Archive for category Alþingiskosningar

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tekur við í dag

skjaldarmerkiNý ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tekur við í dag. Ráðuneytaskipting er eftirfarandi:

 • forsætisráðherra – Katrín Jakobsdóttir VG
 • heilbrigðisráðherra – Svandís Svavarsdóttir – VG
 • umhverfis- og auðlindaráðherra – Guðmundur Ingi Guðbrandsson – VG
 • fjármála- og efnahagsráðherra – Bjarni Benediktsson – Sjálfstæðisflokki
 • utanríkisráðherra – Guðlaugur Þór Þórðarson – Sjálfstæðisflokki
 • dómsmálaráðherra – Sigríður Á. Andersen – Sjálfstæðisflokki
 • ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra – Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfasdóttir – Sjálfstæðisflokki
 • sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra – Kristján Þór Júlíusson – Sjálfstæðisflokki
 • samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra – Sigurður Ingi Jóhannsson – Framsóknarflokki
 • mennta- og menningarmálaráðherra – Lilja Alfreðsdóttir – Framsóknarflokki
 • félags- og jafnréttismálaráðherra – Ásmundur Einar Daðason – Framsóknarflokki

Steingrímur J. Sigfússon verður forseti Alþingis og Willum Þór Þórsson formaður fjárlaganefndar

 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Nýtt framboð boðað í Kópavogi

kópavogurMbl.is segir frá því að Ómar Stefánsson fv.bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Kópavogi og fleiri vinni að stofnun bæjarmálafélags og ætlunin sé að bjóða fram í bæjarstjórnarkosningunum í vor. Bæjarmálafélagið gengur undir vinnuheitinu Fyrir Kópavog og verður kynnt nánar á fundi annað kvöld.

Í dag eiga Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Samfylkingin, Vinstri grænir og félagshyggjufólk og Björt framtíð fulltrúa í bæjarstjórn Kópavogs.

Færðu inn athugasemd

Garður og Sandgerði sameinast

sandgerdigardurÍ gær samþykktu íbúar Sveitarfélagsins Garðs og Sandgerðisbæjar að sameina sveitarfélögin. Það þýðir að kosið verður til sameinginlegrar sveitarstjórnar í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Við þetta fækkar sveitarfélögum á Íslandi í 73.

Samkvæmt Víkurfréttum voru útslit þessi:  Í Garði samþykktu 71,5% íbúa sameininguna en 28,5% voru á móti. Á kjörskrá voru 1.134 og kusu 601 eða 53% þeirra sem voru á kjörskrá. Í Sandgerði var sameiningin samþykkt með 55,2% atkvæða en 44,8% voru á móti. Á kjörskrá voru 1.200 manns og kusu 662 eða 55,2%. Þrír seðlar voru auðir og einn ógildur.

Færðu inn athugasemd

Sameiningar sveitarfélaga

sambandVitað er um vinna sé í gangi á fimm svæðum um sameiningu sveitarfélaga. Gangi þær allar eftir fækkar sveitarfélögum um níu.

 • Um helgina verða greidd atkvæði um sameiningu Sveitarfélagsins Garðs og Sandgerðisbæjar.
 • Unnið er að sameiningu Grundarfjarðarbæjar, Helgafellssveitar og Stykkihólmsbæjar.
 • Samþykkt hefur verið að hefja viðræður um sameiningu Blönduósbæjar, Húnavatnshrepps, Skagabyggðar og Sveitarfélagsins Skagastrandar.
 • Samþykkt hefur verið að hefja formlegt sameiningarferli Fjarðabyggðar og Breiðdalshrepps.
 • Djúpavogshreppur, Sveitarfélagið Hornafjörður og Skaftárhreppur eru í viðræðum um sameiningu sveitarfélaga.

Færðu inn athugasemd

Þingmenn með meira en 4 ára reynslu

althingiAðeins 16 af 63 þingmönnum sem kjörnir voru á þing á laugardaginn komu á þing fyrir alþingiskosningarnar 2013 eða hafa meira en fjögurra ára þingreynslu.

Þar af eru 11 karlar og 5 konur. Skipt eftir núverandi flokkum: Framsóknarflokkur 2, Viðreisn 1, Sjálfstæðisflokkur 5, Miðflokkurinn 2, Samfylkingin 2 og Vinstri grænir 4.

Fjórir þessara þingmanna hafa skiptu um stjórnmálaflokka það eru þau: Þorgerður Katrín, Ásmundur Einar, Gunnar Bragi og Sigmundur Davíð.

Þingmennirnir eru:

 • Frá 1983 Steingrímur J. Sigfússon Vinstri grænum.
 • Frá 1999 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (utan 2013-2016) Viðreisn.
 • Frá 2003 Bjarni Benediktsson, Guðlaugur Þór Þórðarson og Birgir Ármannsson Sjálfstæðisflokki.
 • 2003-2009 Ágúst Ólafur Ágústsson Samfylkingu.
 • Frá 2007 Kristján Þór Júlíusson og Jón Gunnarsson Sjálfstæðisflokki og Katrín Jakobsdóttir Vinstri grænum.
 • Frá 2009 Svandís Svavarsdóttir og Lilja Rafney Magnúsdóttir Vinstri grænum, Sigurður Ingi Jóhannsson og  Ásmundur Einar Daðason (utan 2016-2017) Framsóknarflokki, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Gunnar Bragi  Sveinsson MIðflokknum, Oddný G. Harðardóttir Samfylkingu

Færðu inn athugasemd

Hlutfall kvenna á Alþingi

Konur á Alþingi eru eftir alþingiskosningarnar á laugardaginn 24 á móti 39 körlum. Það gerir 38%. Hlutföllin eru afar mismunandi eftir þingflokkum og þannig eru fleiri konur í þingflokkum Vinstri grænna og Framsóknarflokks, jafnt hlutfall hjá Viðreisn og eins og jafnt og hægt er í Samfylkingu. Verulega hallar hins vegar á konur hjá Pírötum, Flokki fólksins, Sjálfstæðisflokknum og Miðflokknum.

kyn

Sé bætt við 1. varamanni eða oddvita í kjördæmi sem ekki náði kjöri, sex einstaklingum hjá hverjum flokki lítur myndin aðeins öðruvísi út. Þá er nokkurn veginn jafnvægi milli kynja hjá Vinstri grænum, Framsóknarflokki, Samfylkingu og Pírötum. Aðeins hallar á konur í Flokki fólksins en það hallar verulega á konur í Sjálfstæðisflokknum og Miðflokknum.

kyn2

Færðu inn athugasemd

Reykjavík – borgarstjórnarkosningar

rvkSveitarstjórnarkosningar verða í vor og því er athyglisvert að skoða fylgi flokkanna í Reykjavík út frá úrslitum helgarinnar. Ef atkvæðamagn flokkanna í báðum Reykjavíkurkjördæmunum og er lagt saman og borgarfulltrúar reiknaðir út frá því er niðurstaðan þessi:

Núverandi meirihluti   Aðrir
Vinstri grænir 5 Sjálfstæðisflokkur 6
Samfylking 3 Viðreisn 2
Píratar 3 Flokkur fólksins 2
Björt framtíð 0 Framsóknarflokkur 1
Miðflokkurinn 1
Samtals 11   Samtals 12

 

Færðu inn athugasemd