Archive for category Íbúakosningar

Árið 2015

2015Engar kosningar voru á árinu 2015 og því minna um að vera á síðunni en undanfarin ár. En á árinu gerðist það helst að …

  • Pétur H. Blöndal alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður lést og tók Sigríður Á. Andersen sæti hans
  • Guðbjartur Hannesson alþingismaður Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi lést og tók Ólína Þorvarðardóttir sæti hans
  • Jón Þór Ólafsson alþingismaður Pírata sagði af sér þingmennsku og tók Ásta Guðrún Helgadóttir sæti hans.

Við þessar breytingar á Alþingi fór hlutfall kvenna upp í 46,0%.

Íbúakosning var í Reykjanesbæ um skipulagsmál í Helguvík. Aðeins fleiri studdu breytinguna en voru á móti henni en yfir 90% tóku ekki afstöðu.

Á síðunni var tekið saman yfirlit yfir

  • íslenska stjórnmálaflokka í 100 ár,
  • þróunar kosningaréttar til Alþingis
  • og yfirlit yfir kjördæmaskipun frá 1843.

Árið 2016
Á næsta ári rennur út kjörtímabil Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands og forsetakosningar verða væntanlega 25. júní n.k.

Á árinu 2017 verða alþingiskosningar í síðasta lagi fyrir apríllok. Búast má við fyrstu prófkjörum og uppstillingum haustið 2016.

Færðu inn athugasemd

Lítil þátttaka í íbúakosningu í Reykjanesbæ

rnbSamtals greiddu 934 atkvæði  eða 8,71% í íbúakosningu í Reykjanesbæ um breytingar skipulagi í Helguvík sem lauk kl.2 í nótt. Já sögðu 471 eða 51,08% en nei 451 eða 48,92%. Auðir seðlar voru 12 eða 1,28% af heildarfjölda greiddra atkvæða. Á kjörskrá voru liðlega 10.700 manns.

Léleg þátttaka í atkvæðagreiðslunni vekur athygli þar sem að tæplega 2.800 manns skrifuðu undir kröfu um atkvæðagreiðsluna. Á vef Reykjanesbæjar segir: „Þessi dræma kjörsókn þykir óheppileg þar sem rafrænar kosningar eru tæki sem Reykjanesbær hyggst nota í ríkari mæli í framtíðinni til eflingar íbúalýðræði og voru nýafstaðnar kosningar liður í því lærdómsferli. „

Færðu inn athugasemd

Greidd atkvæði um nýtt nafn á Skeiða- og Gnúpverjahreppi

soggÁ fundi sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps þann 5. ágúst sl. var samþykkt ferli við kosningu á nýju nafni sveitarfélagins. Auglýst verður eftir tillögum að nafni á sveitarfélaginu og frestur til að skila inn tillögum til 20. október n.k. Greidd verða atkvæði um allt að 10 nöfn í tveimur umferðum ef ekkert nafn fær yfir 50% atkvæða í fyrri umferðinni. Í seinni umferð verður kosið um þau tvö nöfn sem hlutu flest atkvæði í fyrri umferð. Miðað er við að fyrri atkvæðagreiðslan fari fram ekki seinna en 1.desember n.k. og seinni atkvæðagreiðslan, komi til hennar, ekki seinna en 15.desember.

Færðu inn athugasemd

Íbúakosning í Reykjanesbæ framundan

rnbRíflega fjórðungur (25,3%)  kosningabærra einstaklinga í Reykjanesbæ hafa farið fram á íbúakosningu um breytingar á deiliskipulagi vegna fyrirhugaðs kísilvers Thorsil. Samkvæmt reglum Reykjanesbæjar fer íbúakosning fram óski a.m.k. 25% eftir slíkri kosningu. Á mbl.is kemur fram að bæjarstjóri Reykjanesbæjar geri ráð fyrir að kosningin fari fram á þessu ári og stefnt sé að því að hún verði rafræn.

Færðu inn athugasemd

Íbúakosning í Vestmannaeyjum

Íbúakosning verður haldin í Vestmannaeyjum 21.-22. maí um hvort heimila skuli byggingu hótels við Hástein. Sjá og sjá.

Færðu inn athugasemd

24.apríl 2013 – framboðsfréttir dagsins

Í Hrunamannahreppi verður íbúakosning um skipulagsmál á laugardaginn samhliða alþingiskosningunum. Kosning snýst um hvort leysa eigi umferðarmál á Flúðum.

Á kosningavef innanríkisráðuneytisins er að finna gagnlegar upplýsingar varðandi framkvæmd komandi alþingiskosninga og ýmsa tölfræði varðandi framboð. Sjá.

Kristin stjórnmálasamtök ákváðu á fundi sínum þann 20.apríl sl. að bjóða fram til borgarstjórnarkosninga í Reykjavík næsta vor. Sjá

Færðu inn athugasemd