Sarpur fyrir desember, 2017

Kosningaþátttaka eftir kjördæmum og sveitarfélögum

Hagstofa Íslands hefur birt kosningaskýrslur vegna síðustu alþingiskosninga. Tölur vegna einstakra framboða hafa verið leiðréttar á vef Kosningasögu en hvergi munaði meira en 2 atkvæðum frá kynntum úrslitum á kosninganótt og engar breytingar urðu á úrslitum kosninganna.

Athyglisvert er að skoða kosningaþátttöku eftir kjördæmum og sveitarfélögum.

hlutf-kjd

Heildarþátttakan á öllu landinu var 81,2%. Þátttakan var var mun meiri í Norðvesturkjördæmi, Norðausturkjördæmi og Suðvesturkjördæmi þar sem hún var 82,3-83,0% en í Suðurkjördæmi og Reykjavíkurkjördæmunum þar sem hún var í kringum 80%.

Myndin að neðan sýnir þau tíu sveitarfélög sem voru með mesta kosningaþátttöku og þau tíu sveitarfélög sem voru með minnsta kosningaþátttöku. Verulegur munur er einnig kjörsókn er skoðun eftir einstökum sveitarfélögum. En hún sveiflast frá því að vera 92,5% í Fljótsdalshreppi niður í 72,2% í Skorradalshreppi en bæði sveitarfélögin eru með fámennustu sveitarfélögum landsins.

hlutf-svf

Færðu inn athugasemd

Viðreisn með framboð á höfuðborgarsvæðinu

vidreisnAð aflokinni kosningabaráttu vegna alþingiskosninga er undirbúningur sveitarstjórnarkosninga að fara af stað á ný. Fram kemur í Morgunblaðinu í dag að Viðreisn sé að undirbúa framboð í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði. Það er í takti við alþingiskosningarnar þar sem að flokkurinn hlaut 8-9% í kjördæmunum á höfuðborgarsvæðinu en aðeins 2-3% í landsbyggðarkjördæmunum.

Færðu inn athugasemd