- Andrés Ingi Jónsson alþingismaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmi norður er tæpasti þingmaðurinn. Flokks fólksins vantaði aðeins 29 atkvæði til að fella hann og koma Ólafi Ísleifssyni að. Miðflokkinn vantaði aðeins 67 atkvæði til að koma Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur að. Ólafur náði kjöri sem uppbótarþingmaður.
- Í Norðvesturkjördæmi vantaði Vinstrihreyfinguna grænt framboð 111 atkvæði til að ná inn sínum öðrum manni, Bjarna Jónssyni, á kostnað annars manns Framsóknarflokks, Höllu Signýjar Kristjánsdóttur.
- Í Norðausturkjördæmi vantaði Samfylkinguna 112 atkvæði til að ná inn sínum öðrum manni, Albertínu F. Elíasdóttur, á kostnað annars manns Framsóknarflokks, Líneikar Önnu Sævarsdóttur. Albertína náði kjöri sem uppbótarþingmaður.
- Í Suðvesturkjördæmi vantaði Flokk fólksins 180 atkvæði til að ná inn kjördæmakjörnum manni, Guðmundi Inga Kristinssyni, á kostnað annars manns Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, Ólafs Þórs Gunnarssonar. Guðmundur Ingi náði kjöri sem uppbótarþingmaður.
- Í Reykjavíkurkjördæmi suður vantaði Miðflokkinn 197 atkvæði til að ná inn kjördæmakjörnum þingmanni, Þorsteini Sæmundssyni, á kostnað Lilju Daggar Alfreðsdóttur varaformanns Framsóknarflokksins. Þorsteinn náði kjöri sem uppbótarmaður.
Upplýsingar um kosningaúrslitin og hvers vegna hver varð jöfnunarmaður er komið inn og hverjum vantaði hvað mikið í hvaða kjördæmi. Sjá nánar: Landið allt – uppbótarsæti – Norðvesturkjördæmi – Norðausturkjördæmi – Suðurkjördæmi – Suðvesturkjördæmi – Reykjavíkurkjördæmi suður – Reykjavíkurkjördæmi norður