Patreksfjörður 1942

Í framboði voru Alþýðuflokkur, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur. Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur fengu 2 hreppsnefndarmenn hvor og Alþýðuflokkurinn 1. Framsóknarflokkurinn vann því einn mann af Alþýðuflokki sem bauð fram með Kommúnistaflokknum 1938.Sjálfstæðisflokkinn vantaði níu atkvæði til að fella 2. mann Framsóknarflokks og fá hreinan meirihluta.

Úrslit

1942 Atkvæði Hlutfall Fulltr.
Alþýðuflokkur 92 26,74% 1
Framsóknarflokkur 104 30,23% 2
Sjálfstæðisflokkur 148 43,02% 2
Samtals gild atkvæði 344 100,00% 5
Auðir og ógildir 6 1,71%
Samtals greidd atkvæði 350 80,09%
Á kjörskrá 437
Kjörnir hreppsnefndarmenn
1. (Sj.) 148
2. Árni G. Þorsteinsson (Fr.) 104
3. Friðrik Magnússon(Alþ.) 92
4. (Sj.) 74
5. Baldur Guðmundsson (Fr.) 52
Næstir inn vantar
(Sj.) 9
Ingi Kristjánsson (Alþ.) 13

Hreppsnefndarmenn Sjálfstæðisflokks voru þeir Friðþjófur Ó. Jóhannesson og Ásmundur B. Ólsen.

Framboðslistar

Listi Alþýðuflokksins Listi Framsóknarflokksins Listi Sjálfstæðisflokks
Friðrik Magnússon, sjómaður Árni G. Þorsteinsson, póstafgreiðslumaður vantar
Jóhannes L. Jóhannesson, hreppstjóri Baldur Guðmundsson, kaupfélagsstjóri
Ingi Kristjánsson, trésmíðameistari
Andrés Þ. Finnbogason, sjómaður
Ásmundur Matthíasson, bílstjóri
Kristmundur Björnsson, sjómaður
Benedikt Einarsson, verkamaður
Viggó Benediktsson, sjómaður
Magnús Brynjólfsson, verkamaður
Páll Jóhannesson, iðnnemi

Heimildir: Kosningaskýrslur Hagstofu Íslands, Alþýðublaðið 26.janúar 1942, Alþýðublaðið 5. janúar 1942, Alþýðumaðurinn 27. janúar 1942, Nýtt Dagblað 27. janúar 1942, Sveitarstjórnarmál 1.6.1942, Tíminn 13. febrúar 1942, Verkamaðurinn 31. janúar 1942, Vesturland 31. janúar 1942 og Vísir 26. janúar 1942.

%d bloggurum líkar þetta: