Sauðárkrókur 1942

Í framboði voru sameiginlegur listi Alþýðuflokks, Framsóknarflokks og Sósíalistaflokks og listi Sjálfstæðisflokks. Úrslit urðu þau sömu og í kosningunum 1938, sameiginlegur listi Alþýðuflokks, Framsóknarflokks og Sósíalistaflokks (áður Kommúnistaflokks) hlaut 4 hreppsnefndarmenn og hreinan meirihluta en Sjálfstæðisflokkurinn 3.

Úrslit

1942 Atkvæði Hlutfall Fulltr.
Alþ.fl.Framsókn.Sósíal. 265 59,55% 4
Sjálfstæðisflokkur 180 40,45% 3
Samtals gild atkvæði 445 100,00% 7
Auðir og ógildir 11 2,41%
Samtals greidd atkvæði 456 76,00%
Á kjörskrá 600
Kjörnir hreppsnefndarmenn
1. (Alþ./Fr./Sós.) 265
2. (Sj.) 180
3. (Alþ./Fr./Sós.) 133
4. (Sj.) 90
5. (Alþ./Fr./Sós.) 88
6. (Alþ./Fr./Sós.) 66
7. (Sj.) 60
Næstur inn vantar
(Alþ./Fr./Sós.) 36

Hreppsnefndarmenn Framsóknarflokks voru Friðrik Hansen kennari og Guðmundur Sveinsson verslunarmaður. Aðrir í hreppsnefnd voru þeir Eysteinn Bjarnason, Agnar Jónsson, Pétur Laxdal og Valgarð Blöndal.

Framboðslistar

vantar

Heimildir: Kosningaskýrslur Hagstofu Íslands, Alþýðublaðið 26. janúar 1942, Alþýðumaðurinn 27. janúar 1942, Nýtt Dagblað 27. janúar 1942, Sveitarstjórnarmál 1.6.1942, Tíminn 13. febrúar 1942, Verkamaðurinn 31. janúar 1942, Vesturland 31. janúar 1942 og Vísir 26. janúar 1942.

%d bloggurum líkar þetta: