Archive for category Alþingiskosningar

Meiri kjörsókn í minni sveitarfélögunum

stærðÁberandi munu er á kjörsókn eftir stærð sveitarfélaga sjá meðfylgjandi myndir. Þannig er kjörsókn í þeim sveitarfélögum sem telja fleiri en 5.000 kjósendur áberandi minni hlutfallslega en í þeim sveitarfélögum sem teljan innan við 5.000 kjósendur. Þar er annars vegar verið að tala um kjörsókn upp á 63,6% til 67,8% á móti 75,2% til 79,9% í minni sveitarfélögunum.

raðaðSama er upp á tenginum ef sveitarfélögum er raðað eftir stærð. Þá sést að það er að meðaltali 65% kjörsókn í 10 stærstu sveitarfélögunum en rétt tæp 75% í sveitarfélögum nr.11-20 miðað við fjölda á kjörskrá. Kjörsóknin er síðan enn hærri í sveitarfélögunum sem koma þar á eftir í stæðarröð.

 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Mismunandi kjörsókn eftir landshlutum

landshlutarKjörsókn var ekki bara mjög mismunandi eftir sveitarfélögum einnig eftir landshlutum. Mest var hún á Norðurlandi vestra tæp 80%. Þar á eftir kom Vestfirði og Suðurland með 76-77% kjörsókn og þá Vesturland með 74%. Minnst var kjörsóknin hins vegar á Suðurnesjum 60% og á höfuðborgarsvæðinu 65%.

 

Færðu inn athugasemd

Mesta og minnsta kjörsóknin

toppbotnKjörsókn var frá því að vera tæplega 57% í Reykjanesbæ þar sem hún var minnst og í Hafnarfirði þar sem hún var 58%. Kjörsóknin í sameinuðu sveitarfélagi Garðs og Sandgerði var tæplega 61%, ríflega 63% í Kópavogi og tæplega 65% í Mosfellsbæ.

Mest var hún í Árneshreppi á Ströndum þar sem að hún var 93,5%. Þá var hún einnig yfir 90% í Langanesbyggð, Tálknafjarðarhreppi og Húnvatnshreppi. Litlu minni var hún í Ásahreppi, Skorradalshreppi og Stykkishólmi

 

 

 

Færðu inn athugasemd

Úrslit sveitarstjórnarkosninganna komnar inn

Úrslit sveitarstjórnarkosninganna sem haldnar voru um síðustu helgi eru komnar inn á viðkomandi síður. Einnig hafa verið færðar inn upplýsingar um útstrikanir þar sem þær liggja fyrir.

Færðu inn athugasemd

Skoðanakönnun í Reykjavík

rvkÍ morgun birtist ný skoðanakönnun um fylgi flokka í Reykjavík í Fréttablaðinu og á frettabladid.is. Könnunin sýnir svipaða mynd og kannarnir undanfarna daga.

Meirihlutaflokkarnir sem bjóða fram fá samtals 13 borgarfulltrúa, þar af fær Samfylkingin 9, Vinstrihreyfingin grænt framboð 2 og Píratar 2. Sjálfsætðisflokkurinn mælist með 7 borgarfulltrúa, Framsóknarflokkur 1, Viðreisn 1 og Miðflokkurinn 1.

Níundi maður Samfylkingarinnar er síðastur inn og Framsóknarmaður næstur á undan honum. Pírötum vantar minnst til að bæta við sig manni en síðan koma Flokkur fólksins og Viðreisn.

Íslenska þjóðfylkingin, Höfuðborgarlistinn, Sósíalistaflokkur Íslands, Kvennahreyfingin, Alþýðufylkingin, Karlalistinn og Frelsisflokkurinn mælast ekki með borgarfulltrúa inni.

Færðu inn athugasemd

Óhlutbundnar kosningar í 16 sveitarfélögum

Óhlutbundnar kosningar verða í sextán sveitarfélögum á morgun. Þau eru Kjósarhreppur, Skorrdalshreppur, Eyja- og Miklaholtshreppur, Helgafellssveit, Dalabyggð, Reykhólahreppur, Árneshreppur, Kaldrananeshreppur, Strandabyggð, Skagabyggð, Akrahreppur, Svalbarðsstrandarhreppur, Grýtubakkahreppur, Svalbarðshreppur, Fljótsdalshreppur og Borgarfjarðarhreppur.

Af þessum sveitarfélögum hefur aðdragandi kosninganna í Árneshreppi vakið mesta athygli vegna deilna um kjörskrá í sveitarfélaginu sem að líkindum tengjast fyrirhugaðri Hvalárvirkjun.

Þó svo að tæknilega séu allir á kjörskrá í kjöri í sveitarfélögum þar sem óhlutbundin kosning fer fram, nema í undartekningartilfellum þar sem hægt er að biðjast undan kjöri, hefur a.m.k. í tveimur sveitarfélögum komið fram formleg framboð. Það er í Dalabyggð og Svalbarðsstrandarhreppi.

Í Dalabyggð gefa eftirtaldir kost á sér(17): Einar Jón Geirsson Búðardal, Elísabet Ásdís Kristjánsdóttir Efri-Múla í Saurbæ, Eva Björk Sigurðardóttir Búðardal, Eyjólfur Ingvi Bjarnason Ásgarði Hvammssveit, Eyþór Jón Gíslason Búðardal, Hjördís Kvaran Einarsdóttir Búðardal, Jón Egill Jónsson Búðardal, Ragnheiður Pálsdóttir Hvítadal Saurbæ, Sigríður Huld Skúladóttir Steintúni Skógarströnd, Sigurður Bjarni Gilbertsson Búðardal, Sigurður Sigurbjörnsson Vigholtsstöðum Laxárdal, Sindri Geir Sigurðarson Geirshlíð Hörðudal, Skúli Hreinn Guðbjörnsson Miðskógi Miðdölum, Svana Hrönn Jóhannsdóttir Búðardal, Valdís Gunnarsdóttir Búðardal, Þorkell Cýrusson Búðardal og Þuríður Sigurðardóttir Búðardal. Nánar um frambjóðendur.  Þorkell, Eyþór, Sigurður Bjarni og Valdís sitja í sveitarstjórn Dalabyggðar. 

Í Svalbarðsstrandarhreppi gefa eftirtaldir kost á sér(10): Anna Karen Úlfarsdóttir, Árný Þóra Ágústsdóttir, Elísabet Inga Ásgrímsson, Guðfinna Steingrímsdóttir, Halldór Jóhannesson, Hilmar Dúi Björgvinsson, Hrafndís Bára Einarsdóttir, Ólafur Rúnar Ólafsson, Sigurður Karl Jóhannesson og Valtýr Hreiðarsson. Nánar um frambjóðendur. Ólafur, Valtýr, Guðfinna og Halldór sitja í sveitarstjórn Svalbarðshrepps.

Færðu inn athugasemd

Langlífustu samfelldu einsflokksmeirihlutarnir

  • 14 kjörtímabil – 56 ár – Sjálfstæðisflokkurinn á Seltjarnarnesi
  • 13 kjörtímabil – 52 ár – Sjálfstæðisflokkurinn í Garðabæ
  •   6 kjörtímabil – 24 ár – Skagastrandarlistinn í Sveitarfélaginu Skagaströnd
  •   4 kjörtímabil – 16 ár – H-listinn í Hrunamannahreppi
  •   3 kjörtímabil – 12 ár – E-listinn í Sveitarfélaginu Vogum, J-listi Félagshyggjufólks í Strandabyggð, Sjálfstæðisflokkurinn í Vestmannaeyjum og Sjálfstæðisflokkurinn í Hveragerði
  • 2,5 kjörtímabil – 10 ár – A-listi Samstöðu í Þingeyjarsveit
  •   2 kjörtímabil – 8 ár – Sjálfstæðisflokkur í Mosfellsbæ, Sjálfstæðisflokkur í Sveitarfélaginu Garði, Bæjarmálafélagið Samstaða í Grundarfirði, Sjálfstæðisflokkur og óháðir í Vesturbyggð, Sjálfstæðisflokkur og óháðir í Bolungarvík, L-listinn á Blönduósi, B-listi Framfarasinna í Mýrdalshreppi, Framsóknarmenn o.fl. í Rangárþingi eystra, T-listinn í Bláskógabyggð, C-listinn í Grímsnes- og Grafningshreppi og Sjálfstæðisflokkur í Hveragerði

Í nokkrum tilfellum er öruggt að valdatíminn verður ekki lengri. Í Strandabyggð verður óhlutbundin kosning, Sveitarfélagið Garður hefur sameinast Sandgerði, B-listi Framfarasinna býður ekki fram í Mýrdalshreppi og C-listinn býður ekki fram í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Færðu inn athugasemd