Framboðsmál Viðreisnar

Í síðustu alþingiskosningum hlaut Viðreisn fjóra þingmenn kjörna. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Hanna Katrín Friðriksson og Þorsteinn Víglundsson voru kjördæmakjörin í Suðvesturkjördæmi og Reykjavíkurkjördæmunum. Jón Steindór Valdimarsson var kjörinn uppbótarþingmaður í Suðvesturkjördæmi. Á kjörtímabilinu sagði Þorsteinn af sér þingmennsku og tók þá Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir sæti hans. Allir sitjandi þingmenn flokksins sækjast eftir endurkjöri. Auk þeirra Þá sækjast þeir Benedikt Jóhannesson fv.formaður flokksins og Daði Már Kristófersson varaformaður flokksins eftir þingsætum á höfuðborgarsvæðinu. Í Norðvesturkjördæmi hefur Guðmundur Gunnarsson fv.bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ gefið kost á sér til að listann í kjördæminu. Í Suðurkjördæmi hefur Guðbrandur Einarsson forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ gefið kost á sér til að leiða listann í því kjördæmi. Ekki er vitað af neinu framboði í Norðausturkjördæmi. Stillt verður upp á alla lista flokksins.

Færðu inn athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.