Archive for category Uncategorized

Gylfi Ólafsson vill í efstu sæti Viðreisnar í NV

vidreisnGylfi Ólafsson hagfræðingur frá Ísafirði segir í viðtali við BB.is að hann sækist eftir einu af efstu sætunum á lista Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi. Gísli Halldór Halldórsson formaður uppstillingarnefndar Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi segir í viðtali við sama fjölmiðil að fimm efstu sætin verði orðin ljós á fimmtudaginn.

Færðu inn athugasemd

Auður Alfa vill 3.-4. sætið í Suðvestur

samfylkingAuður Alfa Ólafs­dótt­ir stjórn­mála­hag­fræðing­ur sækist 3.-4. sæti í próf­kjöri Sam­fylkingar í Suðvest­ur­kjör­dæmi. Auk hennar býður Árni Páll Árnason alþingismaður og fv.formaður Samfylkingarinnar sig til áframhaldandi forystu. Margrét Tryggvadóttir fv.alþingismaður Borgarahreyfingarinnar og Hreyfingarinnar býður sig fram í 1.-2. sæti. Í annað sætið bjóða sig fram Margrét Gauja Magnúsdóttir bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og Sema Erla Sedar formaður Samfylkingarinnar í Kópavogi. Í þriðja sætið bjóða sig fram Símon Birgisson leikhúsfræðingur og Guðmundur Ari Sigurjónsson bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi. Framboðsfrestur rennur út 2. september.

Færðu inn athugasemd

Framboðsmál framboða sem ekki hafa þingmenn

vidreisnC-listi Viðreisn. Er nýtt stjórnmálaafl og það eina fyrir utan þá flokka sem hafa þingmenn sem mælst hafa með nægilegt fylgi til að ná kjörnum þingmönnum. Flokkurinn boðar að framboðslistar verði klárir um næstu mánaðarmót en uppstillingarnefndir eru að störfum í öllum kjördæmum.
dogunT-listi Dögun. Bauð fram í síðustu alþingiskosningum og hlaut þá 3,1% atkvæða. Um helgina tilkynnti Sturla Jónsson forsetaframbjóðandi að hann myndi bjóða sig fram undir merkjum Dögunar. Það gerðu einnig Ása Lind Finnbogadóttir, Baldvin Björgvinsson, Björgvin Vídalín, Erling Ingvarsson, Gunnar Hólmsteinn Ársælsson, Gunnar Skúli Ármannsson, Helga Þórðardóttir, Ragnar Þór Ingólfsson, Ragnhildur L. Guðmundsdóttir, Sigríður Fossberg Thorlacius og Sigurjón Þórðarson fv. alþingismaður Frjálslynda flokksins. Kjördæmisráð villa að uppstillingu í öllum kjördæmum.
FlheimilannaI-listi Flokkur heimilanna. Flokkurinn bauð fram í síðustu alþingiskosningum og hlaut 3,0% atkvæða. Ekki er vitað af neinni virkni í flokknum eftir það en forsvarsmenn flokksins segjast vera að íhuga framboð nái þeir að stilla upp listum í öllum kjördæmum.
AltfylkingR-listi Alþýðufylkingin bauð fram í Reykjavíkurkjördæmunum í síðustu kosningum og hlaut 118 atkvæði. Flokkurinn stefnir að framboði í öllum kjördæmum.
humanistaflH-listi Húmanistaflokkurinn bauð fram í Reykjavíkurkjördæmunum í síðustu kosningum og hlaut 126 atkvæði. Flokkurinn boðar framboð í komandi alþingiskosningum en óvíst í hvað mörgum kjördæmum.
islenskathjodE-listi Íslenska þjóðfylkingin er nýr stjórnmálaflokkur sem m.a. inniheldur félagsmenn úr Hægri grænum. Flokkurinn boðar framboð í öllum kjördæmum.
FlokkurfolksF-listi Flokkur fólksins er nýr stjórnmálaflokkur og undirbýr framboð í öllum kjördæmum og stefnir á framboðslistar verði tilbúnir 10.september n.k.

Færðu inn athugasemd

Framboðsmál Bjartrar framtíðar

BjortframtidBjört framtíð mun stilla upp á framboðslista sína í öllum kjördæmum. Skipuð hefur verið  nefnd sem ger­ir til­lögu um átta­tíu manna stjórn sem tek­ur síðan ákvörðun um hvernig list­arn­ir verða skipaðir. Gert er ráð fyrir að þeir verði tilbúnir fyrir 10.september en þá verður ársþing flokksins haldið. Helmingur þingmanna flokksins gefur kost á sér áfram. Það eru þau Björt Ólafsdóttir og Óttar Proppé í Reykjavík og Páll Valur Björnsson í Suðurkjördæmi.

Færðu inn athugasemd

Framboðsmál Samfylkingarinnar

samfylkingForval verður haldið hjá Samfylkingunni í Norðvesturkjördæmi, Suðvesturkjördæmi og í Reykjavíkurkjördæmunum helgina 8.-10.september. Uppstilling verður hins vegar í Suðurkjördæmi og Norðausturkjördæmi.
Í Norðvesturkjördæmi rann framboðsfrestur út á föstudaginn. vitað er um þrjú framboð. Þau eru frá Ólínu Þorvarðardóttur alþingismanni í 1.sætið, Gunnari Brjánssyni framkvæmdastjóra í 1.sætið og Ingu Björk Bjarnadóttur í 1.-2.sæti.
Í Suðvesturkjördæmi býður Árni Páll Árnason alþingismaður og fv.formaður Samfylkingarinnar sig til áframhaldandi forystu. Margrét Tryggvadóttir fv.alþingismaður Borgarahreyfingarinnar og Hreyfingarinnar býður sig fram í 1.-2. sæti. Í annað sætið bjóða sig fram Margrét Gauja Magnúsdóttir bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og Sema Erla Sedar formaður Samfylkingarinnar í Kópavogi. Í þriðja sætið bjóða sig fram Símon Birgisson leikhúsfræðingur og Guðmundur Ari Sigurjónsson bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi. Framboðsfrestur rennur út 2. september.
Í Reykjavíkurkjördæmunum bjóða þingmennirnir fjórir sig fram áfram. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir sækist eftir 1.sæti, Valgerður Bjarnadóttir í 1.-2.sæti en þeir Össur Skarphéðinsson og Helgi Hjörvar hafa ekki gefið upp sæti enn sem komið er. Þá hafa þeir Gunnar Alexander Ólafsson og Magnús Már Guðmundsson boðið sig fram í 3.-4.sæti. Framboðsfrestur rennur út 3. september.
Í Suðurkjördæmi verður stillt upp og hefur Oddný Harðardóttir alþingismaður og formaður Samfylkingarinnar sagt að hún sækist eftir endurkjöri. Í Norðausturkjördæmi er einnig uppstilling en þar hefur enginn gefið sig fram opinberlega en búist er við að Logi Eianrsson bæjarfulltrúi á Akureyri og varaformaður Samfylkingarinnar leiði listann.

 

Færðu inn athugasemd

Framboðsmál Framsóknarflokksins

framsoknÁ laugardaginn verður valið á framboðslista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum. Í Reykjavíkurkjördæmi suður býður Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra sig ein fram í 1.sætið. Í annað sætið býður sig fram Alex Björn B. Stefánsson og Gissur Guðmundsson í 2.-3.sæti. Í norðurkjördæminu bjóða þeir Karl Garðarsson alþingismaður, Þorsteinn Sæmundsson alþingismaður og Haukur Logi Karlsson lögfræðingur sig allir fram í efsta sætið og Lárus Sigurður Lárusson sig fram í 2.sætið. Aðrir sem bjóða sig fram í 2.-5.sæti eru Ásgerður Jóna Flosadóttir, Björn Ívar Björnsson, Gunnar Kristinn Þórðarson, Ingvar Mar Jónsson og Sævar Þór Jónsson.
Í Norðvesturkjördæmi verður stillt upp á lista og verður gengið frá endanlegum lista á kjördæmisþingi fyrstu helgina í september. Þar sækist Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra eftir því að leiða listann áfram og Elsa Lára Arnardóttir alþingismaður sækist eftir 2.sætinu.
Í Norðausturkjördæmi verður valið á lista á tvöföldu kjördæmisþingi 17. september. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fv.forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins sækist eftir að leiða listann en alþingismennirnir Höskuldur Þórhallsson, Líneik Anna Sævarsdóttir og Þórunn Egilsdóttir sækjast öll eftir endurkjöri.
Í Suðurkjördæmi verður valið á lista á tvöföldu kjördæmisþingi 24. september. Búist er við að Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra leiði listann og hefur Silja Dögg Gunnarsdóttir boðið sig fram í 2.sætið. Einar Freyr Elínarson hefur gefið kost á sér í 3.sætið.
Á fimmtudagskvöld verður ákveðið á kjördæmisþingi framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi hvaða aðferð viðhöfð til að velja á framboðslista. Eygló Harðardóttir velferðarráðherra og Willum Þór Þórsson alþingismaður gefa kost á sér til endurkjörs.

Færðu inn athugasemd

Framboðsmál Vinstri grænna

VGVinstrihreyfingin grænt framboð hefur gengið frá framboðslista í Norðausturkjördæmi. Þar eru efst Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir alþingismaður og Björn Valur Gíslason fv.alþingismaður og varaformaður flokksins.

Í Norðvesturkjördæmi verður varið á listann með forval sem lýkur 5. september.  Lilja Rafney Magnúsdóttir alþingismaður sækist eftir 1.sæti en það gerir einnig Bjarni Jónsson sveitarstjórarmaður í Skagafirði. Lárus Ástmar Hannesson bæjarfulltrúi í Stykkishólmi sækist eftir 1.-2.sæti, Einar Gíslason í Borgarnesi 1.-3. sæti, Reynir Eyvindarson á Akranesi 2.-6. sæti, Dagný Rósa Úlfarsdóttir sveitarstjórnarmaður í Skagabyggð 3.-5.sæti, Ingi Hans Jónsson í Grundarfirði 3.-6. sæti, Bjarki Hjörleifsson í Stykkishólmi 4.-5.sæti, Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Kleppjárnsreykjum 4.-6. sæti, Hjördís Pálsdóttir Stykkishólmi 5.-7. sæti og Berghildur Pálmadóttir Grundarfirði 6.-8. sæti

Uppstilling verður í Reykjavíkurkjördæmunum, Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi. Í Reykjavíkurkjördæmunum er vitað að alþingismennirnir Katrín Jakobsdóttir, Steinunn Þóra Árnadóttir og Svandís Svavarsdóttir gefa kost á sér. Ekki er vitað um hverjir gefa kost á sér í Suðurkjördæmi og Suðvesturkjördæmi.

Færðu inn athugasemd

Framboðsmál Sjálfstæðisflokksins

sjalfstflSjálfstæðisflokkurinn heldur 4 prófkjör til að velja á lista í Norðvesturkjördæmi og Reykjavíkurkjördæmunum verður það haldið 3. september en í Suðurkjördæmi og Suðvesturkjördæmi þann 10. september. Í Norðausturkjördæmi velja sjálfstæðismenn á lista á kjördæmisþingi 3.-4. september. Framboðsfrestur er runninn út nema í Norðausturkjördæmi þar sem fresturinn rennur út á mánudagskvöld.
Í Norðvesturkjördæmi eru tólf frambjóðendur. Um fyrsta sætið keppa þeir Haraldur Benediktsson alþingismaður og Teitur Björn Einarsson (Einars Odds Kristjánssonar) aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir aðstoðarmaður innanríkisráðherra býður sig fram í 2.sætið, Jónína Erna Arnardóttir sveitarstjórnarmaður í Borgarbyggð í 2.-3.sæti, Hafdís Gunnarsdóttir forstöðumaður á Ísafirði í 3. sætið og Aðalsteinn Orri Arason í 4. sæti. Aðrir sem bjóða sig fram eru Gísli Elís Úlfarsson Ísafirði, Guðmundur Júlíusson Akranesi, Jónas Þór Birgisson bæjarfulltrúi í Ísafjarðarbæ og Steinþór Bragason Ísafirði.
Í Reykjavíkurkjördæmunum eru fimmtán frambjóðendur. Þar sækjast alþingismennir Brynjar Níelsson, Birgir Ármannsson og Guðlaugur Þór Þórðarson allir eftir sætum ofarlega eða forystusætum. Ólöf Nordal innanríkisráðherra býður sig fram og gera má ráð fyrir að hún sækist eftir að leiða annan hvorn listann. Jón Ragnar Ríkharðsson sjómaður og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ritari Sjálfstæðisflokksins sækjast eftir 3. sæti. Sigríður Ásthildur Andersen alþingismaður, Ingibjörg Óðinsdóttir varaþingmaður og Hildur Sverrisdóttir borgarfulltrúi sækjast eftir 4. sæti og Guðmundur Franklin Jónsson fv.formaður Hægri grænna sækist eftir 4.-6.sæti. Þá sækist Sindri Einarsson eftir 5.sæti. Aðrir í framboði eru Herdís Anna Þorvaldsdóttir og Kristjana G. Kristjánsdóttir.
Í Suðvesturkjördæmi eru frambjóðendur fimmtán. Þar er búist við að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins leiði listann. Jón Gunnarsson alþingismaður hefur boðið sig fram í 2. sætið, Elín Hirst alþingismaður í 2.-3.sæti, Vilhjálmur Bjarnason alþingismaður í 2.-4. sæti, Vilhjálmur Bjarnason „ekki fjárfestir“ í 2.-4.sæti, Helga Ingólfsdóttir bæjarfulltrúi í Hafnarfirði í 2.-4.sæti, Óli Björn Kárason í 3.sæti, Karen Elísabet Halldórsdóttir bæjarfulltrú í Kópavogi í 3.sæti, Sveinn Óskar Sigurðsson framkvæmdastjóri í 3.-4. sæti og Tinna Dögg Guðlaugsdóttir framkvæmdastjóri í 5.s æti. Aðrir í framboði eru Ásgeir Einarsson stjórnmálafræðingur, Bryndís Haraldsdóttir bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ, Bryndís Loftsdóttir hjá Félagi íslenskra bókaútgefanda, Kristín Thoroddsen varabæjarfulltrúi og flugfreyja og Viðar Snær Sigurðsson öryrki.
Í Suðurkjördæmi  eru frambjóðendur ellefu. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra býður sig fram í 1.sæti en það gerir einnig Páll Magnússon fv.útvarpsstjóri. Ásmundur Friðriksson alþingismaður býður sig fram í 1.-2. sæti og Árni Johnsen fv.alþingismaður í eitt af efstu sætunum. Unnur Brá Konráðsdóttir alþingismaður býður sig fram í 2.sæti, Oddgeir Ágúst Ottesen varaþingmaður í 2.-3.sæti, Vilhjálmur Árnason alþingismaður í 3. sæti, Kristján Óli Níels Sigmundsson í 3.-4.sæti, Ísak Ernir Kristinsson verkefnastjóri í 4. sæti, Bryndís Einarsdóttir í 4.sæti og Brynjólfur Magnússon í 5. sæti.
Í Norðausturkjördæmi hefur Valgerður Gunnarsdóttir alþingismaður lýst yfir framboði í 2. sætið en ekki er annað vitað en að Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra sækist eftir því að leiða listann áfram. Framboðsfrestur er ekki runninn út í Norðausturkjördæmi.

Færðu inn athugasemd

Framboðsmál Pírata

piratarPíratar eru komnir lengst með sín framboðsmál. Samþykktur hefur verið framboðslisti í Suðurkjördæmi þar sem Smári McCharthy leiðir, Oktavía Hrund Jónsdóttir er í öðru sæti og Þórólfur Júlían Dagsson í því þriðja.
Framboðslisti í Norðausturkjördæmi er í staðfestingarkosningu að nýju eftir endurtalningu en samkvæmt tillögunni er Einar Brynjólfsson efstur, Guðrún Ágústa Þórdísardóttir í öðru sæti og Gunnar Ómarsson í því þriðja.
Framboðslisti í Norðvesturkjördæmi var kominn í staðfestingarkosningu en var dreginn til baka úr henni og talið að nýju. Framboðslistinn er ekki kominn aftur í staðfestingarkosningu. Sömu sögu er að segja af framboðslistum flokksins á höfuðborgarsvæðinu.

Færðu inn athugasemd

Sigríður Ingibjörg vill leiða í Reykjavík

samfylkingSigríður Ingibjörg Ingadóttir alþingismaður Samfylkingarinnar í Reykjavík vill leiða lista flokksins í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu. Aðrir sem boðið hafa sig fram í flokksvali Samfylkingarinnar fyrir Reykjavíkurkjördæmin eru þingmennirnir Össur Skarphéðinsson og Helgi Hjörvar, Valgerður Bjarnadóttir alþingismaður í 1.-2.sæti, Gunnar Alexander Ólafsson í 3.-4. sæti og Magnús Már Guðmundsson sem einnig gefur kost á sér í 3.-4.sæti.

Færðu inn athugasemd