Sarpur fyrir janúar, 2020

Guðmundur Franklín Jónsson lofar að íhugar forsetaframboð

Guðmundur Franklín Jónsson stofnandi og fyrrverandi formaður Hægri grænna lofar að íhugar framboð til embættis forseta Íslands ef að enginn góður gefur sig fram á næstu tveimur mánuðum. Þetta kemur fram á facebook-síðu Guðmundar Franklín. Þar svarar hann áskorun um að fara í forsetaframboð á eftirfarandi hátt: „Takk fyrir áskorunina, ég er að sjálfsögðu að hugsa málið. Það er ekki hægt þjóðfélagslega séð að hafa Guðna önnur fjögur ár í viðbót. Hann er þegar búinn að skaða þjóðfélagið eins og í Orkupakkamálinu. Hann má ekki geta skaðað Ísland oftar, þessu verður að linna, sérstaklega með lifandi aðildarumsókn ESB sem er enn í vinnslu. Ef að enginn góður gefur sig fram á næstu tveimur mánuðum þá kem ég til með að hugsa þetta grafalvarlega. Því skal ég lofa þér.“

Færðu inn athugasemd

Sósíalistar boða framboð til Alþingis

Félagsfundur Sósíalistaflokks Íslands hefur samþykkt að undirbúa framboð flokksins til næstu Alþingiskosninga. Flokkurinn bauð fram í síðustu borgarstjórnarkosningum og hlaut þá einn borgarfulltrúa. Formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands og helsti talsmaður er Gunnar Smári Egilsson fv. útgefandi og ritstjóri. Listabókstafur flokksins er J.

Færðu inn athugasemd

80% ánægð með störf Guðna Th. Jóhannessonar

Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að 80% aðspurðra í könnun Zenter rannsókna eru ánægð með störf Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands. Þar af eru 57% mjög ánægð og 23% frekar ánægð. Aðeins 6,5% eru óánægð með störf hans. Samkvæmt könnuninni eru stuðningsmenn Miðflokksins minnst hrifnir af Guðna en 37% þeirra eru óánægð með störf forsetans. Almenn ánægja er hins vegar með störf forsetans meðal stuðningsmanna Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar, Pírata, Vinstri grænna og Sósíalistaflokks Íslands.

Guðni Th. Jóhannesson hefur sem kunnugt er gefið kost á sér til áframhaldandi setu í embætti forseta Íslands. Forsetakosningar verða haldnar 27. júní n.k. ef mótframboð kemur fram.

Færðu inn athugasemd

Guðni Th. gefur kost á sér áfram

Kjörtímabil Guðna Th. Jóhannesson rennur út á þessu ári. Í nýársávarpi sínu í dag lýsti Guðni Th. því yfir að hann gæfi kost á sér til áframhaldandi setu.

Færðu inn athugasemd