Sarpur fyrir nóvember, 2017

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tekur við í dag

skjaldarmerkiNý ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tekur við í dag. Ráðuneytaskipting er eftirfarandi:

 • forsætisráðherra – Katrín Jakobsdóttir VG
 • heilbrigðisráðherra – Svandís Svavarsdóttir – VG
 • umhverfis- og auðlindaráðherra – Guðmundur Ingi Guðbrandsson – VG
 • fjármála- og efnahagsráðherra – Bjarni Benediktsson – Sjálfstæðisflokki
 • utanríkisráðherra – Guðlaugur Þór Þórðarson – Sjálfstæðisflokki
 • dómsmálaráðherra – Sigríður Á. Andersen – Sjálfstæðisflokki
 • ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra – Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfasdóttir – Sjálfstæðisflokki
 • sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra – Kristján Þór Júlíusson – Sjálfstæðisflokki
 • samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra – Sigurður Ingi Jóhannsson – Framsóknarflokki
 • mennta- og menningarmálaráðherra – Lilja Alfreðsdóttir – Framsóknarflokki
 • félags- og jafnréttismálaráðherra – Ásmundur Einar Daðason – Framsóknarflokki

Steingrímur J. Sigfússon verður forseti Alþingis og Willum Þór Þórsson formaður fjárlaganefndar

 

Færðu inn athugasemd

Nýtt framboð boðað í Kópavogi

kópavogurMbl.is segir frá því að Ómar Stefánsson fv.bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Kópavogi og fleiri vinni að stofnun bæjarmálafélags og ætlunin sé að bjóða fram í bæjarstjórnarkosningunum í vor. Bæjarmálafélagið gengur undir vinnuheitinu Fyrir Kópavog og verður kynnt nánar á fundi annað kvöld.

Í dag eiga Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Samfylkingin, Vinstri grænir og félagshyggjufólk og Björt framtíð fulltrúa í bæjarstjórn Kópavogs.

Færðu inn athugasemd

Garður og Sandgerði sameinast

sandgerdigardurÍ gær samþykktu íbúar Sveitarfélagsins Garðs og Sandgerðisbæjar að sameina sveitarfélögin. Það þýðir að kosið verður til sameinginlegrar sveitarstjórnar í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Við þetta fækkar sveitarfélögum á Íslandi í 73.

Samkvæmt Víkurfréttum voru útslit þessi:  Í Garði samþykktu 71,5% íbúa sameininguna en 28,5% voru á móti. Á kjörskrá voru 1.134 og kusu 601 eða 53% þeirra sem voru á kjörskrá. Í Sandgerði var sameiningin samþykkt með 55,2% atkvæða en 44,8% voru á móti. Á kjörskrá voru 1.200 manns og kusu 662 eða 55,2%. Þrír seðlar voru auðir og einn ógildur.

Færðu inn athugasemd

Sameiningar sveitarfélaga

sambandVitað er um vinna sé í gangi á fimm svæðum um sameiningu sveitarfélaga. Gangi þær allar eftir fækkar sveitarfélögum um níu.

 • Um helgina verða greidd atkvæði um sameiningu Sveitarfélagsins Garðs og Sandgerðisbæjar.
 • Unnið er að sameiningu Grundarfjarðarbæjar, Helgafellssveitar og Stykkihólmsbæjar.
 • Samþykkt hefur verið að hefja viðræður um sameiningu Blönduósbæjar, Húnavatnshrepps, Skagabyggðar og Sveitarfélagsins Skagastrandar.
 • Samþykkt hefur verið að hefja formlegt sameiningarferli Fjarðabyggðar og Breiðdalshrepps.
 • Djúpavogshreppur, Sveitarfélagið Hornafjörður og Skaftárhreppur eru í viðræðum um sameiningu sveitarfélaga.

Færðu inn athugasemd

Þingmenn með meira en 4 ára reynslu

althingiAðeins 16 af 63 þingmönnum sem kjörnir voru á þing á laugardaginn komu á þing fyrir alþingiskosningarnar 2013 eða hafa meira en fjögurra ára þingreynslu.

Þar af eru 11 karlar og 5 konur. Skipt eftir núverandi flokkum: Framsóknarflokkur 2, Viðreisn 1, Sjálfstæðisflokkur 5, Miðflokkurinn 2, Samfylkingin 2 og Vinstri grænir 4.

Fjórir þessara þingmanna hafa skiptu um stjórnmálaflokka það eru þau: Þorgerður Katrín, Ásmundur Einar, Gunnar Bragi og Sigmundur Davíð.

Þingmennirnir eru:

 • Frá 1983 Steingrímur J. Sigfússon Vinstri grænum.
 • Frá 1999 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (utan 2013-2016) Viðreisn.
 • Frá 2003 Bjarni Benediktsson, Guðlaugur Þór Þórðarson og Birgir Ármannsson Sjálfstæðisflokki.
 • 2003-2009 Ágúst Ólafur Ágústsson Samfylkingu.
 • Frá 2007 Kristján Þór Júlíusson og Jón Gunnarsson Sjálfstæðisflokki og Katrín Jakobsdóttir Vinstri grænum.
 • Frá 2009 Svandís Svavarsdóttir og Lilja Rafney Magnúsdóttir Vinstri grænum, Sigurður Ingi Jóhannsson og  Ásmundur Einar Daðason (utan 2016-2017) Framsóknarflokki, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Gunnar Bragi  Sveinsson MIðflokknum, Oddný G. Harðardóttir Samfylkingu

Færðu inn athugasemd