Sarpur fyrir júlí, 2019

Lýðræðisflokkurinn – ný stjórnmálasamtök

Benedikt S. Lafleur o.fl. hafa stofnað nýjan stjórnmálaflokk, Lýðræðisflokkinn. Á facebook-síðu flokksins kemur fram að um sé að ræða þverpólitíska stjórnmálahreyfingu sem berst fyrir beinu lýðræði og samfélagslegri stjórnun auðlindanna. Upphaflegt heiti flokksins var Lýðræðishreyfingin en Ástþór Magnússon mun vera skráður fyrir því nafni skv. facebook-síðu Lýðræðisflokksins.

Benedikt S. Lafleur var á lista Íslandshreyfingarinnar í Suðvesturkjördæmi 2007 og á lista Frjálslyndra og óháðra í Sveitarfélaginu Skagafirði í sveitarstjórnarkosningunum 2010.

Færðu inn athugasemd