Patreksfjörður 1946

Hreppsnefndarmönnum fjölgað úr 5 í 7.Í framboði voru listi Sjálfstæðisflokks og listi Vinstrimanna og óháðra. Sjálfstæðisflokkurinn vann stórsigur, hlaut 5 hreppsnefndarmenn, bætti við sig þremur og hlaut hreinan meirihluta. Vinstri menn og óháðir hlutu 2 hreppsnefndarmenn. Alþýðuflokkur og Framsóknaflokkur hlutu 3 hreppsnefndarmenn árið 1942.

Úrslit

1946 Atkvæði Hlutfall Fulltr.
Sjálfstæðisflokkur 227 67,16% 5
Vinstri menn og óháðri 111 32,84% 2
Samtals gild atkvæði 338 100,00% 7
Auðir og ógildir 38 10,11%
Samtals greidd atkvæði 376 78,33%
Á kjörskrá 480
Kjörnir hreppsnefndarmenn
1. Friðþjófur Jóhannesson (Sj.) 227
2. Ásmundur Olsen (Sj.) 114
3. Svavar Jóhannsson (V.m./Óh.) 111
4. Ólafur Kristjánsson (Sj.) 76
5. Oddgeir Magnússon (Sj.) 57
6. Kristmundur Björnsson (V.m./Óh.) 56
7. Bjarni Guðmundsson (Sj.) 45
Næstur inn vantar
Kristján J. Jóhannsson (V.m./Óh.) 26

Framboðslistar

Sjálfstæðisflokkur Vinstri menn og óháðir
Friðþjófur Jóhannesson, útgerðarmaður Svavar Jóhannsson, sýsluskrifari
Ásmundur Olsen, oddviti Kristmundur Björnsson, vélstjóri
Ólafur Kristjánsson, netagerðarmaður Kristján J. Jóhannsson, vélstjóri
Oddgeir Magnússon, bókari Árni G. Þorsteinsson, kaupfélagsstjóri
Bjarni Guðmundsson, héraðslæknir
Árni Bæringsson, bílstjóri
Gunnlaugur Kristófersson, verkamaður

Heimild: Kosningaskýrslur Hagstofu Íslands, Alþýðublaðið 29.1.1946, Dagur 31.01.1946, Morgunblaðið 4.1.1946, Skutull 12.02.1946, Tíminn 10.1.1946, Tíminn 1.2.1946, Verkamaðurinn 2.2.1946, Vesturland 5.2.1946, Vísir 7.1.1946, Vísir 28.1.1946 og Þjóðviljinn 29.1.1946.

%d bloggurum líkar þetta: