Stykkishólmur 1946

Í framboði voru Alþýðuflokkur, Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur og Sósíalistaflokkur. Sjálfstæðisflokkur hlaut 4 hreppsnefndarmenn og hélt hreinum meirihluta sínum. Framsóknarflokkurinn hlaut 2 hreppsnefndarmenn en Alþýðuflokkur 1. Sósíalistaflokkur kom ekki manni að. Var þetta sama skipting fulltrúa og 1942.

 

Úrslit

1946 Atkvæði Hlutfall Fulltr.
Alþýðuflokkur 70 19,89% 1
Framsóknarflokkur 76 21,59% 2
Sjálfstæðisflokkur 173 49,15% 4
Sósíalistaflokkur 33 9,38% 0
Samtals gild atkvæði 352 100,00% 7
Auðir og ógildir 13 3,56%
Samtals greidd atkvæði 365 91,48%
Á kjörskrá 399
Kjörnir hreppsnefndarmenn
1. Kristján Bjartmars (Sj.) 173
2. Hildimundur Björnsson (Sj.) 87
3. Sigurður Steinþórsson (Fr.) 76
4. Ólafur Ólafsson (Alþ.) 70
5. Ólafur Jónsson (Sj.) 58
6. Sigurður Ágústsson (Sj.) 43
7. Ágúst Pálsson (Fr.) 38
Næstir inn vantar
Jóhann Rafnsson (Sós.) 5
Kristmann Jóhannsson (Alþ.) 7
Árni Ketilbjarnarson (Sj.) 18

Framboðslistar

Alþýðuflokkur Framsóknarflokkur Sjálfstæðisflokkur Sósíalistaflokkur
Ólafur Ólafsson, héraðslæknir Sigurður Steinþórsson, kaupfélagsstjóri Kristján Bjartmars, oddviti Jóhann Rafnsson, skrifstofumaður
Kristmann Jóhannsson, smiður Ágúst Pálsson, skipstjóri Hildimundur Björnsson, vegaverkstjóri Bjargmundur Jónsson, verkamaður
Ragnar Einarsson, form.Verkalýðsfélagsins Gunnar Jónatansson, verkstjóri Ólafur Jónsson, trúnaðarm. Verðlagsstj. Ólafur Einarsson, afgreiðslumaður
Haraldur Ísleifsson, verkamaður Bæring Níelsson, verkamaður Sigurður Ágústsson, kaupmaður Eyjólfur Ólafsson, skipstjóri
Árni Jónsson, verkamaður Árni Ketilbjarnarson, verkamaður Sigurður Reynir Pétursson, stud.jur.
Lárus Guðmundsson, skipstjóri Sigurður Magnússon, trésmiður Viggó Bjarnason, verkamaður
Þorleifur Jóhannesson, skósmiður Kristján Rögnvaldsson, vélsmíðameistari Stefán Halldórsson, bóndi

Heimildir: Kosningaskýrslur Hagstofu Íslands, Alþýðublaðið 13.1.1946, Alþýðublaðið 29.1.1946, Alþýðumaðurinn 30.1.1946, Dagur 31.01.1946, Morgunblaðið 28.12.1945, Morgunblaðið 29.01.1946, Tíminn 10.1.1946, Tíminn 1.2.1946, Verkamaðurinn 2.2.1946, Vesturland 5.2.1946, Vísir 28.1.1946, Þjóðviljinn 3.1.1946 og Þjóðviljinn 29.1.1946.

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: