Archive for category Forsetakosningar

Guðmundur Franklín Jónsson lofar að íhugar forsetaframboð

Guðmundur Franklín Jónsson stofnandi og fyrrverandi formaður Hægri grænna lofar að íhugar framboð til embættis forseta Íslands ef að enginn góður gefur sig fram á næstu tveimur mánuðum. Þetta kemur fram á facebook-síðu Guðmundar Franklín. Þar svarar hann áskorun um að fara í forsetaframboð á eftirfarandi hátt: „Takk fyrir áskorunina, ég er að sjálfsögðu að hugsa málið. Það er ekki hægt þjóðfélagslega séð að hafa Guðna önnur fjögur ár í viðbót. Hann er þegar búinn að skaða þjóðfélagið eins og í Orkupakkamálinu. Hann má ekki geta skaðað Ísland oftar, þessu verður að linna, sérstaklega með lifandi aðildarumsókn ESB sem er enn í vinnslu. Ef að enginn góður gefur sig fram á næstu tveimur mánuðum þá kem ég til með að hugsa þetta grafalvarlega. Því skal ég lofa þér.“

Færðu inn athugasemd

80% ánægð með störf Guðna Th. Jóhannessonar

Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að 80% aðspurðra í könnun Zenter rannsókna eru ánægð með störf Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands. Þar af eru 57% mjög ánægð og 23% frekar ánægð. Aðeins 6,5% eru óánægð með störf hans. Samkvæmt könnuninni eru stuðningsmenn Miðflokksins minnst hrifnir af Guðna en 37% þeirra eru óánægð með störf forsetans. Almenn ánægja er hins vegar með störf forsetans meðal stuðningsmanna Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar, Pírata, Vinstri grænna og Sósíalistaflokks Íslands.

Guðni Th. Jóhannesson hefur sem kunnugt er gefið kost á sér til áframhaldandi setu í embætti forseta Íslands. Forsetakosningar verða haldnar 27. júní n.k. ef mótframboð kemur fram.

Færðu inn athugasemd

Guðni Th. gefur kost á sér áfram

Kjörtímabil Guðna Th. Jóhannesson rennur út á þessu ári. Í nýársávarpi sínu í dag lýsti Guðni Th. því yfir að hann gæfi kost á sér til áframhaldandi setu.

Færðu inn athugasemd

Frambjóðendur til embættis forseta Íslands

skjaldEins og við var að búast hafa fjölmiðlar fjallað mikið um það í dag hverjir komi til greina í embætti forseta Íslands í kjölfar yfirlýsingar Ólafs Ragnars Grímssonar.

Tveir virðast vera ákveðnir í að bjóða sig fram en það eru rithöfundarnir Þorgrímur Þráinsson og Elísabet Jökulsdóttir. 

Aðrir sem eru sagðir hugsa málið eru Stefán Jón Hafstein umdæmisstjóri hjá Þróunarsamvinnustofnun í Úganda, Hrannar Pétursson ráðgjafi, Halla Tómasdóttir fjárfestir, Sturla Jónsson vörubílstjóri, Ómar Valdimarsson almannatengill og Katrín Jakobsdóttir formaður VG. Auk þessa fólks hafa fjölmargir verið nefndir og jafnvel verið stofnaðar stuðningssíður við framboð einstakra manna.

Færðu inn athugasemd

Ólafur Ragnar hættir sem forseti

skjaldÓlafur Ragnar Grímsson sem hefur verið forseti Íslands frá 1996 tilkynnti í nýársávarpi sínu rétt í þessu að hann ætli ekki að bjóða sig fram til forseta Íslands. Ljóst er því að nýr forseti verður kjörinn 26. júní n.k.

Ólafur var fyrst kjörinn árið 1996 og endurkjörinn án mótframboðs árið 2000. Hann var síðan endurkjörinn með yfirburðum árið 2004 og endurkjörinn án mótframboðs 2008. Hann var síðan endurkjörinn með meirihluta atkvæða í kosningunum 2012.

Færðu inn athugasemd

Árið 2015

2015Engar kosningar voru á árinu 2015 og því minna um að vera á síðunni en undanfarin ár. En á árinu gerðist það helst að …

  • Pétur H. Blöndal alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður lést og tók Sigríður Á. Andersen sæti hans
  • Guðbjartur Hannesson alþingismaður Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi lést og tók Ólína Þorvarðardóttir sæti hans
  • Jón Þór Ólafsson alþingismaður Pírata sagði af sér þingmennsku og tók Ásta Guðrún Helgadóttir sæti hans.

Við þessar breytingar á Alþingi fór hlutfall kvenna upp í 46,0%.

Íbúakosning var í Reykjanesbæ um skipulagsmál í Helguvík. Aðeins fleiri studdu breytinguna en voru á móti henni en yfir 90% tóku ekki afstöðu.

Á síðunni var tekið saman yfirlit yfir

  • íslenska stjórnmálaflokka í 100 ár,
  • þróunar kosningaréttar til Alþingis
  • og yfirlit yfir kjördæmaskipun frá 1843.

Árið 2016
Á næsta ári rennur út kjörtímabil Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands og forsetakosningar verða væntanlega 25. júní n.k.

Á árinu 2017 verða alþingiskosningar í síðasta lagi fyrir apríllok. Búast má við fyrstu prófkjörum og uppstillingum haustið 2016.

Færðu inn athugasemd

Hrannar Pétursson íhugar forsetaframboð

hrannarHrannar Pétursson, fv. framkvæmdastjóri mannauðs-, markaðs- og lögfræðimála hjá Vodafone á Íslandi, íhugar að bjóða sig fram til forseta Íslands næsta sumar. Frá þessu greina Kjarninn og héraðsfréttamiðlinn Skarpur í dag. Fram kemur að hann hafi starfað sem sjónvarpsfréttamaður, en síðan við upplýsinga- og samskiptamál hjá ÍSAL og Vodafone. Hann starfaði sem verkefnisstjóri hjá forsætisráðuneytinu til nú í nóvember 2015 en rekur nú eigið upplýsinga- og samkiptafyrirtæki.

Færðu inn athugasemd