Árið 2018

Sveitarstjórnarkosningar voru haldnar á árinu. Niðurstöður urðu þessar í fjölmennustu sveitarfélögunum:

 • Reykjavík. Borgarfulltrúum fjölgaði úr 15 í 23. Meirihluti Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs féll. Viðreisn, sem hlaut tvo borgarfulltrúa, kom inn í meirihlutasamstarfið í stað Bjartrar framtíðar sem ekki bauð fram. Sósíalistaflokkur Íslands, Miðflokkurinn og Flokkur fólksins voru meðal sextán framboða sem komu fram og náðu einum manni í borgarstjórn hvert framboð. Þá bætti Sjálfstæðisflokkurinn nokkru fylgi við sig.
 • Kópavogur. Litlar breytingar urðu á bæjarstjórn Kópavogs þrátt fyrir níu framboð utan það að Píratar unnu mann af Vinstrihreyfingunni grænu framboði.
 • Garðabær. Sjálfstæðisflokkurinn bætti við hreinan meirihluta sinn, hlaut átta af ellefu bæjarfulltrúum.
 • Seltjarnarnes. Sjálfstæðisflokkurinn hélt hreinum meirihluta.
 • Hafnarfjörður. Allnokkrar breytingar urðu á bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Framsóknarflokkur, Viðreisn, Miðflokkur og Bæjarlisti komu ný inn í bæjarstjórn. Bæjarfulltrúi Bæjarlistans var bæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar sem ekki bauð fram. Samfylkingin tapaði einum bæjarfulltrúa og Vinstrihreyfingin grænt framboð tapaði sínum bæjarfulltrúa.
 • Mosfellsbær. Sjálfstæðisflokkurinn tapaði einum manni og hreinum meirihluta í bæjarstjórn. Íbúahreyfingin í Mosfellsbæ sem nú bauð fram með Pírötum tapaði sínum bæjarfulltrúa og Samfylkingin tapaði öðrum sínum bæjarfulltrúa. Viðreisn, Vinir Mosfellsbæjar og Miðflokkurinn komu ný inn með einn fulltrúa hvert framboð.
 • Reykjanesbær. Miðflokkurinn náði inn manni. Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin bættu við sig einum manni hvor flokkur. Á móti töpuðu Sjálfstæðisflokkur, Bein leið og Frjálst afl einum bæjarfulltrúa hver.
 • Suðurnesjabær – sameinað sveitarfélag Garðs og Sandgerðis. Sjálfstæðismenn og óháðir hlutu þrjá bæjarfulltrúa, Jákvætt samfélag þrjá, Listi fólksins tvo og Framsóknarflokkur og óháðir einn.
 • Grindavíkurbær. Listi Miðflokksins og  Radda unga fólksins komu nýir inn í bæjarstjórn með einn fulltrúa hvort framboð. Framsóknarflokkurinn missti annan bæjarfulltrúa sinn og Listi Grindvíkinga missti sinn bæjarfulltrúa.
 • Sveitarfélagið Vogar. E-listinn hélt hreinum meirihluta í bæjarstjórn.
 • Akranes. Sjálfstæðisflokkurinn tapaði hreinum meirihluta í bæjarstjórn. Framsóknarflokkur og Samfylking unnu einn bæjarfulltrúa hvor flokkur.
 • Borgarbyggð. Framsóknarflokkur og Vinstrihreyfingin grænt framboð bættu við sig einum manni hvor flokkur á kostnað Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar sem töpuðu einum manni hvor flokkur.
 • Snæfellsbær. Sjálfstæðisflokkur hélt hreinum meirihluta í sveitarfélaginu.
 • Grundarfjarðarbær. Sjálfstæðisflokkur vann hreinan meirihluta í bæjarstjórn af Bæjarmálafélaginu Samstöðu.
 • Stykkishólmur. H-listinn hélt hreinum meirihluta í bæjarstjórn.
 • Vesturbyggð. Ný sýn vann hreinan meirihluta af Sjálfstæðisflokknum og óháðum en listi þeirra var sjálfkjörinn 2014.
 • Bolungarvík. Sjálfstæðisflokkur hélt hreinum meirihluta í bæjarstjórn.
 • Ísafjarðarbær. Í-listinn tapaði hreinum meirihluta í bæjarstjórn og Framsóknarflokkurinn bætti við sig bæjarfulltrúa.
 • Húnaþing vestra. Framsóknarflokkur náði hreinum meirihluta og vann einn mann af N-lista.
 • Blönduósbær. Listi fólksins hélt hreinum meirihluta í bæjarstjórn.
 • Sveitarfélagið Skagafjörður. Framsóknarflokkurinn tapaði hreinum meirihluta í sveitarstjórn. Byggðalistinn, sem bauð fram í fyrsta skipti, hlaut tvo sveitarstjórnarmenn og Vinstrihreyfingin grænt framboð bætti við sig einum sveitarstjórnarmanni.
 • Fjallabyggð. Sjálfstæðisflokkur bætti við sig einum manni, hlaut 3 bæjarfulltrúa. Tvö ný framboð á eldri grunni hlutu tvo bæjarfulltrúa hvort.
 • Dalvíkurbyggð. Engar breytingar urðu fjölda bæjarfulltrúa framboða.
 • Akureyri. Þær breytingar urðu að Miðflokkurinn náði manni inn í bæjarstjórn í stað Bjartrar framtíðar sem bauð ekki fram.
 • Eyjafjarðarsveit. F-listinn hélt hreinum meirihluta í sveitarstjórn.
 • Þingeyjarsveit. A-listi Samstöðu hélt hreinum meirihluta í sveitarstjórn.
 • Norðurþing. Listi samfélagsins kom nýr inn í bæjarstjórn með einn mann og Framsóknarflokkur bætti við sig einum bæjarfulltrúa. Samfylkingin og Vinstrihreyfingin grænt framboð töpuðu einum bæjarfulltrúa hvor flokkur.
 • Fljótsdalshérað. Framsóknarflokkur tapaði einum bæjarfulltrúa. Sjálfstæðisflokkur og óháðir og Héraðslistinn bættu við sig einum manni og Miðflokkurinn kom nýr inn með einn fulltrúa. Listi Áhugafólks um sveitarstjórnarmál bauð ekki fram en fólk af þeim lista var á lista Sjálfstæðisflokksins.
 • Fjarðabyggð. Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur töpuðu einum manni hvort framboð til Fjarðalistans og Miðflokksins.
 • Sveitarfélagið Hornafjörður. Framsóknarflokkurinn vann hreinan meirihluta í bæjarstjórn. 3.framboðið tapaði einum manni.
 • Vestmannaeyjar. Sjálfstæðisflokkurinn tapaði hreinum meirihluta í bæjarstjórn. Klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum, Fyrir Heimaey, hlaut þrjá bæjarfulltrúa myndaði meirihluta með Eyjalistanum sem tapaði einum bæjarfulltrúa.
 • Rangárþing eystra. Framsóknarflokkur tapaði meirihluta í sveitarstjórn og einum manni til Sjálfstæðisflokks.
 • Rangárþing ytra. Sjálfstæðisflokkur hélt hreinum meirihluta í sveitarstjórn.
 • Bláskógabyggð. T-listi hélt hreinum meirihluta sínum í sveitarstjórn, hlaut fimm sveitarstjórnarfulltrúa af sjö.
 • Sveitarfélagið Árborg. Sjálfstæðisflokkurinn tapaði hreinum meirihluta í bæjarstjórn. Miðflokkurinn og Áfram Árborg sem var m.a. skipað fólki úr Viðreisn og Pírötum hlutu einn bæjarfulltrúa hvort framboð.
 • Hveragerði. Sjálfstæðisflokkurinn hélt hreinum meirihluta í bæjarstjórn.
 • Sveitarfélagið Ölfus. Sjálfstæðisflokkur hlaut hreinan meirihluta í bæjarstjórn eftir að hafa bætt við sig tveimur mönnum.

Sameiningarmál. Sveitarfélagið Garður og Sandgerðisbær sameinuðust á árinu undir nafninu Suðurnesjabær. Þá sameinaðist Breiðdalshreppur Fjarðabyggð undir nafni hins síðarnefnda.

Alþingi. Breytingar urðu á þingflokkum á Alþingi þegar að Ólafi Ísleifssyni og Karli Gauta Hjaltasyni var vikið úr Flokki fólksins í kjölfar Klausturmálsins svokallaða en þeir eru utan flokka.

 1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

%d bloggurum líkar þetta: