Sauðárkrókur 1982

Í framboði voru listar Alþýðuflokks, Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks, Alþýðubandalags og Óháðra. Framsóknarflokkur hlaut 4 bæjarfulltrúa, bætti við sig einum. Sjálfstæðisflokkur hlaut 3 bæjarfulltrúa, Alþýðubandalagið 1 bæjarfulltrúa,  Óháðir(K-listi) 1 bæjarfulltrúa en Alþýðuflokkurinn tapaði sínum bæjarfulltrúa. Samtök frjálslyndra og vinstri manna hlautu 1 bæjarfulltrúa 1978 en buðu ekki fram 1982. Bæjarfulltrúi Samtakanna var hins vega í 1.sæti á lista Óháðra. Alþýðuflokkinn vantaði aðeins 2 atkvæði til að fella fjórða mann Framsóknarflokksins og Óháða vantaði 4 atkvæði til þess sama. Alþýðuflokkurinn kærði úrslit kosninganna án þess að þeim væri hnikað.

Úrslit

sauðárkrókur

1982 Atkvæði Hlutfall Fulltr.
Alþýðuflokkur 100 8,14% 0
Framsóknarflokkur 406 33,06% 4
Sjálfstæðisflokkur 369 30,05% 3
Alþýðubandalag 153 12,46% 1
Óháðir 200 16,29% 1
Samtals gild atkvæði 1.228 100,00% 9
Auðir og ógildir 27 2,15%
Samtals greidd atkvæði 1.255 89,39%
Á kjörskrá 1.404
Kjörnir bæjarfulltrúar
1. Magnús Sigurjónsson (B) 406
2. Þorbjörn Árnason (D) 369
3. Sighvatur Torfason (B) 203
4. Hörður Ingimarsson (K) 200
5. Aðalheiður Arnórsdóttir (D) 185
6. Stefán Guðmundsson (G) 153
7. Björn Magnús Björgvinsson (B) 135
8. Jón Ásbergsson (D) 123
9. Pétur Pétursson (B) 102
Næstir inn vantar
Jón Karlsson (A) 2
Brynjar Pálsson (K) 4
Knútur Aadnegaard (D) 38
Marta Bjarnadóttir (G) 51

Framboðslistar

A-listi Alþýðuflokks B-listi Framsóknarflokks D-listi Sjálfstæðisflokks
Jón Karlsson, bæjarfulltrúi Magnús Sigurjónsson, deildarstjóri Þorbjörn Árnason, dómarafulltrúi
Dóra Þorsteinsdóttir, talsímavörður Sighvatur Torfason, kennari Aðalheiður Arnórsdóttir, snyrtifræðingur
Helga Hannesdóttir, húsmóðir Björn Magnús Björgvinsson, íþróttakennari Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri
Guðmundur Guðmundsson, byggingameistari Pétur Pétursson, byggingameistari Knútur Aadnegaard, byggingameistari
Frímann Guðbrandsson, rafvirki Steinar Skarphéðinsson, vélstjóri Elísabet Kemp, hjúkrunarfræðingur
Pétur Valdimarsson, iðnverkamaður Jóhanna Haraldsdóttir, sjúkraliði Pálmi Jónsson, verktaki
Brynjólfur Dan Halldórsson, mælingamaður Sveinn Friðvinsson, innheimtufulltrúi Páll Ragnarsson, tannlæknir
Valgarður Jónsson, vélvirki Margrét Baldursdóttir, gjaldkeri Árni Egilsson, verkamaður
Ragnheiður Þorvaldsdóttir, verkakona Magnús Sigfússon, byggingameistari Birna Guðjónsdóttir, húsmóðir
Jóhannes Hansen, bifreiðastjóri Bragi Haraldsson, byggingameistari Kristján Ragnarsson, skipstjóri
Ingibjörg Vigfúsdóttir, verkakona Pálmi Sighvatsson, bólstrari Lilja Þórarinsdóttir, húsmóðir
Daníel Einarsson, verkamaður Bjarki Tryggvason, framkvæmdastjóri Reynir Kárason, skrifstofumaður
Guðmundur Steinsson, verkamaður Svanborg Guðjónsdóttir, húsmóðir Rögnvaldur Árnason, bifreiðastjóri
Eva Sigurðardóttir, verslunarmaður Árni Indriðason, verkamaður Bjarni Haraldsson, kaupmaður
Herdís Sigurjónsdóttir, verkakona Erla Einarsdóttir, skrifstofumaður Minna Bang, húsmóðir
Friðrik Friðriksson, verkamaður Ástvaldur Guðmundsson, útvarpsvirki Björn Guðnason, húsasmíðameistari
Friðrik Sigurðsson, bifvélavirki Sæmundur Hermannsson, sjúkrahúsráðsmaður Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri
Baldvin Kristjánsson, verslunarmaður Stefán Guðmundsson, alþingismaður Friðrik J. Friðriksson, héraðslæknir
G-listi Alþýðubandalags K-listi Óháðra
Stefán Guðmundsson, vélvirki Hörður Ingimarsson, símvirki
Marta Bjarnadóttir, skrifstofustúlka Brynjar Pálsson, framkvæmdastjóri
Rúnar Bachmann, rafvirki Kári Valgarðsson, byggingameistari
Anna Kristín Gunnarsdóttir, kennari Dagur Jónsson, rafvirki
Sigurlína Árnadóttir, iðnverkakona Jón R. Jósafatsson, verkstjóri
Jens Andrésson, vélstjóri Steingrímur Aðalsteinsson, hafnarvörður
Skúli Jóhannsson, iðnverkamaður Sverrir Valgarðsson, byggingameistari
Lára Angantýsdóttir, símavörður Ingimar Antonsson, vélvirkjameistari
Bragi Skúlason, húsasmiður Gísli Kristjánsson, byggingameistari
Erla Gígja Þorvaldsdóttir, húsmóðir Rúnar Björnsson, verkstjóri
Kormákur Bragason, pípulagningamaður Ingibjörg Guðbjartsdóttir, húsmóðir
Hjalti Guðmundsson, húsasmiður Aðalsteinn J. Maríusson, múrarameistari
Steindór Steindórsson, verkstjóri Kristinn Hauksson, byggingameistari
Valgarð Björnsson, bifvélavirki Sigurður Sveinsson, verkamaður
Bragi Þ. Sigurðsson, vélsmiður Hulda Jónsdóttir, húsmóðir
Jón Stefánsson, kennari Björn Björnsson, byggingameistari
Hreinn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Guðvarður Vilmundarson, skipstjóri
Hulda Sigurbjörnsdóttir, húsmóðir Hilmir Jóhannesson, mjólkurfræðingur

Heimildir: Kosningaskýrslur Hagstofu Íslands, Kosningahandsbók Fjölvís, Alþýðublaðið 31.3.1982, 1.5.1982, DV 12.03.1982, 30.4.1982, Morgunblaðið 13.3.1982, 31.3.1982, Tíminn 27.4.1982, 29.4.1982 og Þjóðviljinn 1.4.1982.

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: