Archive for category Alþingiskosningar

Nafnið Múlaþing með flest atkvæði.

Samhliða forsetakosningunum í gær greiddu íbúar í sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðs atkvæði um nafn á nýja sveitarfélagið.

Kjósendum var heimilt að velja tvö nöfn að því gefnu að auðkennt væri fyrsta og annað val. Þegar fyrsta og annað val var tekið saman voru niðurstöðurnar á þessa leið:Niðurstaðan var að Múlaþing fékk flest atkvæði eða 1028, Drekabyggð hlaut 774, Austurþing 645, Múlaþinghá 332, Múlabyggð, 329 og Austurþinghá 131.

Niðurstöður kosningarinnar ganga til sveitarstjórnar nýs sveitarfélags sem tekur endanlega ákvörðun.

Færðu inn athugasemd

Skoðanakannanir með mikla nákvæmni

Skoðanakannir fyrir forsetakosningarnar í gær voru mjög nákvæmar. Þær sýndu Guðna Th. Jóhannesson með fylgi upp á 90,4% – 95% fylgi en niðurstaðan var 92,2%.

Færðu inn athugasemd

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands næstu fjögur árin.

Úrslit kosninganna voru að Guðni Th. Jóhannesson sigraði og fékk yfir 150 þúsund atkvæði á móti tæplega 13.000 atkvæðum Guðmundur Franklíns Jónssonar. Það þýðir að Guðni Th. hlaut 92,18% atkvæða og Guðmundur Franklín 7,82% af gildum atkvæðum. Auðir seðlar voru 2,39% og ógildir 0,63% af greiddum atkvæðum. Kjörsókn yfir allt landið var 66,93%. Mest var kjörsóknin í Norðvesturkjördæmi eða 69,21% en minnst í Suðurkjördæmi 64,69%.

Úrslitin voru sem hér segir:

Atkvæði Guðni Th. Jóhannesson Guðmundur Franklín Jónsson Samtals gild atkvæði Auðir seðlar Ógildir seðlar Samtals greidd atkvæði Samtals á kjörskrá
Reykjavíkurkjördæmi norður 26,800 2,259 29,059 678 213 29,950 46,059
Reykjavíkurkjördæmi suður 26,549 2,334 28,883 695 210 29,788 44,818
Suðvesturkjördæmi 44,630 3,461 48,091 1,083 286 49,460 72,695
Norðvesturkjördæmi 13,301 1,150 14,451 382 55 14,888 21,511
Norðausturkjördæmi 18,535 1,317 19,852 549 113 20,514 29,695
Suðurkjördæmi 21,098 2,276 23,374 656 191 24,221 37,439
Allt landið 150,913 12,797 163,710 4,043 1,068 168,821 252,217
Hlutfall Guðni Th. Jóhannesson Guðmundur Franklín Jónsson Samtals gild atkvæði Auðir seðlar Ógildir seðlar Kjörsókn
RN 92.23% 7.77% 100% 2.26% 0.71% 65.03%
RS 91.92% 8.08% 100% 2.33% 0.70% 66.46%
SV 92.80% 7.20% 100% 2.19% 0.58% 68.04%
NV 92.04% 7.96% 100% 2.57% 0.37% 69.21%
NA 93.37% 6.63% 100% 2.68% 0.55% 69.08%
SU 90.26% 9.74% 100% 2.71% 0.79% 64.69%
Allt landið 92.18% 7.82% 100% 2.39% 0.63% 66.93%

Færðu inn athugasemd

252 þúsund kjósendur á kjörskrá

Í forsetakosningunum á laugardeginum eru samkvæmt Þjóðskrá Íslands 252.217 einstaklingar á kjörskrá. Það eru 125.667 karlar og 125.550 konur. Við forsetakosningarnar 2016 voru 244.954 á kjörskrá þannig að kjósendum á kjörskrá hefur fjölgað um 7.263 eða um rétt tæp 3%. Þeir skiptast þannig á milli kjördæma:

Kjördæmi Alls Karl Kona
Reykjavíkurkjördæmi suður      44.818      21.858      22.960
Reykjavíkurkjördæmi norður      46.059      22.882      23.177
Suðvesturkjördæmi      72.695      35.733      36.962
Norðvesturkjördæmi      21.511      11.045      10.466
Norðausturkjördæmi      29.695      15.033      14.662
Suðurkjördæmi      37.439      19.116      18.323
Landið Allt    252.217    125.667    126.550

Færðu inn athugasemd

Yfir 42.000 greitt atkvæði

Síðdegis í dag höfðu 42.233 greitt atkvæði utan kjörfundar vegna forsetakosninganna á laugardaginn eða 16,7% þeirra sem eru á kjörskrá.  Í forsetakosningunum 2016 greiddu 42.671 atkvæði utan kjörfundar og 38.140 í forsetakosningunum 2012.

Færðu inn athugasemd

Dalabyggð skoðar sameiningakosti

Á fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar þann 22.júní var lagt bréf frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu þar sem tilkynnt var að Dalabyggð hefði hlotið 4,4 milljóna kr. styrk til að vinna valkostagreiningu vegna hugsanlegrar sameiningar sveitarfélagsins. Þann 1.janúar sl. voru íbúar í Dalabyggð 639. Fram kemur í Morgunblaðinu í dag að óformleg samtöl hafa átt sér stað við nágrannasveitarfélögin Stykkishólmsbæ, Húnaþing vestra, Reykhólasveit og Strandabyggð.

Færðu inn athugasemd

Meira en 33.000 greitt atkvæði utan kjörfundar

Í gærkvöldi höfðu 33.646 greitt atkvæði utan kjörfundar. Það eru um 9% þeirra sem eru á kjörskrá. Í forsetakosningunum 2016 greiddu 42.671 atkvæði utan kjörfundar og 38.140 í forsetakosningunum 2012.

Færðu inn athugasemd

Guðni Th. með 93,5% fylgi

Í skoðanakönnun Gallup sem RUV.is birti í kvöld mælist Guðni Th. Jóhannesson með 93,5% fylgi en Guðmundur Franklín Jónsson með 6,5% fylgi. Það er mesta fylgi sem Guðni hefur mælst með en í þeim fjórum könnunum sem birst hafa eftir að framboðsfrestur rann út hefur hann mælst með 90,4-92,4% fylgi.

Færðu inn athugasemd

Rúmlega 24.000 búin að kjósa

Á landsvísu hafa 24.448 atkvæði verið greidd utankjörfundar vegna forsetakosninganna n.k. laugardag. Þar af höfðu 19.000 greitt atkvæði á höfuðborgarsvæðinu en til samanburðar höfðu 11.000 greitt atkvæði á sama tíma fyrir forsetakosningarnar 2016.

Færðu inn athugasemd

Guðni Th. með 92,1% fylgi

Fréttablaðið greinir frá því að samkvæmt skoðanakönnun frá Zenter mælist Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands með 92,1% fylgi og Guðmundur Franklín Jónsson með 7,9%. Í könnuninni kemur einnig fram að 72% ætli örugglega á kjörstað, 14% telja mjög líklegt að þau fari og 5,5% frekar líklegt að þeir mæti á kjörstað. Það eru tæplega 92% kjósenda.

Færðu inn athugasemd