Sarpur fyrir mars, 2020

Undirskriftum safnað fyrir Guðmund Franklín Jónsson

Samkvæmt frétt á Stundin.is í dag er undirskriftasöfnun fyrir forsetaframboð Guðmundar Franklíns Jónssonar hafin. Í svari við fyrirspurn Stundarinnar segist Guðmundur ekki hafa lýst yfir forsetaframboð og ef hann geri það verði það ekki strax og nefnir að veiran setji strik í reikninginn og að forsetakosningum verði kannski frestað.

Færðu inn athugasemd

Auglýst eftir forsetaframbjóðendum

Forsætisráðuneytið hefur látið birta auglýsingu um forsetakjör sem fara á fram laugardaginn 27. júní n.k. Framboðum til forsetakjörs skal skila til dómsmálaráðuneytisins, ásamt samþykki forsetaefnis, nægilegri tölu meðmælenda og vottorðum yfirkjörstjórna um að þeir séu kosningarbærir, eigi síðar en fimm vikum fyrir kjördag. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hefur einn lýst yfir framboði.

Færðu inn athugasemd

Tillögur að endurskoðun kosningalaga komnar fram

Í október 2018 skipaði forseti Alþingis starfshóp um endurskoðun kosningalaga og hefur hópurinn nú skilað af sér drögum að frumvarpi til kosningalaga. Samkvæmt drögunum eiga ný kosningalög að ná yfir forsetakosningar, alþingiskosningar, sveitarstjónarkosningar og þjóðaratkvæðagreiðslur. Greint er frá þessu á vef Alþingis.

Helstu nýmælin eru:

1. Einn lagabálkur mun gilda um kosningar í stað fjögurra áður. Lög um kosningar til Alþingis, lög um kosningar til sveitarstjórna, lög um framboð og kjör forseta Íslands og lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna falla brott.
2. Stjórnsýsla kosningamála verður einfölduð og samræmd og einum aðila, landskjörstjórn, falið skýrt samræmingar- og yfirstjórnarhlutverk. Yfirkjörstjórnir kjördæma verða lagðar niður og landskjörstjórn tekur við hlutverki Hæstaréttar við forsetakjör.
3. Yfirstjórn kosningamála verður færð frá dómsmálaráðuneyti til sjálfstæðrar stjórnsýslunefndar (landskjörstjórnar) sem, auk þess að bera ábyrgð á framkvæmd kosninga, sinnir viðvarandi verkefnum milli kosninga. Komið verður á fót úrskurðarnefnd kosningamála sem tekur til úrskurðar ýmsar kærur á þessu sviði, m.a. um lögmæti forsetakjörs, sveitarstjórnarkosninga og þjóðaratkvæðagreiðslna.
4. Miðlæg vinnsla kjörskrár mun fara fram hjá Þjóðskrá Íslands og rafræn kjörskrá verður meginregla. Stjórnmálasamtök og frambjóðendur í forsetakjöri munu geta óskað eftir rafrænum aðgangi að kjörskrá.
5. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar mun ekki geta hafist fyrr en öll framboð hafa komið fram og heimilað verður að viðhafa bréfkosningu þegar greidd eru atkvæði utan kjörfundar. Henni lýkur erlendis daginn fyrir kjördag og kl. 17 innan lands á kjördag. Framkvæmd atkvæðagreiðslu utan kjörfundar verður einfölduð sem og utanumhald kjörstjóra.
6. Kjósandi mun eingöngu geta greitt atkvæði einu sinni í hverjum kosningum; annaðhvort utan kjörfundar eða á kjörfundi.
7. Kosningaathöfnin verður einfaldari og öruggari með því að kjörstjórn stimplar kjörseðil áður en kjósandi leggur hann í atkvæðakassa. Ekki verði haldið sérstakt bókhald eða uppgjör um fjölda notaðra og ónotaðra kjörseðla.
8. Talning mun fara fram á kjörstöðum í því skyni að einfalda talningu og auka öryggi í meðferð atkvæða.
9. Öllum sem þess þurfa verður heimilað að fá aðstoð við kosningar hvort sem er vegna fötlunar, veikinda, elli eða af öðrum ástæðum.
10. Kosningaréttur þeirra sem búsettir eru erlendis verður rýmkaður verulega í alþingiskosningum, forsetakjöri og þjóðaratkvæðagreiðslum. Fólk mun geta kosið í 16 ár eftir að það flytur lögheimili sitt af landinu, í stað átta ára nú, en á móti er lagt til að rétturinn falli niður að þeim tíma liðnum. Rétturinn endurnýjast aftur við flutning lögheimilis til landsins.
11. Útgáfu kjörbréfa verður hætt.

Færðu inn athugasemd

Ekki kosið 18. apríl fyrir austan

Austurfrétt greinir frá því að ekki verði kosið í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi þann 18.apríl n.k. vegna tilmæla frá Ríkislögreglustjóra og Sóttvarnalækni út af Covid-19 veirunni.

Fjögur framboð eru komin fram. Þau eru: Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Austurlistinn og Vinstrihreyfingin grænt framboð.

Færðu inn athugasemd

Framboðslisti Austurlistans í sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi

Austurlistinn hefur birt framboðslista sinn í sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. Hann er þannig skipaður:

1. Hildur Þórisdóttir, forseti bæjarstjórnar, Seyðisfirði
2. Kristjana Sigurðardóttir, bæjarfulltrúi, Fljótsdalshéraði
3. Eyþór Stefánsson, verkefnastj.og sveitarstjórnarfulltrúi, Borgarfirði eystri
4. Ásdís Hafrún Benediktsdóttir, viðurk.bókari og varam.í sveitarstjórn, Djúpavogshreppi
5. Skúli Björnsson, sjálfstætt starfandi og varabæjarfulltrúi, Fljótsdalshéraði
6. Rúnar Gunnarsson, hafnarvörður og formaður bæjarráðs, Seyðisfirði
7. Ævar Orri Eðvaldsson, verkstjóri, Djúpavogshreppi
8. Arna Magnúsdóttir, grunnskólakennari og bæjarfulltrúi, Seyðisfirði
9. Margrét S. Árnadóttir, starfsmaður í leikskóla, Fljótsdalshéraði
10.Alda Marín Kristinsdóttir, verkefnastjóri, Borgarfirði eystri
11.Arngrímur Viðar Ásgeirsson, framkvæmdastjóri, Fljótsdalshéraði
12.Bendikta Guðrún Svavarsdóttir, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi, Seyðisfirði
13.Tinna Jóhanna Magnusson, kennari og mastersnemi í miðaldafræðum, Borgarfirði e.
14.Friðrik Bjartur Magnússon, yfirbruggari, Fljótsdalshéraði
15.Skúli H. Benediktsson, hreindýraleiðsögumaður og fiskeldisfræðingur, Djúpavogshr.
16.Iryna Boiko, naglafræðingur, Fljótsdalshéraði
17.Sigrún Blöndal, grunnskólakennari og varabæjarfulltrúi, Fljótsdalshéraði
18.Aðalsteinn Ásmundarson, smiður og bæjarfulltrúi, Fljótsdalshéraði
19.Jens Hilmarsson, lögreglumaður, Fljótsdalshéraði
20.Irene Melso, starfsmaður í leikskóla, Djúpavogshreppi
21.Elfa Hlín Pétursdóttir, sagnfræðingur og fv.bæjarfulltrúi, Seyðisfirði
22.Baldur Pálsson, Austurlandsgoði, Fljótsdalshéraði

Færðu inn athugasemd

Listi Framsóknarflokksins í sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi

Framsóknarflokkurinn hefur birt framboðslista sinn í sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. Hann er þannig skipaður:

1. Stefán Bogi Sveinsson, bæjarfulltrúi, Fljótsdalshéraði
2. Helga Erla Erlendsdóttir, Borgarfirði eystri
3. Vilhjálmur Jónsson, bæjarfulltrúi, Seyðisfirði
4. Eiður Ragnarsson, Djúpavogi
5. Jónína Brynjólfsdóttir, Fljótsdalshéraði
6. Helga Rós Magnúsdóttir, Seyðisfirði
7. Benedikt Hlíðar Stefánsson, Fljótsdalshéraði
8. Alda Ósk Harðardóttir, Fljótsdalshéraði
9. Guðmundur Björnsson Hafþórsson, Fljótsdalshéraði
10.Jón Björgvin Vernharðsson, Fljótsdalshéraði
11.Gunnhildur Helga Eldjárnsdóttir, Seyðisfirði
12.Karl Snær Valtingojer, hreppsnefndarmaður, Djúpavogi
13.Guðrún Ásta Friðbertsdóttir, Fljótsdalshéraði
14.Þorsteinn Kristjánsson, Borgarfirði eystra
15.Valgeir Sveinn Eyþórsson, Fljótsdalshéraði
16.Óla Björg Magnúsdóttir, Seyðisfirði
17.Eiður Gísli Guðmundsson, Djúpavogi
18.Guðfinna Harpa Árnadóttir, Fljótsdalshéraði
19.Hjalti Þór Bergsson, Seyðisfirði
20.Aðalheiður Björt Unnarsdóttir, Fljótsdalshéraði
21.Þorvaldur Jóhannsson, fv. Bæjarstjóri, Seyðisfirði
22.Gunnhildur Ingvarsdóttir, Fljótsdalshéraði

Færðu inn athugasemd

Listi Vinstri grænna í sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi

Framboðslisti Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi hefur verið lagður fram. Hann er þannig skipaður:

1. Jódís Skúladóttir, lögfræðingur, Fljótsdalshéraði
2. Helgi Hlynur Ásgrímsson, útvegsbóndi og hreppsnefndarmaður, Borgarfirði eystri
3. Þórunn Hrund Óladóttir, aðstoðarskólastjóri og bæjarfulltrúi, Seyðisfirði
4. Ania Czeczko, félagsráðgjafi, Djúpavogi
5. Andrés Skúlason, forstöðumaður, Djúpavogi
6. Svandís Egilsdóttir, skólastjóri, Seyðisfirði
7. Pétur Heimisson, heimilislæknir, Fljótsdalshéraði
8. Kristbjörg Mekkín Helgadóttir, framhaldsskólanemi, Fljótsdalshéraði
9. Ásgrímur Ingi Arngrímsson, kennari, Fljótsdalshéraði
10.Kristín Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingur, Seyðisfirði
11.Bergsveinn Ás Hafliðason, nemi, Djúpavogshreppi
12.Guðrún Schmidt, náttúrufræðingur, Fljótsdalshéraði
13.Kristján Ketill Stefánsson, framkvæmdastjóri, Fljótsdalshéraði
14.Ruth Magnúsdóttir, skólastjóri, Fljótsdalshéraði
15.Svavar Pétur Eysteinsson, hönnuður, Djúpavogshreppi
16.Jóhanna Gísladóttir, grunnskólakennari, Seyðisfirði
17.Þór Vigfússon, myndlistarmaður, Djúpavogshreppi
18.Karen Erla Erlingsdóttir, forstöðumaður, Fljótsdalshéraði
19.Skarphéðinn G. Þórisson, líffræðingur, Fljótsdalshéraði
20.Andrés Hjaltason, bóndi, Borgarfirði eystri
21.Þuríður Elísa Harðardóttir, fornleifafræðingur, Djúpavogshreppi
22.Jón Ingi Sigurbjörnsson, kennari, Fljótsdalshéraði

Færðu inn athugasemd