsavík á Ströndum, 3.-4. sæti, Ragnar Frank Kristjánsson, Hvanneyri, 3.-6. sæti. Reynir Eyvindarsson, Akranesi, 3.-6. sæti, Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir, Kleppjárnsreykjum, 3.-6. sæti og Finnbogi Rögnvaldsson, Borgarnesi,  5.-6. sæti.

Jón Bjarnason alþingismaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðvesturkjördæmi verður ekki í framboði í vor en hann greinir frá því á heimasíðu sinni.

7. janúar 2013

Bjartri framtíð hefur verið úthlutað listabókstafnum A af innanríkisráðuneytinu.

Framboðsfresti fyrir forval Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðvesturkjördæmi lýkur á miðnætti í kvöld. Þrír hafa lýst yfir framboði þ.á.m. Lilja Rafney Magnúsdóttir sem sækist eftir efsta sætinu. Beðið er eftir ákvörðun Jóns Bjarnasonar alþingismanns og fv.ráðherra en hann hefur ekki viljað gefa upp hvort hann sækist eftir áframhaldandi þingmennsku eða ekki.

5. janúar 2013

Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir líffræðikennari að Kleppsjárnsreykjum í Borgarbyggð býður sig fram í 3.-6. sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðvesturkjördæmi.

Kristinn H. Gunnarsson fv.alþingismaður Alþýðubandalagsins, Framsóknarflokksins og Frjálslynda flokksins sækist eftir 1. sæti á lista Dögunar í Norðvesturkjördæmi.

2. janúar 2013

Átta gefa kost á sér í prófkjör Framsóknarflokksins  í Suðurkjördæmi sem haldið verður á tvöföldu kjördæmisþingi þann 12. janúar n.k. Þau eru: í 1.sæti: Sigurður Ingi Jóhannsson, alþingismaður, Hrunamannahreppi, í 2. sæti: Birgir Þórarinsson, varaþingmaður og ferðaþjónustubóndi, Vogum, Páll Jóhann Pálsson, bæjarfulltrúi og útgerðamaður, Grindavík og Silja Dögg Gunnarsdóttir, varabæjarfulltrúi og skjalastjóri, Reykjanesbæ. Í 3. sæti: Fjóla Hrund Björnsdóttir, nemi í stjórnmála – og fjölmiðlafræði í HÍ og starfsmaður Hótel Rangá, Hellu, Haraldur Einarsson, nemi í umhverfis- og byggingaverkfræði í HÍ, Flóahreppi og Sigrún Gísladóttir, nemi í sagnfræði í HÍ, Hveragerði. Í 6. sæti Sandra Rán Ásgrímsdóttir, nemi í umhverfis- og byggingaverkfræði í HÍ, Hornafirði.

22. desember 2012

Fimmtán taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Þeir eru: Árni Johnsen, alþingismaður, Vestmannaeyjum, Ásmundur Friðriksson, f.v. bæjarstjóri, Garði, Friðrik Sigurbjörnsson, nemi og varabæjarfulltrúi, Hveragerði, Geir Jón Þórisson, f.v. yfirlögregluþjónn, Vestmannaeyjum, Halldór Gunnarsson, f.v. sóknarprestur, Hvolsvelli, Hulda Rós Sigurðardóttir, meistaranemi í opinberri stjórnsýslu, Höfn í Hornafirði, Kjartan Þ. Ólafsson, f.v. alþingismaður, Ölfusi, Magnús B. Jóhannesson, framkvæmdastjóri, Reykjanesbæ, Magnús Ingberg Jónsson, atvinnurekandi, Selfossi,Oddgeir Ágúst Ottesen, hagfræðingur, Hveragerði, Ragnheiður Elín Árnadóttir, alþingismaður, Reykjanesbæ, Reynir Þorsteinsson, löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali, Garði, Unnur Brá Konráðsdóttir, alþingismaður, Hvolsvelli, Vilhjálmur Árnason, lögreglumaður, Grindavík og Þorsteinn M. Kristinsson, lögreglumaður og sveitarstjórnarmaður, Kirkjubæjarklaustri Lilja Mósesdóttir þingmaður Samstöðu sem kjörin var á þing í síðustu kosningum fyrir Vinstrihreyfingunar grænt framboð í Reykjavík gefur ekki kost á sér í komandi alþingiskosningum.

19. desember 2012

Dr.Oddgeir Ágúst Ottesen hagfræðingur í Reykjavík gefur kost á sér í 2.sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.

Björt framtíð hefur birt efstu sætin í Norðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi. Í Norðvesturkjördæmi eru fjögur efstu sætin sem hér segir: 1. Árni Múli Jónasson, lögfræðingur og fyrrverandi bæjarstjóri á Akranesi, 2. G. Valdimar Valdemarsson framkvæmdastjóri í Kópavogi, 3. Solveig Thorlacius, tilraunabóndi, Reykjavík og 4. Magnús Þór Jónsson skólastjóri Hellissandi. Fjögur efstu sætin í Suðurkjördæmi skipa: 1. Páll Valur Björnsson bæjarfulltrúi í Grindavík (kosinn á lista Samfylkingar), 2. Guðlaug Elísabet Finnsdóttir kennari, Sandgerði 3. Heimir Eyvindarson tónlistarmaður Hveragerðiog 4. Guðfinna Gunnarsdóttir kennari Selfossi.

18.desember 2012

Efstu sætin á lista Bjartrar framtíðar í Norðausturkjördæmi skipa eftirtaldir: 1.Brynhildur Pétursdóttir starfsmaður Neytendasamtakanna á Akureyri, 2.Preben Jón Pétursson framkvæmdastjóri, 3.Stefán Már Guðmundsson aðstoðarskólastjóri á Reyðarfirði og 4.Hanna Sigrún Helgadóttir framhaldsskólakennari Laugum.

17.desember 2012

Fimm efstu sæti á lista Bjartar framtíðar í Reykjavíkurkjördæmi norður verður sem hér segir: 1. Róbert Marshall alþingismaður, 2. Óttarr Proppé, borgarfulltrúi í Reykjavík, 3. Brynhildur S. Björnsdóttir framkvæmdastjóri bókhalds- og rekstrarþjónustunnar Hagsýn, 4. Sigrún Gunnarsdóttir, lektor við hjúkrunarfræðideild HÍ og 5. Tryggvi Haraldsson, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg.

15.desember 2012

Efstu fimm sætin á lista Bjartar framtíðar í Reykjavíkurkjördæmi norður skipa: 1.Björt Ólafsdóttir formaður Geðhjálpar og ráðgjafi hjá Capacent, 2.Heiða Kristín Helgadóttir annar formanna Bjartar framtíðar, 3.Eldar Ástþórsson, 4.Friðrik Rafnsson og 5. Jón Gnarr Kristinsson borgarstjóri.

Talið var í póstkosningu Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðausturkjördæmi í dag. Úrslit urðu sem hér segir:

Steingrímur J. Sigfússon 199 90,45% 1. sæti
Bjarkey Gunnarsdóttir 77 35,00% 1.-2.sæti
Edward H. Huijbens 82 37,27% 1.-3.sæti
Ingibjörg Þórðardóttir 128 58,18% 1.-4.sæti
Þorsteinn Bergsson 116 52,73% 1.-5.sæti
Sóley Björk Stefánsdóttir 142 64,55% 1.-6.sæti
Aðrir:
Björn Halldórsson
Bjarni Þóroddsson
Ásta Svavarsdóttir
Á kjörskrá voru 722
Atkvæði greiddu 261
Ógildir seðlar voru 41

14.desember 2012

Geir Jón Þórisson fv.yfirlögregluþjónn í Reykjavík býður sig fram í 5.-6. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.

13.desember 2012

Framboðsfrestur vegna prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi er runninn út. Níu gefa kost á sér. Þau eru; Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, verkefnastjóri, Reyðarfirði, Bergur Þorri Benjamínsson, viðskiptafræðingur, Akureyri, Erla S. Ragnarsdóttir, framhaldsskólakennari, Hafnarfirði, Ingvi Rafn Ingvason, tónlistarmaður, Akureyri, Ísak Jóhann Ólafsson, framkvæmdastjóri, Egilsstöðum, Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri, Eskifirði, Kristján Þór Júlíusson, alþingismaður, Akureyri, Tryggvi Þór Herbertsson, alþingismaður, Reykjavík, Valgerður Gunnarsdóttir, skólameistari á Laugum, Reykjadal.

Dögun og Samstaða kynna framboðslista fljótlega á nýju ári. Píratar eru að safna undirskriftum vegna umsóknar um listabókstaf og kynna framboðslista fljótlega eftir áramót.

Af framboðsmálum Bjartrar framtíðar. Guðmundur Steingrímsson verður í fyrsta sæti í Kraganum, Freyja Haraldsdóttir í öðru sæti, Guðlaug Kristjánsdóttir formaður BHM í þriðja sæti, Erla Karlsdóttir varabæjarfulltrúi Næstbesta flokksins í Kópavogi í fjórða sæti og Pétur Óskarsson framkvæmdastjóri í því fimmta. Róbert Marshall verður í fyrsta sæti í Reykjavík suður. Árni Múli Jónsson verður í fyrsta sæti listans í Norðvesturkjördæmi og Brynhildur Pétursdóttir í fyrsta sætinu í Norðausturkjördæmi.

Jón Gnarr verður í 5. sæti á lista Bjartar framtíðar í Reykjavík norður í komandi alþingiskosningum. Það er greint frá því á facebook-síðunni Dagbók borgarstjóra.

12.desember 2012

Andrea J. Ólafsdóttir forsetaframbjóðandi og Þórður Björn Sigurðsson varabæjarfulltrúi í Mosfellsbæ gefa kost á sér á lista Dögunar fyrir komandi alþingiskosningar.

Póstkosningu Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðausturkjördæmi lauk mánudaginn 10. desember en þá var síðasti dagur til að setja atkvæði í póst. Ekki hefur verið gefið út hvernær atkvæði verða talin. Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra er einn í framboði í 1.sæti en þrjár konur berjast um 2. sætið. Það eru þær Sóley Björk Stefánsdóttir fjölmiðlafræðingur á Akureyri, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir   náms-og starfsráðgjafi, bæjarfulltrúi og varaþingmaður á Ólafsfirði og Ingibjörg Þórðardóttir framhaldsskólakennari á Neskaupstað.

11.desember 2012

Framboðslisti Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi hefur verið samþykktur. Hann er sem hér segir:

1. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Reykjavík
2. Höskuldur  Þórhallsson, Akureyri
3. Líneik Anna Sævarsdóttir, Fjarðarbyggð
4. Þórunn Egilsdóttir, Vopnafjörður
5. Hjálmar Bogi Hafliðason, Norðurþingi
6. Guðmundur Gíslason, Fljótsdalshéraði
7. Katrín Freysdóttir, Fjallabyggð
8. Bjarnveig Ingvadóttir, Dalvíkurbyggð
9. Aðalsteinn Júlíusson, Norðurþingi
10.Helgi Haukur Hauksson, Fljótsdalshéraði
11.Birkir Jón Jónsson, Fjallabyggð
12.Jósef Auðunn Friðriksson, Fjarðarbyggð
13.Sigríður Bergvinsdóttir, Akureyri
14.Eydís Bára Jóhannsdóttir, Seyðisfjörður
15.Guðrún María Valgeirsdóttir, Skútustaðahreppi
16.Sveinbjörn Árni Lund, Norðurþingi
17.Sólrún Hauksdóttir, Fljótsdalshéraði
18.Vilhjálmur Jónsson, Seyðisfjörður
19.Ari Teitsson, Þingeyjarsveit
20.Valgerður Sverrisdóttir, Grýtubakkahreppi

Stjórnmálasamtökin Björt framtíð hefur sótt um listabókstafinn A til innanríkisráðuneytisins og Húmanistaflokkurinn hefur sótt um listabókstafinn H. Áður hefur komið fram að Dögun hefur sótt um listabókstafinn T. A-listi var síðast notaður af Alþýðuflokknum 1991, H-listi af  Húmanistum 1999 og T-listi af sérframboði Kristján Pálssonar í Suðurkjördæmi 2003. Innanríkisráðuneytið hefur ekki afgreitt þessar umsóknir.

8.desember 2012

Eygló Þóra Harðardóttir alþingismaður leiðir lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi. Annað sætið skipar Willum Þór Þórsson. Úrslitin voru sem hér segir:

1. sæti 1. sæti 2.sæti 3.sæti 3.sæti 4.sæti 5.sæti
1. umferð 2.umferð 1.umferð 1.umf. 2.umf. 1.umf. 1.umferð
Eygló Þóra Harðardóttir 147 45,23% 158 53,74%
Willum Þór Þórsson 152 46,77% 136 46,26% 136 55,06%
Þorsteinn Sæmundsson 67 27,13% 30,6% 52,2%
Una María Óskarsdóttir 25 7,69% 41 16,60% 41,5% 47,8%
Sigurjón Norberg Kjærnested 76,9%
Ólöf Pálína Úlfarsdóttir 3 1,21% x 23,1% Sjálfkjörin
Sigurjón Jónsson x
Aðrir 27,9%
Ógildir 1 0,31%

6. desember 2012

Ísak Jóhann Ólafsson framkvæmdastjóri á Egilsstöðum býður sig fram í 2. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.

4.desember 2012

Valgerður Gunnarsdóttir skólameistari Framhaldsskólans á Laugum gefur kost á sér í 2. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.

1. desember 2012

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins leiðir lista flokksins í Norðausturkjördæmi. Höskuldur Þórhallsson alþingismaður verður í öðru sæti. Valið var á listann á tvöföldu kjördæmisþingi í Mývatnssveit í dag. Kosið var um hvert sæti fyrir sig og urðu úrslit sem hér segir:

Norðausturkjördæmi 1. sæti 2.sæti 3.sæti 4.sæti 5.sæti 6.sæti
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 220 62,86%
Höskuldur Þórhallsson 123 35,14% 231 66,96%
Líneik Anna Sævarsdóttir næstflest 58,8%
Þórunn Egilsdóttir 54,3%
Hjálmar Bogi Hafliðason 16,6% Kjörinn
Guðmundur Gíslason Kjörinn
Huld Aðalbjarnardóttir 30,2%
Sigfús Karlsson 8,0% 22,8%
Aðrir: 7 2,00% 114 33,04% 3,0% 6,3%
Anna Kolbrún Árnadóttir
Margrét Jónsdóttir
Kristín Thorberg

Listar Framsóknarflokksins í Reykjavík samþykktir

Í dag samþykkti kjördæmissamband Framsóknarflokksins í Reykjavík tillögu uppstillingarnefndar að framboðslistum fyrir næstu alþingiskosningar. Listarnir eru þannig skipaðir:

B-listi Framsóknarflokks B-listi Framsóknarflokks
í Reykjavík suður Í Reykjavík norður
1.Vigdís Hauksdóttir 1.Frosti Sigurjónsson
2.Karl Garðarsson 2.Sigrún Magnúsdóttir
3.Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir 3.Þorsteinn Magnússon
4.Jóhanna Kristín Björnsdóttir 4.Fanný Gunnarsdóttir
5.Hafsteinn Ágústsson 5.Snædís Karlsdóttir
6.Sunna Gunnars Marteinsdóttir 6.Einar Jónsson
7.Ragnar Rögnvaldsson 7.Snorri Þorvaldsson
8.Kjartan Þór Ingason 8.Jón Árni Bragason
9.Steinunn Anna Baldvinsdóttir 9.Birna Svavarsdóttir
10.Eyjólfur Scheving Magnússon 10.Ólafur Hjálmarsson
11.Valgerður Sveinsdóttir 11.Ása María H. Guðmundsdóttir
12.Einar Björn Bjarnason 12.Ómar Olgeirsson
13.Rakel Dögg Óskarsdóttir 13.Þuríður Bernódusdóttir
14.Kristján Hall 14.Eiríkur Hans Sigurðsson
15.Brandur Gíslason 15.Gerður Hauksdóttir
16.Agnes Guðnadóttir 16.Hlín Sigurðardóttir
17.Hörður Gunnarsson 17.Sigmar B. Hauksson
18.Brynjar Fransson 18.Elín Helga Magnúsdóttir
19.Ragnhildur Jónasdóttir 19.Guðrún St. Briem
20.Alfreð Þorsteinsson 20.Þorsteinn Ólafsson
21.Áslaug Brynjólfsdóttir 21.Sigrún Sturludóttir
22.Tómas Árnason 22.Valdimar Kr. Jónsson

30. nóvember 2012

Framsókn velur á þrjá framboðslista

Á morgun velja framsóknarmenn í Reykjavík og í Norðausturkjördæmi á framboðslista í kjördæmunum þremur. Í Reykjavík verður tekin til afgreiðslu tillaga uppstillingarnefndar. Hún er sem hér segir.

Reykjavíkurkjördæmi suður: 1. Vigdís Hauksdóttir, 2. Karl Garðarsson, 3. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, 4. Jóhanna Kristín Björnsdóttir, 5. Hafsteinn Ágústsson, 6. Sunna Gunnars Marteinsdóttir og 7. Ragnar Rögnvaldsson. Reykjavíkurkjördæmi norður: 1. Frosti Sigurjónsson, 2. Sigrún Magnúsdóttir, 3. Þorsteinn Magnússon, 4. Fanný Gunnarsdóttir, 5. Snædís Karlsdóttir, 6. Einar Jónsson, 7. Snorri Þorvaldsson. Í Reykjavíkurkjördæmi suður bauð Jónína Benediktsdóttir fram í fyrsta sæti listans en hennar er ekki getið í þessum efstu sætunum. Ekki er ljóst hvort breytingartillögur muni koma fram á kjördæmisþinginu á morgun en ólíklegt verður að teljast verulegar breytingar verði gerðar.

Í Norðausturkjördæmi eigast við Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokks og Höskuldur Þórhallsson þingmaður flokksins í kjördæminu í baráttu um 1. sætið á tvöföldu kjördæmisþingi. Flestir búast við að Sigmundur vinni rimmuna og að Höskuldur fái ágætt fylgi í 2. sætið. Aðalspenningurinn er um hversu mikið fylgi Sigmundur Davíð mun hljóta í 1. sæta og hver muni skipa 3. sætið sem flokkurinn hlýtur að gera sér nokkrar vonir um að vinna næsta vor. Tvær konur hljóta að teljast líklegar. Það eru þær Huld Aðalbjarnardóttir varaþingmaður úr Norðurþingi og Líneik Anna Sævarsdóttir á Fáskrúðsfirði. Anna Kolbrún Árnadóttir á Akureyri gæti líkað komið til greina en ekki er ólíklegt að fulltrúar á kjördæmisþingi líti til þess að fá meiri dreifingu um hið víðfema Norðausturkjördæmi. Auk þeirra bjóða sig fram Sigfús Karlsson, Margrét Jónsdóttir, Kristín Thorberg, Þórunn Egilsdóttir, Hjálmar Bogi Hafliðason og Guðmundur Gíslason.

Jón Múli Jónasson fv.bæjarstjóri á Akranesi mun leiða lista Bjartrar framtíðar í Norðvesturkjördæmi.

29.nóvember 2012

Guðbjartur leiðir Samfylkingu í NV

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra leiðir lista Samfylkingar í Norðvesturkjördæmi og Ólína Þorvarðardóttir verður í 2. sæti en úrslit póstkosningar flokksins í kjördæminu voru kynnt í kvöld. Á kjörskrá voru 1496 en atkvæði greiddu 701 eða 46,9%. Úrslit urðu þessi:

Guðbjartur Hannesson 533 76,03% 1.sæti
Ólína Þorvarðardóttir 435 62,05% 1.-2.sæti
Hlédís Sveinsdóttir 443 63,20% 1.-3.sæti
Hörður Ríkharðsson 479 68,33% 1.-4.sæti
Benedikt Bjarnason 379 54,07% 1.-4.sæti
Vegna ákvæða um fléttulista færist Hörður Ríkharðsson upp fyrir Hlédísi Sveinsdóttur á listanum. Kosning er bindandi í fjögur efstu sætin.

Gísli Tryggvason talsmaður neytenda sækist eftir að leiða lista Dögunar í Norðausturkjördæmi.

Lýður Árnason læknir býður sig einnig fram fyrir Dögun en ekki kemur fram hvar.

28.nóvember 2012

Úrslit í póstkosningu Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi sem lauk föstudaginn 23. nóvember hafa enn ekki verið birt.

Ingvi Rafn Ingvason tónlistarmaður á Akureyri býður sig fram í 2.-4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.

Staða framboðsmála stjórnmálaflokkanna

  • Samfylkingin er lengst komin en prófkjörum er lokið hjá flokknum í öllum kjördæmum. Póstkosningu lauk sl. föstudag í Norðvesturkjördæmi en úrslit liggja ekki fyrir.
  • Sjálfstæðisflokkurinn á eftir að halda prófkjör í Norðausturkjördæmi og Suðurkjördæmi en þau fara fram síðustu helgina í janúar á næsta ári.
  • Vinstrihreyfingin grænt framboð í Norðausturkjördæmi verður með forval 10.desember n.k. og verður með póstkosningu í Norðvesturkjördæmi sem lýkur síðustu helgina í janúar.
  • Framsóknarflokkurinn ákveður framboðslista um næstu helgi í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur og Norðausturkjördæmi og um þar næstu helgi í Suðvesturkjördæmi. Síðasti listi flokksins verður ákveðinn í Suðurkjördæmi þann 12. janúar.
  • Björt framtíð boðar að innan skamms verði efstu sætin í öllum kjördæmum birt.
  • Dögum hefur boðað að það verði stillt upp af miðlægri uppstillingarnefnd í öllum kjördæmum.
  • Hægri grænir segjast leggja fram alla framboðslista sína á landsfundi þann 9. mars.
  • Húmanistaflokkurinn og Samstaða boða framboð í öllum kjördæmum.
  • Hið nýstofnaða Pírata partý boðar framboð í öllum kjördæmum.

27. nóvember 2012

Stjórnmálasamtökin Dögun hafa sótt um listabókstafinn T.

Hanna Birna Kristjánsdóttir, sem sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins um helgina, hefur tilkynnt kjörstjórn að hún óski eftir að leiða listann í Reykjavíkurkjördæmi suður. Illugi Gunnarsson mun því leiða listann í Reykjavíkurkjördæmi norður.

26.nóvember 2012

Preben Pétursson framkvæmdastjóri á Akureyri verður í framboði fyrir Bjarta Framtíð í Norðausturkjördæmi skv. vefsíðu flokksins.

Frambjóðendur í forvali Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðausturkjördæmi um sex efstu sætin verðu 10.desember. Í framboði eru: Steingrímur J. Sigfússon (1.sæti), Sóley Björk Stefánsdóttir (2.sæti), Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (2.sæti), Ingibjörg Þórðardóttir (2.sæti), Edward H. Huijbens (3.sæti), Björn Halldórsson (3.sæti), Þorsteinn Bergsson (3.sæti), Bjarni Þóroddsson (3.-6.sæti) og Ásta Svavarsdóttir (3.-4.sæti).

Þór Saari og Margrét Tryggvadóttir alþingismenn Hreyfingarinnar, kjörin á þing af lista Borgarahreyfingarinnar gefa kost á sér á lista Dögun í næstu alþingiskosningum. Sama gerir Ragnar Þór Ingólfsson sölustjóri. Eins og fram hefur komið mun miðlæg uppstillingarnefnd stilla upp á framboðslista flokksins.

Um helgina var Birgitta Jónsdóttir alþingismaður Hreyfingarinnar, kjörin á þing af lista Borgarahreyfingarinnar, kjörin formaður hins nýstofnaða Pirata-flokks. Flokkurinn hyggt bjóða fram í öllum kjördæmum í komandi alþingiskosningum.

24.nóvember 2012

Síðustu tölur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins breyttu engu um röðun tíu efstu. Minnsti munur á milli sæta var á milli Péturs Blöndals í þriðja sæti og Brynjars Níelssonar í 4. sæti, aðeins 55 atkvæði. Báðir munu væntanlega skipa annað sætið í sitthvoru kjördæminu. Næst minnsti munurinn var á milli Birgis Ármannssonar sem lenti í 6. sæti og Sigríðar Andersen sem lenti í 7.sæti, 115 atkvæði.

1. sæti 1.-2. sæti 1.-3. sæti 1.-4. sæti 1.-5. sæti 1.-6. sæti 1.-7. sæti 1.-8. sæti
Hanna Birna Kristjánsdóttir 5.438 74,27% 6077 83,00% 6302 86,07% 6450 88,09% 6529 89,17% 6612 90,30% 6675 91,16% 6758 92,30%
Illugi Gunnarsson 1.259 17,19% 2695 36,81% 3452 47,15% 3996 54,58% 4305 58,80% 4621 63,11% 4866 66,46% 5085 69,45%
Pétur H. Blöndal 117 1,60% 1767 24,13% 3004 41,03% 4036 55,12% 4712 64,35% 5234 71,48% 5663 77,34% 5953 81,30%
Brynjar Níelsson 188 2,57% 719 9,82% 2949 40,28% 3722 50,83% 4365 59,61% 4845 66,17% 5252 71,73% 5557 75,89%
Guðlaugur Þór Þórðarson 137 1,87% 2094 28,60% 2709 37,00% 3142 42,91% 3503 47,84% 3844 52,50% 4137 56,50% 4392 59,98%
Birgir Ármannsson 63 0,86% 572 7,81% 1061 14,49% 1747 23,86% 2423 33,09% 3196 43,65% 3813 52,08% 4291 58,60%
Sigríður Á. Andersen 16 0,22% 153 2,09% 761 10,39% 1599 21,84% 2279 31,13% 3081 42,08% 3894 53,18% 4505 61,53%
Áslaug María Friðriksdóttir 18 0,25% 161 2,20% 486 6,64% 1614 22,04% 2264 30,92% 2978 40,67% 3754 51,27% 4413 60,27%
Ingibjörg Óðinsdóttir 5 0,07% 58 0,79% 217 2,96% 819 11,19% 1307 17,85% 1783 24,35% 2337 31,92% 2950 40,29%
Elínbjörg Magnúsdóttir 7 0,10% 57 0,78% 160 2,19% 384 5,24% 1038 14,18% 1547 21,13% 2127 29,05% 2848 38,90%
Aðrir: 74 1,01% 291 3,97% 865 11,81% 1.779 24,30% 3.885 53,06% 6.191 84,55% 8.736 119,31% 11.824 161,49%
Næstir 1.-8. sæti
Teitur Björn Einarsson 2.791 38,12%
Jakob F. Ásgeirsson 2.205 30,11%
Þórhalla Arnardóttir 1.878 25,65%
Elí Úlfarsson 1.010 13,79%
Aðrir: 3.940 53,81%
Birgir Örn Steingrímsson
Guðjón Sigurbjartsson
Gunnar Kristinn Þórðarson
Hafstein Númason
Sigurður Sigurðsson
7546 greiddu atkvæði
224 auðir og ógildir

Hanna Birna og Brynjar Níelsson sigurvegarar

Þegar lunginn úr atkvæðum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins hafa verið talin er Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarfulltrúi í 1.sæti með tæp 75% í það sæti á móti 17% Illuga Gunnarssonar alþingismaður sem er í 2.sæti. Í þriðja sæti er Pétur Blöndal sjónarmun á undan Brynjari Níelssyni hæstaréttarlögmanni sem er í fjórða sæti. Þá koma þingmennirnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Birgir Ármannsson í 5. og 6. sæti.  Í næstu sætum koma síðan í þessari röð: Sigríður Á. Andersen, Áslaug María Friðriksdóttir, Ingibjörg Óðinsdóttir og Elínbjörg Magnúsdóttir í sætum 7.-10.

Björn Valur féll í forvali VG í Reykjavík

Björn Valur Gíslason alþingismaður og formaður fjárlaganefndar sem ákvað að flytja sig úr Norðausturkjördæmi til Reykjavíkur fékk ekki framgang í forvali flokksins. Björn Valur varð sjöundi. Eins og við var að búast hlaut Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra mest fylgi. Á hæla hennar fylgdi Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra og síðan þingmennirnir Árni Þór Sigurðsson og Álfheiður Ingadóttir. Úrslit í heild urðu eins og hér segir:

Katrín Jakobsdóttir 547 85,60% 1.sæti
Svandís Svavarsdóttir 432 67,61% 1.sæti
Árni Þór Sigurðsson 324 50,70% 1.-2.sæti
Álfheiður Ingadóttir 322 50,39% 1.-2.sæti
Steinunn Þóra Árnadóttir 373 58,37% 1.-3.sæti
Ingimar Karl Helgason 363 56,81% 1.-3.sæti
Björn Valur Gíslason 359 56,18% 1.-3.sæti
Aðrir:
Gísli Garðarsson
Kristinn Schram
Andrés Ingi Jónsson
Andri Snær Sigríksson
Björn Björgvinsson

Ögmundur sigrar í Suðvestur

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hlaut 54% í forvali Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Suðvesturkjördæmi og náði því að verjast atlögu Ólafs Þórs Gunnarsson varaþingmanns. Ólafur lenti í öðru sæti en Rósa Björk Brynjólfsdóttir upplýsingafulltrúi fjármálaráðuneytisins í því þriðja. Gert er ráð fyrir fléttulista og mun því Rósa Björk færast upp fyrir Ólaf Þór á listanum.

Úrslit urðu þessi:

Ögmundur Jónasson 261 54,38% 1.sæti
Ólafur Þór Gunnarsson 201 41,88% 1.sæti
Ólafur Þór Gunnarsson 234 48,75% 1.-2.sæti
Rósa Björk Brynjólfsdóttir 249 51,88% 1.-3.sæti
Margrét Pétursdóttir 295 61,46% 1.-4.sæti
Guðbjörg Sveinsdóttir 329 68,54% 1.-5.sæti
Garðar H. Guðjónsson 337 70,21% 1.-6.sæti
Aðrir:
Daníel Haukur Arnarson
Lára Jóna Þorsteinsdóttir
7 atkvæði ógild
487 greiddu atkvæði

Arndís Soffía leiðir VG í Suðurkjördæmi

Arndís Soffía Sigurðardóttir leiðir lista VG í Suðurkjördæmi og tekur við því hlutverki af Atla Gíslasyni, sem sagði sig úr þingflokki VG fyrr á þessu kjörtímabili og ætlar að hætta þingmennsku. Inga Sigrún Atladóttir er í öðru sæti og Þorbergur Torfason í því þriðja.

Arndís Soffía Sigurðardóttir leiðir lista VG í Suðurkjördæmi og tekur við því hlutverki af Atla Gíslasyni, sem sagði sig úr þingflokki VG fyrr á þessu kjörtímabili og ætlar að hætta þingmennsku. Inga Sigrún Atladóttir er í öðru sæti og Þorbergur Torfason í því þriðja. Listinn er í heild:

1. Arndís Soffía Sigurðardóttir, lögfræðingur og varaþingmaður, Fljótshlíð 2. Inga Sigrún Atladóttir, guðfræðingur og bæjarfulltrúi, Vogum 3. Þórbergur Torfason, fiskedlisfræðingur, Höfn 4. Einar Bergmundur Arnbjörnsson, tækniþróunarstjóri, Ölfusi 5. Jórunn Einarsdóttir, grunnnskólakennari, Vestmannaeyjum 6. Margrét Magnúsdóttir, garðyrkjufræðingur Árborg 7. Guðmundur Auðunsson, stjórnmála- og hagfræðingur, Grímsnesi 8. Steinarr B. Guðmundsson, verkamaður, Höfn 9. Sigþrúður Jónsdóttir, náttúrufræðingur, Skeiða- og Gnúpverjahreppi 10.Þormóður Logi Björnsson, grunnskólakennari, Reykjanesbæ 11.Kristín Gestsdóttir, grunnskólakennari, Höfn 12.Kjartan Ágústsson, bóndi, Skeiða- og Gnúpverjahreppi 13.Jóhanna Njálsdóttir, grunnskólakennari, Vestmannaeyjum 14.Samúel Jóhannsson, leiðbeinandi, Höfn 15.Anna Sigríður Valdimarsdóttir, náttúrufræðingur, Skeiða- og Gnúpverjahreppi 16.Sigurbjörn Árni Arngrímsson, prófessor, Laugavatni 17.Gunnar Marel Eggertsson, skipasmiður, Reykjanesbæ 18.Þórey Bjarnadóttir, bóndi og ráðunautur, Höfn 19.Jón Hjartarson, eftirlaunamaður, Árborg 20.Guðrún Jónsdóttir, félagsráðgjafi og eftirlaunakona, Árborg

Sjálfstæðismenn velja á lista í Norðvesturkjördæmi

Sjálfstæðismenn í Norðvesturkjördæmi velja á framboðslista sinn í kjördæminu í dag á fundi í Borgarnesi. Einar K. Guðfinnsson alþingismaður hlaut 1.sætið án mótframboðs. Haraldur Benediktsson formaður Bændasamtaka Íslands varð í 2. sæti, Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir í þriðja og Sigurður Ágústsson í því fjórða. Heildarúrslit urðu sem hér segir:

Norðvesturkjördæmi 1. sæti 2.sæti 3.sæti 4.sæti
Einar K. Guðfinnsson Sjálfkjörinn
Haraldur Benediktsson 90 39,30%
Eydís Ingibjörg Sigþórsdóttir 73 31,88% 173 75,88%
Sigurður Örn Ágústsson 33 14,41% 47 20,61% 137 59,83%
Bergþór Ólason 32 13,97% 91 39,74%
Guðmundur Kjartansson 7 3,07%
Auðir og ógildir 1 0,44% 1 0,44% 1 0,44%
Samtals 229 228 229

Listi Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi

Fyrsti framboðslistinn fyrir komandi alþingiskosningar hefur litið dagsins ljós en það er listi Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. Hann er þannig skipaður:

  1. Gunnar Bragi Sveinsson,  alþingismaður, Sauðárkróki
  2. Ásmundur Einar Daðason, alþingismaður og bóndi, Lambeyrum
  3. Elsa Lára Arnardóttir,  kennari og varabæjarfulltrúi, Akranesi
  4. Jóhanna M. Sigmundsdóttir, búfræðingur og nemi, Látrum Mjóafirði
  5. Sigurður Páll Jónsson, útgerðarmaður, Stykkishólmi
  6. Anna María Elíasdóttir,  fulltrúi, Hvammstanga
  7. Jón Árnason, skipstjóri, Patreksfirði
  8. Halldór Logi Friðgeirsson, skipstjóri, Drangsnesi
  9. Jenný Lind Egilsdóttir, snyrtifræðingur og varabæjarfulltrúi , Borgarnesi
  10. Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn og formaður byggðaráðs, Sauðárkróki
  11. Anna Lísa Hilmarsdóttir, bóndi, Sleggjulæk, Borgarfirði
  12. Svanlaug Guðnadóttir, hjúkrunarfræðingur, Ísafirði
  13. Klara Sveinbjörnsdóttir, nemi, Hvannatúni, Borgarfirði
  14. Magnús Pétursson, bóndi, Miðhúsum A-Húnavatnssýslu
  15. Gauti Geirsson, nemi, Ísafirði
  16. Magdalena Sigurðardóttir, húsmóðir og fv.varaþingmaður, Ísafirði

Í dag verður gengið endanlega frá fyrstu framboðslistunum fyrir næstu kosningar. Aukakjördæmisþing Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi ákveður lista flokksins í kjördæminu og kjördæmisráð Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Suðurkjördæmi tekur einnig ákvörðun um uppstillingu flokksins í kjördæminu.

Prófkjör verður hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavíkurkjördæmunum og er gert ráð fyrir að fyrstu tölur liggi fyrir um kl.19 í kvöld.

Forval verður hjá Vinstrihreyfingunni grænu framboði í Reykjavíkurkjördæmunum og Suðvesturkjördæmi.

Sjálfstæðisflokkurinn í Norðvesturkjördæmi velur í fjögur efstu sætin á lista flokksins á kjördæmisþingi í dag.

Póstkosningu hjá Samfylkingunni í Norðvesturkjördæmi lauk í gær og búist er við að úrslit verði kynnt eftir helgi.

23.nóvember 2012

Sigurjón Kjærnested fv.varaformaður Samstöðu og fv.formaður Sambands ungra framsóknarmanna er genginn í Framsóknarflokkinn aftur og sækist eftir 4. sæti á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi.

Félagsfundur Dögunar samþykkti í gær, 22. nóvember, tillögu um aðferðafræði við val frambjóðenda á framboðslista. Tillagan gerir ráð fyrir stórri miðlægri uppstillingarnefnd, en einstök kjördæmi geta þó hafnað niðurstöðu hennar og hefst þá ferli upp á nýtt. Sjá nánar.

Keppni um vonarsætin

Á laugardaginn er prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum. Að jafnaði er prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík stærsta prófkjörið sem haldið er fyrir hverjar kosningar. Svo verður að öllum líkindum einnig nú þrátt fyrir að þátttaka í öðrum „stórum“ prókjörum hafi verið lítil og má þar nefna prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík og Suðvesturkjördæmi og prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 2 kjördæmakjörna þingmenn í hvoru kjördæmi í síðustu alþingiskosningum auk eins uppbótarmanns en flokkurinn tapaði miklu fylgi í þeim kosningum. Kjörnir þingmenn voru þau Ólöf Nordal sem ekki gefur kost á sér, Guðlaugur Þór Þórðarson, Birgir Ármannsson, Illugi Gunnarsson og Pétur H. Blöndal. Skoðanakannanir gefa til kynna að Sjálfstæðisflokkurinn bæti verulega við sig fylgi og endurheimti nokkurn veginn fyrri styrk. Ef það gengur eftir opnar það möguleika fyrir nýliða til að koma.

Þrátt fyrir að ekki sé hægt að kalla Hönnu Birnu Kristjánsdóttur nýliða í pólitík er hún ný á landsmálasviðinu. Hún sækist eftir 1.sætinu í prófkjöri flokksins eins og Illugi Gunnarsson. Búist er við að þau skipi efsta sætið í sitthvoru Reykjavíkurkjördæminu þó að mönnum beri ekki saman um hvort þeirra verði efst í prófkjörinu. Hinir þingmennirnir þrír, Guðlaugur Þór, Pétur Blöndal og Birgir Ármannsson, sem sækjast eftir endurkjöri gefa allir kost á sér í 2. sætið. Viðbúið er að Pétur og Birgir eigi nokkuð greiða leið í örugg sæti en meiri vafi er á stöðu Guðlaugs Þórs en hann hefur setið undir nokkru ámæli, aðallega vegna prófkjörsstyrkjamála.

Af þeim sem líklegir eru til að verma vonarsætin eru Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmaður, Sigríður K. Andersen varaþingmaður, Áslaug Friðriksdóttir (Sophussonar) borgarfulltrúi og Teitur Björn Einarsson lögmaður (Odds Kristjánssonar heitins og mágur Illuga Gunnarssonar). Einnig gætu Elínbjörg Magnúsdóttir varaborgarfulltrúi og fiskvinnslukona, Ingibjörg Óðinsdóttir mannauðsstjóri og Jakob F. Ásgeirsson ritstjóri Þjóðmála blandað sér í þann hóp.

Aðrir frambjóðendur eru Gunnar Kristinn Þórðarson guðfræðingur, Guðjón Sigurbjartsson viðskiptafræðingur, Þórhalla Arnardóttir framhaldsskólakennari, Sigurður Sigurðsson rekstrarráðgjafi, Elí Úlfarsson nemi, Birgir Örn Steingrímsson hagfræðingur og Hafsteinn Númason leigubifreiðastjóri.

Prófkjör VG í Reykjavík

Á laugardaginn fer fram prófkjör (forval) hjá Vinstrihreyfingunni grænu framboði í Reykjavík. Í síðustu alþingiskosningum hlaut flokkurinn tvo kjördæmakjörna þingmenn í hvoru kjördæmi fyrir sig og að auki uppbótarþingmann í Reykjavíkurkjördæmi norður. Þingmenn kjördæmananna voru þau Svandís Svavarsdóttir, Katrín Jakobsdóttir, Árni Þór Sigurðsson, Álfheiður Ingadóttir og Lilja Mósesdóttir sem yfirgaf flokkinn á kjörtímabilinu og starfar nú í stjórnmálaflokknum Samstöðu. Þá bættist flokknum liðsauki þegar að Þráinn Bertelsson gekk til liðs við hann en hann hafði verið kjörinn af lista Borgarahreyfingarinnar. Þráinn gefur ekki kost á sér til endurkjörs.

Miðað við skoðanakannanir má búast við að Vinstrihreyfingin grænt framboð tapi nokkru fylgi og þar með þingsætum. Í Reykjavík má því áætla að flokkurinn sé ekki öruggur um að fá tvö þingsæti í hvoru Reykjavíkurkjördæmanna. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra og Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra sækjast báðar eftir efstu sætunum í Reykjavíkurkjördæmunum en sú aðferð er viðhöfð hjá VG í Reykjavík að kjósa tvo í 1. sæti, tvo í 2. sæti og tvo í 3.sæti sem síðan skiptast á milli kjördæmanna. Þá bjóða þau Árni Þór Sigurðsson og Álfheiður Ingadóttir sig fram í 2. sæti. Við þessa flóru bætist Björn Valur Gíslason alþingismaður úr Norðausturkjördæmi og býður sig fram í 1.-2. sæti. Erfitt er að gera sér grein fyrir hver staða Björns Vals er meðal almennra félagsmanna á Reykjavíkursvæðinu en á móti kemur að hann hefur verið sérlega ósérhlífinn í að verja gerðir ríkisstjórnarinnar og oft á tíðum gagnrýnt stjórnarandstöðuna harkalega sem er líklegt til að mælast vel fyrir hjá flokksmönnum VG í Reykjavík.

Án efa verður Katrín Jakobsdóttir klöppuð upp og gera flestir ráð fyrir að hún fái yfirburðakosningu enda af mörgum talinn framtíðarleiðtogi flokksins. Sömuleiðis er búist við að Svandís Svavarsdóttir fylgi henni fast á eftir. Hvað hins vegar gerist í baráttu þeirra Árna Þórs, Álfheiðar Ingadóttur og Björns Vals er hins vegar erfiðara að segja um. Inn í þá baráttu spila síðan reglur um kynjakvóta.

Um seinna þriðja sætið er erfitt að segja hvernig fer og áhugi fyrir því takmarkaður þrátt fyrir nokkra frambjóðendur þar sem þau eru talin heldur vonlítil sæti ef marka má skoðanakannanir. Auk þeirra sem taldir hafa verið hér að ofan eru Steinunn Þóra Árnadóttir varaþingmaður sem m.a. hefur starfað með Öryrkjabandalaginu, Andrés Ingi Jónsson aðstoðarmaður Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra, Ingimar Karl Helgason blaðamaður á Smugunni sem er flokksmálgagn VG, Kristinn Schram þjóðfræðingur, Andri Sævar Sigríksson háskólanemi, Björn Björgvinsson eftirlaunaþegi og Gísli Garðarsson háskólanemi.

Sótt að Ögmundi í Kraganum

Á laugardaginn fer fram forval Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Suðvesturkjördæmi. Í síðustu alþingiskosningum hlaut flokkurinn 2 þingmenn, Guðfríði Lilju Grétarsdóttur sem ekki gefur kost á sér til endurkjörs og Ögmund Jónasson sem var síðasti kjördæmakjörinn þingmaður flokksins. Ef mark er takandi á skoðanakönnunum er ólíklegt að flokkurinn fái fleiri en einn kjördæmakjörinn þingmann og uppbótarsætin eru alltaf ákveðið happadrætti.

Tveir gefa kost á sér í 1. sætið. Það eru þeir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra og Ólafur Þór Gunnarsson varaþingmaður, læknir og bæjarfulltrúi í Kópavogi. Fréttir hafa verið um skráningar í flokkinn í aðdraganda prófkjörsins og eykur það spennuna um hvort að Ólafur Þór eigi möguleika á að vinna slaginn um fyrsta sætið. Reglur um kynjaskiptingu á framboðslistanum gerir það að verkum að sá sem tapar fellur niður í a.m.k. þriðja sæti og ætti þar af leiðandi varla nokkra möguleika á kjöri. Um annað sætið berjast síðan Margrét Pétursdóttir verkakona í Hafnarfirði og Rósa Björk Brynjólfsdóttir fjölmiðlafulltrúi fjármálaráðuneytisins.

Auk þeirra bjóða sig fram Garðar H. Guðjónsson blaðamaður í Kópavogi í 2.-3.sæti, Daníel Haukur Arnarson háskólanemi í Hafnarfirði í 3.-5.sæti, Guðbjörg Sveinsdóttir geðhjúkrunarfræðingur í Reykjavík  í 4.-5.sæti og Lára Jóna Þorsteinsdóttir kennari í Kópvogi í 5.-6.sæti.

22. nóvember 2012

Einar Kr. og hvað svo?

Sjálfstæðisflokkurinn í Norðvesturkjördæmi mun velja á framboðslista sinn n.k. laugardag. Flokkurinn hefur nú tvo þingmenn þá Einar Kristinn Guðfinnsson og Ásbjörn Óttarsson sem gefur ekki kost á sér til endurkjörs. Þrátt fyrir að þingmönnum kjördæmisins fækki um einn er líklegt að flokkurinn sjái vonarglætu í að bæta við sig einu þingsæti út frá þeirri fylgisaukningu sem sést hefur í skoðanakönnunum.

Sex eru í kjöri. Þau eru: Einar Kr. Guðfinnsson alþingismaður í Bolungarvík sem sækist eftir að leiða listann. Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir varaþingmaður og fv.sveitarstjóri á Tálknafirði sem sækist eftir 2. sæti, Haraldur Benediktsson formaður Bændasamtaka Íslands og bóndi á Rein í Hvalfjarðarsveit sem sækist eftir 2. sæti, Bergþór Ólason fjármálastjóri í Borgarnesi sem sækist eftir einu af efstu sætunum, Sigurður Ágústsson forstjóri frá Geitaskarði í Austur Húnavatnssýslu og Guðmundur Kjartansson rekstrarstjóri í Borgarbyggð.

Fyrirfram er búist við því að Einar Kristinn fái kosningu í 1. sætið án mikilla erfiðleika en meiri spurning er hver hreppir 2.sætið. Út frá byggðadreifinga sjónarmiði vinnur það gegn Eyrúnu Ingibjörgu að vera vestfirðingur eins og Einar Kristinn og líklegt að flokksmenn muni horfa til þess að fá fulltrúa af suðursvæði kjördæmisins þar sem flestir kjósendanna búa. Því  munu að líkindum Bergþór Ólason og Haraldur Bendiktsson kljást um 2. sætið. Baráttan um þriðja sætið mun síðan að líkindum standa á milli þess sem tapar baráttunni um annað sætið, Eyrúnar Ingibjargar og jafnvel Sigurðar Ágústssonar.

Listi Framsóknarflokks í Norðvesturkjördæmi

Eins og áður hefur verið greint frá mun aukakjördæmisþing Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi ganga frá framboðslista flokksins fyrir komandi alþingiskosningar n.k. laugardag. Ákveðið var á kjördæmisþingi í haust að viðhafa uppstillingu til að raða á listann. Búast má við að fjögur efstu sætin skipi eftirtaldir: 1.Gunnar Bragi Sveinsson alþingismaður Sauðárkróki, 2. Ásmundur Einar Daðason alþingismaður Lambeyrum Dalabyggð, 3.Elsa Lára Árnadóttir kennari og varabæjarfulltrúi á Akranesi og 4.Jóhanna María Sigmundsdóttir búfræðingur og námsmaður Látrum við Ísafjarðardjúp. Framundan um helgina

Um helgina verður valið í efstu sætin á níu framboðslistum. Framsóknarflokkurinn í Norðvesturkjördæmi mun halda kjördæmisþing þar sem gengið verður frá framboðslista en ákveðið var að viðhafa uppstillingu á lista flokksins. Það mun verða fyrsti framboðslistinn sem gengið verður að fullu gengið frá fyrir komandi alþingiskosningar. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík verður með prófkjör og sjálfstæðismenn í Norðvesturkjördæmi munu velja 4 efstu menn á lista flokksins á tvöföldu kjördæmisþingi. Þá mun Vinstrihreyfingin grænt framboð verða með forval í Reykjavík og Suðvesturkjördæmi. Í Suðurkjördæmi mun kjördæmisráð Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs taka fyrir tillögu uppstillingarnefndar að framboðslista. Yfir stendur póstkosning hjá Samfylkingunni í Norðvesturkjördæmi og verða úrslit í henni að öllum líkindum ljós eftir helgi.

21.nóvember 2012

Kjördæmisþingi Framsóknarflokksins sem vera átti um næstu og velja átti á framboðslista flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum hefur verið frestað til 1.desember.

Erla Sigríður Ragnarsdóttir framhaldsskólakennari í Hafnarfirði býður sig fram í 2.-3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.

Edward H. Huijbens varabæjarfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Akureyri býður sig fram í 3. sæti á lista flokksins í Norðausturkjördæmi.

19.nóvember 2012

Ásta Svavarsdóttir kennari og búkona í Þingeyjarsveit býður sig fram í 3.-4. sæti í forvali Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðausturkjördæmi.

18.nóvember 2012

Bjarni Þóroddsson stjórnmálafræðinemi á Akureyri gefur kost á sér í 3.-6. sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðausturkjördæmi.

17. nóvember 2012

Samfylkingin í Reykjavík – heildarúrslit

Úrslit liggja fyrir í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Á kjörskrá voru 6660. Atkvæði greiddu 2514. Ógild atkvæði voru 12.Úrslit urðu sem hér segir: 1. Össur Skarphéðinsson með 972 atkvæði í 1. sæti eða tæplega 39%. 2. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir með 1322 atkvæði í 1.-2. sæti. Össur og Sigríður munu því væntanlega leiða lista Samfylkingarinnar í hvoru Reykjavíkurkjördæminu fyrir sig. Í 3. Helgi Hjörvar með 1205 atkvæði í 1.-3.sæti, 4. Valgerður Bjarnadóttir með 1255 atkvæði í 1.-4. sæti, 5. Skúli Helgason með 1246 atkvæði í 1.-5. sæti, 6. Björk Vilhelmsdóttir með 1350 atkvæði í 1.-6. sæti, 7. Mörður Árnason með 1477 atkvæði í 1.-7.sæti og 8. Anna Margrét Guðjónsdóttir með 1381 atkvæði í 1.-8. sæti. Ekki þurfti að beita ákvæðum til þess að tryggja jafnt hlutfall kynja. Kosning er bindandi í 8 efstu sætin. Í 9. sæti var Ósk Vilhjálmsdóttir, 10.sæti Teitur Atlason, 11.sæti Hrafnhildur Ragnarsdóttir, 12.sæti Arnar Guðmundsson og í 13. sæti Freyja Steingrímsdóttir.

Minnsti munur í prófkjörinu er að Össur fékk 68 atkvæðum fleira Sigríður Ingibjörg í 1.sætið og að Björk Vilhelmsdóttir sem kemur ný inn fær 53 atkvæðum meira en Mörður Árnason. Reyndar hefði Mörður færst niður á kynjareglu hefði hann náð upp fyrir Björk . Allir þingmenn flokksins sem gáfu kost á sér raðast í efstu sætin nema Mörður Árnason sem er tapari kosningarinnar.

Heildarúrslit:

Atkvæði greiddu 2514 af 6669 1. sæti 1.-2. sæti 1.-3. sæti 1.-4. sæti 1.-5. sæti 1.-6. sæti 1.-7. sæti 1.-8. sæti
Össur Skarphéðinsson 972 38,85% 1203 48,08% 1328 53,08% 1421 56,79% 1513 60,47% 1592 63,63% 1677 67,03% 1800 71,94%
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir 904 36,13% 1322 52,84% 1505 60,15% 1677 67,03% 1819 72,70% 1916 76,58% 2002 80,02% 2082 83,21%
Helgi Hjörvar 152 6,08% 904 36,13% 1205 48,16% 1438 57,47% 1619 64,71% 1771 70,78% 1881 75,18% 1982 79,22%
Valgerður Bjarnadóttir 292 11,67% 717 28,66% 1003 40,09% 1255 50,16% 1468 58,67% 1634 65,31% 1748 69,86% 1877 75,02%
Skúli Helgason 53 2,12% 316 12,63% 638 25,50% 935 37,37% 1246 49,80% 1515 60,55% 1746 69,78% 1902 76,02%
Björk Vilhelmsdóttir 35 1,40% 147 5,88% 519 20,74% 859 34,33% 1097 43,84% 1350 53,96% 1548 61,87% 1741 69,58%
Mörður Árnason 32 1,28% 135 5,40% 642 25,66% 905 36,17% 1129 45,12% 1297 51,84% 1477 59,03% 1637 65,43%
Anna Margrét Guðjónsdóttir 6 0,24% 52 2,08% 211 8,43% 425 16,99% 612 24,46% 854 34,13% 1113 44,48% 1381 55,20%
Ósk Vilhjálmsdóttir 11 0,44% 35 1,40% 73 2,92% 173 6,91% 320 12,79% 740 29,58% 974 38,93% 1246 49,80%
Teitur Atlason 20 0,80% 59 2,36% 111 4,44% 313 12,51% 505 20,18% 695 27,78% 924 36,93% 1168 46,68%
Hrafnhildur Ragnarsdóttir 4 0,16% 27 1,08% 65 2,60% 152 6,08% 467 18,67% 671 26,82% 887 35,45% 1144 45,72%
Arnar Guðmundsson 12 0,48% 47 1,88% 133 5,32% 323 12,91% 515 20,58% 670 26,78% 880 35,17% 1072 42,85%
Freyja Steingrímsdóttir 9 0,36% 40 1,60% 73 2,92% 132 5,28% 200 7,99% 307 12,27% 657 26,26% 984 39,33%
2502 5004 7506 10008 12510 15012 17514 20016

Samfylkingin í Suðurkjördæmi – heildarúrslit

Oddný G. Harðardóttir fv.fjármálaráðherra og alþingismaður sigraði í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi með miklum yfirburðum en hún hlaut tæplega 2/3 hluta atkvæða í fyrsta sætið. Annar varð Björgvin G. Sigurðsson með 43% í það sæti. Röðun í næstu sæti varð tilviljunarkennd vegna mikillar dreifingar atkvæða. Í þriðja sæti varð Annar Ír Gunnarsdóttir með 29% í 1.-3. sæti og í fjórða sæti Árni Rúnar Þorvaldsson með 40% atkvæða í 1.-4.sæti. Kosningin var bindandi fyrir fjögur efstu sætin og ekki kom til þess að beita þyrfti kynjareglum. Næst komu þau Ólafur Þór Ólafsson og Bryndís Sigurðardóttir.

Heildarúrslitin eru hér að neðan:

Atkvæði greiddu 1551 af 3548. 1. sæti 1.-2. sæti 1.-3. sæti 1.-4. sæti 1.-5. sæti 1.-6. sæti 1.-7. sæti
Oddný G. Harðardóttir 1010 65,1% 1213 78,2% 1279 82,5% 1326 85,5% 1345 86,7% 1353 87,2% 1362 87,8%
Björgvin G. Sigurðsson 450 29,0% 669 43,1% 754 48,6% 825 53,2% 852 54,9% 866 55,8% 892 57,5%
Anna Ír Gunnarsdóttir 5 0,3% 116 7,5% 456 29,4% 597 38,5% 698 45,0% 755 48,7% 802 51,7%
Árni Rúnar Þorvaldsson 17 1,1% 268 17,3% 400 25,8% 622 40,1% 713 46,0% 764 49,3% 799 51,5%
Ólafur Þór Ólafsson 8 0,5% 319 20,6% 426 27,5% 532 34,3% 615 39,7% 683 44,0% 740 47,7%
Bryndís Sigurðardóttir 30 1,9% 124 8,0% 219 14,1% 464 29,9% 563 36,3% 637 41,1% 691 44,6%
Hannes Friðriksson 2 0,1% 91 5,9% 376 24,2% 507 32,7% 577 37,2% 625 40,3% 679 43,8%
Bergvin Oddsson 10 0,6% 53 3,4% 215 13,9% 399 25,7% 505 32,6% 596 38,4% 660 42,6%
Guðrún Erlingsdóttir 12 0,8% 169 10,9% 259 16,7% 378 24,4% 482 31,1% 553 35,7% 607 39,1%
Soffía Sigurðardóttir 2 0,1% 38 2,5% 140 9,0% 268 17,3% 371 23,9% 441 28,4% 493 31,8%
Kristín Erna Arnardóttir 5 0,3% 42 2,7% 129 8,3% 286 18,4% 338 21,8% 410 26,4% 481 31,0%
1551 3102 4653 6204 7059 7683 8206

Guðmundur Gíslason stjórnmálafræðinemi af Fljótsdalshéraði býður sig fram í 6.-8. sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi.

Jóhanna María Sigmundsdóttir  búfræðingur og stjórnarmaður í Félagi ungra bænda að Látrum við Ísafjarðardjúp býður sig fram í 4.-5. sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi.

Sex gefa kost á sér á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi en framboðsfrestur er útrunninn. Þau eru: Bergþór Ólason fjármálastjóri á Akranesi, Einar Kristinn Guðfinnsson alþingismaður í Bolungarvík, Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri á Tálknafirði, Guðmundur Kjartansson rekstrarstjóri og hagfræðingur Borgarfirði, Haraldur Benediktsson bóndi og formaður Bændasamtaka Íslands Vestra Reyni og Sigurður Örn Ágústsson forstjóri á Blönduósi.

12. nóvember 2012 Fjóla Hrund Björnsdóttir háskólanemi á Hellu gefur kost á sér í 3. sætið á lista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi.

Ingibjörg Þórðardóttir framhaldsskólakennari á Neskaupstað gefur kost á sér í 2. sætið á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðausturkjördæmi.

11. nóvember 2012 Ólöf Pálína Úlfardóttir og Sigurjón Jónsson sækjast eftir sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi.

Samfylking í SV – heildarúrslit

Birt hafa verið heildarúrslit í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Árni Páll Árnason hlaut 131 atkvæði meira en Katrín Júlíusdóttir í 1. sæti listans. Hörð barátta var hins vegar milli þriggja kvenna um 5. sætið sem gaf 4.sætið vegna paralistafyrirkomulags. Þar fékk Margrét Gauja Magnúsdóttir 6 atkvæðum meira en Amal Tamini og 12 atkvæðum meira en Margrét Júlía Rafnsdóttir.
Atkvæði greiddur 2129. 1. sæti 1.-2. sæti 1.-3. sæti 1.-4. sæti 1.-5. sæti 1.-6. sæti
Árni Páll Árnason 1041 49,62% 1250 59,58% 1385 66,02% 1503 71,64% 1590 75,79% 1685 80,31%
Katrín Júlíusdóttir 910 43,37% 1364 65,01% 1567 74,69% 1701 81,08% 1764 84,08% 1829 87,18%
Magnús Orri Schram 57 2,72% 632 30,12% 1250 59,58% 1548 1747,00% 1747 83,27% 1841 87,75%
Lúðvík Geirsson 60 2,86% 576 27,45% 812 38,70% 1105 52,67% 1350 64,35% 1520 72,45%
Margét Gauja Magnúsdóttir 3 0,14% 43 2,05% 306 14,59% 611 29,12% 889 42,37% 1158 55,20%
Margrét Júlía Rafnsdóttir 11 0,52% 71 3,38% 279 13,30% 575 27,41% 877 41,80% 1185 56,48%
Amal Tamini 7 0,33% 91 4,34% 277 13,20% 559 26,64% 883 42,09% 1168 55,67%
Anna Sigríður Guðnadóttir 4 0,19% 144 6,86% 291 13,87% 500 23,83% 766 36,51% 1069 50,95%
Stefán Rafn Sigurbjörnsson 3 0,14% 16 0,76% 96 4,58% 207 9,87% 397 18,92% 695 33,13%
Geir Guðbrandsson 2 0,10% 9 0,43% 31 1,48% 83 3,96% 227 10,82% 438 20,88%

Samfylking í NA – heildarúrslit

Birt hafa verið heildarúrslit í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. Þegar rýnt er í niðurstöðurnar sést að Erna Indriðadóttir fékk 22 atkvæðum meira en Jónína Rós í 2. sætið. Einnig hlaut Jónína Rós aðeins 18 atkvæðum fleira en Sigmundur Ernir í 3. sætið.
Atkvæði greiddu 834 1. sæti 1.-2. sæti 1.-3. sæti 1.-4. sæti 1.-5. sæti 1.-6. sæti
Kristján L. Möller 609 73,0% 648 77,7% 681 81,7% 726 87,1% 738 88,5% 759 91,0%
Erna Indriðadóttir 21 2,5% 311 37,3% 407 48,8% 531 63,7% 616 73,9% 693 83,1%
Jónína Rós Guðmundsdóttir 59 7,1% 289 34,7% 403 48,3% 536 64,3% 634 76,0% 710 85,1%
Sigmundur Ernir Rúnarsson 56 6,7% 165 19,8% 385 46,2% 471 56,5% 545 65,3% 609 73,0%
Helena Þuríður Karlsdóttir 7 0,8% 87 10,4% 241 28,9% 373 44,7% 517 62,0% 662 79,4%
Örlygur Hnefill Jónsson 74 8,9% 99 11,9% 196 23,5% 293 35,1% 449 53,8% 561 67,3%
Friðbjörg Jóhanna Sigurjónsdóttir 5 0,6% 40 4,8% 102 12,2% 242 29,0% 404 48,4% 556 66,7%
Ingólfur Freysson 3 0,4% 29 3,5% 87 10,4% 164 19,7% 267 32,0% 454 54,4%

10.nóvember 2012

Sjálfstæðisflokkur í SV – úrslit í prófkjöri

Úrslit eru ljós í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Alls greiddu 5.070 atkvæði en þar af voru auðir og ógildir 159. Efstur varð Bjarni Benediktsson með rúmlega 55% atkvæði í fyrsta sætið sem hljóta að vera talverð vonbrigði fyrir formann flokksins. Á eftir honum komu þingmennirnir Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Jón Gunnarsson. Fjórða sætið hlaut Vilhjálmur Bjarnason en hann hlaut einnig næst flest atkvæðin í 7 efstu sætin. Í fimmta sæti varð Elín Hirst  sem var nýliði eins og Vilhjálmur. Sjötti varð síðan Óli Björn Kárason varaþingmaður. Í sjöunda sæti lenti síðan Karen Elísabet Halldórsdóttir.

Heildarúrslitin eru hér að neðan:

1. sæti 1.-2. sæti 1.-3. sæti 1.-4. sæti 1.-5. sæti 1.-6. sæti 1.-7. sæti
Bjarni Benediktsson 2.728 55,55% 2895 58,95% 3038 61,86% 3134 63,82% 3224 65,65% 3300 67,20% 3456 70,37%
Ragnheiður Ríkharðsdóttir 421 8,57% 2153 43,84% 2799 56,99% 3098 63,08% 3362 68,46% 3622 73,75% 3823 77,85%
Jón Gunnarsson 192 3,91% 1515 30,85% 2267 46,16% 2626 53,47% 2963 60,33% 3243 66,04% 3452 70,29%
Vilhjálmur Bjarnason 658 13,40% 1230 25,05% 1845 37,57% 2378 48,42% 2873 58,50% 3269 66,56% 3590 73,10%
Elín Hirst 92 1,87% 341 6,94% 1452 29,57% 2075 42,25% 2547 51,86% 2942 59,91% 3285 66,89%
Óli Björn Kárason 156 3,18% 449 9,14% 982 20,00% 1583 32,23% 2178 44,35% 2642 53,80% 3032 61,74%
Karen Elísabet Halldórsdóttir 30 0,61% 115 2,34% 268 5,46% 848 17,27% 1187 24,17% 1589 32,36% 2039 41,52%
Aðrir 634 12,91% 1.124 22,89% 2.082 42,39% 3.902 79,45% 6.221 126,67% 8.859 180,39% 11.700 238,24%
Ragnar Önundarson
Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir
Friðjón R. Friðjónsson
Bryndís Loftsdóttir
Sveinn Halldórsson
Sævar Már Gústafsson
Kjartan Örn Sigurðsson
Gunnlaugur Snær Ólafsson
Þorgerður María Halldórsdóttir

Samfylking í SV – úrslit í prófkjöri

Úrslit liggja fyrir í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Á kjörskrá voru 5.693 en atkvæði greiddu 2.219. Auðir seðlar voru 9 og ógildir 22. Í fyrsta sæti lenti Árni Páll Árnason með 1.064 atkvæði í það sæti. Í öðru sæti Katrín Júlíusdóttir með 1.364 atkvæði í 1.-2.sæti og í þriðja sæti lenti Magnús Orri Schram með 1.250 í 1.-3.sæti. Í fjórða sæti lenti Lúðvík Geirsson með 1.105 atkvæði í 1.-4.sætiog í því fimmta Margrét Gauja Magnúsdóttir með 889 atkvæði í 1.-5.sæti. Margrét Gauja færist hins vegar upp fyrir Lúðvík vegna ákvæða um kynjakvóta. Neðar lentu þau Amal Tamini, Anna Sigríður Guðnadóttir, Margrét Júlía Rafnsdóttir, Stefán Rafn Sigurbjörnsson og Geir Guðbrandsson.
Úrslitin verða að teljast sigur fyrir Árna Pál sem jafnframt er formannskandidat í Samfylkingunni en á sama hátt ósigur fyrir Lúðvík Geirsson fv.bæjarstjóra en allar líkur eru nú á því að hann falli af þingi í komandi alþingiskosningum.

Samfylkingin í NA – úrslit í prófkjöri

Úrslit liggja fyrir í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. Kristján L. Möller varð í fyrsta sæti, Erna Indriðadóttir í öðru sæti sem kemur ný inn, Jónína Rós Guðmundsdóttir í 3. sæti og Sigmundur Ernir Rúnarsson í 4. sæti og þarf því nokkuð örugglega að yfirgefa þingið eftir næstu kosningar. Alls greiddu 832 atkvæði. Úrslit urðu þau að efstur varð Kristján L. Möller alþingismaður með 609 atkvæði í 1. sæti. Í öðru sæti varð Erna Indriðadóttir upplýsingfulltrúi með 311 atkvæði í 1.-2. sæti. Í þriðja sæti varð Jónína Rós Guðmundsdóttir alþingismaður með 403 atkvæði í 1.-3.sæti. Í fjórða varð Sigmundur Ernir Rúnarsson alþingismaður með 471atkvæði i í 1.-4. sæti. Í fimmta sæti varð Helena Þuríður Karlsdóttir með 517 atkvæði í 1.-5. sæti og í sjötta sæti varð Örlygur Hnefill Jónsson  561atkvæði í 1.-6.sæti. Neðar lentu þau Friðbjörg Jóhanna Sigurjónsdóttir og Ingólfur Freysson.

9.nóvember 2012 Haraldur Benediktsson formaður Bændasamtakann sækist eftir 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi.

Sjálfstæðisflokkur í SV – Hverjir fara í vonarsætin

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins fer fram á morgun laugardag. Í síðustu alþingiskosningum fékk flokkurinn fjóra þingmenn þar af einn uppbótarmann. Það voru þau Bjarni Benediktsson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Jón Gunnarsson. Þorgerður er sú eina af þeim sem ekki gefur kost á sér til áframhaldandi þingmennsku. Ef horft er til skoðanakannana er líklegt að flokkurinn bæti verulega við sig fylgi, verði á ný stærsti stjórnmálaflokkurinn í kjördæminu og geti jafnvel bætt við sig tveimur þingsætum.

Þátttakendur eru alls sextán. Þeir eru: Bjarni Benediktsson sem sækist eftir 1.sætinu, Ragnar Önundarson sem einnig sækist eftir 1.sætinu, Vilhjálmur Bjarnason sem óskar eftir 1.-6.sæti, Ragnheiður Ríkharðsdóttir sem sækist eftir 2.sæti, Jón Gunnarsson, sem einnig sækist eftir 2.sætiElín Hirst sem sækist eftir 3.sætinu,  Óli Björn Kárason sem sækist eftir einu af efstu sætunum, Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir sem sækist eftir 3.-5.sætinu, Friðjón R. Friðjónsson sem sækist eftir 4.sætinu, Karen Elísabet Halldórsdóttir sem sækist eftir 4.sætinu,  Bryndís Loftsdóttir sem sækist eftir 4.-6. sæti, Sveinn Halldórsson sem sækist eftir 4.-7.sæti, Sævar Már Gústavsson sem sækist eftir 5.sæti, Kjartan Örn Sigurðsson sem sækist eftir 5.sæti, Gunnlaugur Snær Ólafsson sem sækist eftir 6.sæti og Þorgerður María Halldórsdóttir sem sækist eftir 6.sæti.

Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins og hefur verið þingmaður kjördæmisins frá 2003. Ragnheiður Ríkharðsdóttir hefur verið þingmaður Suðvesturkjördæmis frá 2007 en var áður í bæjarmálunum í Mosfellsbæ og var þar m.a. bæjarstjóri. Hún var áður  í 3. sæti á lista Bandalags Jafnaðarmanna 1983 og í 7. sæti á lista Alþýðuflokks 1979. Jón  Gunnarsson hefur verið þingmaður Suðvesturkjördæmis frá 2007.  Líklegt verður að telja að sitjandi þingmenn nái efstu fjórum sætunum nokkuð örugglega.

Aðrir kandidatar sem líklegir eru til ná vonarsætum Sjálfstæðisflokssins eru t.d.  Óli Björn Kárason sem er fyrsti varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu og króksíhald,Vilhjálmur Bjarnason sem þekktur er úr fjölmiðlum m.a. sem framkvæmdastjóri Félags fjárfesta, Friðjón R. Friðjónsson almannatengill og fv.aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar og Elín Hirst fjölmiðlakona. Ragnar Önundarson sem býður sig fram gegn Bjarna Benediktssyni er hins vegar ekki álitinn eiga  mikla möguleika.

Í stuttu máli má því segja að það sem horft er eftir í þessu prófkjöri sé í fyrsta lagi hversu góða kosningu Bjarni Benediktsson fær í 1. sæti listans ekki síst í ljósi þess að talsvert hefur verið pönkast á honum m.a. í DV. Í öðru lagi verður athyglisvert að sjá hversu vel hinum þingmönnum flokksins gengur en bæði Ragnheiður og Jón eru þekkt fyrir skelegga framgöngu á þingi. Þá eru til skiptanna 2-3 vonarsæti sem þau Óli Björn, Friðjón og Elín Hirst líkleg til að vinna.

Samfylking í SV – karlar í fallhættu

Prófkjör Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi (Kraganum) fer fram um helgina. Í síðustu alþingiskosningum hlaut Samfylkingin 4 þingmenn í Suðvesturkjördæmi. Það voru þau Árni Páll Árnason, Katrín Júlíusdóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir og Magnús Orri Schram. Þórunn sagði af sér á kjörtímabilinu og tók Lúðvík Geirsson sæti hennar. Allir sitjandi þingmenn gefa kost á sér áfram. Auk þeirra gefa eftirtaldir kost á sér: Amal Tamini í 2.-3.sæti, Anna Sigríður Guðnadóttir í 2.-4.sæti, Margrét Júlía Björnsdóttir í 3.-4.sæti, Margrét Gauja Magnúsdóttir í 3.-4.sæti, Margrét Júlía Rafnsdóttir í 3.-4.sæti, Stefán Rafn Sigurbjörnsson í 3.-5.sæti og Geir Guðbrandsson í 5. sæti.

Árni Páll Árnason var þingmaður Suðvesturkjördæmis landskjörinn 2007-2009 og kjördæmakjörinn frá 2009. Hann var félags- og tryggingamálaráðherra 2009-2010 og efnahags- og viðskiptaráðherra 2010-2011. Árni Páll var áður í Alþýðubandalaginu. Katrín Júlíusdóttir er þingmaður Suðvesturkjördæmis frá 2003. Hún var iðnaðarráðherra 2009-2012 og fjármálaráðherra frá 1. október. Katrín var áður í Alþýðubandalaginu. Magnús Orri Schram er þingmaður Suðvesturkjördæmis landskjörinn frá 2009. Lúðvík Geirsson tók sæti á Alþingi árið 2011. Lúðvík hefur verið áberandi í bæjarmálum í Hafnarfirði frá 1994. Fyrst sem fulltrúi Alþýðubandalags, Bæjarlistans og síðar sem fulltrúi Samfylkingarinnar.

Veruleg spenna er tengd prófkjörinu.  Í fyrsta lagi keppa þau Árni Páll Árnason alþingismaður, fv.ráðherra og frambjóðandi til formanns Samfylkingarinnar og Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra um efsta sætið á lista flokksins. Í öðru lagi er viðhöfð svokölluð paralistaaðferð sem þýðir að úrslit prófkjörsins verða „leiðrétt“, ef þarf, þannig að karl og kona verði í hverjum tveimur sætum. Þ.e. að það verði karl og kona í 1.og 2. sæti, karl og kona í 3. og 4. sæti o.s.frv. Það þýðir að þeir þrír karlkyns alþingismenn sem eru í framboði geta ekki allir lent í fjórum efstu sætum listans. Líklegt verður að telja að Katrín Júlíusdóttir sé nokkuð örugg um 1. eða 2.sætið. En meiri vafi leiki á því hvernig fer fyrir þeim Árna Páli, Lúðvíki og Magnúsi Orra en þeir tveir síðastnefndu sækjast báðir eftir 2. sætinu og Árni eftir efsta sætinu eins og kunnungt er. Þetta þýðir líka að það opnast möguleiki fyrir nýja konu á lista flokksins sem ekki færi neðar en í 4. sæti. Þær sem líklegastar teljast til að berjast um það vonarsæti eru þær  Amal Tamimi sem skipaði 7. sætið á listanum 2009 og er fyrsta konan af erlendum uppruna sem tekið hefur sæti á Alþingi og Margrét Gauja Magnúsdóttir bæjarfulltrúa í Hafnarfirði. Einnig gæti  Margrét Júlía Björnsdóttir varabæjarfulltrúi í Kópavogi blandað sér í baráttuna.

Eina sem hægt er að segja um prófkjörið er að það verður umtalsverð spenna og alls óljóst hver úrslit verða. Búast má við að úrslit liggi fyrir í einhverjum kvöldfréttatímanum annað kvöld.

Samfylking í NA – falla þingmenn?

Prófkjör Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi fer fram um helgina. Segja má að það hafi fallið í skuggann prófkjörum Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks í Suðvesturkjördæmi. Samfylkingin í Norðausturkjördæmi hlaut 2 kjördæmakjörna þingmenn í síðustu alþingiskosningum, þá Kristján L. Möller og Sigmund Erni Rúnarsson. Auk þess náði Jónínu Rós Guðmundsdóttir inn sem uppbótarþingmaður.

Þau þrjú sækjast öll eftir endurkjöri. Kristján sækist eftir efsta sætinu, Sigmundur Ernir eftir 1.-3. sæti og  Jónína eftir 2. sætinu. Auk þess gefur Örlygur Hnefill Jónsson kost á sér í 1.-6. sæti, Erna Indriðadóttir í 2. sæti, Helena Þ. Karlsdóttir í 3.-4.sæti, Ingólfur Freysson í 3.-6. sæti og Friðbjörg Jóhanna Sigurjónsdóttir í 4.-6.sæti.

Kristján L. Möller var þingmaður Norðurlands vestra 1999-2003 og þingmaður Norðausturkjördæmis frá 2003. Kristján kemur úr Alþýðuflokknum og starfaði á vegum hans í bæjarmálum á Siglufirði og tók á sínum tíma sæti á listum Alþýðuflokksins í Norðurlandskjördæmi vestra og Vestfjarðakjördæmi. Kristján var samgönguráðherra frá 2007-2010. Sigmundur Ernir Rúnarsson og Jónína Rós Guðmundsdóttir komu ný inn í síðustu kosningum.

Af öðrum frambjóðendum hefur Örlygur Hnefill Jónsson mesta reynslu en hann hefur verið á listum Samfylkingar frá 1999 en þá var hann í 2.sæti á lista flokksins í Norðurlandskjördæmi eystra. Áður var hann á listum Alþýðubandalagsins. Hann er því enginn nýgræðingur í pólitík en hefur þó aldrei náð lengra en að verða varaþingmaður. Helena Þ. Karlsdóttir hefur tekið þátt í bæjarmálum á Akureyri og var í kosningunum 2009 í 5. sæti á lista flokksins í kjördæminu. Ingólfur Freysson er frá Húsavík og hefur tekið þátt í bæjarmálum þar og var í 3. sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðurþingi við síðustu bæjarstjórnarkosningar.

Stillt verður upp á lista eftir para-fyrirkomulagi sem þýðir að úrslit prófkjörsins verða „leiðrétt“, ef þarf, þannig að karl og kona verði í hverjum tveimur sætum. Þ.e. að það verði karl og kona í 1.og 2. sæti, karl og kona í 3. og 4. sæti o.s.frv. Það þýðir að listinn mun breytast en Kristján Möller og Sigmundur Ernir leiddu listann í kosningunum 2009 eins og áður segir. Líklegt verður að telja að Kristján nái efsta sætinu og spurningin er þá Jónína Rós nái 2. sætinu eða hvort að áskorandinn Erna Indriðadóttir sem er þekktur fjölmiðlamaður og síðar fjölmiðlafulltrúi Alcoa fyrir austan nái því. Sigmundur Ernir gæti þá lent í 3. sæti en Helena Karlsdóttir er sögð líklegust til að veita honum samkeppni um það sæti auk annað hvort Ernu Indriðadóttur eða Jónínu Rósar eftir því hvor þeirra verður undir í slagnum um 2. sætið.

Skoðanakannanir sýna að Samfylkingin hefur misst nokkuð fylgi frá síðustu kosningum. Breytist það ekki má leiða líkum að því að flokkurinn eigi aðeins eitt þingsæti víst í næstu kosningum en eigi þokkalega möguleika á tveimur sætum en tæplega þremur. Af því sem að ofan er rakið eru því möguleikar að einn þingmaður og jafnvel tveir þingmenn falli í prókjörinu  og er það því allrar athygli vert.

8. nóvember 2012 Sjálfstæðismenn í Suðvesturkjördæmi og samfylkingarmenn í Suðvestur- og Norðausturkjördæmum halda prófkjör um helgina þar sem valið verður á þessa þrjá framboðslista.

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fer fram n.k. laugardag og lýkur kl.18:00. Sextán eru í framboði og þar á meðal allir þingmenn flokksins í kjördæminu nema Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sem ekki sækist eftir endurkjöri.

Prókjör Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi fer fram á föstudag og laugardag og lýkur kl.17:00. Tíu eru í framboði og þar á meðal allir 4 þingmenn flokksins í kjördæminu.

Prófkjör Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi fer fram á föstudag og laugardag og lýkur kl.18:00. Átta eru í framboði og þar á meðal allir þrír þingmenn kjördæmisins.

7. nóvember 2012 Karl Garðsson fjölmiðlafræðingur og fv.fréttastjóri Stöðvar 2 gefur kost á sér í 1.-2. sætið á lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.

6. nóvember 2012 Fjóla Björnsdóttir á Hellu og Sigrún Gísladóttir í Hveragerði gefa báðar kost á sér í 3. sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi.

5. nóvember 2012 Una María Óskarsdóttir uppeldis- og menntunarfræðingur og varabæjarfulltrúi í Kópavogi gefur kost á sér í 1.-2. sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmis.

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir námsráðgjafi á Ólafsfirði og varaþingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðausturkjördæmi sækist eftir 2. sætinu á lista flokksins í kjördæminu.

4. nóvember 2012 Þorsteinn Magnússon lögmaður sækist eftir 2.-3. sæti á lista Framsóknarflokksins í öðru Reykjavíkurkjördæmanna.

Framboðsfrestur hjá Vinstrihreyfingunni grænu framboði í Suðvesturkjördæmi rann út í gær. Átta gefa kost á sér. Þau eru: Ögmundur Jónasson í 1. sæti, Ólafur Þór Gunnarsson í 1. sæti, Margrét Pétursdóttir í 2. sæti, Rósa Björk Bryjólfsdóttir í 2. sæti, Garðar H. Guðjónsson í 2.-3. sæti, Daníel Haukur Arnarsson í 3.-5. sæti, Guðbjörg Sveinsdóttir í 4.-5. sæti og Lára Jóna Þorsteinsdóttir í 5.-6. sæti.

3. nóvember 2012 Kjördæmisþing Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi ákvað í dag að velja á lista flokksins á tvöföldu kjördæmisþingi þann 12. janúar n.k.

Kjördæmisþing Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi ákvað í dag að velja á lista flokksins á tvöföldu kjördæmisþingi sem haldið verður 8. desember n.k.

Margrét Pétursdóttir varaþingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Suðvesturkjördæmi sækist eftir 2. sætinu á lista flokksins í kjördæminu.

Framboðsfrestur hjá Vinstrihreyfingunni grænu framboði í Reykjavík rann út á hádegi. Tólf eru í framboði. Þeir eru: Andrés Ingi Jónsson, Andri Sævar Sigríksson, Álfheiður Ingadóttir, Árni Þór Sigurðsson, Björn Björgvinsson, Björn Valur Gíslason, Gísli Garðarsson, Ingimar Karl Helgason, Katrín Jakobsdóttir, Kristinn Schram, Svandís Svavarsdóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir lögmaður sækist eftir 2. sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.

Ingimar Karl Helgason blaðamaður sækist eftir 3. sætinu hjá Vinstrihreyfinunni grænu framboði í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu.

Björn Valur Gíslason þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboð í Norðausturkjördæmi ætlar að flytja sig um set og sækist eftir að leiða lista flokks í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna.

Framboðsfrestur hjá Vinstrihreyfingunni grænu framboði í Reykjavík rennur út á hádegi í dag.

Framboðsfrestur hjá Vinstrihreyfingunni grænu framboði í Suðvesturkjördæmi rennur út í dag.

Kjördæmisþing Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi sem hófst í morgun tekur ákvörðun um með hvaða hætti stillt verður upp á lista flokksins í kjördæminu.

Kjördæmisþing Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi sem hefst í dag tekur ákvörðun um með hvaða hætti stillt verður upp á lista flokksins í kjördæminu.

2.nóvember 2012 Framboðsfrestur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík rann út í dag. Alls tilkynntu 19 um framboð. Þau eru eftirfarandi: Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúi, Birgir Ármannsson, alþingismaður, Birgir Örn Steingrímsson, framkvæmdastjóri, Brynjar Níelsson,hæstaréttarlögmaður, Elí Úlfarsson, flugnemi, Elínbjörg Magnúsdóttir, verkakona, Guðjón Sigurbjartsson, framkvæmdastjóri, Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður, Gunnar Kristinn Þórðarson, stuðningsfulltrúi, Hafsteinn Númason, leigubílstjóri, Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi, Illugi Gunnarsson, alþingismaður, Ingibjörg Óðinsdóttir, stjórnunarráðgjafi, Jakob F. Ásgeirsson, rithöfundur og útgefandi, Pétur H. Blöndal, alþingismaður, Sigríður Ásthildur Andersen, héraðsdómslögmaður, Sigurður Sigurðarson, rekstrarráðgjafi, Teitur Björn Einarsson, lögmaður og Þórhalla Arnardóttir, framhaldsskólakennari.

Gísli Garðarsson háskólanemi sækist eftir 3. sætinu á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna.

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs hefur ákveðið að hætta í stjórnmálum og gefur ekki kost á sér til endurkjörs.

Hulda Rós Sigurðardóttir meistaranemi á Höfn gefur kost á sér í 6. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.

1. nóvember 2012 Páll Jóhann Pálsson bæjarfulltrúi og útvegsbóndi í Grindavík sækist eftir 2. sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi.

Sigríður K. Andersen héraðsdómslögmaður og varaþingmaður gefur kost á sér í 3.-4.sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.

Elsa Lára Arnardóttir kennari og varabæjarfulltrúi á Akranesi býður sig fram í 3. sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi.

Óttar Proppé borgarfulltrúi Besta flokksins mun verða á framboðslista Bjartrar framtíðar í Reykjavík segir í tilkynningu. Þá segir að Heiða Kristín Helgadóttir stjórnarformaður Bjartar framtíðar verði sömuleiðis í framboði í Reykjavík. Þá mun Brynhildur Pétursdóttir á Akureyri starfsmaður Neytendasamtakanna verða í framboði í Norðausturkjördæmi.

31.október 2012 Willum Þór Þórsson framhalds- og háskólakennari gefur kost á sér til að leiða lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi. Eygló Harðardóttir hafði áður gefið kost á sér í 1.sætið.

30. október 2012 Líneik Anna Sævarsdóttir líffræðingur á Fáskrúðsfirði hefur tilkynnt á facebook-síðu sinni að hún sækist eftir 2. sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi.

Garðar H. Guðjónsson blaðamaður og ráðgafi býður sig fram í 2.-3. sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Suðvesturkjördæmi.

Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra og þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs gefur kost á sér í 1. sæti á lista í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu.

Jónína Benediktsdóttir sækist eftir 1. sætinu í Reykjavíkurkjördæmi suður á lista Framsóknarflokksins.

29. október 2012 Daníel Haukur Arnarson háskólanemi gefur kost á sér í 3.-5. sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Suðvesturkjördæmi.

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra og þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Reykjavík sækist eftir að leiða lista flokksins í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna.

28.október 2012 Kjördæmisráð Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðvesturkjördæmi ákvað í dag að raða á listann með póstkosningu sem ljúka á 27. janúar.

Framboðsfrestur rann út í gær hjá Samfylkingunni í Reykjavík. Í framboði eru: Össur Skarphéðinsson (1.sæti), Sigríður Ingibjörg Ingadóttir(1.-2.sæti),  Valgerður Bjarnadóttir (1.-2.sæti), Helgi Hjörvar(2.sæti), Skúli Helgason (2.-3.sæti), Mörður Árnason(3.sæti), Björk Vilhelmsdóttir (3.-4.sæti),  Anna Margrét Guðjónsdóttir (3.-4.sæti), Arnar Guðmundsson (4.-5. sæti), Teitur Atlason(4.-5.sæti), Hrafnhildur Ragnarsdóttir (5.sæti), Freyja Steingrímsdóttir (7.-8. sæti) og  Ósk Vilhjámsdóttir (7.-8.sæti).

Álfheiður Ingadóttir þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Reykjavík sækist eftir 2. sæti í forvali flokksins.

Kjördæmisþing Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi ákvað í dag að viðhafa tvöfalt kjördæmisþing við uppstillingu á lista flokksins.

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir Forseti Alþingis skilaði ekki inn framboði í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík.

27.október 2012 Framboðsfrestur hjá Samfylkingunni í Reykjavík rennur út í dag kl.19:00.

26.október 2012 Þórunn Egilsdóttir oddviti á Vopnafirði óskar eftir stuðningi í 4. sætið á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi.

Árni Þór Sigurðsson þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Reykjavík, sækist eftir 2. sætinu í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna.

25. október 2012 Framboðsfrestur vegna prófkjörs Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi rann út í gær. Í framboði eru Björgvin G. Sigurðsson, alþingismaður Árborg,  í 1. sæti, Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Garði, í 1. sæti, Bryndís Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Hveragerði, í 1.-4. sæti, Guðrún Erlingsdóttir, heilsumeistaranemi Vestmannaeyjum, í 2.-3. sæti, Ólafur Þór Ólafsson, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi Sandgerði, í 2.-3. sæti, Árni Rúnar Þorvaldsson, kennari og bæjarfulltrúi Höfn, í 2.-4. sæti, Arna Ír Gunnarsdóttir, félagsráðgjafi og bæjarfulltrúi Árborg, sem gefur kost á sér í 3. sæti,  Bergvin Oddsson, háskólanemi Grindavík, í 3. sæti,    Hannes Friðriksson, vinnueftirlitsmaður Reykjanesbæ, í 3. sæti, Soffía Sigurðardóttir, húsfreyja  Árborg,   í 3. sæti og Kristín Erna Arnarsdóttir, verkefnisstjóri og háskólanemi Reykjavík,  í 3.-4. sæti.

24. október 2012 Anna Margrét Guðjónsdóttir varaþingmaður Samfylkingar í Suðurkjördæmi sækist eftir 4.-5. sæti í prófkjöri flokksins í Reykjavík.

Hrafnhildur Ragnarsdóttir stjórnmálafræðingur sækist eftir 5. sætinu í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík.

23.október 2012 Arna Ír Gunnarsdóttir, félagsráðgjafi og bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Sveitarfélaginu Árborg gefur kost á sér í 3. sætið á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.

Sigfús Karlsson framkvæmdastjóri á Akureyri sækist eftir 2.-4.sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi.

Reynir Þorsteinsson sækist eftir 2.-4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.

Mörður Árnason þingmaður Samfylkingar í Reykjavík sækist eftir 3. sæti í prófkjöri flokksins en þýðir að hann sækist eftir 2.sæti í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna.

Í gærkvöldi rann út framboðsfrestur fyrir prófkjör Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.  Eftirtaldir eru í framboði: Amal Tamimi framkvæmdastjóri,  í  2.-3. sæti, Anna Sigríður Guðnadóttir, deildarstjóri Heilbrigðisvísindabókasafns LSH, í 2.-4. sæti, Árni Páll Árnason alþingismaður í 1. sæti, Geir Guðbrandsson vaktstjóri í  5. sæti, Katrín Júlíusdóttir, alþingismaður og ráðherra, í 1. sæti, Lúðvík Geirsson alþingismaður í 2. sæti, Magnús Orri Schram alþingismaður í 2.-3. sæti, Margrét Gauja Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi og kennari, í 3.-4. sæti, Margrét Júlía Rafnsdóttir, verkefnastjóri hjá Barnaheillum, í 3.-4. sæti og Stefán Rafn Sigurbjörnsson nemi í 3.-5. sæti.

22.október 2012 Samkvæmt Mbl.is taka 16 þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Þau eru: Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Bryndís Loftsdóttir, vörustjóri íslenskra bóka, Elín Hirst, fjölmiðlafræðingur og sagnfræðingur, Friðjón R. Friðjónsson, ráðgjafi, Gunnlaugur Snær Ólafsson, upplýsingafulltrúi, Jón Gunnarsson, alþingismaður, Karen Elísabet Halldórsdóttir, varabæjarfulltrúi og skrifstofustjóri, Kjartan Örn Sigurðsson, bæjarfulltrúi, Óli Björn Kárason, ritstjóri og varaþingmaður, Ragnar Önundarson, viðskiptafræðingur, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, alþingismaður, Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri, Sveinn Halldórsson, húsasmíðameistari, Sævar Már Gústavsson, sálfræðinemi við HR, Vilhjálmur Bjarnason, viðskiptafræðingur og Þorgerður María Halldórsdóttir, háskólanemi.

Ólafur Þór Ólafsson bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar  í Sandgerði gefur kost á sér í 2.-3. sæti á lista flokksins í Suðurkjördæmi.

Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri og stjórnmálafræðingur gefur kost á sér í 3.-5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi.

19. október 2012 Ragnar Önundarson viðskiptafræðingur sækist eftir 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi.

Framboðsfrestur hjá Samfylkingunni í Norðvesturkjördæmi rann út í dag. Fimm framboð bárust. Þau eru: Guðbjartur Hannesson alþingismaður og velferðarráðherra Akranesi í 1. sæti, Ólína Þorvarðardóttir alþingismaður Ísafirði í 1.-2. sæti, Hlédís Sveinsdóttir sjálfstætt starfandi Akranesi í 2. sæti, Benedikt Bjarnason starfsmaður Fiskistofu Ísafirði í 3.-4. sæti og Hörður Ríkharðsson kennari og sveitarstjórnarmaður Blönduósi í 3.-4. sæti. Kosningin hefst mánudaginn 12. nóvember og henni lýkur mánudaginn 19. nóvember. Áætlað er að birta niðurstöður flokksvalsins föstudaginn 23. nóvember.

18. október 2012 Hjálmar Bogi Hafliðason kennari á Húsavík sækist eftir 4.-5. sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi.

Kjördæmisþing Framsóknarflokksins í Reykjavík ákvað í kvöld að stilla upp á listum flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur.

Stillt verður upp á lista hjá Bjartri framtíð og Hægri grænum samkvæmt frétt RUV.

Ingibjörg Óðinsdóttir MBA gefur kost á sér í 4.-5.sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.

Vilhjálmur Bjarnason formaður Samtaka fjárfesta býður sig fram í 1.-6. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi.

16. október 2012 Ólafur Þór Gunnarsson læknir og varaþingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Suðvesturkjödæmi sækist eftir 2. sæti á lista flokksins fyrir komandi alþingiskosningar.

Jakob F. Ásgeirsson útgefandi gefur kost á sér í 5. sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.

Anna Kolbrún Árnadóttir sjúkraliði á Akureyri býður sig fram í 2. sætið á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi.

Kjördæmisráð Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Suðvesturkjördæmi hefur ákveðið að viðhafa forval þann 24. nóvember nk. við val á lista flokksins fyrir komandi alþingiskosningar.

15.október 2012  Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og þingmaður Samfylkingar í Reykjavík sækist eftir 1. sæti í prófkjöri flokksins í Reykjavík.

Magnús Orri Schram þingmaður Samfylkingar í Suðvesturkjördæmi sækist eftir 2.-3. sæti í prófkjöri flokksins í kjördæminu.

Á fundi kjördæmisráðs Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Suðurkjördæmi í gær var ákveðið að viðhafa uppstillingu til að velja á lista flokksins fyrir komandi alþingiskosningar.

14. október 2012 Á miðnætti rann út framboðsfrestur hjá Samfylkingunni í Norðausturkjördæmi. Í framboði eru Erna Indriðadóttir, upplýsingafulltrúi í Fjarðabyggð sem býður sig fram í 2. sæti. Friðbjörg Jóhanna Sigurjónsdóttir sjúkraliði á Akureyri í 4. – 6. sæti, Helena Þuríður Karlsdóttir, lögfræðingur á Akureyri í 3. – 4. sæti, Ingólfur Freysson, framhaldsskólakennari á Húsavík í 3. – 6. sæti, Jónína Rós Guðmundsóttir, alþingismaður á Egilsstöðum í 2. sæti, Kristján L. Möller, alþingismaður á Siglufirði í 1. sæti, Sigmundur Ernir Rúnarsson, alþingismaður á Akureyri 1.-3. sæti og Örlygur Hnefill Jónsson, héraðsdómslögmaður í Þingeyjarsveit 1. – 6. sæti.

Kjartan Ólafsson fv.þingmaður Sjálfstæðisflokksins sækist eftir 1. sæti á lista flokksins í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum.

Valgerður Bjarnadóttir þingmaður Samfylkingar sækist eftir 1.-2. sæti á lista flokksins í Reykjavík. Það þýðir að hún óskar eftir að leiða lista flokksins í öðru Reykjavíkurkjördæminu.

Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi hefur ákveðið að viðhafa prófkjör til að velja á framboðslista flokksins í kjördæminu. Prófkjörið verður haldið 27. janúar.

Á kjördæmisþingi Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi í morgun var ákveðið að viðhafa uppstillingu við val á lista flokksins.

Á miðnætti rann út framboðsfrestur hjá Samfylkingunni í Norðausturkjördæmi.

13. október 2012 Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi ákvað í dag að raða á lista flokksins á tvöföldu kjördæmisþingi.

Sigurður Ágústsson lýsti yfir framboði í eitt af efstu sætunum á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi.

Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi hefur ákveðið að viðhafa prófkjör við val á lista flokksins í kjördæminu.

Ásta Kristín Sigurjónsdóttir bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð sækist eftir 3. sæti á lista flokksins í Norðausturkjördæmi.

Jens Garðar Helgason bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð sækist eftir 4.-5.sæti á lista flokksins í Norðausturkjördæmi.

Halldór Gunnarson fv.prestur að Holti undir Eyjafjöllum segir í yfirlýsingu í dag að hann bjóði sig fram til forystu á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.

Fulltrúaráð Samfylkingarinnar í Reykjavík ákvað í dag að halda flokksmannaprófkjör 16.-17. nóvember n.k. og er framboðsfrestur til 27. október. Kosningin verður bindandi fyrir 8 efstu sætin þ.e. 4 efstu sætin í hvoru kjördæmi fyrir sig. Fléttulista verður beitt við uppröðun og leiðir karl annað kjördæmið og kona hitt.

Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson tilkynnti í dag að hann drægi framboð sitt í 2. sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi til baka.

12.október 2012 Tryggvi Þór Haraldsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi sækist eftir 1. sæti í prófkjöri flokksins í kjördæminu.

Pétur H. Blöndal þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sækist eftir 2. sætinu í prófkjöri flokksins.

Elí Úlfarsson stjórnarmaður í félagi ungra sjálfstæðismanna í Breiðholti sækist eftir 6. sætinu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.

Helgi Hjörvar þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík sækist eftir 2. sæti í sameiginlegu prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum sem myndi þýða forystusti í öðru Reykjavíkurkjördæminu.

11.okóber 2012 Huld Aðalbjarnardóttir varaþingmaður Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi gefur kost á sér í 2.-3. sæti á lista flokksins í kjördæminu.

Óli Björn Kárason varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi sækist eftir einu af efstu sætunum á lista flokksins í kjördæminu.

Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri á Tálknafirði gefur kost á sér í 2.sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi.

Friðrik Sigurbjörnsson í Hveragerði gefur kost á sér í 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fyrir komandi kosningar.

Róbert Marshall þingmaður Samfylkingar í Suðurkjördæmi hefur sagt skilið við flokkinn og ætlar í framboð fyrir Bjarta framtíð. Hann hafði áður gefuð út yfirlýsingu um að hann ætlaði sér í prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík.

Sóley Björk Stefánsdóttir fjölmiðlafræðingur á Akureyri gefur kost á sér í 2. sætið á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðausturkjördæmi.

10.október 2012 Elínborg Magnúsdóttir fv.bæjarfulltrúi, sækist eftir 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Sjá.

Sigurður Sigurðsson ráðgjafi sækist eftir 6. sætinu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Sjá.

9.október 2012 Amal Tamini varaþingmaður og framkvæmdastýra Jafnréttishúss gefur kost á sér í 3.-4. sæti á lista Samfylkingar í Suðvesturkjördæmi.

Forval (prófkjör) verður um sex efstu sætin hjá Vinstrihreyfingunni grænu framboði í Reykjavík 24. nóvember n.k. Sömuleiðis verður forval hjá Vinstrihreyfingunni grænu framboði í Norðausturkjördæmi um sex efstu sætin en það fer fram 10. desember.

8.október 2012 Freyja Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri NPA miðstöðvarinnar ætlar að bjóða sig fram fyrir Bjarta framtíð í Suðvesturkjördæmi.

7.október 2012 Silja Dögg Gunnarsdóttir varabæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Reykjanesbæ sækist eftir 2. sæti á lista flokksins í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum.

Vilhjálmur Árnason varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi sækist eftir 4. sæti á lista flokksins í komandi alþingiskosningum. Sjá.

6.október 2012 Gunnar Kristinn Þórðarson sækist eftir 3.-5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Sjá.

Karen Elísabet Halldórsdóttir varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi sækist eftir 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Sjá.

Margrét Júlía Rafnsdóttir varabæjarfulltrúi í Kópavogi sækist eftir 3.-4. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Sjá

5. október 2012 Árni Johnsen þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmis stefnir á að leiða lista flokksins í kjördæminu í næstu alþingiskosningum. Síðast var hann í 2. sæti en færðist niður í 3. sæti vegna útstrikana. Áður hafði Ragnheiður Elín Árnasdóttir lýst yfir framboði í 1. sæti og Unnur Brá Konráðsdóttir í 2.sætið.

Lúðvík Geirsson þingmaður Samfylkingar í Suðvesturkjördæmi stefnir á 2. sætið á lista flokksins í kjördæminu. Áður höfðu þau Árni Páll Árnason og Katrín Júlíusdóttir lýst því yfir að þau sækist eftir 1. sætinu og Magnús Orri Schram lýst því yfir að hann vilji eitthvert af efstu sætunum.

Jónína Rós Guðmundsdóttir þingmaður Samfylkingar í Norðausturkjördæmi stefnir á 2. sætið á lista flokksins í kjördæminu. Hún hafði áður lýst því yfir að hún hefði hug á að bjóða sig fram til endurkjörs. Áður hafði Kristján Möller lýst yfir framboði í 1. sætið, Erna Indriðadóttir í 2. sætið og Sigmundur Ernir Rúnarsson lýst því yfir að hann sækist eftir endurkjöri.

4.október 2012 Á fundi Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, í dag var tillaga stjórnar Varðar samþykkt um að viðhafa prófkjör í Reykjavík laugardaginn 24. nóvember næstkomandi vegna alþingiskosninga 2013. Prófkjörið verður opið öllum flokksbundnum félögum Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.

Áslaug Friðriksdóttir (Friðriks Sophussonar) borgarfulltrúi sækist eftir 4. sætinu hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík. Sjá nánar. 

Magnús B. Jóhannesson framkvæmdastjóri sækist eftir sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Sjá nánar.

3. október 2012 Teitur Björn Einarsson (Einars Odds Kristjánssonar) lögmaður sækist eftir 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.

Friðjón R. Friðjónsson ráðgjafi sækist eftir 4. sætinu á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi.

2. október 2012 Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík gefur kost á sér í 3.-4. sætið á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík. Hún segist munu hætta í borgarstjórn verði hún kjörin. Fyrsti varamaður Samfylkingar í Reykjavík er Hjálmar Sveinsson.

Hannes Friðriksson í Reykjanesbæ hefur gefið kost á sér í 3. sæti á lista Samfylkingar í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Sjá.

1. október 2012 Katrín Júlíusdóttir þingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi og nýbakaður fjármálaráðherra ætlar sér að keppa við Árna Pál Árnason um 1. sætið á lista flokksins í kjördæminu.

1.október 2012 Jón Valur Jensson guðfræðingur og bloggari segir frá því í bloggi á vefnum http://krist.blog.is að væntanlegt sé framboð sem hann nefnir Kristin stjórnmálasamtök.

30. september 2012 Ásmundur Friðriksson fv. bæjarstjóri í Garði hefur gefið út yfirlýsingu um það að hann sækist eftir 3.sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.

Erna Indriðadóttir upplýsingafulltrúi Álversins á Reyðarfirði sækist eftir 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. Áður höfðu þingmenn kjördæmisins þau Kristján Möller, Sigmundur Ernir Rúnarsson og Jónína Rós Guðmundsdóttir lýst því yfir að þau sæktust eftir endurkjöri.

29.september 2012 Guðmundur Steingrímsson þingmaður Bjartrar framtíðar sem kjörinn var fyrir Framsóknarflokkinn í Norðvesturkjördæmi gerir ráð fyrir því að fara fram í Reykjavík. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

29.september 2012 Sigurður Ingi Jóhannsson þingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi sækist eftir 1. sæti á lista flokksins í kjördæminu skv. DV í dag.

Í sunnudagsblaði Morgunblaðsins sem dreift er í dag er umfjöllun um framboðsmál Samfylkingarinnar. Nokkuð er um nýjar upplýsingar í greininni. Þar er því haldið fram að allir þingmenn Samfylkingarinnar utan Ástu Ragnheiður Jóhannesdóttur ætli að gefa kost á sér áfram. Þá er því haldið fram að Katrín Júlíusdóttir muni tilkynna á mánudag hvaða sæti hún sækist eftir. Greint er frá því að allir þingmenn Samfylkingar í Norðausturkjördæmi sækist eftir endurkjöri.

Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi segir við Morgunblaðið í dag að hann hafi aldrei gefið annað í skyn en að hann sækist eftir endurkjöri. Þá kemur fram í viðtali við Össur Skarphéðinsson í Eyjafréttum í síðustu viku að hann eigi mörg kjörtímabil eftir.

28. september 2012 Gunnlaugur Snær Ólafsson upplýsingafulltrúi Heimssýnar hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að hann sækist eftir 6. sætinu á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi.

Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi sækist eftir 2. sæti á lista flokksins í kjördæminu. Hann etur þar kappi við Ragnheiði Ríkharðsdóttur sem einnig vill komast í 2. sætið. Í síðustu alþingiskosningum var Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir í 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi en hún gaf út fyrr í dag að hún muni ekki sækjast eftir endurkjöri í vor.

Á þingi kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í suðurvesturkjördæmi í gærkvöldi var ákveðið að viðhafa prófkjör þann 10. nóvember n.k. þar sem flokksfélagar og skráðir stuðningsmenn einir hafa kosningarétt. Kosið verður um 6 sæti og  paralistaaðferð beitt til að tryggja jafnt hlutfall kynja. Magnús Orri Schram sækist eftir einu af efstu sætunum.

Ragnheiður Ríkharðsdóttir alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi sækist eftir öðru sætinu á lista flokksins.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fv.ráðherra og alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi ætlar ekki að gefa kost á sér í komandi alþingiskosningum.

Guðmundur Gylfi Sverrisson verkefnisstjóri og fv.stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur hefur lýst því yfir að hann sækist eftir forystusæti hjá Framsóknarflokknum í Reykjavík.

Skúli Helgason þingmaður Samfylkingar í Reykjavík sækist eftir 2.-3. sæti í prófkjöri flokksins í Reykjavík.

Oddný Harðardóttir ráðherra og alþingismaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi gefur kost á sér til að leiða lista flokksins í kjördæminu. Áður hefur Björgvin G. Sigurðsson sem leitt hefur flokkinn í síðustu tveimur alþingiskosningum lýst því yfir að hann sækist eftir að leiða Samfylkinguna áfram í kjördæminu.

Birgir Ármannsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sækist eftir 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.

27. september 2012 Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík mun ekki gefa kost á sér í komandi alþingiskosningum.

Inga Sigrún Atladóttir forseti bæjarstjórnar í Sveitarfélaginu Vogum býður sig fram í 1. sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Suðurkjördæmi. Áður hafði Arndís Soffía Sigurðardóttir varaþingmaður flokksins í kjördæminu gert hið sama.

26. september 2012 Brynjar Níelsson lögmaður og fv.formaður lögmannafélagsins býður sig fram í 3. sætið hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík.

25. september 2012 Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sendi frá sér yfirlýsingu á facebook-síðu sinni í kvöld. Þar kemur fram að hann óski eftir 2. sæti í prófkjöri flokksins í Reykjavík og leiði þar af leiðandi lista flokksins í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu. Áður höfðu þau Hanna Birna Kristjánsdóttir og Illugi Gunnarsson lýst því yfir að þau sækist eftir 1. sæti.

Árni Páll Árnason þingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi hefur gefið það út að hann vilji leiða listann í kjördæminum áfram. Lúðvík Geirsson þingmaður í SV hefur einnig gefið það út að hann gefi áfram kost á sér. Katrín Júlíusdóttir og Magnús Orri Schram sem einnig eru þingmenn Samfylkingar í SV hafa ekki gefið neitt út um áform sín.

Vigdís Hauksdóttir alþingismaður Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður segir í viðtali við DV að hún vilji leiða lista flokksins þar áfram í næstu alþingiskosningum.

Björgvin G. Sigurðsson alþingismaður Samfylkingar í Suðurkjördæmi hefur gefið það út að hann vilji leiða flokkinn í kjördæminu áfram. Samfylkingin fékk þrjá þingmenn í síðustu kosningum í Suðurkjördæmi. Róbert Marshall sem hefur ákveðið að bjóða sig fram í Reykjavík og Oddnýju Harðardóttur ráðherra en hún hefur ekki gefið upp hvað hún ætlar sér.

Arndís Soffía Sigurðardóttir varaþingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Suðurkjördæmi stefnir á 1. sæti á lista VG í Suðurkjördæmi í komandi kosningum. Atli Gíslason sem kjörinn var fyrir VG í síðustu kosningum hefur starfað utan flokka stærstan hluta kjörtímabilsins og hefur gefið út að hann muni ekki sækjast eftir endurkjöri.

Frosti Sigurjónsson fv.forstjóri Nýherja og stjórnarformaður CCP býður sig fram til að leiða annan lista Framsóknarflokksins í Reykjavík en eins og fram hefur komið ætlar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson að flytja sig í Norðausturkjördæmi.

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir þingmaður Samfylkingar í Reykjavík stefnir á 1. sætið í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna í komandi alþingiskosningum. Í síðustu alþingiskosningum skipuðu þau Össur Skarphéðinsson og Jóhanna Sigurðardóttir efstu sætin á listunum tveimur.

24. september 2012 Í kvöld ákváðu sjálfstæðismenn í Suðvesturkjördæmi að prófkjör verði haldið til að velja á lista flokksins fyrir komandi alþingiskosningar. Prófkjörið verður haldið 10.nóvember.

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra og þingmaður Samfylkingar í Norðvesturkjördæmi vill leiða flokkinn í kjördæminu áfram. Ólína Þorvarðardóttir þingmaður flokksins í kjördæminu býður sig fram í 1.-2. sæti.

Birgir Þórarinsson varaþingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi sækist eftir 2. sæti á lista flokksins í kjördæminu. Hann skipaði síðast 3. sæti á lista flokksins. Fyrr í dag ákvað Eygló Harðardóttir þingmaður flokksins að sækjast eftir að leiða lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi.

Eygló Harðardóttir þingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi lýsti því yfir á bloggsíðu sinni að hún sækist eftir 1. sæti á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi. Fyrr í morgun lýsti Siv Friðleifsdóttir því yfir að hún gæfi ekki kost á sér áfram.

Siv Friðleifsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins segir í yfirlýsingu að hún sækist ekki eftir endurkjöri í komandi alþingiskosningum.

23. september 2012 Á fundi kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi í dag var ákveðið að halda prófkjör þar sem flokksbundir og skráðir stuðningsmenn geta tekið þátt. Kosið verður um fjögur efstu sætin og verður listinn svokallaður paralisti. Prófkjörið fer fram 16.-17. nóvember n.k.

Í dag ákváðu kjördæmisráð Samfylkingarinnar í Norðvestur- og Norðausturkjördæmi hvaða reglum skyldi fylgt við val á framboðslista fyrir komandi alþingiskosningar. Í Norðausturkjördæmi var ákveðið að viðhafa prófkjör þar sem flokksfélagar og skráðir stuðningsmenn geta tekið þátt. Kosið verður um 6 sæti á svokallaðan paralista þ.e. að það skal vera jafnt kynjahlutfall í 1.-2., í 3.-4. sæti o.s.frv. Í Norðvesturkjördæmi verður valið hins vegar bundið við skráða flokksfélaga. Þar verður kosið um fjögur efstu sætin og skal viðhafa fléttulista. Prófkjörið í Norðausturkjördæmi verður haldið 9.-10. nóvember en ekki kemur fram í tilkynningu hvenær prófkjörið í Norðvesturkjördæmi verður haldið.

22. september 2012 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður mun bjóða sig fram í Norðausturkjördæmi. Birkir Jón Jónsson þingmaður flokksins í kjördæminu og varaformaður Framsóknarflokksins mun ekki gefa kost á sér í næstu alþingiskosningum.

22.september 2012 Í sunnudagsblaði Morgunblaðsins sem borið var út í morgun er farið yfir hugsanlega frambjóðendur Sjálfstæðisflokksin í komandi alþingiskosningum. Í Suðvesturkjördæmi mun Bjarni Benediktsson sækjast eftir því að leiða flokkinn og einnig greint frá því að Kjartan Örn Sigurðsson bæjarfulltrúi á Álftanesi muni gefa kost á sér. Í Norðvesturkjördæmi er sagt frá því að Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir varaþingmaður og oddviti á Tálknafirði gefi kost á sér. Sömuleiðis Bergþór Ólason sem var í 5. sæti 2009 og því haldið fram að Ólafur Adolfsson apótekari á Akranesi hafi áhuga á framboði. Í Norðausturkjördæmi er greint frá því að Bergur Þorri Benjamínsson á Akureyri gefi kost á sér í 1.-5. sæti. Í Suðurkjördæmi er sagt frá því að Ragnheiður Elín Árnadóttir vilji leiða listann áfram. Unnur Brá Konráðsdóttir sækist eftir 2. sæti en hún var í 3. sæti síðast en færðist upp í 2. sæti vegna útstrikana á Árna Johnsen sem sagður er muna vilja halda áfram. Þá er greint frá því að Halldór Gunnarsson prestur í Holti og Vilhjálmur Árnason ökukennari í Grindavík muni bjóða sig fram. Engar nýjar fréttir voru í greininni um Reykjavíkurkjördæmin.

21. september 2012 Höskuldur Þórhallsson þingmaður Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi hefur lýst því yfir að hann sækist eftir 1. sæti á lista flokksins í komandi alþingiskosningum. Í síðustu alþingiskosningum leiddi Birkir Jón Jónsson flokkinn eftir að hafa unnið Höskuld í prófkjöri.

Elín Hirst fjölmiðlakona segir í yfirlýsingu í dag að hún muni sækjast eftir 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi.

20. september 2012 Sigmundur Ernir Rúnarsson og Jónína Rós Guðmundsdóttir þingmenn Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi segja í viðtali við Vikudag í dag að þau gefi kost á sér til áframhaldandi þingsetu. Áður hafði Kristján Möller sagt að hann vilji leiða lista Samfylkingarinnar í kjördæminu áfram. Um helgina verður tekin ákvörðun um með hvaða hætti valið verði á lista flokksins fyrir komandi alþingiskosningar.

17. september 2012 Í viðtali við síðasta tölublað Austurgluggans kemur fram að Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi, sækist eftir því að leiða lista flokksins í kjördæminu áfram.

Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að hann sækist eftir því að leiða listann í kjördæminu áfram. Áður hafa þeir Ásmundur Einar Daðason og Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson varaþingmaður gefið út yfirlýsingu um að þeir sækist eftir 2. sætinu.

16. september 2012 Illugi Gunnarsson hefur lýst því yfir að hann vilji leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík í komandi alþingiskosningum. Áður hefur Hanna Birna Kristjánsdóttir lýst því yfir að hún vilji leiða flokkinn í Reykjavík.

14. september 2012 Hanna Birna Kristjánsdóttir oddviti borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins lýsti því yfir í samtali við mbl.is í dag að hún sæktist eftir 1. sæti á lista flokksins í Reykjavík.

13.september 2012 Lilja Rafney Magnúsdóttir þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðvesturkjördæmi lýsti því yfir í kvöld að hún vilji leiða lista flokksins í kjördæminu. Jón Bjarnason hefur leitt lista flokksins í síðustu tveimur kosningum en hefur ekki gefið út hvort hann muni gefa kost á sér áfram. Jafnfram lýsti Lárus Ástmar Hannesson forseti bæjarstjórnar í Stykkishólmi því yfir að hann sæktist eftir 2. sætinu.

11. september 2012 Í framhaldi af því að Ásbjörn Óttarsson 1. þingmaður Norðvesturkjördæmi mun ekki gefa kost í næstu alþingiskosningum hefur Einar Kristinn Guðfinnsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins gefið það út að hann sækist eftir efsta sæti á listanum. Sjá.

Þuríður Backman þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðausturkjördæmi mun ekki gefa kost á sér í næstu alþingiskosningum. Hún hefur setið á þingi frá 1999.

Ásbjörn Óttarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi þingmennsku. Hann tilkynnti þetta á fundi kjördæmisráðs flokksins í gærkvöldi.

8. september 2012 Í sunnudagsblaði Morgunblaðsins kemur fram að Ólöf Nordal varaformaður og þingmaður Sjálfstæðisflokks ætli ekki að sækjast eftir endurkjöri í komandi alþingiskosningum. Hún mun vera annar þingmaðurinn sem lýsir því yfir en áður hafði Atli Gíslason Utan flokka lýst því yfir en hann var kjörinn fyrir VG.

5. september 2012 Oft er talað um að hvert atkvæði skipti máli eða geti skipt máli. Auðvitað getur það gerst og því færri sem atkvæðin eru ættu líkurnar á því að aukast. Frá því að kjördæmakerfinu var breytt frá og með kosningunum 2003 hefur minnsti atkvæðamunur verið eins og hér segir:

  1. Samúel Örn Erlingsson, Framsóknarflokki, vantaði 12 atkvæði 2007 til að ná kjöri sem uppbótarþingmaður.
  2. Sigurður Ingi Jónsson, Frjálslynda flokki, vantaði 13 atkvæði 2003 til að ná kjöri sem uppbótarþingmaður.
  3. Helga Sigrún Harðardóttir, Framsóknarflokki, vantaði 33 atkvæði 2009 til að ná kjöri sem uppbótarþingmaður.
  4. Róbert Marshall, Samfylkingu, vantaði 58 atkvæði 2007 til að ná kjöri sem þingmaður Suðurkjördæmis.
  5. Arndís Soffía Sigurðardóttir, Vinstri grænum, vantaði 101 atkvæði 2009 til að ná kjöri sem þingmaður Suðurkjördæmis.
  6. Herdís Á. Sæmundardóttir, Framsóknarflokki, vantaði 105 atkvæði 2007 til að ná kjöri sem þingmaður Norðvesturkjördæmis.
  7. Atli Gíslason, Vinstri grænum, vantaði 114 atkvæði 2003 til að ná kjöri sem uppbótarþingmaður.
  8. Kolbrún Stefánsdóttir, Frjálslynda flokki, vantaði 118 atkvæði 2007, til að ná kjöri sem uppbótarþingmaður.

4. september 2012 Færsla kjördæmissæta í næstu kosningum. Í næstu alþingiskosningum færist eitt kjördæmissæti frá Norðvesturkjördæmi til Suðvesturkjördæmis vegna ákvæða í kosningalögum um jöfnun milli kjördæma. Ef þetta hefði verið í gildi í síðustu alþingiskosningum hefði það ekki haft áhrif á heildarfjölda þingmanna einstakra framboða. Það hefði hins vegar þýtt að Guðmundur Steingrímsson (B) í Norðvesturkjördæmi hefði ekki náð kjöri sem kjördæmakjörinn þingmaður en það hefði hins vegar Magnús Orri Schram (S) gert í Suðvesturkjördæmi, en hann náði kjöri sem uppbótarþingmaður. Fall Guðmundar Steingrímssonar í Norðvesturkjördæmi hefði hins vegar leitt til þess að Framsóknarflokkurinn hefði átt rétt að uppbótarþingsæti sem nefndur Guðmundur hefði hlotið. Það leiðir aftur til þess að Ásmundur Einar Daðason (V) hefði ekki náð kjöri þar sem Guðmundur var búinn að taka uppbótarsæti Norðvesturkjördæmis. Bjarkey Gunnarsdóttir (V) í Norðausturkjördæmi hefði náð kjöri í hans stað sem aftur hefði leitt til þess að Jónína Rós Guðmundsdóttir (S) hefði dottið út en í staðinn hefði Lúðvík Geirsson (S) í Suðvesturkjördæmi náð inn á þing.

3. september 2012 Uppstillingareglur VG. Á flokksráðsfundi VG á Hólum í Hjaltadal á dögunum samþykkti flokkurinn reglur um með hvaða hætti velja eigi að framboðslista flokksins. Heimilt er samkvæmt reglunum að viðhafa forval, sem er lokað prófkjör þar sem flokksmenn einir geta greitt atkvæði eða að viðhafa uppstillingu.

31. ágúst 2012 Lúðvík Geirsson vill eitt af forystusætunum í SV. Lúðvík Geirsson, þingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, sem tók sæti á Alþingi eftir að Þórunn Sveinbjarnardóttir sagði af sér þingmennsku hefur gefið það út að hann muni sækjast eftir einu að efstu sætum flokksins í kjördæminu. Aðrir þingmenn flokksins eru þau Katrín Júlíusdóttir ráðherra, Árni Páll Árnason fv.ráðherra og Magnús Orri Schram.

25. ágúst 2012 Áfram opin prófkjör hjá Samfylkingu. Á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar sem nú stendur yfir voru samþykktar reglur um hvernig stilla eigi upp á framboðslista. Leiðir sem kjördæmisráð/fulltrúraáð geta valið um til að velja á lista eru fjórar, í fyrsta lagi flokksval þar sem eingöngu flokksfélagar taka þátt, í öðru lagi  flokksval þar sem bæði flokksfélagar og skráðir stuðningsmenn taki þátt, í þriðja lagi kjörfundur og í fjórða lagi er uppstillingarnefnd. Enn er því möguleiki á opnum prófkjörum þ.e. að flokksfélagar og þeir sem undirrita stuðningsyfirlýsingu geti tekið þátt í vali á lista. Sjá.

21. ágúst 2012 Uppstillingar á lista framboðanna.  Nú þegar um átta mánuðir eru til reglulegra alþingiskosninga má búast við því að framboð og hugsanlegir frambjóðendur fari að hugsa sér til hreyfings. Um helgina eru t.d.  fundir hjá Samfylkingunni og Vinstrihreyfingunni grænu framboði þar sem m.a. annars verður fjallað um prófkjörsreglur þessar flokkar. Flest önnu framboð virðast einnig vera með þessi mál í einhverjum farvegi, þó að regluverk þeirra sé í misföstum farvegi.  Framsóknarflokkurinn samþykkti slíkar reglur 28. apríl s.l.  Sjálfstæðisflokkurinn er með sérstakar prófkjörsreglur sem síðast var breytt í desember 2009. Í lögum Samstöðu er að finna ákvæði (8.gr.) um prófkjör og uppstillingu en ekki er vitað til að reglur hafi verið settar. Hægri grænir hafa sett sér reglur um hvernig skipa skuli á framboðslista sjá lög flokks (8.gr.)  Hjá Bjartri framtíð er það Nefndin, sem svo er nefnd, sem gerir tillögur um röðun á framboðslista. Í lögum Dögunar er að finna ákvæði í IX.kafla laga samtakanna með hvað hætti bjóða skuli fram. Ekki fundust upplýsingar á síðum Bjartsýnisflokksins, Húmanistaflokksins, Lýðfrelsisflokksins eða Pírata partýsins með hvaða hætti þau komi til með að velja á lista sína.

16. ágúst 2012 Sindri Sigurgeirsson vill líka 2. sætið. Sindri Sigurgeirsson varaþingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi segir á facebook síðu sinni í dag: „Það er ljóst að það er kominn kosningahugur í Ásmundur Einar Daðason. Til fróðleiks fyrir hann og fleiri þá hyggst Sindri Sigurgeirsson einnig gefa kost á sér í annað sætið á lista Framsóknarflokks.“ Kjördæmisþing Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, þar sem aðferð vil val á lista verður ákveðin verður haldið að Reykjum í Hrútafirði 13. október n.k.

15. ágúst 2012 Ásmundur Einar vill 2.sætið. Ásmundur Einar Daðason þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi segir í viðtali við Skessuhorn að hann gefi kost á sér í 2. sætið á lista flokksins að því gefnu að Gunnar Bragi Sveinsson gefi kost á sér í það fyrsta. Ásmundur skipaði 3. sætið á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í síðustu alþingiskosningum og náði kjöri sem uppbótarþingmaður fyrir kjördæmið. Hann gekk til liðs við Framsóknarflokkinn á kjörtímabilinu.

19. júlí 2012 Bjartsýnisflokkurinn fær listabókstafinn E. Bjartsýnisflokkurinn, flokki hófsamra þjóðernissinna hefur verið úthlutað listabókstafnum E. Sjá.

18. júlí 2012 Nýr stjórnmálaflokkur – Píratapartýið. Unnið er að stofnun nýs stjórnmálaflokks Píratapartýsins sem mun eiga að verða sambærilegur flokkur við erlenda sjóræningjaflokka – Pirate parties. Að flokknum standa m.a. Birgitta Jónsdóttir alþingismaður og Smári McCarthy. Sjá.

2. júlí 2012 Róbert Marshall fram í Reykjavík.  Róbert Marshall sem er þingmaður Suðurkjördæmis segist munu bjóða sig fram í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna næst. Sjá

1. júní 2012 Listabókstafir stjórnmálasamtaka  Samstaða Lilju Mósesdóttur hefur sótt um listabókstafinn C og Hægri grænir hafa sótt um listabókstafinn G. Flokkarnir sem stóðu að Dögun höfðu lista bókstarfina F (Frjálslyndi flokkurinn) og O Borgarahreyfingin þannig að spurning er hvorn þau nota annan hvort þeirra eða sækja um nýja. Við síðustu alþingiskosningar var Framsóknarflokkur með B, Sjálfstæðisflokkur með D, Samfylkingin með S, Vinstri grænir með V og Lýðræðishreyfingin með P. Ekki er vitað til að Björt framtíð,  Lýðfrelsisflokkurinn, Bjartsýnisflokkurinn eða Húmanistaflokkurinn hafi sótt um listabókstaf.  Húmanistaflokkurinn bauð á sínum tíma fram undir bókstafnum M eins og forveri hans Flokkur mannsins. Lausir bókstafir eru því A, E, H, I, J, K, L, M?, N, Q, R, T, U, Y, Z, Þ og Æ að því gefnu að landskjörstjórn úthluti ekki broddstöfum.

29. maí 2012 Elstir alþingismanna eru (aldur miðast við 2012): Jóhanna Sigurðardóttir (70), Jón Bjarnason (69), Árni Johnsen (68), Pétur Blöndal (68), Þráinn Bertelsson (68), Atli Gíslason (65), Þuríður Backman(64), Ögmundur Jónasson (64), Ragnheiður Ríkharðsdóttir (63), Ásta R. Jóhannesdóttir (63), Valgerður Bjarnasdóttir(62), Guðbjartur Hannesson(62) og Álfheiður Ingadóttir (61).

28. maí 2012 Atli Gíslason þingmaður Utan flokka hefur einn boðað að hann verði ekki í framboði í næstu Alþingiskosningum.

maí 2012 Núverandi þingflokkar eru (uppfært 18.júlí 2012):

  • Samfylking (20): Jóhanna Sigurðardóttir formaður og forsætisráðherra, Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra, Oddný G. Harðardóttir fjármálaráðherra, Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra, Ásta R. Jóhannesdóttir þingforseti, Magnús Orri Schram þingflokksformaður, Árni Páll Árnason, Björgvin G. Sigurðsson, Helgi Hjörvar, Jónína Rós Guðmundsdóttir, Kristján L. Möller, Lúðvík Geirsson(tók sæti Þórunnar Sveinbjörnsdóttur þegar hún sagði af sér þingmennsku), Katrín Júlíusdóttir (í fæðingarorlofi – Magnús M. Norðdahl varam.), Mörður Árnason (tók sæti Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur þegar hún sagði af sér þingmennsku), Ólína Þorvarðardóttir, Róbert Marshall, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Skúli Helgason og Valgerður Bjarnadóttir.
  • Sjálfstæðisflokkur (16): Bjarni Benediktsson formaður, Ragnheiður E. Árnadóttir þingflokksformaður, Árni Johnsen, Ásbjörn Óttarsson, Birgir Ármannsson, Einar K. Guðfinnsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Illugi Gunnarsson, Jón Gunnarsson, Kristján Þór Júlíusson, Ólöf Nordal, Pétur H. Blöndal, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Tryggvi Þór Herbertsson, Unnur Brá Konráðsdóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
  • Vinstrihreyfingin grænt framboð (12): Steingrímur J. Sigfússon formaður, efnhags- & viðskiptaráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Katrín Jakobsdóttir mennta- & menningarmálaráðherra, Svandís Svavardóttir umhverfisráðherra, Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra, Björn Valur Gíslason þingflokksformaður, Álfheiður Ingadóttir, Árni Þór Sigurðsson, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Jón Bjarnason, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Þráinn Bertelsson(kjörinn fyrir Borgarahreyfinguna) og Þuríður Backman.
  • Framsóknarflokkur (9): Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður, Birkir Jón Jónsson varaformaður, Eygló Harðardóttir ritari, Gunnar Bragi Sveinsson þingflokksformaður, Ásmundur Einar Daðason (kjörinn fyrir VG), Höskuldur Þórhallsson, Sigurður Ingi Jóhannsson, Siv Friðleifsdóttir og Vigdís Hauksdóttir.
  • Dögun, samtök um réttlæti, sanngirni og lýðræði (2): Þór Saari þingflokksformaður og Margrét Tryggvadóttir (kjörin fyrir Borgarahreyfinguna, nú þingmenn Hreyfingarinnar). Að henni standa m.a. Hreyfingin, Borgarahreyfingin og Frjálslyndi flokkurinn.
  • Samstaða, flokkur lýðræðis og velferðar (1): Lilja Mósesdóttir formaður (kjörin fyrir VG).
  • Björt Framtíð (1): Guðmundur Steingrímsson formaður (kjörinn fyrir Framsóknarflokk) Eitthvert bakland fólki úr  Besta flokknum.
  • Píratapartýi (1): Birgitta Jónsdóttir (kjörin fyrir Borgarahreyfinguna og í þingflokki Hreyfingarinnar.) Meðal annarra forsvarsmanna er Smári McCarthy. Sjá.
  • Utan flokka (1): Atli Gíslason (kjörinn fyrir VG).

Aðrir sem boðað hafa framboð eru: