Sarpur fyrir október, 2017

Hlutfall kvenna á Alþingi

Konur á Alþingi eru eftir alþingiskosningarnar á laugardaginn 24 á móti 39 körlum. Það gerir 38%. Hlutföllin eru afar mismunandi eftir þingflokkum og þannig eru fleiri konur í þingflokkum Vinstri grænna og Framsóknarflokks, jafnt hlutfall hjá Viðreisn og eins og jafnt og hægt er í Samfylkingu. Verulega hallar hins vegar á konur hjá Pírötum, Flokki fólksins, Sjálfstæðisflokknum og Miðflokknum.

kyn

Sé bætt við 1. varamanni eða oddvita í kjördæmi sem ekki náði kjöri, sex einstaklingum hjá hverjum flokki lítur myndin aðeins öðruvísi út. Þá er nokkurn veginn jafnvægi milli kynja hjá Vinstri grænum, Framsóknarflokki, Samfylkingu og Pírötum. Aðeins hallar á konur í Flokki fólksins en það hallar verulega á konur í Sjálfstæðisflokknum og Miðflokknum.

kyn2

Færðu inn athugasemd

Reykjavík – borgarstjórnarkosningar

rvkSveitarstjórnarkosningar verða í vor og því er athyglisvert að skoða fylgi flokkanna í Reykjavík út frá úrslitum helgarinnar. Ef atkvæðamagn flokkanna í báðum Reykjavíkurkjördæmunum og er lagt saman og borgarfulltrúar reiknaðir út frá því er niðurstaðan þessi:

Núverandi meirihluti   Aðrir
Vinstri grænir 5 Sjálfstæðisflokkur 6
Samfylking 3 Viðreisn 2
Píratar 3 Flokkur fólksins 2
Björt framtíð 0 Framsóknarflokkur 1
Miðflokkurinn 1
Samtals 11   Samtals 12

 

Færðu inn athugasemd

Kosningarnar – nokkrir tæpir þingmenn

  • Andrés Ingi Jónsson alþingismaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmi norður er tæpasti þingmaðurinn. Flokks fólksins vantaði aðeins 29 atkvæði til að fella hann og koma Ólafi Ísleifssyni að. Miðflokkinn vantaði aðeins 67 atkvæði til að koma Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur að. Ólafur náði kjöri sem uppbótarþingmaður.
  • Í Norðvesturkjördæmi vantaði Vinstrihreyfinguna grænt framboð 111 atkvæði til að ná inn sínum öðrum manni, Bjarna Jónssyni, á kostnað annars manns Framsóknarflokks, Höllu Signýjar Kristjánsdóttur.
  • Í Norðausturkjördæmi vantaði Samfylkinguna 112 atkvæði til að ná inn sínum öðrum manni, Albertínu F. Elíasdóttur, á kostnað annars manns Framsóknarflokks, Líneikar Önnu Sævarsdóttur. Albertína náði kjöri sem uppbótarþingmaður.
  • Í Suðvesturkjördæmi vantaði Flokk fólksins 180 atkvæði til að ná inn kjördæmakjörnum manni, Guðmundi Inga Kristinssyni, á kostnað annars manns Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, Ólafs Þórs Gunnarssonar. Guðmundur Ingi náði kjöri sem uppbótarþingmaður.
  • Í Reykjavíkurkjördæmi suður vantaði Miðflokkinn 197 atkvæði til að ná inn kjördæmakjörnum þingmanni, Þorsteini Sæmundssyni, á kostnað Lilju Daggar Alfreðsdóttur varaformanns Framsóknarflokksins. Þorsteinn náði kjöri sem uppbótarmaður.

Upplýsingar um kosningaúrslitin og hvers vegna hver varð jöfnunarmaður er komið inn og hverjum vantaði hvað mikið í hvaða kjördæmi. Sjá nánar: Landið alltuppbótarsæti NorðvesturkjördæmiNorðausturkjördæmiSuðurkjördæmiSuðvesturkjördæmiReykjavíkurkjördæmi suðurReykjavíkurkjördæmi norður

Færðu inn athugasemd

Kjörnir þingmenn eftir stjórnmálaflokkum

Eftirtaldir þingmenn voru kjörnir á Alþingi í alþingiskosningunum í gær:

Sjálfstæðisflokkur(16):  Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir NV, Kristján Þór Júlíusson og Njáll Trausti Friðbertsson NA, Páll Magnússon, Ásmundur Friðriksson og Vilhjálmur Árnason SU, Bjarni Benediktsson, Bryndís Haraldsdóttir, Jón Gunnarsson og Óli Björn Kárason SV, Sigríður Á. Andersen og Brynjar Níelsson RS, Guðlaugur Þór Þórðarson, Áslaug Anna Sigurbjörnsdóttir og Birgir Ármannsson RN.

Vinstrihreyfingin grænt framboð (11):  Lilja Rafney Magnúsdóttir NV, Steingrímur J. Sigfússon og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir NA, Ari Trausti Guðmundsson SU, Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Ólafur Þór Gunnarsson SV, Svandís Svavarsdóttir og Kolbeinn Óttarsso Proppé RS, Katrín Jakobsdóttir, Steinunn Þóra Árnadóttir og Andrés Ingi  Jónsson RN.

Framsóknarflokkur (8): Ásmundur Einar Daðason og Halla Signý Kristjánsdóttir NV, Þórunn Egilsdóttir og Líneik Anna Sævarsdóttir NA, Sigurður Ingi Jóhannsson og Silja Dögg Gunnarsdóttir SU, Willum Þór Þórsson SV og Lilja Dögg Alfreðsdóttir RS.

Samfylking (7): Guðjón Brjánsson NV, Logi Einarsson og Albertína Friðbjörg Elíasdóttir(u) NA, Oddný S. Harðardóttir SU, Guðmundur Andri Thorsson SV, Ágúst Ólafur Ágústsson RS og Helga Vala Helgadóttir RN.

Miðflokkurinn (7): Bergþór Ólason og Sigurður Páll Jónsson(u) NV, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Anna Kolbrún Árnadóttir (NA), Birgir Þórarinsson SU, Gunnar Bragi Sveinsson SV og Þorsteinn Sæmundsson(u) RS.

Píratar (6): Smári McCarthy(u) SU, Jón Þór Ólafsson SV, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Björn Leví Gunnarsdóttir (u) RS og Helgi Hrafn Gunnarsson og Halldóra Mogensen (u) RN.

Flokkur fólksins (4): Karl Gauti Hjaltason SU, Guðmundur Ingi Kristinsson (u) SV, Inga Sæland RS og Ólafur Ísleifsson (u) RN.

Viðreisn (4): Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Jón Steindór Valdimarsson (u) SV, Hanna Katrín Friðriksdóttir RS og Þorsteinn Víglundsson RN.

Færðu inn athugasemd

Könnun frá MMR

Í kvöld birtist könnun frá MMR. Könnunin er nokkuð frábrugðin öðrum könnunum sem birst hafa í dag og í gær. Samkvæmt könnuninni eykur Framsóknarflokkurinn enn við fylgi sitt en Píratar og Miðflokkurinn mælast sterkari en undanfarið. Á móti mælast Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstrihreyfing grænt framboð og Samfylkingin með minna fylgi.

Síðasta könnun Meðaltal fjórar
Björt framtíð 2,2% 0 1,7% 0
Framsóknarflokkur 11,7% 8 9,5% 6
Viðreisn 8,1% 5 7,9% 5
Sjálfstæðisflokkur 21,3% 15 23,4% 16
Flokkur fólksins 4,4% 0 4,2% 0
Miðflokkurinn 11,4% 8 10,2% 7
Píratar 11,0% 7 9,6% 6
Samfylkingin 12,5% 9 14,5% 10
Vinstri grænir 16,6% 11 18,4% 13
Önnur framboð 0,9% 0 0,6% 0
100,1% 63 100,0% 63

Færðu inn athugasemd

Skoðanakönnun frá Gallup

RUV birti í dag skoðanakönnun frá Gallup. Helstu tíðindin eru að Vinstrihreyfingin grænt framboð er að missa fylgi en Framsóknarflokkurinn heldur að bæta við sig. Annars eru niðurstöðurnar þannig:

Síðasta könnun Meðaltal fjórar
Björt framtíð 1,5% 0 1,7% 0
Framsóknarflokkur 8,9% 6 8,2% 5
Viðreisn 8,2% 5 7,8% 5
Sjálfstæðisflokkur 25,3% 17 24,1% 17
Flokkur fólksins 4,0% 0 4,2% 0
Miðflokkurinn 9,7% 6 9,7% 7
Píratar 9,0% 6 9,2% 6
Samfylkingin 15,5% 11 15,0% 10
Vinstri grænir 17,3% 12 19,1% 13
Önnur framboð 0,6% 0 1,2% 0
100,0% 63 100,0% 63

Færðu inn athugasemd

Skoðanakönnun frá Zenter

Zenter birti skoðanakönnun í dag. Hún er í takti við meðaltal skoðanakannana undanfarna daga nema að Framsóknarflokkurinn bætir verulega við sig. Niðurstaða könnunarinnar og meðaltal síðustu fjögurra kannanna er sem hér segir:

Síðasta könnun Meðaltal fjórar
Björt framtíð 1,9% 0 1,7% 0
Framsóknarflokkur 9,6% 6 8,1% 5
Viðreisn 7,1% 5 7,1% 5
Sjálfstæðisflokkur 22,5% 16 23,5% 16
Flokkur fólksins 4,3% 0 4,4% 0
Miðflokkurinn 10,2% 7 10,4% 7
Píratar 9,6% 6 9,3% 6
Samfylkingin 14,7% 10 14,5% 10
Vinstri grænir 19,6% 13 19,7% 14
Önnur framboð 0,5% 0 1,4% 0
100,0% 63 100,0% 63

Færðu inn athugasemd