Sameining í Austur Húnavatnssýslu skoðuð

A-hunavaÍ gær funduðu sveitarstjórnir sveitarfélaganna fjögurra í Austur-Húnavatnssýslu um sameiningarmál. Um er að ræða sveitarfélögin Blönduósbæ, Húnavatnshrepp, Skagabyggð og Sveitarfélagið Skagaströnd. Á fundinum var samþykkt að beina því til sveitarstjórna að þær taki afstöðu hver fyrir sig, hvort þær vilji hefja formlegar viðræður um sameiningu sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu og jafnframt tilnefndi sveitarfélögin þá fulltrúa í sameiningarnefnd sé það vilji þeirra að hefja það ferli. Verði af sameiningunni fækkar sveitarfélögum á svæðinu um þrjú.

Það flækir málið að Skagabyggð er nú þegar í sameiningarviðræðum við Sveitarfélagið Skagafjörð en oddviti sveitarfélagsins sagði í viðtali við RÚV að óeðlilegt væri að vera í sameiningarviðræðum á tveimur stöðum. Sveitarstjórn Skagabyggðar þarf því að taka afstöðu til þess hvort hún heldur þeim viðræðum áfram að eða fer í viðræður við hin sveitarfélögin í Austur-Húnavatnssýslu.

Auglýsingar
  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: