Archive for category Sveitarstjórnarkosningar

Íslenskir stjórnmálaflokkur í 100 ár

Tekið hefur verið saman yfirlit yfir íslenska stjórnmálaflokka síðastliðin tæp 100 ár.flokkar
Viðmiðunin að þessu sinni er upphaf stéttastjórnmála árið 1916 þegar að Alþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn voru stofnaðir. Vitaskuld voru stjórnmálaflokkar til fyrir þann tíma og hugsanlega verða þeim gerð skil síðar.

Tengill á síðuna er https://kosningasaga.wordpress.com/althingiskosningar/islenski-stjornmalaflokkar-yfirlit/ 

Leiðréttingar og ábendingar eru vel þegnar á netfangið sigarn@hotmail.com.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Árið 2014

Á árinu 2014 báru sveitarstjórnarkosningarnar hæst, en einnig urðu breytingar á ríkisstjórninni og einn þingmaður sagði af sér embætti og hvarf til annarra starfa.

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra sagði af sér embætti vegna lekamálsins svokallaða og tók Ólöf Nordal fv. alþingismaður Sjálfstæðisflokksins við embættinu.

Um áramótin tók Sigrún Magnúsdóttir við embætti umhverfis- og auðlindaráðherra af Sigurði Inga Jóhannssyni sem áfram var ráðherra sjávarútvegs- og landbúnaðarmála. Sigrún og eiginmaður hennar Páll Pétursson eru fyrstu hjónin til að gegna ráðherraembætti á Íslandi.

Árni Þór Sigurðsson alþingismaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs sagði af sér sem þingmaður og tók Steinunn Þóra Árnadóttir sæti hans.

Helstu tíðindin í sveitarstjórnarkosningunum voru þessi:

  • Meirihluti Samfylkingar og Besta flokksins í Reykjavík féll vegna mikils fylgistaps Bjartrar framtíðar/Besta flokksins sem tapaði 4 borgarfulltrúum. Samfylkingin og Björt framtíð endurnýjuðu meirihlutann með því að taka Vinstrihreyfinguna grænt framboð og Pírata inn í meirihlutann.
  • Meirihlutinn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Kópavogslista í Kópavogi hélt en var ekki framlengdur. Sjálfstæðisflokkur og Björt framtíð mynduðu meirihluta,
  • Meirihluti Samfylkingar og Vinstrihreyfingarinar græns framboðs í Hafnarfirði féll vegna fylgistaps Samfylkingarinnar sem tapaði helmings fylgis síns frá 2010. Sjálfstæðisflokkur og Björt framtíð mynduðu meirihluta.
  • Á Akureyri féll hreinn meirihluti L-listans en listinn tapaði 4 af 6 bæjarfulltrúum sínum. Framsóknarflokkur, Samfylking og L-listi mynduðu nýjan meirihluta í bæjarstjórn.
  • Í Reykjanesbæ tapaði Sjálfstæðisflokkurinn hreinum meirihluta sínum í bæjarstjórn þegar flokkurinn tapaði þremur bæjarfulltrúum. Nýr meirihluti Frjáls afls, klofningsframboðs úr Sjálfstæðisflokki, Samfylkingar og óháðra og Beinnar leiðar tók við meirihluta í bænum,
  • Í Garðabæ, Árborg, Mosfellsbæ, Vestmannaeyjum, Hveragerði, Snæfellsbæ og Seltjarnarnesi hélt Sjálfstæðisflokkurinn hreinum meirihluta sínum.
  • Á Akranesi náði Sjálfstæðisflokkurinn hreinum meirihluta.
  • Í Skagafirði náði Framsóknarflokkurinn hreinum meirihluta.
  • Í Ísafjarðarbæ náði Í-listinn hreinum meirihluta.
  • Í Sveitarfélaginu Hornafirði missti Framsóknarflokkurinn meirihlutann og nýr meirihluti Sjálfstæðisflokks og 3. framboðsins var myndaður.

Færðu inn athugasemd

Fjöldi sveitarstjórnarmanna

Ný sveitarstjórnarlög tóku gildi 1. janúar 2012. M.a. tóku lögin á fjölda sveitarstjórnarfulltrúa. Tvö sveitarfélög, Garðabær og Reykjavík þurfa samkvæmt núverandi íbúatölu að fjölga í sveitarstjórnum sínum en hafa þó til þess umþóttunartíma fram að kosningunum 2018. Tillaga hefur verið lögð fram í bæjarstjórn Garðabæjar um að fjölga fulltrúum í 11 og verður hún væntanlega afgreidd fyrir sumarleyfi bæjarstjórnar. Er það m.a. gert vegna sameiningar Sveitarfélagsins Álftaness og Garðarbæjar. Í Reykjavík hefur hins vegar formaður borgarráðs látið hafa eftir sér að hann telji ekki tilefni til að fjölga borgarfulltrúum í Reykjavík.

Reglur um fjölda sveitarstjórnarmanna eru sem hér segir:
100.000 eða fleiri íbúar 23-31 sveitarstjórnarfulltrúi
50.000-99.999 íbúar      15-23 sveitarstjórnarfulltrúar
10.000-49.999 íbúar      11-15 sveitarstjórnarfulltrúar
2.000-9.999 íbúar        7-11 sveitarstjórnarfulltrúar
færri en 2.000 íbúar     5-7 sveitarstjórnarfulltrúar

Færðu inn athugasemd

24.apríl 2013 – framboðsfréttir dagsins

Í Hrunamannahreppi verður íbúakosning um skipulagsmál á laugardaginn samhliða alþingiskosningunum. Kosning snýst um hvort leysa eigi umferðarmál á Flúðum.

Á kosningavef innanríkisráðuneytisins er að finna gagnlegar upplýsingar varðandi framkvæmd komandi alþingiskosninga og ýmsa tölfræði varðandi framboð. Sjá.

Kristin stjórnmálasamtök ákváðu á fundi sínum þann 20.apríl sl. að bjóða fram til borgarstjórnarkosninga í Reykjavík næsta vor. Sjá

Færðu inn athugasemd