Sarpur fyrir ágúst, 2017

Margrét Friðriksdóttir leiðir Frelsisflokkinn í borginni

frelsisflokkur_10Margrét Friðriksdóttir ritari Frelsisflokksins mun leiða lista flokksins  í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík næsta vor. Þetta segir hún í samtali við DV.is. Hún segir að flokkurinn muni leggja áherslu á velferðarmál svo sem húsnæðismál og menntamál. Þá telur að það sé hagkvæmast að hafa flugvöllin áfram í Vatnsmýrinni. Þá segir hún að Frelsisflokkurinn styði kristina trú og gildi.

Gunnlaugur Ingvarsson formaður Frelsisflokksins segir í grein í Morgunblaðinu í dag að flokkurinn muni skoða framboð í öðrum sveitarfélögum.

 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Píratar bjóða fram í a.m.k. sex sveitarfélögum í vor

piratarAðalfundur Pírata var haldinn um helgina og þar var meðal annars rætt um komandi sveitarstjórnarkosningar. Í frétt á Eyjan.is kemur fram að Píratar ætli að bjóða fram í a.m.k. sex sveitarfélögum. Þau eru Reykjavík, Kópavogur, Garðabær, Hafnarfjörður, Reykjanesbær og Akureyri. Haft er eftir framkvæmdastjóra Pírata að ekki sé útilokað að flokkurinn bjóði fram í fleiri sveitarfélögum. Píratar eiga einn sveitarstjórnarmann og hann situr í borgarstjórn Reykjavíkur. Í sveitarstjórnarkosningunum 2014 buðu Píratar fram auk Reykjavíkur í Kópavogi, Hafnarfirði og Reykjanesbæ en í þessum þremur síðarnefndu sveitarfélögum náðu þeir ekki kjörnum fulltrúum.

Færðu inn athugasemd

Theodóra S. Þorsteinsdóttir hættir á þingi um áramótin

BjortframtidTheodóra S. Þorsteinsdóttir alþingismaður Bjartrar framtíðar í Suðvesturkjöræmi og bæjarfulltrúi sama flokks í Kópavogi hefur ákveðið að segja af sér þingmennsku frá og með næstu áramótum. Theodóra var kjörin á þing í október 2016 og kemur því til með að sitja eitt ár á þingi. Karólína Helga Símonardóttir varaþingmaður mun væntanlega taka sæti Theodóru.

Færðu inn athugasemd

Sameining í Austur Húnavatnssýslu skoðuð

A-hunavaÍ gær funduðu sveitarstjórnir sveitarfélaganna fjögurra í Austur-Húnavatnssýslu um sameiningarmál. Um er að ræða sveitarfélögin Blönduósbæ, Húnavatnshrepp, Skagabyggð og Sveitarfélagið Skagaströnd. Á fundinum var samþykkt að beina því til sveitarstjórna að þær taki afstöðu hver fyrir sig, hvort þær vilji hefja formlegar viðræður um sameiningu sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu og jafnframt tilnefndi sveitarfélögin þá fulltrúa í sameiningarnefnd sé það vilji þeirra að hefja það ferli. Verði af sameiningunni fækkar sveitarfélögum á svæðinu um þrjú.

Það flækir málið að Skagabyggð er nú þegar í sameiningarviðræðum við Sveitarfélagið Skagafjörð en oddviti sveitarfélagsins sagði í viðtali við RÚV að óeðlilegt væri að vera í sameiningarviðræðum á tveimur stöðum. Sveitarstjórn Skagabyggðar þarf því að taka afstöðu til þess hvort hún heldur þeim viðræðum áfram að eða fer í viðræður við hin sveitarfélögin í Austur-Húnavatnssýslu.

Færðu inn athugasemd

Borgarfulltrúi gengur úr Framsóknarflokknum

framsoknSveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina er gengin úr Framsóknarflokknum og ætlar að sitja sem óháður borgarfulltrúi út kjörtímabilið. Aðspurð um framboð í vor eða framhaldið segir hún að það sé óráðið. Segja má því að borgarstjórnarflokkum í Reykjavík hafi fjölgað um einn og séu nú sjö. Samfylkingin er með 5 borgarfulltrúa, Sjálfstæðisflokkurinn 4, Björt framtíð 2, Vinstrihreyfingin grænt framboð, Píratar, Framsókn og flugvallarvinir 1 hver auk Sveinbjargar sem er óháður borgarfulltrúi.

Færðu inn athugasemd

Björt framtíð í sveitarstjórnarkosningunum í vor

BjortframtidBjört framtíð heldur ársfund sinn þann 2. september n.k. Á fundinum verður m.a. fjallað um komandi sveitarstjórnarkosningar. Aðspurð segir Valgerður Pálsdóttir framkvæmdastjóri flokksins að ekki liggi fyrir endanlega hvar flokkurinn bjóði fram í vor. Hún segir þó að hún búist við að flokkurinn bjóði fram þar sem hann er nú þegar. Þetta verður ekki skilið öðruvísi en að flokkurinn komi til með að bjóða fram a.m.k. í þeim sveitarfélögum þar sem hann er með fulltrúa í sveitarstjórnum.

Björt framtíð fékk kjörna sveitarstjórnarmenn í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði, Akranesi, Akureyri og Sveitarfélaginu Árborg í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Að auki bauð flokkurinn fram í Snæfellsbæ og Ísafjarðarbæ en náði ekki kjörnum bæjarfulltrúum þar.

Færðu inn athugasemd

Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokki í Reykjavík

sjalfstflVörður, fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, samþykkti í dag að viðhafa leiðtogaprófkjör til að velja á lista flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Það þýðir að efsti maður listans verður kosinn í prófkjöri en uppstillingarnefnd raðar í önnur sæti listans. Halldór Halldórsson oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hefur þegar gefið út að hann muni ekki sækjast eftir endurkjöri.

Færðu inn athugasemd